Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 28

Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 28
28 MORG.UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 Ein undir fargi eftirAsgeir Jakobsson Hún er viðvarandi þessi óværa í jólabókalífínu, konur berandi sjálfar sig á torg. Nútímakonum er mál að sýna sig, en er nokkur þörf á að bókfesta, það sem allir vissu, að kvenlífið er punkturinn ég með hring utanum, og hjá þeim sumum á bók, er punkturinn EG stór, en lítill um hann hringurinn. Konur af eldri kyn- slóð virðast í bókum sínum ekki hafa þörf fyrir þessar nektarsýning- ar. Mörg þarfa bókin leggst undir rusl af ýmsu tagi í jólabókastaflan- um. Ég óttast dálítið um þá bók sem hér er lýst. Bókin Loftskeytamenn og §ar- skiptin eftir ólaf K. Bjömsson sem kom út síðastliðinn vetur, er mikil bók að vöxtum, nær 500 síður í stóru broti. Loftskeytamenn gáfu sjálfír bókina út, og er hún hin vandaðasta að öllum búnaði. Texti er ritaður á þeirri íslenzku, sem töluð var og rit- uð fyrir mannsaldri, og menn héldu sígilda íslenzku eftir hreinsun alda- mótamannanna af dönskunni. Það tekur eitt við af öðru fyrir þessu útkjáikamáli þjóðar, sem varð til lyrir misskilning, og tók síðan að lifa í misskilningi, og á líf sitt undir því að verða aldrei með réttu ráði, — skáldin myndu orða það svo að hún dæi, ef hún vaknaði af draumi sínum. Bókin er í tveimur aðalhlutum, og fyrri hlutinn Loftskeytamanna- tal, 660 manns, en síðari hlutinn saga fjarskiptanna: ritsímans, talsímans og þráðlausu skeyt- anna, fyrst almenna sagan og síðan hin íslenzka, er bókin því stórt inn- legg í sjómannasöguna og ekki síður í hina almennu þjóðarsögu, svo mik- il áhrif sem ofannefnd tæki höfðu á íslenzkt þjóðlíf. Bók Ólafs hefur verið ágætlega kynnt fyrr í Morgunblaðinu af Guð- rúnu Guðlaugsdóttur frá Bolunga- vík. Skilmerkilegri blaðamenn eru ekki í stéttinni, en sumar konumar á Morgunblaðinu, þótt þar séu grall- araspóar í bland, eins og gengur á öilum blöðum. Mér er skylt að minna á þessa merku bók Ólafs K. Bjöms- sonar, þar sem hún riíjar margt upp fyrir mér, sem ég þarf að muna og segir mér þó fleira, sem ég hef aldr- ei vitað, en þarf að vita. Efni bókar (síðari hluta) er í hrárri frásögn svo- fellt: í I. kafla er sagt frá fyrstu tilraunum til lagningar símastrengs yfír Atlantshafíð og hvemig ísland kemur þar við sögu í bollaleggingum um sæstreng lagðan norðurleiðina-. milli Nýfundnalands og Skotlands um fsland. Séra Amljótur Ólafsson kemur þar við sögu. Það var harður karl, Amljótur, enda Húnvetningur (Skeggstaðamaður). Þegar skip leið- angursmanna til könnunar á lagn- ingu strengsins yfír Grænlandsjökla var að farast í Davissundi við Græn- land, mótmælti Amljótur því, sagði það ekki samkvæmt ferðaáætlun, að farast þama, og hafa menn líkleg- ast hresst við svo kjarkað tal, nema haidið var áfram að berjast við að halda skipinu á floti og náði það um síðir landi í Fredrikshavn, laskað og skipshöfn hremmd, en ekki varð af lagningu yfír Grænlandsjökla. Áætl- un um lagningu sæstrengs norður- leiðina fór öll út um þúfur í það sinn, og strengur lagður þvert yfir hafið milli stranda frlands og Nýfundna- lands. f II. kafla er rakin almenn sköpun- arsaga ritsímans og þá getið fomra boðsendinga