Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 47 Tvær stúlkur, ðnnur fötluð en hin ófötluð finna saman við tölvu. I Jowinoskóla eru börn látin vinna saman um langt skeið tvö og tvö saman og myndast þannig vinátta milli þeirra og agnkvæmur skilningur Dæmi um aðbúnað á stórri stofnun í Bandaríkjunum að fyrir hvem einn fatlaðan sem er á stofnun er einn jafn fatlaður utan við stofnunina. Það eru ekki allir inná stofnunum og hafa aldrei ver- ið. Þessi fimmtán ára tilraunastarf- semi hefur skilað ansi miklu í kringum þá háskóla sem öflugastir eru, eins og t.d. Syracuse háskóla í New York fylki, Oregon háskóla í Eusene, í Madison háskóla og víðar, eins og fyrr hefur komið fram. í Syracuse tók Burton Blatt við sérkennsludeildinni og fékk til liðs við sig þá menn sem hæfastir eru á þessu sviði í Ameríku. Undir forystu Blatt elfdist þessi deild og stofnaði Center of Human Policy sem tók á sig pólitískan blæ í þeim skilningi að barist var af hörku fyrir réttindum fjölfatlaðs fólks. Menn bera t.d. vitni fyrir dómstól- um í málum einstaklinga. Þar er líká að þróast upp þjónusta, bæði leiðbeiningarþjónusta við Was- hingtonstjómina og við hin ýmsu fylki um gjörvöll Bandaríkin. Þama vinna vangefnir, foreldrar, prófess- orar, sérkennarar og áhugafólk ýmis konar saman, að sameiginlegu markmiði. Ég dvaldi þama í sex mánuði og það sem dró mig þangað var það að þau skrif sem ég var hrifnust af í þessum fræðum vom mest megnis frá Syracuse háskóla. Ég rakst í upphafi á grein eftir Burton Blatt og ákvað að lesa mér meira til og það leiddi til þess að ég ákvað að fara og athuga hvað þama væri raunverulega að gerast. Ég skoðaði þama áhrif svona sterks háskóla á stefnumótun í málefnum fatlaðra í fylkinu. Þau eru geysilega mikil. Við hlið þessarar starfsemi í Syracuse er svo auðvitað starfandi stór stofnun fyrir fatlaða, með alla þá galla og kosti sem slíkar stofnan- ir hafa. Jafnframt eru svo þama líka öflug stuðningskerfi við fatlað fólk og fjöldskyldur þess, sem miða að því að fatlaðir séu í venjulegum skóla. Flestir vangefnir sem búa heima hjá sér em í venjulegum skólum í Syracuse, að vísu flestir í sér bekkjum. Það er mikið farið að bera á því að fatlaðir vinni við hlið ófatlaðra á stöðum eins og bóka- safni háskólans, skrifstofum, tryggingafyrirtækum, atkitekta- stofum o.s.frv. Þeir sem standa fyrir þessari deild háskólans hafa hugsjónir og heimspeki sem er mjög vandlega gmnduð, jákvæð og sterk og bygg- ir á stefnu Burtons Blatt. Úr þessari lind veita þeir nemendum sínum, aðilum vinnumarkaðar, skólayfir- völdum og foreldmm fatlaðra. Einnig vom fengnir til samstarfs sérfræðingar frá Madisonháskóla, sem em komnir lengra á sviði kennslutækni heldur en víðast ann- arsstaðar. Þegar hugsjónir og tæknikunnátta tengjast saman þá getur árangurinn orðið góður. Há- skólamir í Syracuse og Madison hafa sannarlega haft mikil áhrif en hlutur háskólans í Oregon er líka umtalsverður. Deild þess háskóla, sem sér um menntun sérkennara fyrir alvarlega fatlaða, er í fara- broddi í Bandaríkjunum, og er Tom Bellamy fyrrverandi prófessor þar nú sérkennslufulltrúi Bandaríkja- stjómar. Árangurinn af kröftugu starfi þar sér maður út um allt Origon fylki. í Origon varð til hreyf- ing sem heitir „People fírst" sem er fyrsta hreyfing vangefinna sjálfra til þess