Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 64
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 ÁGRÆNNIGREIN VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Seðlabankinn: Drög að heimild til er- lendra verðbréfakaupa Utlendingum verði jafnframt leyft að kaupa íslensk verðbréf SEÐLABANKINN hefur, að ósk viðskiptaráðherra, samið drög að auglýsingu um heimild til er- lendra aðila að fjárfesta í íslensk- um verðbréfum og að íslending- um verði jafnframt heimilað að fjárfesta í erlendum verðbréfum. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði það vera tillögu bank- ans að tengja auglýsinguna að veru- legum hluta lagafrumvarpi um verðbréfasjóði og verðbréfafyrir- tæki, sem væntanlega verður lagt fram við upphaf þings í haust. Þannig ætti auglýsingin ekki að taka gildi nema að hluta fyrr en frumvarpið hefði verið afgreitt sem lög frá Alþingi. Jón vildi ekki segja nánar hvað fælist í auglýsingadrögunum en sagðist myndu taka ákvörðun í málinu mjög fljótlega. Þingvellir: í úlfsskinni við ásatrúarseið SÉRA Heimir Steinsson þjóð- garðvörður á Þingvöllum þurfti nýlega að hafa afskipti af tíu manna hópi Þjóðveija á Þingvöll- um þar sem hópurinn hafði kveikt eld innan þjóðgarðsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru Þjóðverjar þessir ásatrúar og á Þingvöllum til að fremja ásatrúarseið. Sá er seið- inn flutti var klæddur úlfsskinni. Séra Heimir Steinsson vill ekki tjá sig um þetta mál að öðru leyti en því að hann hafði afskipti af þessum hóp vegna eldsins ... „Þau höfðu kveikt eld á berangri innan þjóðgarðsins og slíkt er bannað. Eg benti þeim á þetta og þau urðu góðfúslega við þeirri ósk minni að slökkva eldinn," segir séra Heimir. Séra Heimir segir að hann viti ekki hvað fólkið hafi verið að gera þama en hitt sé rétt að einn í hópn- um var klæddur einhverskonar skinnbrókum og skinnflík að ofan. Aðspurður um hvort það sé al- gengt að ásatrúarfólk noti þjóð- garðinn á Þingvöllum til trúariðk- ana segir séra Heimir svo ekki vera. „Mér vitanlega var hér um einstakt tilfelli að ræða.“ Konungiir Spánar í heimsókn ánæstaári IJNNIÐ er að undirbúningi á opinberri heimsókn Jóhanns Karls Spánarkonungs hingað til lands á næsta ári. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun heimsóknin hafa verið ákveðin en dag- setningar liggja þó enn ekki fyrir. Ekki fékkst formleg stað- festing á fyrirhugaðri heimsókn Spánarkonungs á forsetaskrif- stofunni, enda venjan að slíkar heimsóknir séu kynntar opin- berlega samtímis í báðum lönd- unum. Eins og fram hefur kom- ið í fréttum Morgunblaðsins kemur Olafur Noregskonungur í opinbera heimsókn til íslands í haust og Karl Bretaprins kem- ur í einkaheimsókn til landsins í byijun ágúst næstkomandi. Tveir nýir bjórfram- leiðendur VÍFILFELL og Sól munu mjög líklega bætast í hóp þeirra tveggja íslensku fyrirtækja, Egils Skallagrímssonar og Sanitas, sem framleiða sterkan bjór þegar sala á honum verður leyfð í mars á næsta ári. Ekki hefur enn verið ákveðið und- ir hvaða vörumerkjum bjórinn verður seldur. Davíð Seheving Thorsteins- son, framkvæmdastjóri Sólar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir- tækið hefði átt í viðræðum við þekkta erlenda bjórframleiðendur en ekki yrði ákveðið við hvem samið yrði fýrr en undir lok næsta mánað- ar. Sjá nánar Viðskipti/at- hafnalíf á blaðsíðu 37. Morgunblaðió/Valdimar Kristinsson Sigurður Páll Ásólfsson með hryssuna Golu og folöldin tvö. Hryssan kom á undan og er í meðal- lagi stór en folinn fremur smár. Þeim heilsast vel og virðist Gola í engum vanda að mjólka fyrir bæði folöldin. Það er nánast einsdæmi að tvíburar af hestakyni komist á legg, að sögn fróðra manna. Hryssa kastaði tveimur folöldum Talið einsdæmi ef bæði lifa HRYSSA á bænum Ásólfsstöð- um í Þjórsárdal kastaði tveimur folöldum á laugardagskvöld. Bæði folöldin, sem