Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 41
Ofc MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 41 * Hótel Osk opn- að á Akranesi Akranesi. MIKIÐ er að gera hjá Skaga- ferðum hf. á Akranesi enda sumarstarfsemin hafin af full- um krafti. Starfsemi Skaga- ferða hf. er að vanda fjöl- breytt, enda rekur fyrirtækið sumarhótel og skipuleggur dagsferðir til Akraness ásamt annarri ferðaþjónustu. Nýlega var nýtt hótel opnað í heima- vist Fjölbrautaskóla Akraness, Hótel Ósk. Skagaferðir hf. er sameignar- fyrirtæki Akranesskaupstaðar og einstakra hagsmunaaðilia í ferða- þjónustu á Akranesi og var stofn- að fyrir þremur árum. Á síðasta ári færði það út kvíarnar og tók á leigu heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og starf- Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Daniel Ólafsson, framkvæmdastjóri Skagaferða hf., í móttöku Hótels Óskar. Hótel Ósk á Akranesi. rækti þar vistlegt sumarhótel. Hótelið var opnað 1. júni sl. í hótel Ósk eins og það nefnist eru 31 tveggja manna herbergi, vel búin með baði, ísskáp og eldunar- aðstöðu. Einnig er boðið upp á morgunverð á hlaðborði. Rekstur hótelsins er að hluta til samtengd- ur Skagaveitingum hf. sem eiga og reka Hótel Akranes. Nýr framkvæmdastjóri, Daníel Ólafsson, hefur hefur nú tekið við starfi hjá Skagaferðum hf. og mun hann undirbúa og annast skipulag og framkvæmd þeirrar þjónustu sem boðið er upp á. Daníel sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann væri bjartsýnn á rekstur fyrirtækisins og vonaði að ferðamenn myndu nota sér þá þjónustu sem í boði væri. Daníel sagði að Skagaferðir hf. skipu- lögðu fyrir ferðamenn dagsferðir frá Reykjavík til Akraness sem hafa reynst mjög vinsælar. Komið er til Ákraness að morgni með Akraborg, byggðasafnið á staðn- um skoðað, síðan snæddur hádeg- isverður og að því loknu farin skoðunarferð í frystihús og loks gæfist kostur á að skoða bæjarlíf- ið og kaupa ullarvörur hjá Akra- prjóni hf. Daníel Ólafsson sagði að æskilegt væri að gera starf- semi Skagaferða hf. fjölbreyttari og væru ýmsar hugmyndir um það á lofti, en of snemmt væri að upplýsa um hvað þær snerust. Hann sagði að þessar dagsferðir sem áður er minnst á væru vinsæl- ar og vissulega mætti auka mögu- leika á slíkum ferðum. Daníel sagði að lokum að hann vonaðist eftir góðu samstarfi við Akurnesinga. „Bókanir á hótelið hafa verið mjög góðar í sumar og það sýnir að Akranes er vax- andi ferðamannastaður. Við byggjum ekki upp ferðamanna- iðnað á Akranesi á nokkrum dög- um. Þess vegna er það afar mikil- vægt að heimamenn geri sér grein fyrir því hvað þetta getur orðið okkur mikilvægt þegar fram líða stundir ef vel er á málum haldið," sagði Daníel. - JG smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Hilmar Foss lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. Helgarferðir 15.-17.júlí: l. Þórsmörk. Mjög góð gistiað- staða í Útivistarskálunum Bás- um. Gönguferðir við allra hæfi m. a. íTeigstungur. Munið ódýra sumardvöl f Básum, friösælum og fallegum stað í hjarta Þórs- merkur. Tilvalinn staöur fyrir fjöl- skyldur. Sérstök afslá'ttakjör. Einnig tilvalið fyrir smærri hópa að taka sig saman og leigja minni skálann til sumardvalar i nokkra daga. Brottför föstu- dagskvöld, sunnudags- og miö- vikudagsmorgna. 2. Helgarferð í Lakagfga. Gist v/Blágil. Kynnist þessari stór- kostlegu gígaröð og ummerkjum Skaftárelda. Ekiö heim með við- komu i Eldgjá og Landmanna- laugum. 3. Skógar-Fimmvörðuháls- Básar. Gangan tekur um 8 klst. Brottför laugard. 8. Dagsferð að Eyjafjöllum og Skógum laugard. 16. júlf kl. 8. Dagsferð sunnud. 17. júlí f Þórsmörk. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, sfmar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist. M ÚtÍVÍSt, C.o ,n„ . Sumarleyfiserðir í júlí: 1. Esjufjöll 13.-17. júlf. Fá sæti laus. 2. Strandir - isafjarðardjúp 16.