Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 71

Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 11 Selfoss: Fossnesti og skemmti- staðurinn Inghóll auglýst til leigu eða sölu Selfossi. FOSSNESTI á Selfossi og og hafa starfað saman frá 1960 er skemmtistaðurinn Inghóll (efri þeir stofnuðu Bifreiðastöð Selfoss hæð) hefur verið auglýst til leigu hf. Það var 1967 sem fyrirtækið eða sölu. Fyrirtækið er í fullum flutti á núverandi stað við Austur- rekstri og deildir þess skila hagn- veg, þar sem það hefur þróast í það aði. horf sem er í dag, ferðamannaversl- Ástæður auglýsingarinnar eru un og grillstað á neðri hæð með þær að hluthafar Fossnestis eru skemmtistaðinn Inghól og matsali sammála um að gera breytingar á á efri hæð. Á hlaðinu austan við eignaraðild að fyrirtækinu og Fossnesti er stór bensínstöð frá rekstrarformi þess. Esso sem fyrirtækið sér um. Eigendur Fossnestis eru ellefu — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Fossnesti og Inghóll við Austurveg á Selfossi. Fyrsta síldin til Reyðarfjarðar Reyðarfirði. í gærmorgun 12 október barst fyrsta sildin til Reyðarfjarðar. Það var Dalarafn VE sem kon^ með 150 tonn. Þetta er mjög góð síld og verður hún unnin fyrir markaðina í Finnlandi og Sviþjóð. Síldinni verður deilt milli þriggja söltunarstöðva en sú fjórða er ekki tilbúin til að hefja vinnslu. Einnig er líklegt að eitthvað af aflanum verði sent til Eskiíj'arðar. Föstudaginn 9 október gerði mik- ið vetrarveður og allt varð ófært en úr rættist á laugardeginum. Núna er hið besta veður en kalt og " mikil hálka á vegum. Gréta Illfært um götur á Ólafsfirði: Skemmdir á hafnarmann- virkjum vegna sjógangs Ólafsfjörður. Á MÁNUDAG í síðustu viku skall hér á hið versta veður, norðan hvassvirði með snjókomu. Veðrið náði hámarki á föstudaginn, en fór siðan að ganga niður og er nú komið ágætis veður hér. Hér er því kominn vetur og illfært um götur bæjarins. Þessu veðri hefur fylgt mikill sjó- gangur. Brotið hefur yfir hafnar- garðinn með þeim afleiðingum að töluverðar skemmdir hafa orðið á gijótvarnargarði við Vesturhöfn. Skarð hefur myndast í garðinn svo að mikill órói hefur verið í höfninni og menn lent í erfiðleikum með báta og skip. Ennfremur hafa skemmdir orðið á bryggjum við Norðurgarð. Þá hafa orðið skemmd- ir í innsiglingaropi í Vesturhöfnina. Er því mikil þörf á að fljótt verði brugðist við og viðgerð hefjist sem fyrst svo að ekki hljótist enn meira tjón af en orðið er. Jakob. Rjúpna- veiði- tíminn að hefjast RJÚPNAVEIÐITÍMINN hefst 15. október og að því tilefni birtir Morgunblaðið eftirfar- andi fréttatilkynningu frá Skotveiðifélagi Islands: Skotveiðifélag íslands hvetur hér með félagsmenn sína og alla aðra sem ganga til ijúpna að virða gildandi lög og reglur varðandi skotvopn, skotfæri, vopnaleyfi og landrétt. 1. Gangið vel um land og lífríki. 2. Virðið rétt landeigenda. 3. Sýnið öðrum veiðimönnum háttvísi. 4. Gangið til veiða í einu og öllu með hugarfari góðs veiði- manns. Farið vel með feng. 5. Látið vita af ykkur ef nokk- ur kostur er, bæði við komu og brottför (upphaf og lok veiði- ferðar). 6. Félagsmenn, munið að fylla út veiðiskýrslur. Þær eru þýðingarmikil gögn við rannsóknir. Öll ijúpnaveiði á vélknúnum farartækjum er bönnuð. Fugla- veiði á snjósleðum og torfæru- hjólum er siðlaust lagabrot. (Fréttatilkynning) „TIME“ ♦♦♦ WILKENS BSF SILFURBUÐIN KRIFSIGLUNNI—REYKJAVÍK SÍMI 689066

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.