Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 2

Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 Eindaga söluskatts seinkað um viku FJÁRMÁLARAÐHERRA hefur ákveðið að færa eindaga söluskatts aftur um viku, frá 25. hvers mánaðar til 2. dags næsta mánaðar, þannig að hann sé sá sami og gjalddagi greiðslukortafyrirtækjanna. Breytingin tekur gildi um áramót og verður eindagi söluskatts fyr- ir desember því 2. febrúar 1989. Breytingin nær þó ekki til sölu- skattsskila fyrir nóvember, söluskatti þess mánaðar mun áfram þurfa að skila fyrir 25. desember. Ólafur Ragnar Grímsson §ár- málaráðherra kynnti ákvörðun sína og ríkisstjómarinnar á fundi með forystumönnum samtaka verslun- arinnar, bönkum og greiðslukorta- fyrirtækjanna. Eftir þann fund sagði hann að það bil sem verið hefði á milli eindaga söluskatts og gjalddaga greiðslukortanna hefði skapað erfíðleika hjá versluninni og bankakerfínu um hver mánaðar- mót. Neyð verslananna hefði leitt til aukinnar sölu greiðslukortamiða með afföllum og átt sinn þátt í að halda vöxtunum uppi. Már Guðmundsson efnahags- ráðunautur fjármálaráðherra áætl- ar að skuld ríkissjóðs við Seðlabank- ann muni aukast að meðaltali um 500—600 milljónir kr. við þessa breytingu og það gæti haft í för með sér 70—100 milljóna kr. út- gjaldaauka fyrir ríkissjóð vegna yfírdráttarvaxta. Hann sagði að vonast væri til þess að þessi breyt- ing leiddi til lækkunar vaxta og þyrfti ekki nema 2% lækkun yfir- dráttarvaxta hjá Seðlabankanum til að eyða útgjaldaauka ríkissjóðs. Forsvarsmenn verslunarinnar fagna ákvörðun fjármálaráðherra: Jóhann J. Ólafsson formaðurVersl- unarráðs íslands sagði að ríkið og atvinnuvegimir geti haft samvinnu á fleiri sviðum í þeim tilgangi að lækka kostnað. Magnús E. Finns- son framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtakanna þakkaði §ár- málaráðherra fyrir lausn á þessu baráttumáli kaupmanna. Bilið á milli eindaga söluskattsins og greiðslukortanna hefði verið dýrt að brúa. Einar Ejnarsson fram- kvæmdastjóri Visa-ísland talaði um heillavænlega ákvörðun. Sjá grein um greiðslukortavið- skipti bls. B 6. Heimsókn utanríkisráðherra í Póllandi: Ahersla lögð á sam- vinnu við Norðurlönd Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, átti í gærmorgun klukkustundar fund með Miez- seslaw Rakowski, forsætisráð- herra Póllands. Síðar ræddi Jón Baldvin við fulltrúa kirkjunnar í Varsjá og einn af helstu leið- togum verkalýðssamtakanna Samstöðu. Rakowski sagði Pólveija telja mikilvægt að endurvekja söguleg tengsl sín við Norðurlönd. Hann sagði að kerfi fortíðarinnar væri gjaldþrota í Póllandi, alræðisstefn- an hefði beðið skipbrot. Sagði hann stjómvöld fylgja „lýðræðisjafnaðar- stefnu" og benti á að ýmis mann- réttindi væra nú aftur virt s.s. prentfrelsi. Utanríkisráðherra svaraði því til að skildi hann þetta rétt gæti undir- rót hugmyndafræðilegra deilna Austurs og Vesturs fljótlega verið úr sögunni ef þróunin yrði með slíkum hætti í Áustur-Evrópu. Til að sýna að um raunveralega lýð- ræðisþróun væri að ræða yrði hins vegar ekki undan því vikist að koma á félagafrelsi, þ.e. leyfa Samstöðu að starfa. Síðar átti Jón Baldvin viðræður við erkibiskup kaþólsku kirkjunnar i Varsjá, Alojzy Orszulik. Er ut- anrífeisráðherra hafði lagt blóm- sveig á leiði foður Jerzy Populiesz- co, sem lögreglumenn myrtu fyrir nokkrum áram og nú er orðin þjóð- hetja, ræddi hann við fulltrúa verkalýðssamtakanna Samstöðu, Mezowiecki að nafni, en hann er einn af tveim nánustu samstarfs- mönnum Lech Walesa. Ekki reynd- ist kleift að koma á fundi Jóns Baldvins og Walesa að þessu