-20. júlf. Ekið noröur Strandir og markveröustu staðir skoðaðir t.d. Eyri v/lngólfsfjörð, Kross- neslaug og Djúpavík. Síðan farið um Steingrímsfjarðarheiöi i Inn- djúp, í fuglaparadisina Æðey, Kaldalón, Snæfjallaströnd og Reykjanes. Gist i svefnpoka- plássi. Fararstjóri Þorleifur Guð- mundsson. 3. Hornstrandir III: Kvfar - Homvik - Reykjafjörður 14.-22. júlí. Góö bakpokaferð. 4. Hornstrandir - Reykjafjörður 16.-22. júlf. Tjaldbækistöö. Skemmtilegar gönguleiðir. 5. Aðalvfk 21.-26. júlf. Frá isafiröi 22. júlí kl. 14.00. Hús og tjöld við Sæból. Dagsferöir það- an m.a. á Rit, að Látrum o.fl. 6. Eldgjá - Þórsmörk 23.-28. júlf. Spennandi bakpokaferð um Strútslaug, Hvanngil og Emstrur til Þórsmerkur. Hús og tjöld. 7. Landmannalaugar - Þórs- mörk 28. Júlf-1. ágúst. Auka- ferð. Gist i húsum. 8. Hornstrandaferð 28. júlf- 2. ágúst. Gönguferöir frá tjald- bækistöð i Hornvik. Þessi sígilda Útivistarferð um verslunarmanna- helgi er jafnan vinsæl. Farið 29.7 frá (safirði og til baka 1/8. 9. Hálendishringur 30. júlí-5. ágúst. (7 dagar). Sprengisand- ur, Gæsavatnaleið, Askja, Heröubreiðarlindir, Kverkfjöll, Mývatn, Kjölur. Tjöld og hús. Fararstjóri Kristján M. Baldurs- son. , 10. 6 daga ferð tll Suður- Grænlands 4.-9. ágúst. Flug til Narssarssuaq. Göngu- og skoö- unarferðir í nágr. Eiríksfjaröar. Mjög ódýr. Uppl. og farm. á skrifstofu Gróf- inni 1, simar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útívist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 09 19533. Helgarferðir 15.-17. júlí. 1) Landmannalaugar - Eldgjá. Gist i sæluhúsi Ferðafélagsins i Laugum. Ekið i Eldgjá og skipu- lagðar gönguferðir. 2) Þórsmörk. Gist f Skagfjörðs- skála/Langadal. Léttar gönguferðir um Mörkina. 3) Þórsmörk - Teigstungur. Gist i tjöldum i Stóraenda og farnar gönguferðir þaðan. 4) Hveravelllr. Gist i sæluhúsi Ferðafélagsins á Hveravöllum. Skoðunarferðir um nágrennið. Brottför i hergarferðirnar er kl. 20.00. Farmiðasala og upplýs- ingar á skrifstofu Ferðafélags- ins, Öldugötu 3. Ferðafélag islands. m Útivist, Miðvikudagur 13. júlí kl. 20. Strompahellar (Bláfjalla- hellar) Skemmtileg hellaskoðun vestan Bláfjalla. Sérkennilegar hella- myndanir m.a. i Rósahellinum. Hafiö Ijós með. Verð 800 kr., fritt f. börn m. fullorðnum. Brott- förfrá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst! Útivist. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Nauðungaruppboð Eftirgreindar fasteignir verða seldar á uppboði er hefst á sýsluskrif- stofunni á Blönduósi, miðvikudaginn 13. júli og hefst kl. 14.00. Fyrri sala: Fifusund 19, Hvammstanga, Hjallavegur 10, Hvammstanga, Brekkugata 4, Hvammstanga, Efra-Vatnshorn, Kirkjuhvammshreppi, Brúarholt, Ytri-Torfustaðahreppi, Breiðabólstaður, Þverárhreppi, Árbraut 18, Blönduósi, eignir Skipasmiðastöðvarinnar Mánavarar hf., Skagaströnd. Sýslumaðurinn i Húnavatnssýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara verður á fasteigninni Hólabraut 27, Skagaströnd, þinglesinni eign Magnúsar Jónssonar. Uppboðið hefst á sýsluskrif- stofunni á Blönduósi, miðvikudaginn 13. júlí kl. 14.00. Sýslumaður Húnavatnssýslu. Nauðungaruppboð 3ja og síðasta verður á fasteigninni Hlíöarvegi 13, Hvammstanga, þinglesinni eign Eggerts Karlssonar. Uppboðið hefst á sýsluskrifstof- unni á Blönduósi, miðvikudaginn 13. júll kl. 14.00. Sýslumaður Húnavatnssýslu. Frystiskápur Til sölu Jackstone frystiskápur með York pressu í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í símum 92-14462, 92-13362, 92-13883 og 92-14516. Baader-188 Til sölu Baader 188 flökunarvél í mjög góðu ástandi. Upplýsingar í símum 92-14462, 92-13362, 92-13883 og 92-14516. | atvinnuhúsnæði Verslunarhúsnæði Vantar verslunarhúsnæði í miðbænum - jarðhæð 120-180 fm. Vinsamlegast sendið tilboð til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „V - 2941“ fyrir 20. júlí ’88. Laugavegur Til leigu er 140 fm verslunarhúsnæði við Laugaveg, vestan Snorrabrautar. Þeir sem áhuga hafa sendi nafn, símanúmer og upplýsingar um fyrirhugaðan rekstur til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „U - 3761“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.