Morgunblaðið - 12.07.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988
53
Arný S. Jóhanns-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 22. mars 1939
Dáin 27. júní 1988
Með þessum fáu orðum langar
mig að kveðja Ámý S. Jóhanns-
dóttur ,Öddu, sem lést 27. júní sl.
eftir erfiða baráttu við skæðan sjúk-
dóm sem hún barðist svo hetjulega
við og aldrei heyrðum við hana
kvarta.
í lífínu koma þau atvik stundum
fyrir að orðin sitja einhvers staðar
föst. Minningarnar skella á manni
og hugurinn er altekinn djúpri sorg
og söknuði. En þá er huggun í
harminum hvað minningarnar eru
góðar og kærar. Ég kom fyrst á
heimili þeirra hjóna, Hauks og
Öddu, fýrir þremur árum er ég
kynnist syni þeirra, Jóhannesi. Okk-
ur var strax tekið vel, mér og syni
mínum, sem var ekki orðinn tveggja
ára gamall þá, fannst okkur alltaf
mjög gott að koma í Kópavoginn
til afa og ömmu.
Hún var lífsglöð og henni þótti
gott að gleðjast með glöðum. Hún
var afskaplega gestrisin og naut
þess mjög þegar gestir komu.
Svo getur maður látið hugann
reika nær endalaust, en allt tekur
enda. Þegar leið að lokadegi fann
maður hvað hún var í raun og veru
sterk. Jafn máttfarin og hún var,
þá var hún jafnvel meiri veitandi
en þiggjandi. Það er dásamleg
minning og hjálpar okkur öllum á
erfiðri stund. Þegar líður að kveðju-
stund er erfitt að kveðja og orð
duga þar lítið. En þakklætið fyrir
allt og allt er þar efst í huga. Og
ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Þú, Kristar, ástvin alls sem lifir
ert enn á meðal vor.
Þú ræður mestum inætti yfir
og máir dauðans spor.
Þú sendir kraft af hæstu hæðum,
svo himinvissan kveikir líf í æðum,
og dregur heilagt fortjald frá,
oss fegurð himins birtist þá.
Þú vígir oss sem votta þína
að veruleika þeim:
að vinir aldrei vinum týna,
þótti víki til þín heim.
Þú lætur efnisþokur þynnast,
svo það sé hægra elskendum að finnast,
að jafnvel heljarhúmið svart
þín heilög ástúð gjörir bjart.
Þín elska nær til allra manna,
þótt efinn haldi þeim,
og lætur huldar leiðir kanna
að Ijóssins dýrðarheim.
Vér skulum þínir vottar vera
og vitnisburð um stórmerki þín bera,
þvi þú ert eilíf ást og náð
og öllum sálum hjálparráð.
(Vald V. Snævarr.)
Anný Elín Bentsdóttir og Ragnar Andri
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
AUÐBJARGAR KÁRADÓTTUR,
Ósabakka, Skeiðum.
Sérstakar þakkri til læknanna í Laugarási.
Jens Aðalsteinsson,
börn, tengdabörn og
barnabörn hinnar látnu.
Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar-
för móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR KRISTÓFERSDÓTTUR,
Kambsvegi 37,
Reykjavik,
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Hrafnistu DAS,
Reykjavík, fyrir góða umönnun í veikindum hennar.
Kristrún Guðmundsdóttir, Agnar Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför
NÖNNU KRISTÍNAR JAKOBSDÓTTUR,
Ránargrund 5,
Garðabæ.
Guð blessi ykkur.
Þórður Kristjáns-
son - minningarorð
Fæddur 20. október 1933
Dáinn 1. júlí 1988
Við setjum þessar fáeinu línur á
blað til þess að styrkja aðstandend-
ur og okkur sjálf á þessum tímamót-
um og kveðjustund. Eins og að-
standendur vita geta engin orð
komið í mannsstað en við eigum
minningamar sem eru okkur dýr-
mætar þar til við hittumst öll aftur
eftir þessa tilveru okkar hér.
Þórður Sigurel Kristjánsson —
Doddi eins og hann var kallaður í
okkar hópi var með okkur í félags-
skap sem er kallaður sjóflokkur
slysavarnasveitarinnar í Reykjavík
og starfar undir merki S.V.F.Í.
Doddi starfaði í land- og sjósveit f
fjölda ára en seinni ár var hann
aðallega í sjóflokki.
Doddi starfaði við viðgerðir 4
vélum og í vélsmiðjum við ýmiss-
konar smíði og kom það sér vel í
félagsskap sem þessum þar sem
ýmisskonar viðgerðir og smíðar
eiga sér stað. Ef eitthvað bilaði hjá
okkur var Doddi ávallt tilbúinn til
að gera við og laga.
