Morgunblaðið - 20.09.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.09.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 15 aðlögunarhæfíleikar Péturs skiidu ekki við hann, þótt hann hefði eigi íslenzkt land undir fótum. — Heim- sóknin til grænlenzku fjölskyldunn- ar sumarið 1968 færir okkur ótví- rætt heim sanninn um það. Þegar þennan áttræða bónda ber að garði, fíjálsmannlegan og svip- glaðan, þá strýkst burt öll hlé- drægni hjá grænlenzku fjölskyld- unni. Á samri stundu er Pétur orð- inn einlægur heimilisvinur. — í hreinskilni og hispursleysi er rabbað um heima og geima, leikið á hljóð- færi, sýndar myndir og sungið af lífí og sál, og að skilnaði kvaðzt með miklum kærleikum. En í veganesti hefur Pétur hlotið merkan fróðleik um siði fólksins, atvinnuhætti, skemmtanalíf, fram- farir og menningu. Og viðtökum og gestrisni lýsir Pétur á svo geð- þekkan hátt i ferðapistli sínum, að lesendur hljóta að fylgjast hug- fangnir með hveiju atviki, meðan staðið er við hjá þessari góðlátlegu, grænlenzku ijölskyldu. Mjög var sótzt eftir því að fá Pétur tii að flytja erindi, þar sem efnt var til meiriháttar mannfagn- aðar, bæði heima í héraði og einnig í nærliggjandi sýslum. Og hann hefði verið mjög aðþrengdur um tíma, ef hann hefði látið menn synj- andi frá sér fara. — Mönnum var það hreinasta ráðgáta, hvemig Pét- ur hafði tíma til alls. hversu mjög var til þeirra vandað um eftii, málfar og viturlegar og snjallar ályktanir. Og við þetta bættist svo það, að ræðumaður blés í þær í flutningi slíkri lífsglóð með sínum eldlega áhuga, að áheyrend- ur hrifust með. Ef til vill er það gleggsta dæmi þess, hvílíks álits þessi borgfírzki bóndi naut sem ræðuskörungur, að Pétur var til þess kvaddur 1. desem- ber 1958 að flytja ræðu fyrir alþjóð í útvarpssal á fullveldisdegi þjóðar- innar. Ræðan í heild ætti engu síður nú á tímum, en þá er hún var flutt, að fínna hljómgrunn í hugum ís- lendinga. Pétur var hollvinur hins vinnandi manns, á hvaða sviði sem hann lagði hönd á plóginn með elju, árvekni og nytsemdarstarfí. En hann var einnig aðdáandi fagurra iista og unni af alhug bók- menntum og hvatti einarðlega til bókaútgáfu, eigi hvað sízt, þegar um þjóðlegan fróðleik var að ræða og rímur fomar. Grein hans: Kjarnakarl og önd- vegishöldur um meistara Kjarval sýnir okkur ljóslega hrifningu hans af málaralistinni í sinni fullkomnun. Pétur vill, að sem allraflestir fái omað sér við bókmenntir og fagrar listir, þegar hlé gefst frá önn dags- ins, endumýi við lindir þeirra starfs- orku sína, sæki þangað lífsham- ingju og víkki sjóndeildarhringinn. Eg lít svo á, að greinar Péturs og ritað mál, sem eftir hann hefur birzt, sé of dýrmætur fjársjóður til þess að vera falinn almenningi um aldur og ævi, innilokaður í afkimum nokkurra bókasafna landsins innan- um annað efni gamalla dagblaða. En til þess að láta ritverk Péturs líta dagsins ljós og njóta sín sá ég ekki nema aðeins eitt ráð: að leita þau uppi (í nálega fjörutíu ár- göngum af Morgunblaðinu), safna þeim saman í heild og gefa þau síðan út í bókarformi. — Eg þóttist sannfærður um, að vart væri unnt að aðhafast annað, sem sæmdi bet- ur minningu þessa mikilhæfa og ástsæla manns. Og það því fremur, þar eð um þennan glæsilega þátt í ævistarfí Péturs hefiir, að mér hef- ur virzt, verið næsta hljótt, og hann ef til vill tæplega metinn sem skyldi. Enda nýtur sín betur í bók velsa- mið efni og fjölbreytt en við skyndi- lestur dagblaða, sem óðara er svo fleygt í ruslakörfuna að lestri lokn- um. — Er það einlæg von mín að af útgáfu þeirrar bókar geti orðið. NAMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhæg TA Tríumph-Adler skríf- stofuritvél á verði skólarítvélar. • Prenthraði 13 slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél morgun- dagsins. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Sumar af tækifærisræðum Pét- ------------------------------------- urs birtust í Morgunblaðinu. Sýna Höfiindur er fyrrverandimeonta- þær, svo að eigi verður umvillzt, skólakennari. Grensásvegi 10, sími 686933 Hinn eini og sanni STORUTSÖLUMARKAÐUR Á DRAGHÁLSI 14-16 Sími:671296 OPNUNARTÍMI: Laugardaga.kl. 10-16. Aðradaga.kl. 13-19 ASIAVIKA NÝJAR VORUR DAGLEGA Gífurlegt vöruúrval Tískufatnaður - Efni Herra- og dömufatnaður Barnafatnaður Herra-, domu- og 't\\fesV' barnaskór á 30 Sportvörur - Blóm - Skartgripir - Hljómplötur - Kassettur - Hljómtæki - Sængurfatnaður - Rúmfatnaður o.m.fl. * ***" ít j Mm Fjöldi fyrirtækja: Karnabær - Steinar - Hummel - Gefjun - Radíóbær - Bónaparte - Milanó - Skóglugginn - Theódóra - Mæra - Nafnlausa Búðin - - Kári - Blómalist - Ánar o.fl 28.078 augljós
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.