Morgunblaðið - 20.09.1988, Side 42

Morgunblaðið - 20.09.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, VIDSXIFTI/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Verslun Lampar sérhannaðir fyrir Borgarljós Á SÍÐUSTU tveimur árum hefiir Borgarljós hf. látið framleida lampa í Belgiu sem eru sérstaklega hannaðir fyrir íslenskan markað. Hefur reynslan verið góð og er gert ráð fyrir aukinni áherslu á þá starfsemi á næstunni. Að sögn Hauks Þórs Hauksson- ar framkvæmdastjóra Borgarljóss er það fyrirtækið Massive n.v., stærsta lampaverksmiðja í Belgíu, sem framleiðir þessi ljós fyrir Borgarljós. Er hér um að ræða nokkrar tegundir ljósa, s.s. glerljós og 6-8 tegundir af kösturum, sem aðlöguð hafa verið íslenskum að- stæðum, eftir íslenskum stöðlum og í samræmi við lög Rafmagn- seftirlits ríkisins. Segir Haukur þetta góðan kost, þar sem fyrir- tækið erlendis þurfi ekki að liggja með ljósin á lager og því verði þau ódýrari. Borgarljós hefur starfað í 10 ár og var það fyrst rekið sem sam- eignarfélag en er nú rekið sem hlutafélag og er starfsemi þess bæði innari smásölu og heildsölu. Er fyrirtækið til húsa í Skeifunni 8 í um 600 fm húsnæði.Á næst- unni mun ný deild taka til stafa innan heildsölusviðs Borgarljósa, en það er heimilsvörudeild, sem mun sjá um dreifingu á vörum á sviði heimilistækja og búsáhalda frá fyrirtækjunum Prestage Int- emational, Salter Housewares Ltd. o.fl. Haukur Þór sagði að mesta þró- un í hönnun ætti sér stað á Ítalíu og hefði Borgarljós nú þegar aflað sér nokkurra viðskiptasambanda þar. LAMPAR — Hér sést smá sýnishom af þeim lömpum, sem eru sérhannaðir fyrir Borgarljós. Atvinna Störfúm hjá hinu opinbera ijölgar ört ÁRSVERKUM á íslandi Qölgaði um 23 þúsund á árunum 1978 Blaðaútgáfa Financial Times íæst samdægurs tU 1986 og voru þá tæplega 125 þúsund. Þetta þýðir um 2,6% aukningu að meðaltali á ári en á sama tímabili jukust ársverk hjá hinu opinbera um 5700 og voru um 21 þúsund árið 1986. Það er um 4% aukning á ári. Þetta kemur fram í nýútkomn- um atvinnuvegaskýrslum sem Þjóðhagsstofnun tekur saman. BRESKA dagblaðið Financial Times fæst nú samdægurs hér á landi í áskrift og lausasölu en hingað kemur blaðið frá nýrri prentsmiðju I Belgíu. Blaðið sem er í hópi virtustu dagblaða heims flytur fréttir af fyrirtækjum, fjármálum og mörkuðum auk almennra frétta. Financial Times gefúr jafnframt út sérstök aukablöð um margvísleg málefhi t.d. um gerfíhnattasjónvarp, þjóðríki, Efiiahagsmál menntun og flugsamgöngur svo eitthvað sé nefht, að sögn Ein- ars Guðjónssonar, sem er um- boðsmaður blaðsins hér á landi. Einar Guðjónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að nú stæði yfír áskriftarherferð og hefðu ein- staklingar, fyrirtæki og stofnanir tekið mjög vel í áskriftarkaup enda væri ekki seinna vænna að byija að tileinka sér fréttaflutning um það sem gerist á Evrópumarkaði eftir að sameiginlegur markaður kæmist á 1992. Blaðið kæmi út sex sinnum í viku og væri þekkt fyrir að vera eitthvert vandaðasta blað á sínu sviði í Evrópu. Blaðið fæst hjá eftirtöldum fyr- irtækjum í Reykjavík: Bókakaffí í Garðastræti, Pennanum í Kringl- unni, Sævari Karli í Bankastræti og hjá helstu hótelum í Reykjavík. Þá fæst blaðið einnig hjá Flug- kaffi á Akureyri. Blaðið kostar í áskrift 22.500 á ári og kr. 125 í lausasölu. í atvinnulífínu og í fjárlögunum, sem Douglas lagði fram 28. júlí, er heldur ekkert, sem ýtir undir hana. í nýrri efnahagsspá Seðla- bankans er búist við áframhaldandi stöðnun út þetta ár en nokkurri breytingu til hins betra á því næsta. Douglas trúir því, að samdrátturinn nú verði ekki eins mikill og langvar- andi og þær kreppur, sem áður hafa gengið yfír nýsjálenskt efna- hagslíf. Ein ástæðan er sú, að fram- leiðendur hafa áttað sig vel á breyttum tímum og forðast óþarfa birgðasöfnun. Mikill birgðakostnað- ur er því ekki að sliga þá og það