Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 33
liggja fyrir, myndi mesta eyðilegg-
ing vopnabirgða samkvæmt samn-
ingum hingað til fara fram. En
mörg ljón eru í veginum, ekki síst
andstaða ýmissa einkafyrirtækja
við vettvangseftirlit með litlum fyr-
irvara, en slíkt er talin ein af helstu
forsendum sannprófunar með alls-
heijarbanninu. Efnaverksmiðjur,
a.m.k. á Vesturlöndum, eru flestar
í einkaeign. Eftir gildistöku samn-
ings um allsheijarbann þyrfti því
stöðugt eftirlit með ýmsum hemað-
armannvirkjun, en einnig með borg-
aralegum mannvirkjum í einkaeign.
Það yrði enn ein nýjung, mjög erfið
í framkvæmd. Þó að ýmis vanda-
mál séu þannig enn óleyst má einsk-
is láta ófreistað við að finna á þeim
lausnir.
Risaveldin tvö hafa undanfarin
þijú ár átt með sér tvíhliða fundi
vegna efnavopna og þannig reynt
að byggja gagnkvæmt traust í þess-
um málaflokki. Lofar sú þróun góðu
því hjá þeim er yfirgnæfandi hluti
efnavopnabirgðanna.
Alþjóðlegir afvopnunarsamning-
ar á vegum Sameinuðu þjóðanna
eru fáir. Sá mikilvægasti er samn-
ingurinn um að dreifa ekki kjarna-
vopnum (NPT) og tók hann gildi
árið 1970. Nú er meira en áratugur
síðan síðasti alþjóðasamningur á
sviði afvopnunar á vegum SÞ var
gerður. Er vonandi að við þurfum
ekki að bíða lengi eftir alþjóðlegum
samningi um allsheijarbann við
efnavopnum með raunhæfum eftir-
lits- og sannprófunarákvæðum. A
meðan við bíðum er hægt að hugsa
sér ýmsar bráðabirgðaaðgerðir,
sem byggja á samningnum frá
1925. Við íslendingar munum
leggja okkar lóð á vogarskálina
eftir bestu getu á fyrirhuguðum
Parísarfundi 7,—11. janúar 1989
þar sem vonandi næst markverður
árangur í baráttunni fyrir allsheij-
arbanni hinna hroðalegu efna-
vopna.
Höfundur er utanríkisráðherra.
MORGÚNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988
33
Dr. Kristján Þórarinsson
Doktor í
skordýra-
fræði
KRISTJÁN Þórarinsson heRir
lokið doktorsprófi í skordýra-
fræði við Kaliforníuháskóla í Da-
vis. Sérgrein Kristjáns er almenn
og fræðileg stofnvistfræði.
Kristján varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1976 og
lauk BS-prófi i líffræði við Háskóla
íslands árið 1980. Hann fór út til
náms strax að loknu BS-prófi og
lauk meistaraprófi í vistfræði frá
fylkisháskólanum í Pennsylvaníu
árið 1985.
I doktorsritgerðinni lýsir Kristján
rannsóknum sínum á víxlverkunum
tveggja skordýrastofna, en annar
þessara stofna (sníkjufluga) var
fluttur inn til Kaliforníu til þess að
halda í skefjum stærð hins stofns-
ins, sem er skjaldlús sem veldur tjóni
á garðrunnum og í ávaxtarækt.
Kristján stundar nú rannsóknir
og kennslu við líffræðideild fylkis-
háskólans í Pennsylvaníu. Kristján
er sonur Borghildar Edwald og Þór-
arins Jónssonar.
Verðkr. 1.500,00
BOKOFORLBGSBÓK)
SNÆBJORG
í SÓL-
GÖRÐUM
eftir Ingibjörgu
Sigurðardóttur
Þetta er 28. bók ingibjargar Sfgurð-
ardóttur. í þessari nýjustu skáld-
sögu sinni leiðir hún lesandann á vit
spennandi atburðarásar þar sem
skiptast á skln og skúrir í iifi vlna
og eiskenda.
■v ...
Bjartmar
á hverju
heimili
í kvöld verður Bjartmar Guðlaugsson gestur
á öllum íslenskum heimilum, er landsmönn-
um gefst kostur á að sjá hann í þætti Ríkis-
sjónvarpssins „Ég er ekki frá því“ kl. 20.40.
Gerðu Bjartmar að langvarandi heimilisvini
með því að tryggja þér eintak af „Með vott-
orð í leikfimi" á plötu eða kassettu. Geisla-
diskurinn er væntanlegur strax eftir helgi.
Dreifing: Steinarhf.