Morgunblaðið - 15.12.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 15.12.1988, Síða 18
18 ÍUUULU-.. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESÉMBER' 1988' Eðvalds saga Bókmenntir Erlendur Jónsson Einar Sanden: ÚR ELDINUM TIL ÍSLANDS. Ævisaga Eð- valds Hinrikssonar. Þorsteinn Siglaugsson þýddi. 252 bls. Al- menna bókafélagið. Reykjavík, 1988. Hvað vitum við um Eistland? Að það er hálfu minna en ísland, að þjóðin er um milljón talsins og talar mál sem skylt er finnsku. Og eitt enn: höfuðborgin heitir Tallinn. Eistland naut sjálfstæðis á árunum milli stríða. Aður laut það Rússakeisara. í stríðinu var það svo innlimað í Sovétríkin eftir að herveldin höfðu til skiptis þrammað þar fram og aftur með allri þeirri ógn og skelfingu sem því fylgir að verða vígvöllur í heimsstyijöld. Hvort stórveldið um sig þurfti hveiju sinni að losna við »andstæðinga« þá sem fyrirfund- ust í landinu. Og til andstæðinga töldust að sjálfsögðu allir sem ekki vildu lúta skilyrðislaust því her- veldinu sem sat þar hveiju sinni, þar með taldir þeir sem hvorugu vildu hlýðnast. Og þeir voru nokk- uð margir. Nokkrum tókst að flýja ósköpin. Einn þeirra var sá sem segir þessa sögu. Ófögur er hún. En þar sem það var að lokum ógn- arstjóm Stalíns — sigurvegarans — sem sögumaður flýði var hann lit- inn homauga af þeim sem trúðu á dýrðarríki einræðisherrans. Hæg- ast var að flýja yfir til Svíþjóðar. En Svíar, sem lítt eru bagaðir af tilfinningasemi en láta hagsmuni jafnan ráða, tóku þann kostinn að senda til baka Eistlendinga þá sem leitað höfðu á náðir þeirra — með þeim ummælum að Sovétríkin væru réttarríki og þar væri ekkert að óttast! Eðvald vissi betur. Hann vissi hvað hann var að flýja. Með heppni og velviljaðri aðstoð tókst honum að sleppa frá Svíþjóð. Síðan réðu því tilviljanir — eða kannski bara örlögin — að hann barst til Islands og settist hér að og hefur átt heima hér síðan. I æsku stund- aði hann íþróttir af kappi; komst reyndar svo hátt að teljast íþrótta- stjarna. Það er heilmikil íþrótta- saga í þessari bók. Fleiri en Islend- ingar geta stuðst við orðasam- bandið »miðað við fólksijölda« því Eistlendingar áttu á árunum milli stríða marga ólympíumeistara þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Eðvald Hinriksson Eftir að hingað kom urðu íþróttirn- ar að hluta lifibrauð Eðvalds. Saga þessi er annars sögð af heitri tilfinningu, harmi blandinni; stundum líka af reiði og henni að mínum dómi réttlátri. Þar sem sögumaður varð að hverfa á braut nauðugur er varla að furða þótt hann þylji engar ástaijátningar til þeirra sem rændu völdum í landi hans. Fram undir þetta hefur því verið haldið í heljargreipum kúgun- ar; og raunar stefnt að því vísvit- andi að útrýma þjóðinni með því að tvístra henni og afhenda svo öðrum landið til búsetu. Ef ekki væru fleiri til frásagnar en einn maður sem flýði ógnarstjórnina mætti svo sem draga í efa hlut- leysi sögumanns. En nú hafa margir nákvæmlega sömu sögu að segja. Getur það þá allt verið til- búningur? Svo er vitanlega ekki. Enda eru Rússar sjálfir nú farnir að játa »mistökin«, hikandi að vísu, en eigi að síður nógu opinskátt tii að maður megi sannfærast um að sögur eins og þær, sem Eðvald Hinriksson segir hér, séu sannleik- anum samkvæmar. Saga hans er spennandi með köflum en oft líka hryggileg. Með áhrifamiklum hætti lýsir sögumaður eðli þess valds sem hann varð að flýja. En sem lögreglumaður gat hann öðr- um betur fylgst með því sem gerð- ist á bak við tjöldin þegar Rússar voru að seilast til áhrifa og síðan að koma sér fyrir með her manns í landi hans. Og þá rifjast upp það sem Solzhenitsyn sagði um stjórn- arfarið í Sovétrikjunum: Einræðið er ekki verst heldur lygin. Ekki má heldur láta hjá líða að geta þess að í minningum Eðvalds Hinrikssonar er ærinn hlutlægur fróðleikur um land hans, Eistland. Svo vill til að fréttir berast þaðan alltítt um þessar mundir. Eistlend- ingar hafa, einir Eystrasaltsþjóð- anna, krafist fulls sjálfstæðis sem á mælikvarða austantjaldslanda sýnist furðu djarft. Eftir lestur þessarar bókar er sem þær fregnir fái aukið vægi, þetta stendur manni allt mun ljósar fyrir hug- skotssjónum. Eðvald hefur áttað sig á hve íslendingar vita lítið um land hans. Því gerir hann sér far um að kynna það sem ítarlegast og tekst það að mínu viti skilmerki- lega. Og víst gæti landið, legunnar vegna, talist til Norðurlanda, engu síður en t.d. Finnland. Sögumaður fylgist náið með því sem gerist í landinu, nú sem fyrr. »Eistlendingar eru miklir föður- landsvinir og þeir finna að núver- andi slökunarstefna getur orðið síðasta tækifæri þeirra til að tryggja tilvist þjóðar sinnar og menningar,« segir hann í lokakaf- lanum. Vonum að það tækifæri nýtist. Þó lífsreynsla sú, sem sögumað- ur á að baki frá heimalandi sínu, sé svo framandleg sem mest má verða fyrir okkar sjónum, má saga hans vel kallast evrópskur aldar- spegill. Margur jafnaldri hans í Mið- og Austur-Evrópu hefur feng- ið að reyna eitthvað svipað og hann um dagana — nema hvað þeir eru ekki allir til frásagnar. Fráleitlega væri hann það sjálfur ef Svíum hefði tekist að fleyta honum til baka yfir Eystrasaltið. Hann vissi of mikið! TVEIR MEISTARAR ORDSINS Sigurður A. Magnilsson BBKUP cvioGsnwr Trúarkraftur og orðsnilld séra Sigurbjöms Einarssonar biskups hefur látið fáa íslendinga ósnortna. Að baki þessa meistara orðsins liggur svipvindasamur og fjölþættur æviferill, sem Sigurður A. Magnússon bregður hér ljósi á. Æviskeið séra Sigurbjöms hefur legið um kröpp kjör bemskuára í Meðallandi, erfið námsár í Reykjavík og Uppsölum, prestskaparár á Skógarströnd og í Reykjavík, kennsluár í Háskóla íslands og langan embættisferil á biskupsstóli. Inn í þá fjölskrúðugu sögu fléttast þættir úr þjóðvamarbaráttunni og baráttunni fyrir endurreisn Skálholtsstaðar. Höfúndur bregður upp sérlega Ijósri og blæbrigðaríkri mynd af séra Sigurbimi í þeim margvíslegu hiutverkum, sem hann hefur gegnt og bregður um leið birtu yfir marga málsmetandi samferðamenn hans. í bókinni em yfir 100 ljósmyndir. TVEIR PULLTRÚAR HEIMSBÓKMENNTANNA Nóbelsverðlaunahafínn Isaac Bashevis Singer: JÖFUR SLÉTTUNNAR Sagan gerist á löngu liðnum tímum á söguslóðum þar sem fólk er að feta sig út úr myrkviði hjátrúar, fáfræði og frunistæðra lifnaðarhátta. í heimi þess togast á lágar hvatir og háleit markmið. Þessi nýja saga Singers er sjöunda bók hans, sem Hjörtur Pálsson hefur þýtt. JÖFXJR SLÉTTUNNAR staðfestir eftirfarandi ummæli bandaríska stórblaðsins NEW YORK TIMES: „Singer er höfundur, sem skrifar í anda hinnar miklu frásagnarhefðar. Þar er mitt á meðal vor ósvikinn listamaður, sem á erindi að gegna í bókmenntunum". Verðlaunahafi Norðurlandaráðs Anttí Tuuri: VETRARSTRÍÐIÐ Bókin segir frá því hvemig óbreyttur hermaður upp- lifir hinn skelfilega hildarleik þegar finnska þjóðin þurfti að verjast innrás sovétmanna veturinn 1939-40. Vetrarstríðið stóð einungis í 105 sólarhringa, en er ein- hver mannskæðasta og grimmilegasta orrahríð, sem háð hefur verið. Sagan sýnir á áhrifamikinn hátt æðruleysi þess manns, er leysir af hendi það hlutverk, sem honum er ætlað að gegna i þágu föðurlandsins, en að vísu er ekki laust við að kaldhæðni og beiskju gæti stundum frammi fyrir yfirþyrmandi ofurefli. Þýðandi sögunnar er Njörður P. Njarðvík. SETBERG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.