auðveldar þeim að bregðast fljótt við þegar tímamir batna. Atvinnuleysið ógnar stjórninni Þótt úr rætist í efnahagslífínu er hætt við, að atvinnuleysið verði áfram mikið. Á síðasta ári fjölgaði atvinnulausum um 35% og eru nú fleiri en nokkru sinni eftir stríð, 5% af vinnuaflinu ef miðað er við al- þjóðlega staðla og 8,5% ef miðað er við mælistiku nýsjálenska at- vinnumálaráðuneytisins. Seðla- bankinn spáir þvi, að atvinnulaus- um fyölgi úr 113.000 i 150.000 fyr- ir árslok, aðrir telja töluna 180.000 vera nær sanni. Douglas segir, að atvinnuleysið sé að stórum hluta afleiðing kerfís- breytinga, „sem hefðu átt að eiga Fjölgun ársverka við fískveiðar og vinnslu var að meðaltali um 2,1% á ári á tímabilinu og voru unnin ríflega 16 þúsund ársverk í greinunum árið 1986. í skýrslunum kemur einnig fram að þau 5% fyrirtækja sem mest laun greiða greiddu árið 1986 44% allra launa. Þó höfðu aðeins um 250 fyrirtæki fleiri en 60 starfsmenn og um 90% allra íslenskra fyrirtækja höfðu fímm starfsmenn eða færri. sér stað fyrir 10 eða 20 árum“. í sumum sveitahéruðum, sem hafa orðið illa úti vegna minni niður- greiðslna og ríkisstyrkja, er at- vinnuleysið nú meira en 20% og þar og víðar er ástandið orðið verulega hættulegt fyrir ríkisstjóm, sem nýt- ur stuðnings verkalýðsfélaganna. Hingað til hefur fjármálaráð- herrann haft stjómina á bak við sig en á móti hefur hann mátt láta framlög til velferðarmála með öllu afskiptaiaus. Atvinnuleysið hefur þó valdið miklum kurr innan Verka- mannaflokksins og andstöðu við ýmsar fjárlagatillögur hans. Þar leggur hann meðal annars til, að seld verði 10—20 ríkisfyrirtæki og andvirðið notað til að lækka ríkis- skuldimar. Em þær nú 26,2 millj- arðar Bandaríkjadollara. Stefna Douglas í ríkisfjármálun- um hefur verið að skera niður fjár- lagahallann, sem var 8% af þjóðar- framleiðslu þegar hann tók við, með því að afnema ríkisstyrki og niður- greiðslur til ýmissa atvinnugreina. Rökin voru þau, að hér væri um að ræða skynsamiega fjármála- stefnu og skref í þá átt, að atvinnu- vegimir, sérstaklega landbúnaður- inn, horfðust í augu við raunvem- leikann og staðreyndir hins alþjóð- lega markaðar. „Ofkostnaðarsamfelagið“ Sérfræðingar segja, að efnahags- Fræðsla Námskeið um sjálf- virka skráningu IÐNTÆKNISTOFNUN íslands og Strikamerkjanefndin á ís- landi halda námskeið um sjálf- virka skráningu á tölvur þann 22. september nk. að Hótel Sögu kl. 9-16. Fyrirlesari verður Ame Rask frá fyrirtækinu LOGISYS í Dann- mörku. í frétt frá Iðntæknistofnun segir, að Ame hafí áralanga reynslu á sviði umbúðamála, flutn- ingatækni og í sjálfvirkri skrán- ingu á tölvur. Hann hafí m.a. séð um uppbyggingu á notkun strika- merkja bæði í verslun og í iðnfyri- tækjum í Danmörku. í fréttinni segir ennfremur, að sjálfvirk skráning á tölvur sé tækni, sem geri alla skráningu hraðvirkari og mun ömggari og hún sé heppileg tii notkunar, þar sem fylgjast þurfí með miídum magni af upplýsingum og koma þeim til skila jafnóðum. Notkun á þessari tækni sé orðin töluverð erlendis á öllum sviðum atvinnu- lífsins. Á námskeiðinu verður fjall- að um notkunarmöguleika, að- ferðir við merkingar á hiutum og skjölum, aðferðir við aflestur, flutningur á upplýsingum í tölvur til frekari úrvinnslu og nauðsyn- legan búnað og hvað þurfí að hafa í huga í uppphafí, m.a. breytingar á núverandi vinnuaðferðum. Skráning fer fram hjá Iðntækni- stofnun íslands í síma 687000. Nánari uplýsingar veita Haukur Alfreðsson eða Óskar B. Hauks- son. vandann á Nýja Sjálandi megi rekja til rangra, pólitískra viðbragða við inngöngu Breta í Evrópubandalag- ið. Þá misstu Nýsjálendingar for- réttindastöðu sína á breskum mark- aði en í stað þess að laga sig að breyttum tímum var gripið til stöð- ugt meiri niðurgreiðslna og hárra tollmúra. John Femyhough, for- stjóri brugghúsasamsteypunnar Li- on Corp., segir, að þá hafí Nýja Sjáland