Morgunblaðið - 13.10.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 13.10.1987, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Grunnur Safnahússins á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Bygging Safnahúss á Egilsstöðum: Ég hef ekkert rangt gert í þessu máli - segir Halldór Sigurðsson for- maður bygginganefndar Safna- stofnunar Austurlands Byggingarnefnd Safnastofnunar Austurlands á Egilsstöðum stendur nú í samningaviðræðum við það fyrirtæki sem átti hærra tilboð í fyrsta byggingaráfanga Safnahúss á Egilsstöð- um, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn miðvikudag. ég er búinn að byggja upp“, sagði hann. „Niðurstaða bygginganefndar- innar varðandi tilboðin tvö í Safnahúsið var sú að hafna þeim báðum þar sem fram komu hug- myndir um að byggja húsið í einingum. „Steinsteyptar ein- ingar ódýrari“ Það eru fjögur til fimm ár síðan Brúnás byrjaði að byggja eininga- hús. Það var ákvörðun bygginga- nefndarinnar að ganga til samninga við það fyrirtæki um byggingu Safnahússins í stein- steyptum einingum. Það er öruggt að það verður ódýrara heldur en tilboð Baldurs og Óskars hljóðar upp á. Ég hef nú þegar haft samband við Pál Pálsson, formann stjórnar Minjasafnsins, og beðið hann um að gangast fyrir því að fyrir mig verði tilnefndur varamaður en hann hafði ég engan. Þegar til endanlegrar afgreiðslu málsins kemur mun ég víkja úr sæti í nefndinni fyrir þeim manni,“ sagði Halldór. Guðmundur Magnússon, fyrr- verandi sveitarstjóri á Egilsstöð- um, sem er fulltrúi bæjarstjórnar Egilsstaða í byggingamefndinni, eins og áður sagði, sagðist hafa vikið úr sæti í nefndinni er tilboð- in voru afgreidd Safnahúsið á að hýsa Minja- safn Austurlands, Héraðsbóka- safn og Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Greiðsluhlutfall ríkisins í fýrsta áfanga hússins er um 53%, Egilsstaðabæjar um 32% og Norður- og Suður- Múla- sýslna um 15%. í byggingamefnd Safnahúss- ins sitja þeir Halldór Sigurðsson, formaður, tilnefndur af stjóm Minjasafns Austurlands, Guð- mundur Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri á Egilsstöðum, til- nefndur af bæjarstjóm Egils- staða, Vilhjálmur Hjálmarsson, fyirum ráðherra, tilnefndur af stjóm Minjasafns Austurlands, og sýslumennimir Sigurður Eiríksson fyrir Suður- Múlasýslu og Sigurður Helgason fyrir Norð- ur- Múlasýslu. Byggingarnefndin efndi til op- ins útboðs á fyrsta áfanga hússins og buðu tvö fyrirtæki í verkið, Baldur og Óskar sf. í Fellabæ, sem buðust til að vinna verkið fyrir 12,3 milljónir króna og Brúnás hf., sem bauðst til að byggja þennan áfanga fyrir 13,9 milljónir króna. „Byggingancfndin ekki hlutlaus“ Óskar Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Baldurs og Óskars sf., sagði í samtali við blaðamann að bygginganefndin gæti ekki verið hlutlaus í þessu máli því tveir af byggingamefndarmönn- unum, þeir Halldór Sigurðsson og Guðmundur Magnússon, væru hluthafar í Brúnási hf. Ef Brúnás hefði ekki fengið þetta verkefni hefði það orðið gjaldþrota. Halldór Sigurðsson, sem er formaður bygginganefndarinnar, eins og áður er getið, sagði það rétt vera að hann væri hluthafi í Brúnási. „En ég hef engan áhuga á því að rífa Baldur og Óskar niður. Ég hef allt gott um það fyrirtæki að segja. Og ég er löngu hættur að hafa afskipti af Brún- ási. En lái mér hver sem vill að reyna ekki að rífa það niður sem Guðmundur Magnússon, fyrr- verandi sveitarstjóri á Egils- stöðum, fulltrúi bæjarstjórnar Egilstaðakaupstaðar í bygg- inganefnd Safnastofnunar Austurlands. Óskar Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Baldurs og Óskars sf. heyrði þá skoðun byggingar- nefndarmanna að húsið yrði ódýrara á þann hátt, sagði Guð- mundur. Bygg-ingíincfndar- menn einhuga í málinu Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrr- verandi ráðherra, sem var til- nefndur í bygginganefndina af stjórn Minjasafns Austurlands, sagði að með nefndarmönnum Halldór Sigurðsson, stjórnarformaður bygginganefndar Safna- stofnunar Austurlands. Sveinn Jónsson, framkvæmda- stjóri