Þegar við lítum til baka yfir þessi
ár sem við í sjóflokki höfum fengið
að njóta með honum og rifjum upp
ferðir, vinnustundir og bjarganir,
þá er of langt mál að telja það
upp. Því verður hver félagi að eiga
þær stundir í minni sér. Já þær eru
margar stundirnar sem við félag-
arnir eigum niður í „slysó“ eins og
við köllum það. Ef við ættum ekki
traustar og skilningsríkar fjölskyld-
ur og ættingja að baki væri ekki
hægt að hlaupa um miðja nótt í
vonsku veðri út í sortann í leit eða
til aðstoðar fólki í vanda. Hlaupa
úr vinnu sem enginn mun borga.
Jú það er eitthvað sem heldur í
okkur þessa félaga í 97 sveitum
allt í kringum landið.
Doddi var svo heppinn að eignast
Rúnu sem konu sem hefur með
dugnaði haldið stórt heimili og au_k
þess starfað í Kvennadeild S.V.F.Í.
í Reykjavík í mörg ár af miklum
dugnaði og eldmóði. Án hennar
skilnings á málefninu hefði Doddi
ekki getað starfað í sveitinni af svo
miklum krafti sem hann gerði.
Við kveðjum Dodda með söknuði
og eftirsjá en hann mun ætíð vera
í huga okkar sem góður vinur og
félagi.
Það er einmitt í svona sveit sem
myndast sterk tengsl á milli félaga
sem skapast af tryggð við hvern
annan og trausti jafnt í leik sem á
hættustundum.
Við vottum Rúnu og fjölskyldu
samúð okkar og sendum henni hlýj-
an hug.
Við stöndum saman og höldum
áfram á sömu braut því Doddi hefði
spurt: „Hvaða rolugangur er þetta,
á ekki að gera neitt?“
Félagar í sjóflokki slysa-
varnarsveitarinnar í
Reykjavík.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON
málari,
Þórufelli 14,
andaðist í Grensásdeild Borgarspítalans 9. júlí.
Ragnheiður Gunnlaug Gestsdóttir,
Ester GuAmundsdóttir,
Kristjana Guðmundsdóttir,
Klara Lind Guðmundsdóttir,
Hjördís Guðmundsdóttir,
Guðmundur Arnar,
Sigurður Kristjánsson,
Sigurjón Kristjánsson.
Haraldur Ólason,
Jóhann Eyjólfsson,
Halldór Ágústsson,
t
Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINARS. EINARSSON
skipasmiður,
Ljósheimum 20,
sem lést 2. júlí verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudag-
inn 13. júlí kl. 15.00.
Þórunn Waage Guðjónsdóttir,
Sigurður G. Einarsson, Bettý Benjamínsdóttir,
Sigrún Einarsdóttir,
Guðmundur Einarsson, Heiður Þorsteinsdóttir,
Bergþór Einarsson, Erna Einarsdóttir,
Erla Berglind Einarsdóttir, Jón Kr. Dagsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mmorex/Gmít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Gísli G. Kolbeinsson,
Unnur Ingibjörg Gísladóttir, Hildur Gisladóttir,
Jakob T ryggvason,
Sofffa G. Jakobsdóttir, Tryggvi K. Jakobsson,
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð-
arför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
ÁRNÝJAR S. JÓHANNESDÓTTUR,
Álfhólsvegi 125.
Haukur H. Eiríksson,
Jóhannes Hauksson, Anný E. Bentsdóttir,
Kristfn Hauksdóttir, Gunnar Björnsson,
Kolbrún Hauksdóttir, Jón Þór Jónsson,
Heimir Hauksson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RÖGNU INGIMUNDARDÓTTUR,
Stórholti 26, Reykjavík.
Ingimundur Helgason, Svava Björgólfs,
Davíö Helgason, Auður Ragnarsdóttir,
Þórður Helgason,
Þórunn Óskarsdóttir,
barna- og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
ÞÓRÐAR SIGUREL KRISTJÁNSSONAR,
Lindargötu 54.
Sérstakar þakkir til Slysavarnafélags íslands og Björgunarsveitar-
innar Ingólfs fyrir þá ómetanlegu aðstoð sem þeir veittu.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Jónsdóttir, Sara Vilbergsdóttir,
Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Guðmundur Kristjánsson,
Arnfríður Olga Arnfinnsdóttir, Halldóra Jónsdóttir,
Þórður Sigurel Arnfinnsson, Magnús Kristjánsson,
Þorsteinn Rúnar Stefánsson, Kristján Kristjánsson,
Þorbergur Svavar Stefánsson, Ingimundur Kristjánsson,
Arnfinnur Jón Guðmundsson.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.