Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 49
1 r OT Tr\ t
nrn a T<rrxTTr\arv*
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988
8*
49
TEXTI: GARÐAR RÚNAR LJÓSM: BJÖRN SVEINSSON
Við eigum að bora
úr Jökulsárhlíð
- segir Jónas Hallgrímsson, forseti
bæjarstjórnar Seyðisfjarðar
^ Seyðisfirði.
Á ráðstefnu um jarðgangagerð á Seyðisfirði var Jónas Hallgríms-
son, forseti bæjarstjórnar, harðorður í garð samgöngnyfirvalda
og stjórnmálamanna. Hann sagði að ekkert breytti þeirri staðreynd
að stjórnmálamenn og samgönguyfirvöld hefðu sofið á verðinum,
þau hefðu ekki kynnt sér nútímalegar vinnuaðferðir við fram-
kvæmdir í samgöngumálum og fjárveiting til jarðganga ætti ekki
síður rétt á sér en fjárveiting til skólabygginga eða hafnarmann-
virkja.
Jónas sagði meðal annars: „Mér
hefur frá þessum tíma ekki þótt
jarðgangnagerð á Austurlandi
áhorfsmál, hvort heldur er tækni-
lega eða kostnaðarlega, heldur ein-
faldlega spurning um hugarfars-
breytingu ráðamanna og vilja til
framkvæmda og eftir því er frá
líður hefur líka komið í ljós að
þetta mat hefur reynst rétt. Sanna
þar nýlegar ákvarðanir _um fram-
kvæmdir við jarðgöng í Ólafsfjarð-
armúla, þótt mér finnist að þar
ætli samgönguyfirvöld að standa
rangt að framkvæmdum. Þetta
eiga að verða einnar akreinar
göng, en það finnst mér vera rangt
og mikil skammsýni."
Jónas ræddi um menningar- og
félagsleg áhrif jarðganga fyrir
byggðarlögðin og aukna hag-
kvæmni í þjónustu og viðskiptum.
Og í framhaldi af þvf sagði hann:
„Eg vil leyfa mér að spyija hvar
stríðsmenn og herir okkar Aust-
firðinga hafa haldið sig? Hvar
halda þau sig Austíjarðagoðin á
Alþingi okkar íslendinga eigin-
lega? Af hvetju miðar okkur svona
grátlega skammt? Af hveiju getum
við Austfirðingar ekki náð
pólitískri samstöðu um nauðsyn-
legar rannsóknir og vettvangs-
kannanir á þeim möguleikum sem
fyrir hendi eru? Hér er einkum átt
við Mið-Austurland og tengingu
Vopnafjarðar og Héraðs með jarð-
göngum og ég vil að það komi hér
skýrt fram að fyrirhuguð vega-
lagning fyrir Búr yrði meiriháttar
slys í samgöngusögu Austfjarða
ofan á allt sem komið er, við eigum
að bora úr Jökulsárhlíð.
Ég lagði á nýafstöðnu löggjafar-
þingi fram þingsályktunartillögur
um könnun á jarðgangagerð á
Austurlandi samhliða rækilegri og
margfaldri athugun á þeim félags-
legum áhrifum sem slíkt mundi
hafa í för með sér, en engin svör,.
Jónas Hallgrímsson forseti bæj-
arstjómar Seyðisfjarðar
engin viðbrögð, enginn árangur
sýnilegur. Hafa einhver ráðandi
öfl í þessu þjóðfélagi ákveðið að
slá okkur hreinlega af, sem byggj-
um þessi jaðarsvæði mannheima
eins og þeir kalla það sjálfir? Hef-
ur verið tekin einhver handahófs-
kennd ákvörðun í kerfinu um að
þetta byggðarlag skuli sett á vetur
en hitt skuli lagt niður? Ég hef
ekki ennþá orðið slíks trúnaðar
aðnjótandi að sjá slíka landeyðing-
aráætlun. Og ég spyr þá sem hér
eru frá æðstu stöðum, er eitthvert
slíkt plagg til eða í mótun og ef
svo er, finnst ykkur þá ekki heiðar-
legra að birta almenningi slíkan
boðskap í tíma? Því er hvíslað að
landeyðingarskýrsla þessi gangi
undir falsheitinu „Þétting byggð-
ar“. Og ku þá fyrst hafa hlaupið
á snæri samþjöppunaraflanna er
landslagsarkitekt menntaður í
Ameríku út með náðarhöggi í formi
svokallaðra hálendisvega. Eru eig-
inlega engin takmörk fyrir því
hvað þessum fríherrunum fyrir
sunnan á að leyfast? Það er mín
trú að svokallaðir hálendisvegir
verðir til þess að flýta þessari þró-
un.
Það er hreggnöpur staðreynd
að á sama tíma og borgríkið fyrir
sunnan, Reykjavík, býðst til að
grafa jarðgöng eftir endilöngum
Fossvogsdal til að ná sátt við Kópa-
vogsbúa, búa byggðarlög eins og
Seyðisfjörður og Norðfjörður við
snjómokstursreglur um einn
mokstursdag í viku og allra náðar-
samlegast ef veður leyfir, einn
aukadag. Og þrátt fyrir eindregin
tilmæli, bænarskrár og hungur-
göngur eru engin viðbrögð, hvorki
hjá fyrrverandi samgöngumálaráð-
herrum né núverandi. Er það ekki
kaldhæðnislegt að á sama tíma og
hriktir í hjólum atvinnulífsins úti
á landi, þá skuli orkufyrirtæki
Reykjavíkurborgar voga sér að
fara í einhveija menningarhúss-
byggingu. Og þar á víst fólk að
geta horft til allra átta úr snúning,
alla leið til flugstöðvarinnar frægu
í Keflavík og hermangsins. Það
verður vafalaust eftirlætisiðja
þeirra sem fá þá náð að sitja þar.
