Morgunblaðið - 20.09.1988, Síða 19

Morgunblaðið - 20.09.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 19 Málverk eftir Nínu Gautadóttur. dóttur Ragnarsson. Hún var með sýningu vestanhafs í Hudson River Museum í NY, fyrsti glerlistamað- urinn sem fær inni í því safni. Ifyrstu búsetuárin í Bandaríkjun- um stundaði hún hjúkrunarstörf. „Ég var alltaf að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki aftur að fara í hjúkrun," sagði hún í þessu viðtali, „eða vinna við glerlistina sem ég hafði lengi haft áhuga á og unnið við í frístundum." „Við vorum 23 bekkjarsystur og ég held að aðeins tvær séu ekki starfandi við hjúkrun í dag.“ Sennilega geta fleiri sagt hið sama um bekkjarsystur sínar. Við sem lukum námi vorið 1943 vorum ellefu og höfum allar unnið meira og minna flest árin síðan við störf er byggjast á námi okkar í hjúkr- unarskólanum. Samband íslenskra listamanna vaidi einn fulltrúa frá 5 félögum til að vera með sýningar á Kvennaráð- stefnunni í Osló. Af þessum 5 voru 2 hjúkrunarfræðingar, Guðrún Kristjánsdóttir listmálari og Bryndís Jónsdóttir frá Leirlistafé- laginu. Guðrún var í Myndlistar- skóla Reykjavíkur 1973—1977, 1977—1979 var hún við nám í Ecole Form: Keramik eftir Bryndísi Jónsdóttur. des Beaux Arts í Aix-en-Provence, Frakklandi, og 1987 við Haystack Mountain School of Crafts í Maine, Bandaríkjunum. Hún hefur haldið 4 einkasýningar hérlendis og tekið þátt í 6 samsýningum. Eitt verka hennar er í eign Reykjavíkurborgar og annað hjá Landsbanka íslands. Hún er með eigin vinnustofu í Reykjavík og kenndi í fyrra pappírs- gerð yið Myndlista- og handíða- skóla íslands. Listakonan Bryndís Jónsdóttir var við nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1972—1978. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og listmunir hennar vakið athygli. Postulínsbijóstnælur hennar þóttu eftirsóknarverðar. Reynist það satt að hún sé hætt að framleiða þær er það miður. Svona nýstárlegir og fallegir skart- gripir henta vel sem vinargjafír. Sennilega vamar auðugt hug- myndaflug því að Bryndís verði bundin fjötrum vana og fábreytni. Hún er með eigið verkstæði eins og Guðrún. Hjúkrunarstéttin má svo sannar- lega vera hreykin af þessum fimm ágætu listakonum. Ekki má þó gleyma því að mikil list er líka fólg- in í góðri hjúkrun. í bók’sinni Heroism as a Nursing Value segir höfundurinn Vassiliki A. Lanara að hjúkrunarfræðingur- inn þurfi að vera vel fær til að geta gegnt sínu viðkvæma ábyrgð- arstarfí. Vísindaleg þekking ein dugar áreiðanlega ekki, heldur ekki aðeins tæknikunnátta eða tilfínn- inganæmi. En vegna þess hve hjúkrun er margþætt þarf margt til þess að hún geti líka orðið skap- andi. Bæði almenn og fagmenntun hjálpa hjúkrunarfræðingi til að öðl- ast fæmi í starfí, en hugsjónir, sið- gæði og gott hjartalag eru ekki síður mikilvæg. Það mun óhætt að segja að hjúkr- unarstéttin vinni sitt krefjandi, van- dasama en oft ánægjuríka starf af alúð, samviskusamlega og snilldar- vel. Hún þyrfti bara að vera fjöl- mennari, hér sem annars staðar þar sem vöxtur er í heilbrigðisþjónustu. Það er því fagnaðarefni að áhugi á hjúkrunarfræði fer vaxandi og lofar það góðu. Höfundur er skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans. aus og aróbær ávöxbun Kominn er út nýr flokkur verðtryggðra sparískírteina ríkissjóðs. Hægt er að velja um: 3ja ára bréf með ársávöxtun 8,0%, 5 ára bréf með árs- ávöxtun 7,5% og 8 ára bréf með ársávöxtun 7,0%. Spariskírteini eru í 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 króna einingum. Þau eru ríkistryggð og fyrir einstaklinga utan atvinnurekstrar eru þau tekju- og eignarskattsfrjáls og því bæði örugg og arðbær fjárfesting. Spariskírteini ríkissjóðs fást á afgreiðslustöðum Landsbanka íslands og þar er jafnframt séð um innlausn eldri spariskírteina. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna r SPECIAL“ Ódýrt en best ítölsk grænmetissúpa Italian vegetable soup kr. 225.- Humarsúpa Lobster soup kr. 395.- Pasta með hörpuskel og beikoni Pasta with scallops and bacon kr. 325.- Skötuselur og rækjur í sítrónuhlaupi Monkfish and shrimps in lemonaspic kr. 325.- Reyktur lundi með piparrótarsósu Smoked puffin with horseradish sauce kr. 695.- Skötuselur í súr sætri sósu Monkfish in sweet and sour sauce kr. 810.- Hámerisbuff með steiktum lauk Steak of porbeagle with fried onion kr. 695.- Kryddlegin súla Marinated gannet kr.895.- Að sjálfsögðu er einnig boðið uppá okkar rómaða „a la carte“. ARNARHÓU MSTAUttAKT opinn á kvöldin frá kl. 18:00, þriðjud. til laugard. pantanasími 18833 Hverfisgötu 8—10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.