sinni. Utanríkisráðherra fer frá Póllandi í dag og kemur heim á morgun eftir stutta viðdvöl í London. Grindavík: Skuttogarínn Snæfugl í stað gamla Gnúps ÚTGERÐAR- og fískvinnslu- fyrirtækið Þorbjörn hf. í Grindavík hefúr fest kaup á skuttogaranum Snæfugli SU 20 frá Reyðarfirði, en hann átti að fara utan í staðinn fyrir nýjan Snæfúgl SU, sem kom til Iandsins fyrir skömmu. Skuttogarinn Gnúpur GK 257, áður Ásþór RE, sem Þorbjöm hf. keypti af Granda hf. og gerður var út til saltfiskvinnslu úti á sjó fer til skipasmíðastöðvarinnar í Noregi í stað Snæfugls SU og er nú beðið eftir samþykkis sjávarút- vegsráðuneytisins. Að sögn Eiríks Tómassonar framkvæmdastjóra Þorbjöms hf. fá þeir mun stærri togara í stað Gnúps GK, sem er 297 tonn en Snæfugl SU 436 tonn. „Stærsti munurinn liggur í því að vinnsluaðstaðan á millidekki mun gerbreytast auk þess sem hann hefur meira rými í lest sem eykur til muna á nýtingu skips- ins,“ sagði Eiríkur og bætti við að saltfískvinnslan um borð í Gnúp GK hefði skilað það góðum árangri að ekki væri vafi á að þessi vinnsla úti á sjó ætti mikla framtíð fyrir sér ekki síður en frystingin. Snæfugl SU hét áður Guðbjörg ÍS og hefur verið mikið aflaskip. Kr.Ben. Sykurmol- arnir iéku fyrir 3.000 Frá Andrési Magnússyni, fréttarítara Morgunbladsins í London. Sykurmolamir léku í Kilburn National Ballroom í London í gærkvöldi fyrir ríflega 3.000 áheyrendur og vöktu mikla hrifti- ingu. í kvöld heldur hljómsveitin síðan aukatónleika í Lundúnum og verða það síðustu tónleikarnir í ferð hennar um Evrópu. Hljómsveitin Risaeðlan hitaði upp fyrir Sykurmolana og fékk þokkaleg- ar viðtökur áheyrenda, sem biðu greinilega Sykurmolanna með nokk- urri óþolinmæði. Sykurmolamir hófu leik sinn með því að syngja „Svangir bræður sitja hér“ úr bamaleikriti Thorbjorns Egn- ers og tóku áheyrendur því vel. Ein- ar Öm Benediktsson og Björk Guð- mundsdóttir, söngvarar sveitarinnar, fengu áheyrendur síðan til að endur- taka íslenskar bamagælur og klykktu út með „Saltkjöt og baunir, túkall", sem áheyrendur hrópuðu fullum hálsi. Lögin sem hljómsveitin flutti vora mörg ný af nálinni og á íslensku, en eldri lög vora á sínum stað. Áheyrendur kærðu sig kollótta um hvort sungið var á ensku eða islensku og þorri þeirra dansaði trylltan_ dans svo að gólf salarins dúaði. Á morgun leikur hljómsveitin á um 300 manna stað og þá mun hljómsveitin Strax hita upp. Ásmundur Stefansson: Ætti að hafa tvö skattþrep „MÍN skoðun er sú, að það ætti að setja á tvö ekattþrep, þannig að það ætti ekkj að hækka skatta á þvi sem eru almennar launatekj- ur, heldur einungis á þá sem eru með hærri tekjur," sagði Ásmund- ur Stefánsson forseti ASÍ. Morgunblaðið ræddi við Ásmund í gær og spurði um afstöðu Alþýðu- sambands íslands til fyrirhugaðrar hækkunar tekjuskatts úr 35,2% i 37,2%. Ásmundur sagði að ekki hefði ver- ið fjallað sérstaklega um skatta- hækkun þessa i miðstjóm ASÍ og því gæti hann ekki kynnt afstöðu Alþýðusambandsins til málsins. Vinnuhópur um námslán leggur tíl 12,5% hækkim lána Hlustuná Bylgjuna hefiir auk- ist mikið HLUSTUN á Bylgjuna hefúr aukist úr 25% f október í 35% í desember, samkvæmt könn- un Félagsvísindastoftiunar. Saman hefúr dregið með vin- sældum fréttatfma sjónvarps- stöðvanna og horfá nú álíka margir á fréttir Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins á þvf svæði þar sem til beggja stöðvanna næst, eða 28-38%. Könnun var gerð á fjölda áhorfenda á sjónvarp dagana 3.