Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 69 Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ um aðgerðir ríkisslj ómarinnar: Ytir undir reiði fólks og vantraust þess á stjómvöldum ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti ASÍ, segir að nái ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar um skatt á matvöru og innflutning-sgjald á bifreiðar fram að ganga, merki það að ekki sé mark takandi á yfirlýsingum hennar og bendir á að ríkisstjórnin hafi heitið því í desembersamn- ingunum að skattheimta og verðhækkanir á opinberri þjónustu verði ekki í heild umfram almenna verðlagsþróun. ' í bréfi til Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, segir Ásmundur að í komandi samningum eigi verkalýðshreyfingin varla annan kost en leggja áherslu á beinar kauphækkanir og sjálfvirkt vísi- tölukerfi. í samtali við Morgunblaðið sagði hann: „Þetta hlýtur að auka spennuna gagnvart þeim samning- um sem framundan eru, ýtir undir reiði fólks og vantraust þess á stjórnvöldum. Gerir því alla samn- inga erfíðari og stillir málum þannig upp að samningar um ann- að en kaup eru nánast óraunsæi.“ Bréf ið til f orsætisráðherra Hér fer á eftir I heild bréf Ásmundar Stefánssonar, for- seta Alþýðusambands íslands, til Þorsteins Pálssonar, forsæt- isráðherra, vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar: Fjölmiðlar bera okkur nú þær fréttir að ríkisstjómin hafi þegar tekið og sé í þann mund að taka ákvarðanir um stórfelldar nýjar álögur á almenning. Af því tilefni hlýt ég að minna á að í bréfi ríkisstjórnarinnar 6. desember sl. til samningsaðila seg- ir meðal annars: „Stjórnvöld munu í verðlagn- ingu á opinberri þjónustu og skattlagningu fylgja þeirri stefnu að hækkanir verði í heild ekki umfram almenna verðlagsþróun. Verð á áfengi og tóbaki fellur þó ekki undir þessa skilgreiningu.“ Það liggur fyrir að töluverðan hluta þeirrar verðhækkunar sem staðfest var um fyrri mánaðamót, umfram það sem áætlað var við gerð samninga í desember, má rekja til verðhækkana á vettvangi hins opinbera og nýrrar skatt- heimtu. Ákvarðanir stjórnvalda áttu því stóran beinan þátt í þeim verðbótum sem óhjákvæmilegar voru um síðustu mánaðamót. Af 5,65% hækkuninni 1. október má rekja 1,92% til hækkana á opin- berri þjónustu og aukinnar skatt- heimtu undangenginna mánaða og er hækkun áfengis og tóbaks þá ekki talin. Enn eru nærri þrír mánuðir eft- ir af yfírstandandi samningstíma og engin rauð strik eru framund- an. Sú verðhækkun sem nú verður fæst því ekki bætt í kaupi fyrr en með nýjum samningum. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar í þessu efni er því enn meiri en ella. Það leikur ekki vafi á því að rangar ákvarðanir af þessu tagi og almennt aðgerðarleysi stjórn- valda hafa veikt tiltrú fólks á því að raunhæft sé að treysta loforð- um ríkisstjórnarinnar. Ef þær ákvarðanir, sem nú er rætt um, fara fram er líklegt að það traust verði að engu. Verkalýðshreyfing- unnar bíður þá ekki annar kostur en að leggja þungann á beinar kauphækkanir og sjálfvirkt vísi- tölukerfi. Það samningsform sem sam- komulag náðist um á síðasta ári gerir tilkall til þess áð allir aðilar standi við sitt. Það virðist æ skýr- ar koma í ljós að af þeim þremur aðilum, sem öxluðu ábyrgð með samningunum á síðasta ári, hefur verkalýðshreyfingin ein staðið við sitt. Við þær aðstæður verður ábyrgðartilfinningin að ábyrgðar- leysi. Ég