Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 3

Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 3
M0KGUNBLAÍ)IÐ,-FIMMTUI1AGUR.15. DESEMBER 1988 s Úr gullkistum íslenskrar menningar NYJA TESTAMENTI ODDS GOTTSKÁLKSSONAR Nýja testamenti Odds kemur nú út í aðgengilegri útgáfu fynr almenn- ing, fært til nútímastafsetningar. Þetta er fyrsta þýðing Nýja testament- isins á íslenska tungu og auk þess fyrsta þók sem prentuð var á íslensku og enn er til svo vitað sé. Þýðing Odds á Nýja testamentinu og útgáfa þess árið 1540 er hinn merkasti viðburður í sögu íslensks máls og menningar. Bókin er nú gefin út í samvinnu við Hið íslenska Biblíufélag, Kirkjuráð og Orða- bók Háskólans. Inngangsorð að bókinni rita dr. Sigurbjöm Einarsson biskup, Guðrún Kvaran og Gunnlaugur Ingólfsson orðabókarritstjórar og Jón Aðal- steinn Jónsson forstöðumaður Orðabókar Háskólans.í nokkrum opn- um er annars vegar ljósprentuð síða úr frumútgáfunni frá 1540, en hins vegar sama síða færð til nútímastafsetningar. Margir mundu njóta þess að kynnast tungutaki Odds. Það er sterkur safi, keimur og kjami í þeirri íslensku sem Oddur Gottskálksson ritaði. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Oddur Gottskálksson er einn mesti stflsnillingur á íslenska tungu sem við höfum átt og þýðing hans eitt af leiðarmerkjum í sögu íslenskra bókmennta og trúarlífs. Pétur Sigurgeirsson biskup Islands. Enginn, sem vill kynnast sögu íslenzkrar tungu, getur látið undir höfuð leggjast að athuga Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Jón Helgason prófessor. Orðaforði hans er fima mikill, málið auðugt, víða kjamyrt, svipmikið og töfr- andi. Það býr yfir þeim helgihljómi sem fáir bibliuþýðendur okkar aðrir hafa náð. SteingrímurJ. Þorsteinsson prófessor. Kynningarverð til janúarloka 1989kr. 3.750,- Eftirþað kr. 4.500,- SKALHOLT FORNLEIFARANNSÓKNIR 1954-1958 í þessari glæsilegu, myndskreyttu bók eru birtar niðurstöður forn- leifarannsókna í Skálholti. Vom þær hinar viðamestu sem gerðar höfðu verið hér á landi fram að þeim tíma. Um Skálholt hefur leikið meiri ljómi í hugum íslendinga en flesta staði aðra. Fá mannaverk ofanjarðar vitnuðu þó um glæsta fortið. í bókinni segir frá fundarsögu steinþróar Páls Jónssonar bisk- ups, dýrgripum og öðrum forngripum er fundust, rannsóknum á kirkjum í Skálholti og rannsóknum á jarðneskum leifum. Dr. Kristján Eldjám (1916-1982) fyrrverandi forseti íslands og þjóðminjavörður stjórnaði fornleifarann- sóknum í Skálholti 1954-1958 og er aðalhöfundur þessarar bókar. Útgáfan er minningu hans helguð. Aðrir höfundar em Hákon Christie, arkitekt og fornleifafræðingur og Jón Steffensen, prófessor. LÖGBERG Þingholtsstræti 3 sími 21960 NY BOK Jón Engilberts Áttunda bindið í bókaflokknum íslensk myndlist fjallar um Jón Engilberts listmálara. Hann var í forustu þeirra listamanna, sem gerðust brautryðjendur nýrra viðhorfa í íslenskri myndlist. Helsta viðfangsefni þessarar kynslóðar varð manneskjan og nánasta umhverfí hennar. Áhrifamáttur litarins er mikill í list Jóns Engilberts og birtist með margvíslegum hætti. Texta bókarinnar rita Dr. Ólafur Kvaran listfræðingur og Baldur Óskarsson rithöfundur. í bókinni eru litprentanir 56 listaverka Jóns Engilberts auk fjöl- margra teikninga og ljósmynda. Þetta er vönduð og varanleg bók, kærkomin gjöf til listunnenda. Sýningu á verkum Jóns Engilberts í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16, lýkur um næstu helgi. LISTASAFN ASI LÖGBERG Þingholtsstræti 3 sími 21960 íslensk myndlist 1. Ragnar í Smára 2. EiríkurSmith 3. JóhannBriem 4. Muggur 5. JóhannesGeir 6. Ásgrímur Jónsson 7. TryggviÓlafsson 8. Jón Engilberts 1 *.> ■>*. '*■* iffJíno .If.iii injisv íaui. oa3 j.x3 i j > 11 . v t \ v. »i r.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.