Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 55 Ríkið tilbúið að yfirtaka skuldir Sjóefnavinnslunnar Könnunarviðræður eru hafnar milli Hitaveitu Suðurnesja og nokkurra fyrirtækja um kaup á hlut ríkisins í Sjóefnavinnslunni hf. Fjármálaráðherra og iðnað- arráðherra eru sammála um að ríkið eigi að draga sig út úr rekstri félagsins. Yfirtæki ríkis- sjóður skuldir að fjárhæð 550 milljónir króna. Hið opinbera gerir sér vonir um að endur- heimta 250 milljónir af þessari upphæð fram að aldamótum. Lyfjafyrirtækin Pharmaco og Delta eru í hópi þeirra sem nefndir hafa verið þátttakendur í viðræðun- um. Sjóefnavinnslan hefur verið rekin með miklum halla frá upphafi. Ríkissjóður á 84% hlutafjár, sveitar- félög á Suðurnesjum 10% og 500 smærri hluthafar 6%. Árið 1985 fór fram endurskipu- lagning á framkvæmdastjórn verksmiðjunnar. Á grundvelli arð- semisáætlunar var ákveðið að ráðast í framleiðslu á grófu salti, kolsýru og þurrís. í byrjun ársins hófst sala á kolsýrunni en þurrísinn kom á markað í vor. Þessa dagana er verið að auka saltframleiðsluna úr 1000 tonnum í 7000 tonn á ári. Að sögn Magnúsar Magnússonar framkvæmdastjóra Sjóefnavinnsl- unar benda líkur til að framleiðsla þessara vörutegunda geti skilað hagnaði á komandi árum. Hinsveg- ar væri loku fýrir það skotið að félagið geti greitt niður þær miklu skuldir sem á því hvíla. Sú hugmynd hefur verið lögð fram af hlutaðeigandi ráðuneytum að ríkissjóður létti öllum skuldum af félaginu. Jafnhliða yrði hlutafé fyrirtækisins aukið um 50 milljónir króna. Ríkið myndi setja nýjum eigend- um þau skilyrði að lagt verði fram verðtryggt skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir króna sem greiðist með jöfnum afborgunum síðasta áratug aldarinnar. Auk þess fengi ríkið árlega hluta af rekstrarhagn- aði sem greiðslu fyrir staðarkosti, þeirra á meðal orkunytjar og mögu- leika á framleiðslu kísils og heilsu- salts. Yrði gengið að þessum skilyrðum gæti ríkið hugsanlega lækkað tapið af verksmiðjunni í 300 milljónir króna á verðlagi þessa árs. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Nýr snjóplógur á Keflavíkurflugvelli Keflavfk Keflavíkurflugvöllur er ákaf- lega vel búinn af snjóruðnings- tækjum og hafa íslenskir starfsmenn sem sjá um snjó- hreinsun og ísvarnir fengið gott orð fyrir að halda vellinum opn- um, oft við hin erfiðustu skilyrði. Þessi snjóplógur, sem stendur nokkuð hátt uppi á hafnargarð- inum í Njarðvík, kom með skipi frá Bandaríkjunum og mun senn notast í flota þeirra snjóruðn- ingsmanna sem hafa fengið ný tæki fyrir um 20 milljónir króna fyrir veturinn. —BB.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.