Það verður líka að linna blekk-
ingum og falsspám stjórnmála-
manna á fjögurra ára fresti. Menn
verða einfaldlega að taka sjálfa sig
í gegn og sækja valdið suður. Rétt-
ur okkar sem landið byggjum verð-
ur að vera samur og virtur til jafns
við mannvonskuþéttingaröflin á
suðvesturhominu. Ég geri mér
grein fyrir því að hér hafa stór og
þung orð fallið, en við þau verður
staðið," sagði Jónas Hallgrímsson.
Að mörgu að hyggja
við jarðgangagerð
Seyðisfirði.
ÁÐUR en byijað er á jarðgöngum verður að skilgreina þörfina fyr-
ir þau. Slíkt er venjulega gert með því að sýna fram á styttingu
vegalengda, aukið samgönguöryggi þjóðfélaga, eða þjóðhagslega
þörf. Allar vangaveltur verða þó að þola hagkvæmniskoðun, finna
þarf ódýrustu lausnir sem völ er á, sem þó leysa áður nefndar þarf-
ir. Til þess að finna þessar leiðir þarf að jafnaði að rannsaka nokkra
kosti að því marki að hægt sé að gera athuganir á hugsanlegum
kostnaði við þær. Venja er að skipta ferli rannsókna vegna mann-
virkjagerðar í nokkur þrep, til dæmis forhönnun og hönnunarstig.
Þetta kom fram í máli Björns Jóhanns Björnssonar verkfræðings á
jarðgangaráðstefnunni.
Björn sagði ennfremur: „Jarð-
göng eru dýr mannvirki og því að
mörgu að hyggja áður en ráðist er
í gerð þeirra. I forhönnuninni ferm
fram leit að þeim kostum sem virð-
ast ódýrastir, en fullnægja samt
þörfinni, gera þarf lauslega jarð-
færðiskoðun á þeim leiðum sem til
greina koma, til þess að geta athug-
að kostnað við styrkingar en kostn-
að við önnur samgöngumannvirki
má gera beint frá reynslustölum.
Áætla má að svona forkönnun geti
tekið a.m.k. 1-2 ár. Þegar sú lausn
sem virðist hagkvæmust hefur ver-
ið valin kemur síðan að næsta stigi
sem er hönnunin. Þar verður að
ákveða alla þætti endanlega, svo
sem legu, halla, vídd, styrkingar,
lengd, loftræstingu og tengingu við
vegakerfi. Endanleg hönnun og
gerð útboðsgagna krefst nákvæm-
ari rannsókna og getur tekið 1-3
ár. eftir stærð og eiginleikum verks-
ins.“
Það kom einnig fram í máli
Björns að fyrirsjáanlegt væri að
tækni við jarðgangagerð breyttist
ekki í náinni framtíð. Þau jarðgöng
sem áformað væri að gera væru
það stutt að ekki virtist hagkvæmt
að fjárfesta í bor sem gæti heilbor-
að þau. Niðurfelling gjalda af hálfu
ríkisins gætu þó leitt til lækkunar,
t.d. væri 25% tollur af borum tii
jarðgangagerðar en varla væri
hægt að búast við lækkuðu verði á
jarðgöngum vegna aukinnar sam-
keppni verktaka. Reynsla í gerð
Björn Jóhann Björnsson verk- og
jarðfræðingur
ganga færi vaxandi og það ætti að
leiða til lækkaðs verðs þegar fram
liðu stundir. Engin sérstök vanda-
mál í gangagerð hefðu komið fram
hérlendis. Og stjórnunarlega væri
gangagerð einfalt verkefni, t.d.
mun einfaldara en þau verkefni sem
leyst hafa verið á sviði vatnsorku.
Það virtist þvi ekkert því til fyrir-
stöðu að fela íslenskum fyrirtækjum
í verktakaiðnaði jarðgangagerð án
kröfu um þátttöku erlendra fyrir-
tækja.
Menn með sjálfstœðan crivinnurekslun
HÆKKUNÁ
LAGMARKI
REIKNAÐS
ENDURGJALDS
ÍSTAÐGREÐSLU
Viðmiðunartekjur reiknaðs endurgjalds hækkuðu 1. júlí sl. í
samræmi við þróun launa og tekna í viðkomandi starfsgreinum,
sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1987:
Þannig hœkkar lágmark viðmiðunartekna í öllum
flokkum (A-G) um 6.7% fráþví sem þau voru fyrir
júnímánuð. Ekkiþarfað hœkka viðmiðunartekjur
sem voru 6.7% hœrri en lágmark.
Dæmi um lágmarks mánaðarlaun í flokki B1:
Mánaðarlaunjanúar-júní lágmark 137.750
Mánaðarlaun júlí-desember lágmark 146.979
RSK
RÍKISSKA7TSTJÓRI