Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988
NORÐURLANDAMÓTIÐ í VÉLFLUGI
Svíar sigurvegarar
á NM í vélflugi 1988
NORÐURLANDAMÓT í vélflugi var haldið á Helluflugvelli sl. föstu-
dag, 1. júlí. Mótinu lauk með sigri Svía en þeir unnu bæði keppni
einstaklinga og landsliðakeppni, en þar var tekinn samanlagður
árangur tveggja bestu keppenda úr hverju liði.
Þetta er í fyrsta sinn sem milli-
landakeppm í vélflugi er haldin hér-
lendis, en íslendingar hafa fímm
sinnum áður tekið þátt í Norður-
landamótum í þessari grein flug-
íþrótta. Undirbúningur og fram-
kvæmd mótsins var í höndum vél-
fiugdeildar Flugmálafélags íslands
og sérstakrar móttstjómar sem véi-
flugdeildin skipaði. Formaður vél-
flugdeildarinnar er Gunnar Þor-
valdsson frá Seifossi en mótstjóri
NM ’88 var Ragnar J. Ragnarsson
varforseti Flugmálafélagsins.
Keppendur á NM ’88 voru alls
15, þrír frá hvequ landi. Fyrir ís-
iands hönd kepptu þeir Orri Eiríks-
son frá Akureyri, Almar Sigurðsson
frá Selfossi og Jón E.B. Guðmunds-
son frá Reykjavík, en auk þeirra
keppti fjórði Islendingurinn, Ágúst
Ögmundsson frá Reykjavík, í ís-
landsmóti Flugmálafélgs Islands
sem haldið var samhliða NM. Mótið
hófst kl. átta árdegis með því að
tveir keppendur úr hvetju liði drógu
fána lands síns að húni. Friðrik
Pálsson forseti Flugmálafélagsins
setti síðan mótið og að því loknu
flutti mótstjórinn Ragnar J. Ragn-
arsson stutt ávarp. Keppendur
fengu siðan nýjustu upplýsingar um
veður og vinda frá Guðmundi Haf-
steinssyni veðurfræðingi.
Keppnin hófst kl. níu þegar fyrsti
þátttakandinn mætti til leiks við
gerð flugáætlunarinnar, en þar
reynir á nákvæmni manna. Hver
keppandi fær í hendur landakort
þar sem rásmark, hompunktar og
íokamark, eru merkt inn á, en hann
verður sjálfur að stika leiðina og
reikna út nákvæmlega flugtímann
miðað við vinda á lofti og uppgefmn
hraða flugvélar sinnar. Fyrsti kepp-
andinn hóf sig til flugs kl. korter
yfír tíu. Það var Ágúst Ógmundsson
á Cessna 172 TF-SPY.
í yfírlandsflugshluta keppninnar
var flogið 97,6 sjómílna leið sem lá
um rásmark við Selsundslæk og
þaðan um hompunkta við Tungu-
fell í Hrunamannahreppi, Stekkholt
í Biskupstungum, Ámarbæli í
Grímsnesi, Búðarhólshverfí í Aust-
ur-Landeyjum og Reynifell að loka-
marki við Strönd á Rangáravöllum.
Nákvæmlega var fylgst með kepp-
endum af jörðu niðri því tímatöku-
stöðvar voru víða á leiðinni. Auk
tímastöðva við rás- og endamörk
voru tímatökumenn staðsettir á
endanna og þar með Íslandsmeist-
ari Fmí í vélflugi, þriðja árið í röð.
Það vom allir sammála um að ár-
angur Orra væri frábær og í raun
miklu betri en margir þorðu að
vona, þar sem hann áttist við mjög
reynda og sterka mótheija. Órri
lagði á sig mikla vinnu við æfíngar
fyrir Norðurlandamótið og hefur _sú
vinna skilað sér vel. Af öðrum ís-
lenskum keppendum lenfy Almar
Sigurðsson frá Selfossi, íslands-
meistari í vélflugi 1985, í ellefta
sæti, með 617 refsistig og Jón E.B.
Guðmundsson frá Reykjavík, ís-
landsmeistari í vélflugi 1971, í fjórt-
ánda sæti NM með 3.006 refsistig.
Ágúst Ögmundsson frá Reykjavík
sem keppti aðeins á íslandsmóti
Fmí hafnai í tólfta sæti af öllum
keppendum, og í þriðja sæti íslands-
mótsins, með 1041 refsistig.
í keppni landsliða er tekin sam-
anlagður árangur tveggja bestu
keppenda úr hveiju liði. Þar sigruðu
Svíar með 318 refsistig. Norðmenn
voru í öðru sæti með 576 refsistig,
Finnar höfnuðu í þriðja sæti með
667 refsistig, íslendingar urðu í
fjórða sæti með 874 refsistig og
Danir ráku lestina með 1,366 refsi-
stig.
