Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 23

Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15: DESEMBER 1988 <23 Doktorspróf í læknisfræði SIGURÐUR Gunnarsson læknir lauk doktorsprófi frá Háskólan- um í Tiibingen á sl. sumri. Ritgerð Sigurðar er um farald- ursfræðilegt efni, nefnist á frum- málinu „Jugend als Zielgruppe der MajSnahmen zur Einschránkung des Rauchens" og fjallar um for- vamastarf gegn reykingum á Norð- urlöndum, jafnframt því sem reykingavenjur meðal 3.000 nem- enda í efstu bekkjum grunnskóla í tveimur borgum í V-Þýskalandi eru kannaðar. Einnig voru nemendur spurðir spumiriga er tengjast for- eldrum og umhverfi og um skoðan- ir á ýmsu er tengist reykingum. Öll Norðurlönd að Danmörku undanskilinni hafa náð langt á sviði tóbaksvama. í Danmörku og Þýskalandi eru hagsmunir tóbaks- framleiðenda allmiklir, enda tób- aksvamir þar skammt á veg komn- ar. Tilgangur ritgerðarinnar var að miðla reynslu af árangursríku for- vamarstarfi íslendinga, jafnframt því sem grunnrannsóknir á þessu sviði vom stundaðar. I ljós kom að áhrif foreldra eru meiri en oft er talið, einkum reyndist afstaða for- Dr. Sigurður Gunnarson eldra til reykinga þýðingarmikil. Jafnvel þótt foreldrum hafi mistek- ist að hætta reykingum, virðist andstaða þeirra gegn þeim skipta miklu máli. Einnig kom fram að óbeinar reykingar og sameiginleg ábyrgð nemenda vom efni, sem höfðuðu mun sterkar til nemend- anna en áhyggjur af eigin heilsu- fari. Bifreið valt við árekstur BIFREIÐ af gerðinni Fiat valt þegar Volkswagen sendibifreið var ekið í hlið hennar á mótum Lönguhlíðar og Flókagötu skömmu fyrir kl. 9 á þriðjudags- morgun. Ókumaður og farþegi Fiatsins slösuðust, en ekki þó alvarlega. Sendibifreiðinni var ekið austur Flókagötu og til vinstri inn á Lönguhlíð. Hún skall þá í hlið Fiats- ins, sem ók suður Lönguhlíð á hægri akrein. Fiatinn valt, lenti á toppnum og rann áfram nokkurn spöl. Öku- maður og farþegi hans slösuðust nokkuð, mörðust og hmfluðust. Fiatinn er mikið skemmdur og varð að fá kranabíl tii að flytja hann brott. í nýju ítölsku línunni Hver hlutureröðrum fallegri í ítölsku stálvörunni frá SambonetogGuido Bergna. Pottarúr eöalstáli (18/10), skálar, bakkar, föt, kaffistell, hnífapör, katlar... Þaðerþessviröiaölíta inn. Velkomin o 1 ■ síða Joseph Haydn: Píanótríó í G-dúr Hob. XV :25 Andante/Poco adagio, cantabile Rondo all'Ongarese 15:42 L. v. Beethoven: Sonata pathétique, op. 13 Grave - Allegro dimolto e con brio Adagiocantabile/Rondo-Allggro 17-26 • síða Fr. Chopin: Noktúma í e-moll, op. 72 3:41 Etýðaop.10 nr.41 cís-moll 1:58 R. Schumann: Sinfónískaretýður, op. 13 22:48 ROGNVALDUR SIGURJÓNSSON ara AFMŒUSÚTGÁFA LAUGAVEGI 96 - SIMI 13656 KRINGLUNNI • BORGARTUNI • LAUGAVEGI Einn mesti píanósnillingur íslendinga Rögrv valdur Sigurjónsson á piötu sem tileinkuð er 70 ára afmæli hans. Upptökumar eru frá 1968 til 1977, teknar upp hjá Ríkisútvarpinu og akdrei komið áður út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.