Brúnáss, sagði það rétt vera að hann hafi átt sæti í bygg- inganefnd Safnahússins. Hann sagðist hins vegar hafa sagt sig úr nefndinni í júní sl. Hann sagðist ekki telja af- greiðslu bygginganefndarinnar á tilboðunum óeðlilega. „Það er óskhyggja Óskars Bjamasonar hjá Baldri og Óskari að Brúnás hefði farið á hausinn ef það hefði ekki fengið þetta verkefni", sagði hann. „Ákvörðun nefndar- innar siðlaus“ Fyrirtækið Baldur og Óskar er í Fellabæ eins og áður sagði. Þráinn Jónsson, oddviti hrepps- nefndar Fellahrepps, sagði, er blaðamaður innti hann eftir skoð- un hans á þessu máli, að sú ákvörðun bygginganefndarinnar að semja við Brúnás um byggingu Safnahússins væri „siðlaus". Hann sagðist ekki trúa öðru en að menntamálaráðuneytið gripi þama í taumana. Hákon Torfason, deildarstjóri byggingadeildar menntamála- ráðuneytisins, sagði að ráðuneyt- ið myndi að öllum líkindum ekki skipta sér af þessu máli. Hann sagði að landbúnaðar- ráðuneytið og menntamálaráðu- neytið hafi fyrir átta árum gert samkomulag við Minjasafn Aust- urlands, Héraðsskjalasafn Aust- fírðinga og Bókasafn Hérðsbúa um að ríkið greiddi eðlilegan byggingarkostnað við 800 fer- metra í safnabyggingu. Ákveðið. hafí verið að byggja Safnahúsið á Egilsstöðum sem hýsti ofan- greind söfn. „Úr ríkissjóði hefur alls verið veitt tæpum Qórum milljónum króna til byggingar Safnahúss- insins. Á árunum 1983 til ’86 var 600 þúsundum króna veitt árlega úr sjóðnum til byggingarinnar en í fjárlögum fyrir árið 1987 er gert ráð fyrir að ein og hálf millj- ón króna renni til byggingar Safnahússins", sagði Hákon. Sveinn Jónsson, framkvæmda- stjóri Brúnáss hf. hefði verið einhugur um að hafna báðum tilboðunum og ganga til samninga við Brúnás um bygg- ingu Safnahússins í einingum. Hreppsnefnd Fellahrepps: Mótmælir vinnubrögðum by ggingarnefndarinnar Þar sem það virtist hafa gleymst að kjósa varamenn fyrir bygginganefndina hefði hann beðið bæjarstjómina um að kjósa fyrir sig varamann áður en tekin var ákvörðun um tilboðin í bygg- ingu Safnahússins. „Siguijón Bjarnason, bókari í Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, varð fyrir valinu og hann sat fund byggingarnefndarinnar í minn stað er tekin var ákvörðun um tilboðin. Ég sat hins vegar fund- inn sem ritari. Rönnuður hússins, arkitektinn Stefán Jónsson, sat fundinn og hann var hlynntur því að byggja húsið í einingum þegar hann Á FUNDI hreppsnefndar Fella- hrepps, föstudaginn 9. október síðastliðinn, var rætt um bygg- ingu Safnahússins á Egilsstöð- um og samþykkt einróma bókun um það mál. í bókuninni segir meðal annars að hreppsnefndin mótmæli þeim vinnubrögðum byggingamefndar- innar að hafna tilboði Baldurs og Óskars sf. í byggingu Safnahúss- ins, þar sem tilboðið hafi verið undir kostnaðaráætlun. í stað þess hafí byggingar- nefndin hafið viðræður við Brúnás hf., án þess að á því hafí verið gefnar nokkrar viðhlítandi skýr- ingar. Það fyrirtæki hafí hins vegar verið með tilboð yfír kostn- aðaráætlun. Jafnframt telur hreppsnefndin óviðunandi að byggingamefnd, sem framkvæmdastjóri og tveir hluthafar Brúnáss hf. eigi sæti í, sjái um samninga við fyrirtækið um byggingu Safnahússins. Þráinn Jónsson, oddviti hrepps- nefndar Fellahrepps, sagðist, í samtali við blaðamann, vera undr- andi á þessari afgreiðslu bygging- amefndarinnar. Hann sagði það vera siðferðilega skyldu nefndar- innar að nýta opinbert fé á sem skynsamlegastan hátt. „Það á ekki að vera tilgangur byggingarnefndarinnar að vera með atvinnumiðlun, enda eru Brúnás og Baldur og Óskar á sama atvinnusvæðinu. Ef það hef- ur ekki verið til ijármagn til að byggja þennan áfanga, þá átti nefndin ekki að bjóða hann út. Mig undrar það jafnframt að Baldri og Óskari skuli ekki hafa verið gefínn kostur á því að gera nýtt tilboð í verkið, úr því að báð- um tilboðunum var hafnað. Mér fínnst þetta vera einkennilegur hringlandaháttur í byggingar- nefndinni og trúi ekki öðru en að hún muni endurskoða afstöðu sína í þessu máli“, sagði Þráinn Jóns-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.