Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 23
í að skipa einn tiltekinn umsækj- anda í starfið, áður en dómnefndin tók til starfa og áður en álit hennar lá fyrir? Féllst hann á „rök“ lög- manns Hannesar Gissurarsonar fyr- ir því að ryðja yrði mönnum úr dómnefndinni? Felst það í boðuðum „erindum" ráðherra til háskólans, að hér eftir skuli skipa dómnefndir eftir höfði ráðherans? Hvers konar stjórnlyndi er hér á ferðinni? En ráðherra er ekki búinn að fá nóg út úr þessum máli. Honum nægir ekki að lýsa yfir vanhæfni dómnefndar, gagnrýnisverðum að- ferðum háskólans og fullvissunni um, að hann hafi skipað hæfasta og menntaðasta manninn í stöðuna. Hann þarf líka að ýta svolítið við starfsmönnumfélagsvísindadeildar, líklega af því honum finnst þeir liggja svo vel við höggi. Hann segir í téðu viðtali við DV: „Ákvörðunin er ekki tekinn á pólitískum grund- velli. Ég vil einfaldlega ekki að fé- lagsvísindadeild verði lokaður klúbbur vina og kunningja með sömu skoðum á öllum málum". Hvað meinar maðurinn? Flestir mundu skilja þessi orð svo, að nú þegar væri deildin „lokaður klúbbur vina og kunningja". Það er líka hægt að túlka þetta svo, að verði einhver annar en Hannes Gissurar- son ráðinn að deildinni, að þá verði hún slíkur kunningjaklúbbur. en hefir það ekki hvarflað að ráðherr- anum, að Hannes Gissurarson gæti orðið vinur okkar eða kunningi? Eða er ráðherrann svo sannfærður um að Hannes eigi slíka óvini, að ekki geti verið um sættir að ræða? Þetta er bersýnilega ekki sagt út í bláinn, allt sem hann segir hefir pólitíska þýðingu. Hann er að lýsa yfir ákveð- inni stefnu, segja frá einhveiju sem hann trúir, er sannfærður um. Fé- lagsvísindadeild er að hans mati að verða lokaður klúbbur þar sem allir eru sömu skoðunar. Gott og vel. En hvaða skoðanir er maðurinn að tala um? í greinargerðinni frá hon- um talar hann um að æskilegt sé að „ólíkar skoðanir á fræðigreininni (þ.e. stjórnmálafræðinni) eigi sér málsvara á vettvangi Háskóla ís- lands“. Hér er alls ekki ljóst hvort ráðherrann er að tala um ólíkar skoðanir á því hvaða verkefni innan fræðanna eigi einkum að leggja stund á, eða hvort um sé að ræða mismunandi skoðanir á því hver fræðigreinin raunverulega er. Kennarar við félagsvísindadeild hafa hlotið menntun sína í mörgum löndum, þar sem uppi eru ólík sjón- armið um marga hluti. Það eru meira að segja hér doktorar frá sjálfum Oxford-háskóla. Hér mæt- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 23 ast því ýmsir straumar og skoðanir manna eru margvíslegar. Okkur þykir hart að vera núið því um nasir, að við séu einhver einlitur massi, sem þurfi að endurnýja. Og þá er fundið upp það snjallyrði, að hér við deildina þurfi að „tryggja fjölbreytni og fijálsa samkeppni hugmynda". Hvað skyldi hafa vak- að fyrir ráðherranum þegar hann hnýtti þessu aftan í hugleiðingar sínar um stjómmálafræðina, ein- hveija elstu fræðigrein, sem fengist hefir verið við í akademiskum anda, þá fræðigrein, sem Plató velti í sífellu fyrir sér, og Ágústínus tengdi guðfræðinni á eftirminnilegan hátt. Hvað þýðir fijáls samkeppni hug- mynda? Eins og það er fram sett þarna þýðir setningin nánast ekki neitt. Nema ráðherrann eigi við, að keppt skuli um hvaða stórasann- leika skuli haldið að nemendum, — en ég trúi ekki að ráðherrann telji það verkefni háskóla að stunda pólitíska innrætingu, eða hvað? Við félagsvísindadeild er leitast við að kynna fyrir nemendum bæði nýjar kenningar og gamlar á gagnrýninn hátt. Eins og áður sagði eru kennar- ar við deildina menntaðir við marga háskóla í ýmsum löndum, og því bærilega búnir undir að miðla fróð- leik um það helsta er hugsað hefir verið og sagt um fræðigreinar sínar. Kennarar bæta hvern annan upp en eru ekki í neins konar sam- keppni sín á milli um að koma sér- skoðunum sínum á framfæri