Morgunblaðið - 20.09.1988, Page 5

Morgunblaðið - 20.09.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 5 Formaður Samstarfs auglýsenda: Líklegt að tölur um upplag tíma- rita hafi verið ýktar Upplagseftirlit nauðsynlegt „ÞAÐ benda sterk rök til þess að margir útgefendur hafi stórlega ýkt upplagstölur, en það hefúr sjálfsagt verið gert í þeim tilgangi að auka auglýsingagildi timaritanna,“ sagði Sigurður B. Sigurðsson, formaður Samstarfs auglýsenda. Eitt af meginmarkmiðum samtak- anna er að komið verði á marktæku upplagseftirliti hér á landi. Að sögn Sigurðar hafa samtökin átt i viðræðum við stærstu útgefend- ur landsins undanfarna mánuði og farið þess á leit að þeir taki þátt i virku upplagseftirliti, og hafi útgefendur nokkurra tímarita nú ákveðið þátttöku. „Við hörmum hins vegar ef einhveijir útgefendur ætla sér ekki að styðja við upplagseftirlit. Einstaka fyrirtæki verða þá sjálf að taka ákvarðanir um hvort þau auglýsa hjá þessum útgef- endum, og þau verða jafnframt að gera það upp við sig hvort upp- lýsingum um upplag þjá útgefendum sé treystandi,“ sagði Sigurður B. Sigurðsson i samtali við Morgunblaðið. Fyrsti félagafundur Samstarfs- þjónusta við auglýsendur, og þar ms verður haldinn næstkomandi fimmtudag. Aðild að þessum sam- tökum eiga um 60 fyrirtæki í einka- rekstri, en frumkvæði að stofnun samtakanna átti hópur stjómenda þessara fyrirtækja ásamt Verslun- arráði íslands. Sigurður sagði að á síðustu árum hefði' myndast mikil tortryggni varðandi upplýsingar um upplags- tölur tímarita og þær verið vefengd- ar. Sterk rök bentu reyndar til þess að upplagstölumar hefðu verið stór- lega ýktar. „Verslunarráð íslands hefur í mörg ár staðið fyrir upplagseftir- liti, en þátttaka í því hefur verið mjög dræm. Það hefur því myndast hópur auglýsenda sem álítur að upplagseftirlit sé mjög nauðsynlegt fyrir ákvarðanatöku um það hvem- ig fé auglýsenda verði best varið. Utgefendur sem ekki veita upplýs- ingar um staðfest upplag eru hugs- anlega að selja vöm á fölskum for- sendum. Auglýsendur eiga erfitt með að kyngja þessu og þess vegna er þessi ályktunartillaga sem lögð verður fyrir fundinn á fimmtudag- inn orðin til, þar sem við hvetjum fyrirtæki eindregið til að styðja virkt upplagseftirlit." Ályktunartillagan sem um er að ræða er svohljóðandi: „Samstarf auglýsenda undir- strikar nauðsyn þess að auglýsend- ur hafi jafnan áreiðanlegar upplýs- ingar um útbreiðslu og notkun þeirra flölmiðla sem birta auglýs- ingar. Samstarfið styður því af- dráttarlaust upplagseftirlit og les- endakannanir á vettvangi dagblaða, tímarita og annarra prentaðra flöl- miðla, og samsvarandi upplýsinga- öflun varðandi ljósvakamiðla. Sam- starfið telur brýnt að auglýsendur almennt geri sér grein fyrir mikil- vægi staðfestra upplýsinga um markaðsstöðu fjölmiðla til þess að það fé sem varið er til auglýsinga komi að tilætluðum notum. Að svo komnu skortir einkum upplýsingar um markaðshlutdeild prentaðra ijölmiðla, að undanskildum tveim dagblöðum í upplagseftirliti. Sam- starf auglýsenda leggur því sér- staka áherslu á að auglýsendur, auglýsingastofur og útgefendur sameinist um að gera þennan hluta auglýsingamarkaðarins aðgengi- legan og traustan með því meðal annars að styðja og nýta sér upp- lagseftirlit og lesendakannanir sem nú standa til boða fyrir milligöngu Verslunarráðs íslands." Að sögn Sigurðar er ein helsta ástæðan fyrir því að ákveðnir útgef- endur veiti ekki staðfestar töiur um upplag sú, að þeir telji að flestir auglýsendur hafi ekki yfir að búa nægjanlega faglegri þekkingu til að geta metið upplagstölur og beri þær þvi saman hráar. Hann segir að nú sé hins vegar orðið mikið um starfandi lærða fagmenn í markaðs- fræðum hjá fyrirtækjum, þannig að þessi röksemdafærsla fái ekki staðist. „í öllum nágrannalöndum okkar er upplagseftirlit álitið sjálfsögð þarf hvert tímarit að veita upplýs- ingar um upplagstölur, sem þurfa að vera staðfestar af hlutlausum aðila, en við leggjum til að hér á landi verði það Verslunarráð íslands sem hafi það með höndum. Þá þurfa tímarit jafnframt að gefa upplýs- ingar um markhópa, dreifingu þeirra og alls konar upplýsingar aðrar, sem gera auglýsendum kleift að taka faglegar ákvarðanir. Þjónustan §em útgefendur veita auglýsendum hér á landi er sem stendur fyrir neðan allar hellur, og á þetta fyrst og fremst við um tíma- ritaútgefendur. Þetta er meðal ann- ars ástæðan fyrir stofnun Samtaka auglýsenda, en við viljum starfa á faglegan máta og við þurfum á faglegum upplýsingum að halda. Við krefjumst þess að allir útgef- endur veiti okkur þær upplýsingar sem auðvelda okkur ákvarðanatök- ur,“ sagði SigurðurB. Sigurðsson. Bíl stolið o g hann brenndur BÍL VAR stolið frá bUasölu að- faranótt sunnudagsins, honum ekið að Vatnsenda og hann brenndur þar til kaldra kola. Snemma á sunnudagsmorgun barst lögreglu tilkynning um log- andi bíl við Vatnsenda. Bfllinn var brunninn til kaldra kola þegar að var komið. Skömmu síðar var til- kynnt um innbrot í bflasölu í Borg- artúni. Þaðan hafði verið stolið lykl- um að þessum bfl. Óvíst er hveijir þama voru að verki. Vitni vantar Slysarannsóknadeild lög- reglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að eftirtöldum umferðaróhöppum þar sem tjónvaldar fóru af vettvangi án þess að gera eigendum þeirra bíla sem þeir skemmdu vart um óhappið. Ekið var á vínrauða Mazda 929 í Armúla við Hollywood um klukkan 3.30 aðfaramótt sunnudags. Á bflastæði við Ármúla 26 var ekið á bláan Honda-bfl milli klukkan 15 og 17 föstudaginn 16. þm.. FRAMTIÐ! Með TEAM, hillu- og skápaeiningakerfinu, getur þú byggt upp hillusamstæðu eftir þínum eigin hugmyndum. TEAM hentar alls staðar, því þú getur hengt TEAM beint á vegginn, staflað TEAM eða hengt TEAM á krómgafla. TEAM hengt á vegg TEAM hengt á krómgafla TEAM hengt á krómgafla TEAM staflað TEAM fæst í svörtu, svörtu/gráu og hvítu. Einfalt fallegt stflhreint. húsgagna höllin HLSGOG\ REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.