minni enn á bréf ríkisstjórn- arinnar frá því í desember sl. og geri tilkall til þess að málið verði tekið til endurskoðunar. Sérstak- lega hlýt ég að minna á skyldur stjómvalda gagnvart þeim sem minnst bera úr býtum í þessu þjóð- félagi og munu verða verst úti ef áformaður matvöruskattur verður að raunvemleika. Áformuð hækk- un matvöru um næstu mánaðamót gæti leitt til um 1,3% hækkunar á framfærslukostnaði meðalheim- ilis og um 2% hækkunar á fram- færslukostnaði lágtekjufólks. Ef enn kæmi til 10% hækkunar á matvömm um næstu áramót yrði hækkun framfærslukostnaðar um enn 2,3% hjá meðalheimili en um 3% hjá heimilum lágtekjufólks. Virðingarfyllst, Ásmundur Stefánsson. Vona að framsókn- armenn sjái að sér - segir Stefán Valgeirsson sem hafnað hefur samstarfi við Framsóknarf lokkinn á Alþingi STEFÁN Valgeirsson hefur hafnað samvinnu við Framsóknar- flokkinn á Alþingi. Hann segir að formaður þingflokks framsóknarmanna hafi boðið sér sæti í að minnsta kosti tveim- ur þingnefndum gegn því að hann styddi stjórnarflokkana við kosningar í þinginu. Stefán segir að eftir að fréttir bárust um aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi það hjns vegar ekki komið til greina að eiga samstarf við þá sem að slíku stæðu. Er því ljóst að stjórnarflokkarnir eiga ekki möguleika á að fá 4 menn kosna i hluta af þeim 5 manna stjórnum og ráðum sem Al- þingi kýs. Stefán er fyrrverandi þing- maður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra en þegar hann fékk ekki fyrsta sætið á lista flokksins fyrir kosn- ingamar í vor stofnaði hann ásamt fleirum Samtök um jafn- rétti og félagshyggju og var kosinn á þing fyrir þau samtök. Að undanfömu hefur Stefán og samtök hans átt í viðræðum við forystu Framsóknarflokksins um hugsanlega samvinnu á þinginu. Stefán segir að á fundi með Páli Péturssyni þingflokksform- anni um helgina hafi honum verið boðið að taka sæti í að minnsta kosti tveimur af þremur eftirfarandi nefndum: landbún- aðarnefnd, samgöngumálanefnd og félagsmálanefnd. „Þegar við fréttum af þessum ráðstöfnunum ríkisstjómarinnar, meðal annars söluskatti á öll matvæli, varð strax ljóst að af þessu gat ekki orðið. Við getum ekki stutt menn sem standa að slíkum aðgerðum. Fjármálaráðherra virðist nú ráða öllu. Ég vona hins vegar að fram- sóknarmenn sjái að sér og fari eftir sannfæringu sinni og Fram- sóknarflokkurinn standi við stefnu sína,“ sagði Stefán. Stefán sagðist vilja vera óbundinn og ekki kæra sig um samninga við minnihlutann við kosningar í þinginu, enda hefði minnihlutinn enga þörf fyrir sig. Atkvæði Stefáns Valgeirsson- ar skiptir ekki máli við kosningar í þingnefndir. Með hans atkvæði hefðu stjórnarflokkarnir hins vegar fengið kastað hlutkesti á milli síns 4. manns og 2. manns stjómarandstöðunnar við kosn- ingar í 5 manna stjórnir og ráð sem Alþingi kýs. Stjómarand- staðan á hins vegar trygga 2 menn í þessar nefndir ef Stefán situr hjá. í þessum eða næsta mánuði verður meðal annars kosið í stjórn Byggðastofnunar, menntamálaráð, tryggingaráð, landskjörstjórn og yfirkjörstjórn- ir, en þetta eru allt fimm manna ráð og stjórnir. ........................................................................—..................................................................... ■' lli Jíafa Jioyal i ?■ I 6 I ------------------------- Powfeen SUÐURLANDSBRAUT 10. S. 686499.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.