eru meri og hestur, virðast braggast vel að sögn Sigurðar Páls Ásólfssonar. Að sögn dýralækna og hrossa- ræktarráðunauta sem Morgun- blaðið leitaði til heyrir til al- gjörra undantekninga að meri kasti tveimur folöldum og talið einsdæmi ef slíkir tvíburar kom- ast á legg. • Hryssan sem er í eigu Jóhannes- ar Hlyns sonar Sigurðar Páls er sextán vetra og heitir Gola. Hún hefur verið á Ásólfsstöðum í sjö ár. Á laugardaginn var eitt ár og fjórir dagar frá því að Gola fór til stóðhestsins Blakks á Reykjum sem er undan Hrafni frá Holtsm- úla. Þeir eru báðir í ættbók, Blakk- ur með fyrstu verðlaun en Hrafn heiðursverðlaun. Gola er ættuð frá Laugadælum, undan Vindu, en faðir hennar er Slöngvir frá Hala- koti. „Á laugardagskvöld ætlaði ég að reka hrossin í aðhald en þá vildi hryssan hvergi fara. Þegar ég hafði sett hestana aftur inn í girð- ingu var hún lögst,“ sagði Sigurð- ur Páll. Fljótlega kom fyrra folald- ið og hryssan tók til við að kara það, stóð upp en lagðist síðan til að losna við hildirnar. Síðan sé ég eitthvað koma í ljós, hélt fyrst að hún væri að missa legið og greini- lega varð hiyssan jafn hissa og ég þegar annað folald kom í heim- inn. Hún sinnti ekki seinna folaldinu, virtist ekki skynja að þarna væri um annað afkvæmi að ræða. Ég varð því að rífa líknarbelginn af því sjálfur, annars hefði það sjálf- sagt drepist. Það reyndist hálf veiklulegt og fór ekki á strax á spena. Ég vakti áfram yfir hestun- um og um klukkan tvö um nóttina voru bæði folölc-,n komin á spena og við góða heilsu." Að sögn Gunnars Bjamasonar ráðunautar þekkjast þess vart dæmi að meri hafi komið tvíburum á legg. „Það er merkilegt að heyra að hryssan hafi ekki hreinsað líknarbelginn af seinna folaldinu. Henni virðist ekki vera eðlislægt að sinna báðum afkvæmunum. Þetta er hugsanleg skýring á því að svo fá dæmi eru um að tvö folöld lifi. Hefði bóndinn ekki verið til bjargar er allt eins víst að folald- ið hefði fundist dautt í haganum. Þá hefðu menn eflaust dregið þá ályktun að það hefði fæðst and- vana, eins og dæmi eru um,“ sagði hann. Hvalatalmngar hefjast á ný við landið á föstudag TALNINGAR á stórhvölum úr hvalskipum eiga að hefjast 15. júlí nk,“ sagði Jóhann Siguijóns- son, sjávarlíffræðingur, i samtali við Morgunblaðið. „Við ætlum einnig að telja hrefnur bæði úr flugvélum og skipum á afmörk- uðu svæði 20. til 30. júlí nk. til að samanburður fáist úr þessum tveimur mismunandi talningarað- ferðum. Þessar tilraunir eru smærri í sniðum en talningarnar á síðasta ári og beinast að því að að auka á nákvæmni þeirra útreikninga sem gerðir voru á fjölda hvala við ísland og á nær- liggjandi hafsvæðum útfrá taln- ingunum sem gerðar voru á síðasta ári,“ sagði Jóhann. „Þessar tilraunir eru einnig undir- búningur okkar að skipulagningu endurtekins talningarátaks sem fram á að fara á næsta ári,“ sagði Jóhann. „Við munum í fyrsta skipti gera tilraun til að koma fyrir radíó- sendum á hrefnum í þessum mánuði m.a. til að athuga hversu oft þær koma upp á yfirborðið en það er mikilvægt til túlkunar á talningar- gögnum. Við höfum hins vegar áður komið fyrir radíósendum á langreyð- um til að athuga hegðun þeirra. Norðmenn ætla að endurtaka sínar talningar í sumar og Danir ætla að telja hvali úr flugvél við Grænland í lok júlí og ágúst nk. því þeir náðu ekki að telja á því svæði í fyrra. Átta skip tóku þátt í hvalatalning- unni í fyrra, þar af þijú íslensk. Einnig voru notaðar flugvélar til að telja hrefnur á grunnslóð. Þessar hvalarannsóknir eru þær lang- stærstu til þessa og heppnuðust mjög vel. Við lögðum niðurstöður þeirra fram á fundi Alþjóða hvalveið- irráðsins fyrir skömmu. Þar voru menn mjög sáttir við þær en voru sammála um að hægt væri að betr- umbæta túlkun á niðurstöðum með sérstökum tilraunum," sagði Jó- hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.