-5. desember og hlustun á útvarp mánudaginn 5. desem- ber. SÉRSTAKUR vinnuhópur á veg- um menntamálaráðherra mun samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins leggja það til við ráð- herra að námslán hækki almennt um 7,5% f mars á næsta ári, og síðan aftur um 5% í september. Samhliða þessu er gert ráð fyrir að tekjufrádráttur á námslán hækki í 50%. í síðasta mánuði skipaði Svavar Gestsson menntamálaráðherra sér- stakan vinnuhóp til þess að skoða málefhi Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Samkvæmt skipunarbréfí hópsins er gert ráð fyrir að hann skili sérstöku bráðabirgðaáliti til ráðherra fyrir afgreiðslu flárlaga, en lokaálit komi á næsta ári. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gekk vinnuhópurinn frá bráðabirgðaáliti í gær. Er í þessu áliti aðeins tekið á upphæð námsl- ána og tillit tekið til tekna lánþega. Önnur atriði eins og fyrirkomulag endurgreiðslna, Qármögnun sjóðs- ins og fleira bíður lokaálits. í bráða- birgðaálitinu er lagt til að námslán hækki um 7,5% í mars næstkom- andi, og sfðan aftur um 5% í sept- ember. Lagt er til að útgjaldaauki vegna þessa verði fjármagnaður með því að auka frádrátt lána vegna tekna námsmanna í 50% úr 35%. í samtali við Morgunblaðið sagði Sveinn Andri Sveinsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands, að vinnuhópurinn væri tilkominn vegna mikils þrýstings á ráðherra um að afnema frystinguna á námsl- ánin frá 1986. „Tillögur vinnuhóps- ins era spor í rétta átt fyrir næsta námsár. Það veldur mér hins vegar vonbrigðum að sjá ekki meiri breyt- ingar á yfírstandandi námsári. Fyrsta hækkunin kemur ekki til framkvæmda fyrr en á síðasta þriðj- ungi yfírstandandi námsárs, þannig að meðalhækkunin fyrir þetta námsár er ekki nema 2,5%. Það er að mínu mati alls ekki nægjan- legt," sagði Sveinn. Sveinn taldi að námsmenn myndu fallást á þessar tillögur sem réttum áfanga fyrir næsta námsár. „Næsta verk okkar verður að reyna að þrýsta á að einhvem veginn verði komið til móts við þá hópa sem verst era settir, og að það verði gert á þessu námsári," sagði Sveinn og kvað það myndu koma í ljós á næstu dögum og vikum. Sjálfetæðismenn vilja afiiema allar hömlur á samningum UMRÆÐU um bráðabirgðalög ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar frá liðnu vori var fram haldið i efri deild Alþingis í gær. Þar lýstu sjálf- stæðismenn þvf yfir að þeir styddu ekki lengur þau ákvæði firum- varpsins sem bindu kjarasamninga, f ljósi yfirlýsingar forsætisráð- herra á þingi á þriðjudagskvöld. Halldór Blöndal sagði að yfirlýsingar Steingríms Hermanssonar hefðu skapað óróa á vinnumarkaði og því teldu sjálfetæðismenn rétt að afnema allar hömlur á kjarasamningum. Þingmenn vitnuðu til fundar fjár- lq'aramálum, þar sem samningar hags- og viðskiptanefndar efri deildar í gærmorgun með forystumönnum stærstu verkalýðssamtakanna. Þar hafí komið fram að forsætisráðherra hefði villt um fyrir mönnum með yfir- lýsingu sinni. Afstaða ríkisstjómar- innar breytti engu um stöðuna í væra áfram bundnir til 15. febrúar. Eyjólfur Konráð Jónsson vitnaði til orða Ögmundar Jónssonar form- anns BSRB að hann hefði í upphafi litið svo á að numið væri úr gildi bann við kjarasamningum og verk- föllum. Eyjólfur sagði að viðbrög Ögmundar eftir fundinn með þing nefndini bentu til þess að honur hefði þá fyrst orðið sannleikurinn ljóf að hann hefði verið blekktur. Halldór Blöndal sagði að forsætis ráðherra gengi fram af sér með þeir orðum að ríkisstjómin hyggðist fell brott þau ákvæði laganna sem vær tilefni kæra Alþýðusambandsins t Alþjóða vinnumálasambandsiní Málsgreinin sem um ræddi breyti engu um það að samningsrétturin: væri með lögum af launþegum o vinnuveitendum tekinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.