Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 5

Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 Ullariðnaðurinn fær 40 milljóna króna að- stoð frá ríkisstjórninni RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að veita fyrirtækjum í ullar- iðnaði 20 milljóna kr. aðstoð á þessu ári og jafn háa Qárhæð á því næsta. Þar af fara 6 milljónir hvort ár til að kosta sérstakt markaðsátak fyrir ullarvörur á erlendum mörkuðum en 14 milljón- ir kr. fara til fyrirtækjanna sjálfra. Aðstoð við ullariðnaðinn var ákveðin við myndun núverandi ríkisstjómar og kemur hún til við- bótar niðurgreiðslum á ull til verk- smiðjanna til að gera verð íslensku ullarinnar samkeppnisfært við heimsmarkaðsverð. Þeim hluta styrksins sem greiddur er beint til fyrirtækjanna verður úthlutað í hlutfalli við verðmæti útfluttra ullarvara. Dagur í Elliðaám kostar tíu þúsund kr. SAMÞYKKT var á fimdi borgar- ráðs á þriðjudag, að hver dagur við laxveiðar í Elliðaánum í Reykjavík skuli kosta 10 þúsund krónur næsta sumar. Veiðileyfi í Elliðaám kostaði 8 þúsund krónur síðastliðið sumar, en með samþykkt borgarráðs hækkar það nú um 2 þúsund krón- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.