Sænsku keppendurnir i vélflugi
á NM 88: Frá vinstri Marianne
Lindmann, liðsstjóri, Dan
Hedström, Jan-Olof Friskman og
Ame Nylén.
Morgunblaðið/PPJ
Keppt samkvæmt alþjóðareglum
KEPPNI á Norðurlandamótum í
vélflugi fer fram samkvæmt reglum
alþjóðsamtaka fiugmálafélaga,
Federation Aéronautique Intemati-
onale (FAI), fyrir meistaramót í
vélflugi. Keppnin skiptist í fjóra
meginþætti: gerð flugáætlunar eftir
ákveðinni leið sem keppendur verða
sjálfir að mæla út á korti, flugleið-
saga (þ.e. hvemig flugmönnum
tekst að fljúga þessa leiða þar sem
halda skal tímaáætlun með ná-
kvæmninni +/+ 2 sekúndur), sér-
verkefni sem m.a. eru fólgin í því
að keppendur verða að þekkja ýmis
kennileiti á jörðu niðri eftir ljós-
myndum sem þeir hafa meðferðis
og einnig verða þeir að koma auga
á sérstök dúkmerki á jörðu niðri,
en kennileitin og merkin þurfa þeir
að staðsetja á leiðsögukorti sínu og
að lokum er lendingakeppni. í lend-
ingakeppninni eru teknar fjórar
mismunandi lendingar: venjuleg
Norðurlandamót í vélflugi (NM ’88)
Heildarúrslit
Ágúst keppti aðeins á íslandsmóti FMÍ í vélflugi.
Þjóð Flug- Sérverk- Yfir- Lend- Alls
Röð.Nafn áætl. efni landsfl. tngar (refsist.)
1. DanHedström Svi. 1 20 33 78 132
2. Jan Bernt Friskman Sví. 0 0 144 42 186
3. Ensio Aki Suokas Fin. 0 40 117 34 191
4 .KurtTh. Gabs Dan. 1 20 147 32 200
5. Orri Eiríksson ísl. 2 20 141 94 257
6. Bror-Erik Hjulstad Nor. 116 80 51 14 261
7. Steinar Vik Nor. 11 80 114 110 315
8. ArneNylen Sví. 1 60 294 100 455
9. Hannu T. Halonen Fin. 0 60 363 53 476
10. Harri T. Vahamaa Fin. 4 40 489 52 585
11. Almar Sigurðsson ísl. 41 160 300 116 617
12. Ágúst Ogmundsson ísl. 19 160 378 484 •1041
13. Gunnar Hansen Dan. 7 240 876 52 1166
14. Hans Möller Hansen Dan. 0 140 1044 124 1308
15. Jón. E.B. Guðmundss. ísl. 392 160 2328 126 3006
161 Mikael Aksdal Nor. 22 240 2142 1468 3872
marklending þar sem notkun hreyf-
ilafls og vængbarða er leyfð, gervi-
nauðlending þar sem notkun væng-
barða er leyfileg, gervinauðlending
án notkunar vængbarða og lending
yfír hindrunarlínu sem er í tveggja
metra hæð fímmtíu metra frá
marklínu.
íslensku keppendurnir á ÍM og
NM ’88 í vélfugi, talið frá vinstri:
Otto Tynes, liðsstjóri, Ágúst Ög-
mundsson (keppti á ÍM), Almar
Sigurðsson, Orri Eiríksson og
Jón E. B. Guðmundsson.
Morgunblaðið/PPJ
Lendingameistarí Norðurlanda 1988
BROR-ERIC Hjulstad heitir 48 ára gamall norskur tannréttinga-
sérfræðingur frá Þrándheimi sem vann glæsilegan sigur í lendinga-
hluta NM með aðeins 14 refsistig. í upphafi viðtals sem undirritaður
átti við þennan glaðlynda Norðmann vildi hann að það kæmi skýrt
fram að hann ætti ættir sínar að rekja til íslands. „Forfaðir minn
kom til Þrándheims áið 1552 og fór að búa í Inderoy í Þránd-
heimi,“ sgaði Bror-Eric. „Hann kenndi sig við bæ á íslandi sem hét
Heiðúlfsstaðir en nafnið breyttist í Hjulstad í kringum 1600. Ég vissi
þetta ekki fyrr en á sl. ári en þá hafði bróðir minn látið rekja ætt-
ir okkar. Því miður veit ég hvað ekki þessi ágæti forfaðir minn hét
þremur hompunktum og þremur
Íeynitímastöðvum.
Síðdegis fór fram lendingahluti
keppninnar sem mjög gaman var
að fylgjast með. Óhætt er að full-
yrða, að aldrei hefur sést jafngóður
árangur hérlendis í lendingakeppni
eins og sást á NM. Það var greini-
legt að þama voru á ferðinni áhuga-
flugmenn sem hefðu fyrir því að
æfa sig fyrir keppni. Það var sér-
staklega gaman að fylgjast með
Norðmanninum Bror-Eric Hjulstad,
sem hitti hvað eftir annað beint á
strikið. Hann fékk aðeins 14 refsi-
stig fyrir sínar fjórar lendingar og
er það besta útkoman úr lendingar-
keppni hér á landi.
