Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 68

Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Höfn: Hekla stækkar Hekla hf. hefur opnað stækkaðan og endurbætt- an sýningarsal. Salurínn er í húsnæði Heklu hf. að Laugavegi 170-172 og er um 400 fermetrar. Morgunblaðið/Sverrir sýningarsalinn í þessum sal eru til sýnis Mitsubishi- og Range Roverbifreiðar sem Hekla hf. hefur umboð fyrir. Ibúðir aldraðra afhentar Ráðstefna um virka elli ÖLDRUNARRÁÐ íslands, sam- tök með fijálsri aðild um það bil 40 sveitarfélaga, stofnana og félaga, gekkst á föstudag fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni „Virk elli“. Þátttakendur voru á annað hundrað, læknar, félagsráð- gjafar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk í öldrunarþjónustu auk margra ellilífeyrisþega. Erindi fluttu Halldór E. Sigurðsson fyrr- verandi ráðherra, Gísli Halldórsson arkitekt, Guðmundur Ingi Kristj- ánsson bóndi á Kirkjubóli, Þorsteinn Einarsson fyrrverandi íþróttafull- trúi, Ásdís Skúladóttir félagsfræð- ingur og Þór Halldórsson sérfræð- ingur í öldrunariækningum. Þórir S. Guðbergsson félagsráð- gjafi hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur sat ráðstefnuna og tjáði hann Morgunblaðinu að hún hefði verið hin gagnlegasta. Eink- um hefði verið fróðlegt að heyra þá fyrirlesara sem náð hafa eftirla- unaaldri miðla af rejmslu sinni. Hluti ráðstefnugesta Höfn, Hornafirði. ^PerstorPfonr Plastskúffur Smíðastofu Sveins Sighvatssonar. Sæmundur Harðarson og Vignir Hjaltason sáu um múrverk, Bogi Ragnarsson um pípulagnir. Málara- meistari var Víðir Jóhannsson. Hafsteinn Jónsson verkstjóri hjá Vegagerðinni hefur verið formaður framkvæmdanefndar verksins allan tímann. Hallgrímur Guðmundsson sveit- arstjóri afhenti leigutökum lykla að íbúðunum. - JGG Kennarasamband Vesturlands: Mótmælir söluskatti á skólamötu- neyti HAUSTÞING Kennarasambands Vesturlands, haldið að Munaðar- nesi dagana 2. og 3. október 1987, samþykkti ályktun þar sem mót- mælt er harðlega þeirri ákvörðun fjármálaráðherra að leggja sölu- skatt á skólamötuneyti. I ályktuninni skorar haustþingið jafnframt á Qármálaráðherra að end- urskoða ákvörðun sína og falla frá álagningu skattsins. í annari ályktun er einnig lýst yfir áhyggjum vegna fjölda leiðbeinenda í skólum landsins. Þingið skorar á yfirstjóm fræðslu- mála að bæta svo kjör kennara að starfið verði eftirsóknarvert. Vegaskemmdir á Barðaströnd Barðaströnd. VEGASKEMMDIR urðu hér nokkrar vegna mikilla rigninga um fyrri helgi. Ein skriða féll fyrir ofan Múlabæina og stöðvað- ist hún á veginum. Skriðan var á annan metra á þykkt þar sem hún var þykkust á veginum. Brúin á Haukabergsá stórskemmdist, grófst undan end- anum á henni svo að hún brotnaði. Fært er á vaði fyrir neðan brúna fyrir stóra bíla og jeppa. Á ÁRI aldraðra fyrir fimm árum samþykkti hreppsnefnd Hafnar- hrepps, að ráðist skyldi í að byggja sérstakar íbúðir fyrir aldraða og hafa þær nú verið afhentar. Mun lengri tíma hefur tekið að ljúka íbúðunum en áætlað var og hafa fjármögnunarerfiðleikar mestu valdið. íbúðimar, fjórar einstakl- ingsíbúðir og fjórar hjónaíbúðir, eru teiknaðar af Áma Kjartanssyni og Valdimar Harðarsyni. Smíðaðar af Breytingar á rekstri Skálafells Arni Eyjólfsson tók þann 1. sept- ember við’ rekstri Skálafells, en hann hefur frá upphafi verið undir yfirstjóm Hótels Esju. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á staðnum og er hann nú rekinn með svipuðu sniði og Esjuberg. I fréttatilkynningu segir frá helstu breytingum sem gerðar hafi verið á staðnum. Opnunartíma hef- ur verið breytt þannig, að framvegis verður Skálafell opið frá kl. 19 til 1 alla daga vikunnar. Veitingaþjón- usta hefur verið aukin, barir Skálafells hafa verið endumýjaðir og verður boðið upp á vínveitingar, létta smárétti og smurt brauð. Píanóleikarinn John Wilson hefur verið ráðinn til að skemmta gestum Skálafells um tíma og Módelsam- tökin verða með tískusýningar á hveiju fimmtudagskvöldi. Loks má nefna að nýjar innréttingar prýða nú staðinn og er hægt að fá hann leigðan til einkasamkvæma. , Morgunblaðið/Ámi Sæberg Árni Eyjólfsson veitingamaður i Skálafelli. RÚMGÓÐ LAUSN WHF.BFNflSMIflJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 Amold Schwarzenegger, til hægri, og Carl Weathers, í hlutverkum sínum í mynd Bíóhallarinnar, „Rándýrið". „Rándýrið“ í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýning- ar á kvikmyndinni „Rándýrið" þar sem Arnold Schwarzenegg- er, Carl Weathers, R.G. Arm- strong og Kevin Peter Hall fara með aðalhlutverkin. Leikstjóri myndarinnar er John McTiern- an. „Rándýrið" fjallar um sérstak- lega harðsnúna víkingasveit sem er falið að hjálpa nokkrum banda- mönnum Bandaríkjastjómar, sem eru í hættu staddir í Mið-Ameríku. Skriða féll fyrir ofan Múlabæina og stöðvaðist á veginum. Morgunblaðið/Sveinn J. Þórðarson - SJ.Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.