Morgunblaðið - 13.10.1987, Side 62

Morgunblaðið - 13.10.1987, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 felk í fréttum Kjólfataball í Garðaskóla Það er fremur óvenjulegt að nemendur í grunnskóla klæði sig upp í kjól og hvítt, en það gerðist á kjólfataballi Garðaskóla á fostudaginn 3. október sl. Það var ekki skylda fyrir strákana að mæta í kjól- fötum, en þeir sem mættu þannig klæddir - eða í smóking eða svörtu og hvítu - fengu afslátt inn á ballið, og mættu langflestir í viðeigandi klæðn- aði. Stelpumar vom beðnar um að mæta sparibúnar, og helst í síðum kjólum, og úr varð hin glæsileg- asta samkoma eins og getur að líta á meðfylgjandi mynd- um. Mjög góð mæting var á kjólfataballið, og skemmtu allir viðstaddir sér kon- unglega, enda var boðið upp á skemmtiatriði, auk diskóteksins. Menn höfðu líka náð upp formlegri stemningu fyrr um daginn, sem var yfirlýstur jakkafata- dagur, en þar mættu strákam- ir í jakkafötum með slifsi, og stelpumar í pilsum - og það vom ekki bara nemendur sem klæddu sig upp, heldur margir kennaranna líka. Það var nemendaráð Garða- skóla sem stóð fyrir kjólfata- ballinu, og það er greinilegt að þar situr frumlegt og hug- myndaríkt fólk, því það hefur áður skipulagt böll með svip- uðu sniði, svo sem rokkabillí- ball og sveitaball, og ætlar ráðið að halda áfram að brydda upp á nýjungum í framtíðinni. Það var ekki nóg með að fólk væri glæsilega klætt á kjól- fataballinu, heldur sýndu marg- ir glæsileg tilþrif i dansinum. Stelpumar mættu í siðum kjólum, og strákamir í kjól og hvítt á kjólfata- balli hjá 6.-9. bekk í Garðaskóla. Morgunblaðið/Þorkell Sannleikurinn um MADONNU Vinsældir Madonnu virðast enn fara vax- andi, svo mikið að eftir henni er tekið á ólíklegustu stöðum. Dagblaðið Pravda í Sovétríkjunum er þekkt fyrir allt annað en að velta sér upp úr slúðri um popp- stjömur í hinum kapít- alíska heimi, en nú nýlega birtist langhundur um söngkonuna í þessu mál- gagni sovéska kommún- istaflokksins. Meirihluti greinarinnar var upp- talning á þurrum stað- reyndum um Madonnu, en ekki fór þó alveg hjá því að skrifarar blaðs- ins settu sig í dómara- sæti. Þeir fullyrtu nefnilega að Madonna ætti velgengni sína útliti sínu og ímynd að þakka, fremur en röddinni - en reyndar gætu margir gagn- Madonna - er það útlitið eða röddin sem hrífur aðdá- endur hennar? rýnendur á Vesturlöndum tekið undir það sjónarmið. Hvort sem menn eru sammála þessu eða ekki, þá hljóta menn að þurfa að íhuga allt sem birtist í Prövdu af mikilli alvöru, því „Pravda" þýðir „sannleikur“. COSPER COSPER^ lou+o © PIB 1 ' riHaillia % — Ég vil ógjaman hræða þig, en pabbi sagði í gær, að ef ég fengi ekki betri einkunnir myndi hann svo sannarlega jafna um einhvem.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.