með sýnilegum merkj- um, svo sem þeirri íslenzku, að breiða hvítan dúk á bæinn, til að kalla fólk til matar af engjum, en Ólafur getur ekki hins, sem styðst þá líklega ekki við heimildir, að kon- ur sem áttu sér elskhuga á ná- grannabæ, hafí átt til að breiða rauð- an dúk á bæjarburst til þess að elsk- huginn kæmi ekki erindisleysu. I þessum kafla segir frá ýmsum uppfínningum á 18du öld í raf- magnsfræðum og áfram á 19du öld- inni að þeir koma til sögunnar Morse og Vail og það lukkast að gera not- hæfan ritsíma. í III. kafla er rakin sköpunarsaga talsímans og þar höfuðpersónan Bell, en í þessum köflum almennu sögunnar er getið fjölda vísinda- manna, sem unnu að sköpun ritsíma, talsíma, loftskeyta og radíós, þótt hér séu aðeins nefnd stærstu nöfnin. í IV. kafla er svo rakin sköpunar- saga þráðlausa símans, loftskeyt- anna, og í þeirri sögu er Marconi nafnfrægastur. í V.-VIII. kafla segir frá því sem gerðist í símamálum á íslandi, að- dragandanum frá því fyrst var lagð- ur sími milli staða á Islandi (1889, Ásgeirsverzlun) og Skúli Thorodd- sen og Jens Pálsson fluttu frumvarp sitt 1891 um símalagningu og þar til lokið var síma- og loftskeytastyij- öldinni 1904/6 og ritsíminn kominn. Ólafur segist neita sér um að rekja ítarlega orðaskipti manna í ræðum og riti í þeirri styijöld. Þau séu ekki eftir hafandi mörg hver. í þann tíma sögðu menn meiningu sína umbúða- laust á kjamgóðri íslensku og vond- ur maður var alvondur meðan deila stóð og réttdræpur. Nú þorir enginn maður að nefna skúrkinn skúrk og . asnann asna, og nú er enginn aum- ingi eða hálfviti. Öll þjóðin undir einum hatti þroskaheft. Af hveiju mátti hún ekki vera áfram vanþroska og vangefin. í IX,—XIV. kafla er almenna sag- Ásgeir Jakobsson an rakin áfram á ný, og sagt frá endurbótum á ritsíma, talsíma og loftskeytasambandi og fram til tal- stöðva og útvarps. í XV. er sagt frá seinlæti Islendinga í loftskeytamál- um og í XVI. kafla frá fyrstu ísienzku radíóamatörum og í XVII. kafla frá baráttu Vilhjálms Finsen og fleiri á árunum 1909-12 fyrir að hérlendis verði byggð loftskeytastöð. Loftskeytin áttu hér gróna andstæð- inga frá síma- og loftskeytastríðsár- unum og í þessu síðara loftskeyt- astriði, komst sú saga í gang, og höfð eftir Jóni Ólafssyni, ritstjóra; að „loftskeytin gætu verið stór hættuleg, til dæmis hefðu þau drep- ið belju uppi í Kjós, alveg nýlega." í XVIII.-XX. kafla er sagt frá Titanic-slysinu og áhrifum þess og fleiri slysa á þróunina að því er laut að aukinni og fastmótaðri alþjóða- stefnu í notkun loftskeyta um borð í skipum. í XXI. kafla er svo enn snúið til íslands og í lokaköflunum XXI.- XXX. er sagan íslensk til loka bókar- innar og XXI. kafli hefst ájþví að Kristján Jónsson ráðherra flytur frumvarp til laga um ritsíma og talsíma og í greinargerð fyrir frum- varpinu er gert ráð fyrir öflugri loft- skeytastöð, sem geti haft samband við erlendar loftskeytastöðvar. { þessum lokaköflum bókarinnr, segir frá byggingu loftskeytastöðvarinn- ar, fyrstu íslenzku loftskeytamönn- unum og fyrstu íslenzku skipunum sem fengu loftskeyti. Þessi stórt stiklaða upptalning ætti að gefa hugmvnd um hversu umfangsmikil saga ðlafs K. Bjöms- sonar er og fróðleg auk hins vand- aða loftskeytamannatals. Það er óhætt