að berjast fyrir rétt- indum sínum. Það er nánast sama hvar borið er niður í háskólabæ eins og Origon, alls staðar má sjá van- gefið fólk vinna við hlið hinna sem betur em í sveit settir greindarfars- lega. Það er liður í námi sérkennara í Eusene í Origon að styðja van- gefna í slíkri vinnu, það er t.d hluti af námi þeirra að vinna á pizzahús- um, sjúkrahúsum eða bókasöfnum og hjálpa fötluðum manni að ná tökum á slíkri vinnu. í Eusene em líka allir strætisvagnar með lyftu og þar má sjá ákaflega mikið hreyfí- hamlað fólk ferðast um með strætisvögnum. Þeir sem era fatlað- ir og búa heima hjá sér eða á fósturheimilum þeir búa við miklu meiri rétt en við þekkjum hér og betri aðstoð. En þama á svipuðum slóðum er líka ein allra versta stofn- un fyrir fatlaða í Bandarikjunum. Frá háskólanum í Madison í Wisconse kemur mikil tæknikunn- átta. Við þann háskóla starfar prófessor að nafni Lou Brown. Honum og starfsmönnum hans hef- ur tekist að ná svo góðu sambandi við skólayfirvöld og vinnumarkað þar í borg að undanfarin fjögur ár hefur enginn fatlaður maður út- skrifast svo úr skóla í Madison að hann hafí ekki farið beint í starf á almennum vinnumarkaði. Þessi frá- bæri árangur hefur vakið mikla athygli manna sem áhuga hafa á þessum málum. Það er draumur minn,“ sagði Dóra að lokum, „að Lou Brown verði gert kleift að koma hingað til iands næsta vor. Þá hygg- ur hann á Evrópuferðalag og ég vona að hann geti komið hér við og sagt okkur frá starfsaðferðum þeim sem hefur skilað svo miklum árangri þar sem þeim hefur verið beitt í Bandarílq'unum." Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Noregnr: Gro Harlem leið á fréttamönnum Ósló, Reuter. GRO HARLEM Brundtland for- sætisráðherra Noregs er orðin þreytt á ágangi erlendra frétta- manna sem sí og æ vilja fá fréttir af starfi hennar og stallsystra hennar í norsku ríkisstjórninni. Ætlar Gro Harlem nú að láta búa til myndband þar sem flest það sem fréttamennina fýsir að vita kemur fram. Talsmaður norska forsætisráðu- neytisins, 0ivind 0stang, segir að um það bil tveir þriðju hlutar þeirra 0DEXION léttir ykkur störfin o c Q. UJ CC APTON-smíðakerfið leysir vandann Fyrirliggjandi: * Svörtstálrör * Grá stálrör * Krómuð stálrör * Alrör - falleg áferð * Allar gerðir tengja Við sníðum niður eftir máli Útsölustaðir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Sími (91 )20680 STRAUMRÁS SF. — Akureyri Sími (96)26986 LANDSSMIÐJAN HF. fyrirspurna sem berist ráðuneytinu séu tengdar háu hlutfalli kvenna í ríkisstjórn Brundtlands. í norsku stjórninni em 18 ráðherrar, þar af em 8 konur. „Við teljum að við munum spara forsætisráðherra mikið amstur með því að gera myndband sem við getum afhent erlendum fréttamönnum í stað þess að hún endurtaki sömu hlutina hvað eftir annað fyrir fréttamenn frá ýmsum heimshomum," sagði' 0stang. Ekkert vatn er í veggrörinu, þegar skrúfað er fyrir VÁRGÁRDA utanhússkranann. Tvœr gerðir, önnur fyrir lykil og skrúfhjól (allt að 400 mm veggi), hin með lykli (allt að 600 mm veggi). ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SlMAR 686455 — 685966 Nfetti LYNGHÁLSI 3 SlMAR 673415 - 673416 VðNOUO VINNA - VANDAD VERK SÓFASETT Á HEILDSÖLUVERÐI 30 % ÓDÝRARI! Ðólstrun og Tréverk hf. Síðumúla 33, simi 688599
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.