Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 49

Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Biluní fjölskyldunni Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Stjúpfaðirinn (The Stepfather). Sýnd í Regnboganum. Stjörnu- gjöf: ★ ★ ★. Bresk. Leikstjóri: Joseph Rub- en. Handrit: Donald E. West- lake. Framleiðandi: Jay Benson. Kvikmyndataka: John W. Lindley. Tónlist: Patrick Moraz. Helstu hlutverk: Terry O’Quinn, Jill Schoelen og Shelly Hack. Það sem Jerry Blake (Terry O’Quinn), eins og hann kallar sig núna, þráir mest af öllu er hin fullkomna fjölskylda. Hann dreymir millistéttardrauminn bjarta um fallegt hús í úthverfínu, tvo bíla, konu og böm. Og það á að vera regla á hlutunum. Bömin eiga að koma hlaupandi á móti honum þegar hann kemur úr vinn- unni og faðma hann og konan á að vera í eldhúsinu tilbúin með matinn í ofninum. Niðri í kjallara hefur hann tómstundirnar sínar, hann smíðar hús fyrir fullkomnu fuglafjölskyldurnar. Valdi draumaheimurinn honum von- brigðum, ef ijölskylda hans hagar sér ekki alveg eins og hann vill að hún geri, drepur hann hana. Svo finnur hann sér nýja. Hann lítur alls ekki út fyrir að vera fjöldamorðingi. Hann lítur þvert á móti út alveg eins og fast- eignasali, sem hann og er þessa stundina. Hann lítur sannarlega út eins og hinn fullkomni heimilis- faðir, blíður og indæll og broshýr og hjálpsamur og það er ekki til sá maður sem fellur ekki fyrir blekkingunni. Nema við í salnum auðvitað. Við sáum í upphafi þegar hann labbaði útúr húsinu sem hann bjó í áður. Við sáum inní stofuna þar sem fjölskylda hans lá myrt í blóði sínu. Við vitum að hann á eftir að reyna aftur. Þetta er vissulega ekki fyrsta fjölskyldan sem hann drepur. Og sennilega ekki sú síðasta. Hryllingsmyndin Stjúpfaðirinn (The Stepfather), sem sýnd er í Regnboganum, um fjölskyldu- morðingjann Jerry Blake er einhver sú albesta sinnar tegund- ar sem hér hefur verið sýnd lengi. Hún byijar þar sem hún gæti líka endað og þar á milli býður hún okkur að kynnast brengluðum huga Jerry Blake, fjölskylduí- myndinni sem hann leitar að og afleiðingunum sem það getur haft ef fjölskyldan stendur eki undir kröflmum. Stjúpfaðirinn er mynd sem fengið getur gæsahúðina til að skríða af þér og hlaupa útúr bíóinu. Joseph Ruben (Dreamscape), leikstjóri hinnar fírnagóðu hryll- ingsmyndar, er ansi sniðugur er hann vísar okkur fyrirvaralaust inní geðsýki Jerry Blakes í upp- hafsatriðinu þegar Jerry er að þrífa sig eftir blóðbaðið niðri í stofu og breyta um útlit áður en hann heldur á vit nýju fjölskyl- dunnar. í Blackout, sem sýnd var í Tónabíói og fjallaði líka um fjöl- skyldumorðingja, var lengst af reynt að fela það hver morðinginn væri og byggja spennuna að nokkru leyti á því. Hér er spennan byggð á því að sýna okkur morð- ingjann í næstum því hverjum ramma og hvað hann hagar sér eðlilega á meðan við vitum að undir yfirborðinu, hlýlega brosinu og huggunarorðunum liggur geð- sjúklingur, sem brotist getur fram við minnsta tilefni. Allt sem hann gerir segir og hugsar er eðlileg- asti hlutur í heimi fyrir fólkið í Stjúpinn illi í mynd Regnbog- ans. kringum hann. Fyrir okkur er það hegðun kaldrifjaðs morðingja. Og bragðið að sýna afleiðingar geð- sýki hans í byrjun borgar sig því óhugnaður byijunaratriðsins situr í hugskoti manns myndina á enda og er stöðugur minnisvarði um hið tvöfalda lífemi Jerrys. Myndin tekur upp þráðinn þeg- ar ár er liðið frá upphafsatriðinu og Jerry hefur fundið sér nýja fjölskyldu, ekkjuna Susan Blake (Shelly Hack), og 16 ára dóttur hennar Steph (Jill Schoelen). Við fáum strax að vita að hann spillir góðu sambandi á milli móður og dóttur með nærveru sinni og dótt- irin á alltaf eftir að sýna honum fjandskap. í þessu tilviki getur það kostað bæði hana og móður hennar lífið. Það gerist eiginlega ekkert af- gerandi fyrr en á lokamínútunum ef frá er talið morðatriði í auðu húsi þegar Jerry drepur sálfræð- ing stjúpdóttur sinnar, en myndin er þó alltaf að koma manni á óvart og manni leiðist ekki í eina sekúndu, þökk sé glettilega góðu handriti glæpasagnahöfundarins Donald E. Westlake, góðum leik allra leikaranna og afbragðsgóðri leikstjóm Rubens, sem spilar á lágum, hljóðlátum nótum en held- ur manni límdum við sætið. Andi Hitchcocks svífur hér yfir vötnum. Jerry heldur áfram að lifa sig inní hina fullkomnu fjölskyldu en þegar hlutirnir ætla ekki að ganga eins og hann vill opinberast geð- sýki hans. í flugbeittu handritinu fær hann ískaldar setningar eins og „kannski olli fjölskyldan hon- um vonbrigðum“ þegar talið berst að ódæði fjölskyldumorðingjans; „verðum að spenna beltin," segir hann eins og geðgóður ökukenn- ari og spennir bílbelti yfír lík af manni sem hann hefur drepið áður en hann ýtir bílnum fram af klettabrún og kveikir í honum; „hver er ég héma?