að fullyrða að saga ritsíma, talsíma og loftskeyta hefur ekki jafn ítarlega og skilmerkilega áður verið rakin á. bók hérlendis. Ólafur á tvímælalaust þakkir skilið fyrir verk sitt. Það er honum og stétt hans til sóma í allan máta. Loftskeytastéttin á margt frægra manna í sjómannasögunni, manna, sem sátu við tæki sín fram í rauðan dauðann, og hafa þeim víða verið reist minnismerki. í bók Ólafs er sagt frá nokkrum slfkum, erlendum, en í síðara bindi bókar, sem ráðgert er, koma íslenzkir afreksmenn stétt- arinnar til sögunnar, því að við eig- um í okkar sögu loftskeytamenn, sem hafa staðið á verðinum þar til yfír lauk, og einnig menn sem með árvekni sinni hafa forðað slysum. Nú má heita að þessi stétt sé horfín af íslenzka skipaflotanum og hefur hennar þó sjaldan verið meiri þörf. Störf hafa hlaðist á skipstjómar- menn í brúnni, með sífjölgandi tækj- um, sem þeir þurfa að vinna við, og það sem verra er að kjaptagangur er orðinn svo mikill í loftinu, að er- fítt er orðið að koma að nauðsynleg- um orðsendingum eða neyðarköllum. Neyðarbylgjan er nær orðin óvirk. Þetta er orðið hið mesta vandræða- mál, og það nýjast að frétta, að fund- in sé upp einskonar vekjaraklukka tengd neyðarbylgju. Höfundur er rithöfundur. Skáldsaga effcir Catherine Gaskin ÚT ER komin hjá Iðunni Eign aðalsmanns eftir Catherine Gaskin. í kynningu Iðunnar segir: „Sag- an segir frá því er Joanna Roswell fer eftir lát móður sinnar til Thirlbeck, hins foma og afskekkta seturs Askew-ættarinnar, á vegum uppboðsfyrirtækisins sem hún vinn- ur hjá. Þar fínnur hún fyrir dulúð- uga ævintýrahöll, fulla af málverk- um, fomum húsmunum og öðrum dýrgripum sem enginn hefur augum litið árum saman. En húsráðandinn, Robert jarl af Askew, er dularfullur maður sem á sér dökka fortíð og bölvun hefur hvílt á nafni ættarinn- ar um aldir — bölvun sem einnig fylgir mestu gersemi hennar, gim- steininum stórkostlega, Spænsku konunni. Joanna kemst brátt að því að í myrkum sölum Thirlbeck-hall- arinnar dyljast ekki aðeins ómetan- legir dýrgripir, heldur einnig ógnír og ókunnar hættur. Magnea Matthíasdóttir þýddi bókina. RITVÉLIN sem fylgir þér hvert sem er Feröaritvél i sérflokkl einungis 6,5 kg og með innbyggöum spennubreyti, loki og handfangi. Skólaritvél í sérflokki með lyklaborð aðlagað að fingrunum sem auðveldar hraða og villulausa vélritun. Skrifstofuritvél i sérflokki með ásláttarjafnara, síendurtekningu á öllum tökkum, leiðróttingarminni o.m.fl. sem tryggir góðan frágang án fyrirhafnar. , OLYMPIA CARRERA er tengjanfeg við allar tölvur. ÚTSÖLUSTAÐIR: Penninn, Hallarmúla2, Austurstræti 10, Kringlunni, Rvk. Tölvuland við Hlemm, Rvk. Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki. Bókabúðin Edda, Akureyri. Bókhlaðan, (safirði. Bókaskemman, Akranesi. Fyrirtækjaþjónustan, Hvolsvelli. K.f. A-Skaftfellinga, Höfn. Tölvuvörur, Skeifunni 17, Rvk. K.f. Árnesinga, Selfossi. K.f. Borgfirðinga, Borgarnesi. Prentverk Austurlands, Egilsstöðum. Radíóver, Húsavík. Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði. Stapafeil, Keflavík. BIBLÍAN \ III IdDII <) \ I) I M Lúkasarguðspjall Sigurbjorn Kinarsson les Hið íslenska Biblíufélag hefur hafið útgáfu á Biblíunni á hljóðböndum. í fyrstu koma út þrjú rit, hvert um sig í snoturri öskju. Lestur og frágangur er hinn vandaðasti. Stjórnandi upptöku er Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona. íslenskt sement raka- heldara en talið var - segir Hannes Kr. Davíðsson arkitekt RAKAMÆLINGAR, sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefúr gert fyrir Hannes kr. Davíðsson, arkitekt, hafa leitt í ljós að islenska sementið er rakaheldnara en talið var, segir Hannes í tíma- ritinu Arkitektúr og skipulag. Hann vitnar þar í rit Rannsóknastofh- unar byggingariðnaðarins nr. 54 þar sem sagt er að rakamagn steyp- unnar sé ráðandi þáttur þegar veðrunarþol steypu sé annars vegar. Þurr steypa geti ekki orðið fyrir frostskemmdum og besta steypa molni niður i frosti ef allt holrými hennar sé fyllt með vatni. Hannes segir að það virðist því ljóst að gera þurfi frekari og víðtækari samanburðarrannsóknir á íslenska sementinu um fleiri eig- indi en brotstyrk. Hann hafí verið það hár að sementið hafí reynst steypuframieiðendum vel þegar að- eins hafí verið um brotþolsskilgrein- ingu að ræða við steypupöntun, til dæmis S.250, S.300 og svo fram- vegis, en algengt sé að verkfræð- ingar láti þá skilgreiningu nægja um steypu. Hannes segir að mikill munur sé á aðföngum til sementsgerðar hér- lendis og á gömlu meginlöndunum. Við mokum nýdauðri skel af hafs- botni, mettaðri salti og öðrum efn- um úr sjónum en meginlandsþjóð- imar geti gengið í milljóna ára gömul fergð kalklög. „Við vísum því á bug að íslenska sementið sé verra en erlent sem- ent," sagði Guðmundur Guðmunds- son, tæknilegur framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins, í sam- tali við Morgunblaðið. „Það er um sömu efnasambönd að ræða í íslensku og erlendu sementi. Við notum líparít og skeljasand í stað leirsambanda og kalksteins. Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins hefur eftirlit með sem- entsframleiðslu okkar. Stofnunin tekur sýni úr sementinu og sendir til dæmis Qórum sinnum á ári til Danmerkur. Það er mikið til af sam- anburðarrannsóknum á íslenska sementinu um fleiri eigindi en brot- styrk sem Hannes virðist ekki hafa kynnt sér. Hins vegar byggist grein hans í Arkitektúr og skipulag á rannsóknum sem við þurfum að kanna betur," sagði Guðmundur Guðmundsson. Við byggingu biskupsbústaðar og prestahúsa í Landakoti var notuð steypa með íslensku portland- sementi annars vegar og Robur A háofnasementi frá Hollandi hins vegar. 2. júní 1980 var steyptur þar stoðveggur sem íslenska sem- entið var notað í og daginn eftir bflskúrsveggur sem hollenska sem- entið var notað í. Þegar steypan var 18 mánaða gömul mældi Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins rakann í henni fyrir Hannes. Rakinn í steypunni með íslenska sementinu mældist þá 6,3% en 5,3% í steypunni með hol- lenska sementinu. 27. maí 1988 mældist rakinn 'í steypunni með íslenska sementinu 4,9% en 4,05% í steypunni með hollenska sement- inu, segir í Arkitektúr og skipulag. Hannes segir þar að við athugun á efnagreiningu hollenska háofna- sementsins og íslenska portland- sementsins sjáist að þessar sem- entstegundir séu um margt ólíkar. Orsakimar fyrir rakaheldni íslenska sementsins viti hann hins vegar ekki og frekari rannsókna virðist þörf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.