breyst í „ofkostnaðarsam- félag". Stjómvöld hafi tekið að sér að ábyrgjast rekstur alls konar fyr- irtækja og haldið uppi vonlausum útflutningi. Snemma á þessum áratug reyndi Robert Muldoon forsætisráðherra og ríkistjóm Þjóðarflokksins, sem er hægriflokkur, að bijótast út úr þessum vítahring. Var sett saman áætlun um að koma á fót alls kyns iðnrekstri og skyldi hann nýta sér innlenda orkugjafa, rándýra. Var henni hrint í framkvæmd með er- lendu lánsfé, 5,7 milljörðum Banda- ríkjadollara áður en yfír lauk, en hún reyndist andvana fædd, ekki síst eftir að OPEC missti tökin á heimsmarkaðnum og olíuverðið féll. Þegar Verkamannaflokkurinn komst til valda réðst Douglas með hnífínn á lofti að niðurgreiðslunum, einni helstu uppsprettu verðbólg- unnar, seldi iðnfyrirtækin og kvist- aði niður reglugerðafrumskóginn. Gengi nýsjálenska dollarans var fellt um 20% og látið fljóta, útflutn- ingsuppbætur aflagðar og vextimir gefnir frjálsir. Áður voru vaxta- flokkamir hvorki meira né minna en 72. Stynja undan háu gengi Eitt helsta umkvörtunarefni at- vinnurekenda, sem annars hafa yfírleitt stutt Douglas í þessum aðgerðum, er, að háir vextir og flot- gengið hafi spennt gengið gagnvart öðmm gjaldmiðlum langt upp fyrir eðlileg mörk með því að ýta undir Nýsjálenskt efnahagslíf á erfiðum tímamótum Uppstokkun síðustu ára hefur valdið samdrætti en hefur fræjum endurreisnarinnar verið sáð? FYRIR fjórum árum hófúst stjórnvöld á Nýja Sjálandi handa við róttæka umsköpun í efnahagsmálunum en nú einkennist ástandið af samdrætti á flestum sviðum. Framleiðslan hefúr minnkað, iðnaðar- starfsemi á landsbyggðinni hefúr dregist saman og atvinnuleysið er meira en nokkru sinni fyrr og vaxandi. Raunar fúrða menn sig á þvi einu, að samdrátturinn skuli ekki hafa komið miklu fyrr eins og þrengingarnar hafa verið í atvinnulíflnu en á síðasta ári komust vextir á skammtímalánum upp í 26%. Talsmenn atvinnulífsins segja, að mikil viðskipti með fasteignir og verðbréf á árinu 1986 og fram eft- ir síðasta ári hafí mildað fyrstu áhrif lánsfjárskortsins en það var eitt af fyrstu verkum Verkamanna- flokksstjómarinnar þegar hún kom til valda 1984 að skera niður láns- fjárframboðið. Aðgerðir Davids Lange forsætisráðherra hafa vakið mikla athygli víða um lönd og þá ekki síður glíma fjármálaráðherr- ans, Rogers Douglas, við efna- hagslífíð, sem var í fjötrum alls kyns hafta og erlendra og innlendra skulda. Douglas hefúr þó einbeitt sér að því að ná niður verðbólg- unni, sem hafði mælst með tveggja stafa tölu í hálfan annan áratug. Verðbólgan lögð að velli Svo virðist sem Douglas hafí náð yfírhendinni í stríðinu við verð- bólguna en á fyrra misseri þessa árs var hún komin niður í 5,2% miðað við heilt ár. Landsmenn hafa hins vegar orðið að gjalda þennan árangur dýru verði, með fjaliháum vöxtum og miklu atvinnuleysi. Douglas viðurkennir, að stefna stjómarinnar eigi meginþátt í sam- drættinum. „Efnahagslífið er í lægð, sem við vissum, að væri óhjá- kvæmileg, en nú hefur fræjum end- urreisnarinnar verið sáð,“ segir hann. Samdrátturinn sé sá stundar- skattur, sem Nýsjálendingar verði að greiða til að verða samkeppnis- færir á alþjóðlegum markaði og til að læra að lifa ekki um efni fram. Douglas er líka viss um, að búið sé að koma böndum á verðbólguna og Seðlabankinn spáir því, að hún verði komin niður í 3% fyrir lok næsta árs. Þangað til ætlar bankinn þó að sýna strangt aðhaid í peninga- málunum vegna þess, að verðbólgu- hugsunarhátturinn er fyrir löngu orðinn landiægur í Nýja Sjálandi eins og víðar þar sem hún hefur leikið lausum hala. Raunvextir á langtímalánum eru enn um 7,5% og 8,5% á skammtímalánum og því spyija atvinnurekendur hvernig þeir eigi að hafa efni á þeirri fjár- festingu, sem þarf til að nýta sér nýfengið athafnafrelsi. Enginn býst við skjótri uppsveiflu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.