“ spyr hann mglaður þegar hann veit ekki lengur 'undir hvaða nafni hann gengur eða á hvaða heimili hann er. Stundum er hann Henry Morri- son, stundum Bill Hodgkins og stundum Jerry Blake. Þannig teygist á hryllingnum þar til hann verður allt að því kómískur. Þegar stelpan á heimilinu er að kyssa vin sinn bless á tröppunum heima hjá sér rýkur Jerry út og hrópar nauðgun. Framkoma leikaranna í mynd- inni er lýtalaus. Terry O’Quinn er frábær í hlutverki Jerry Blakes hvort sem hann leikur hinn bros- milda, fullkomna heimilisföður eða morðóðan geðsjúkling. Hin gullfallega Jill Schoelen leikur dótturina Steph eins og þaulreynd leikkona án nokkurs byijenda- brags, Shelly Hack leikur móður- ina sem aldrei gmnar neitt fyrr en allt í einu yndislegi eigin- maðurinn reynir að 'drepa hana, Charles Lanyer leikur sálfræðing- inn Dr. Bondurant, sem kemst á snoðir um geðveiki Jerrys en lifir ekki til að segja frá henni, og Stephen Sheuen leikur Jim Og- ilive, bróður síðustu eiginkonu Jerrys, sem rekur slóð hans til nýju fjölskyldunnar. Aðeins eitt að lokum. Ef þið þurflð að viðra gæsahúðina bjóðið henni þá í Regnbogann. Niðurhengd loft. T-prófílar og loftaplötur. Mismunandi stærðir og gerðir. Uppsett sýnishorn í sýningasal okkar. ISLEMZKA VERZLUMARFELAGIÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Bíldshöfða 16, sími 687550. Þaðerdýr hver rúmmetri í lager- húsnæði. Nýtið hann þvível. Þungavörukerfi fm) HF.OFNASMHUAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7. S.: 21220 BOSCH SUPER Betri gangur, minni eyðsla með Bosch-super kertum BOSCH Iflðaerða- og varaMuta þjónusta B R Æ O U R N I R ORMSSONHF LÁGMÚLA9, SÍMI38820 Ploslkossar ogskúffur Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti. Einnig vagnar og verkfærastatíf. Hentugtá verkstæðum og vörugeymslum. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOOS OG HEILDVERSL UN BILDSHÖFDA 16 SÍMI 6724 44 VELDU &TDK OG HAFÐUALLTÁ HREINU 49 rGEGN SIAÐGREIÐSLUn FLUGLEIÐIR Kaupum og seljum hlutabréf Flugleiða gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 2.380.- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Hlutabréfamarkaðunnn hl. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN STAÐGREDöStU 1 UCRZIUNRRBRNKIÍSLRNDS HF Kaupum og seljum hlutabréf Verslunarbanka íslands gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.280,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Hlutabréfamarkaðunnn hl. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGNMGREIÐSLUn EIMSKIP Kaupum og seljum hlutabréf Eimskips gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 3.300.- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Hlulabréíamarkaóurinn hl. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN SlAÐGREBöSLU-i TOLLVÖRU GEYMSLAN Kaupum og seljum hlutabréf Tollvörugeymslunnar gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.000,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs Hlulflbréfamarkaóurinn hí. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. f VJEAJn J ImAJlYLlLMlAJ TBYGGINGAR Kaupum og seljum hlutabréf Almennra trygginga gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.120,- fyrir hverjar 1.000,-kr. nafnverðs. Hlutabréfamarkaóunnn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGBGN SIMOHÐSEU-i HAMPIÐJAN Kaupum og seljum hlutabréf Hampiðjunnar gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.160,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Hlutabréfamarkaóurinn hf Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavflk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.