á kostnað annarra. Menntamálaráð- herra verður í villu og svíma ef hann heldur að hér sé fólk að keppa um hvað skuli innrætt og hvað ekki. Hins vegar er það lífsspursmál fyrir háskóla, að þar sé frelsi til opinskárrar umræðu, án íhlutunar „veitingavaldsins“. Það er ekki að ófyrirsynju að ég minnti í upphafi á stöðuveitingar þær er úlfaþyt ollu á árunum 1936 og 1937. Deilur háskólamanna og þáverandi kennslumálaráðherra voru harðar, enda var tekist á um grundvallaratriði, þ.e.a.s. hvort há- skólinn ætti að vera sjálfstæður eða ekki. Engum kemur til hugar, að háskólakennarar fremur en aðrir menn séu óskeikulir. Auðvitað get- ur þeim skjátlast. En það er ekki um það, sem málið snýst. Það er ekki verið að leita að einhverri óskeikulli mælistiku, sem hægt sé að nota þegar valdir eru kennarar að háskólanum. Málið snerist á sínum tíma um sjálfstæði háskól- ans, óeðlileg og ógeðfelld afskipti ráðherra af innri málum skólans. Það fjallaði um virðingu og virðing- arleysi. I raun gat ráðherra ekki sagt annað en þetta: Ég efast um heildindi ykkar, ég met umsækjend- ur á annan hátt en þið, þið hafið notað samkeppnisprófin til að bola frá óæskilegum umsækjendum, en það er ég sem ræð, það er ég sem er hæstiréttur um hvaða menn eru hæfastir til að gegna þeim störfum, sem ætjast er að til af háskólakenn- urum. í stuttu máli sagt, þá segir ráðherra þetta eitt: Mitt er valdið og ég ætla að beita því. Svo ein- falt er það. Um stöðuveitingar er oft hægt að deila. Einum sýnist þetta, öðrum hitt. En það er mikill munur á því að rökræða um hver er hæfastur, eða á hvað á að leggja áherslu þeg- ar valið er í stöðu, eða ganga gegn einróma niðurstöðu fjögurra manna dómnefndar og nær einróma áliti deildarfundar. Og ekki bara það. Heldur jafnframt að lýsa yfir, að dómnefndin hafi verið hlutöræg og ekkert að marka niðurstöður henn- ar, og deildarfólk sé að loka deild- inni fyrir einhveijum, ímynduðum, óvelkomnum skoðunum. Ráðherra hefír hins vegar fengið álit manna á verkum eins umsækjandans um lektorsstöðuna, a.m.k. kemur hvergi fram, að hann beðið um álit téðra manna á hinum umsækjend- unum. Kennslumálaráðherrann fékk þó Anders Nygren á sínum tíma til þess að lesa ritgerðir allra umsækjendanna árið 1937. Eru sumir jafnari en aðrir eftir allt sam- an? Alveg er þetta með eindæmum. Maður stendur gáttaður gagnvart þessari tilraun ráðherrans til að hverfa fimmtíu ár aftur í tímann. Þetta verður á engan hátt skilið öðru vísi en sem árás á sjálfsákvörð- unarrétt háskólans. Samtímis boðar hann nýskipan stöðuveitinga við skólann. Háskólinn hlýtur að krefj- ast þess, að sú regla verði lögfest, að ekki verði skipað í stöður kenn- ara nema að tillögum hans, enda tryggir það eitt hið margrómaða frelsi, sem slíkri menntastofnun er nauðsynlegt til að geta gegnt hlut- verki sínu á sviði kennslu og rann- sókna. Þegar allt kemur til alls, þá er boðskapur ráðherrans okkar sá einn, að hann hafi valdið. Og vald er til að beita því. „Sannfæring er íjandsamlegri sannleikanum en lýgin,“ sagði Nietzsche. Jafnvel ráðherrar hafa gott af að velta þessari setningu fyrir sér. habitat MIKIL„GÆÐI“ A ** LAGT ,.VERГ KRISTJAN SIGGEIRSSON HF LAUGAVEG113 SÍMI: 91-625870 Höfundur er dósent við félagsvís- indadeild Háskóla íslands. / w FERÐASKRIFSTOFAN Suöurgötu 7 S. 624040 BEINT LEIGUFLUG TIL MUNCHEN MEÐ ARNARFLUGI Á BESTA TÍMA ÁRSINS BROTTFOR: 1 vika 24. og31.júlí 2 vikur 17. og 24 júlí 3 vikur 10. og 17. júlí * Flugfyrirhjónog2börn2-11 ára með bílaleigubil í 1 viku. FJARLÆGÐIR: MUNCHEN til Vínar 470 km tilSalzburg 145km til Innsbruck 153km til Gardavatns 380 km til Stuttgart 220 km til Frankfurt 395 km til Berlínar 570 km til Feneyja 550 km ÞÚ efia orlofsÞorP: OTC^tMC Hallveigarstíg 1 Sími 28388. ARNARFLUG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.