Það var óneitanlega nokkur
spenningur sem fylgdi því að bíða
eftir að úrslit yrðu kunn, og það
vakti enga undmn þegar tilkynnt
var að Svíamir Dan Hedström og
Jan-Olof Friskman skipuðu efstu
tvö sæti keppninnar með 132 og
186 refsistig. í þriðja sæti varð
Finninn Aki Suokas með 191 refsi-
stig og Kurt Gabs frá Danmörku
varð §órði með 200 refsistig. Fast
á eftir, í fímmta sæti, með 257 refsi-
stig, var Orri Eiríksson frá Akur-
eyri. Orri varð efstur íslensku kepp-
fullu nafni.”
Aðspurður kvaðst Bror-Eric hafa
tekið einkaflugmannspróf árið 1967
og verið virkur í flugkeppnum og
félagsstarfi áhugafíugmanna í Nor-
egi síðan 1977, t.d. var hann vara-
formaður vélflugdeildar Norska
flugmálafélagsins um fímm ára
sleið. Fyrsta millilandamót sem
hann tók þátt í var NM 1984 sem
haldið var í Finnlandi. Lenti hann
þar í sjötta sæti sem verður að telj-
ast góður árangur hjá manni sem
hafði aldrei áður keppt utan heima-
lands síns. Sfðan hefur Bror-Eric
tekið þátt í fjómm Norðurlandamót-
um í vélflugi, tveimur Evrópumót-
um og tveimur Heimsmeistaramót-
um með ágætum árangri. Hann á
sína eigin flugvél sem er af gerð-
inni Cessna 150 sem hann flýgur
um 100 klukkustundir á ári og þá
aðallega í flugkeppnum.
Bror-Eric sagðist vera hrifínn af
því hvemig íslendingar nota flug-
vélar og líkti okkur saman við Ástr-
alíubúa hvað þetta snerti en hann
bjó þar um tveggja ára skeið og
ferðaðist víða með flugvélum um
landið meðan á dvölinni stóð.
„Hér á landi virðast stjómvöld
vera skilningsríkari en í Noregi
hvað varðar flugmálin í heild sinni.
Það er mjög þrengt að einkaflugi
heima þrátt fyrir að mörg svæði
séu afskekkt og hafi litlar sem eng-
ar flugsamgöngur og einkaflugvél-
ar því nauðsynleg samgöngutæki.
Einnig hefur reynst erfítt að fá
nýtt fólk til starfa við flugíþróttir
en það er mjög kostnaðarsamt að
stunda flug í Noregi í dag og að-
staða tii flugiðkana víða bágborin,"
sagði Bror-Eric.
Bror-Eric lýsti ánægju sinni yfir
því að Reykjavík skildi eiga góðan
flugvöll í hjarta borgarinnar, en
hann kvaðst eiga sæti í nefnd sem
berst fyrir því að gerður verði flug-
völlur fyrir flugvélar sem nota stutt-
ar flugbrautir, s.k. „STOL“ eða
„short take-off and landing" flug-
vélar, í námunda við miðborg
Þrándheims. „Okkur hefur lítið orð-
ið ágengt þar sem borgatyfirvöld
halda að slíkur fiugvöllur yrði að-
eins leikvöllur fyrir einkaflugmenn
eins og mig. Borgarstjórn okkar
vill ekki horfast í auga við það að
góðar og greiðar samgöngur, og
þar með flugsamgöngur, em nauð-
synlegar í nútíma þjóðfélagi. Flug-
vellir Þrándheims em staðsettir
langt frá borginni í öðmm byggða-
lögum og njóta þessi byggðalög
góðs af og hafa vaxið fyrir bragð-
ið. En við sem búum í Þrándheimi
verðum að ferðast langar leiðir til
að komast í flugvél þrátt fyrir að
leiðin sem við ætlum að fara sé
stutt.“
Um mótið sagði Bror-Eric að sér
hafi fundist það takast mjög vel.
„Kortin sem við fengum vom góð
og leiðin var skemmtileg. Ég var
hissa að það var ekki meiri ókyrrð
á leiðinni vegna vindsins, en ég
verð að viðurkenna að mér líkar
ekki að fljúga í ókyrm lofti sérstak-
lega þar sem fjöll eru í nánd,“ sagði
Bror-Eric. „Einnig fannst mér flug-
völlurinn á Hellu mjög góður, en
við eigum ekki eins góða og
skemmtilega grasflugvelli í Nor-
egi.“
Næsta Norðurlandamót í vélflugi
verður haldið í Skien í Noregi að
ári og vonaðist Bror-Eric til að sem
flestir íslendingar létu sjá sig þar.