Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988
49
Jólablús
á Borginni
Eina starfandi blússveit á landinu er Centaur. Centaur
hefur sent frá sér eina plötu, Blúsdjamm, sem á var að
finna ýmsa gamla blúsa sem sveitin hafði þá verið að leika
á tónleikum á pöbbum og í vínveitingahúsum lengi vel.
Stuttu fyrir síðustu jól hélt sveitin blúsveislu sem hún kaii-
aði Jólablús í troðfullri Hótel Borg. Nú er aftur Jólablús á
ferðinni og í kvöld troða Centaurar upp í Hótel Borg með
ýmsum gestum.
Centaur leikur þó meira en
blús, því fyrir stuttu kom frá
sveitinni fyrsta frumsamda lagið
sem sveitin á á plötu. Centaurar
segja og að þessir blústónleikar
á Borginni verði síðustu blústón-
leikar sveitarinnar um skeið, því
framundan só vinna að frum-
sömdu efni. Rokksíðan hitti Cen-
taura í æfingarhúsnæði sveitar-
innar á Álftanesi, þar sem menn
voru að hefja undirbúning Jólabl-
úsins.
Þið eruð aðalsveitin á Jólabl-
úsnum, en svo verða'gestir, er
það ekki?
Jú. Magnús Guðmundsson
syngur með okkur og Pálmi
Gunnarsson og Magnús Eiríks-
son koma einnig fram. Svo verð-
ur einnig leynigestur, eða leyni-
sveit, sem ekki er tímabært að
segja meira frá.
Eruð þið búnir að æfa upp
einhverja nýja blúsa fyrir kvöld-
ið?
Það verða allir blúsar nýir á
dagskránni hjá okkur. Við erum
búnir að velja blúsa úr ýmsum
áttum og tökum okkur góðan
tíma í að æfa þá. Við erum svo
með tvo frumsamda blúsa, en
annar þeirra er reyndar á plöt-
unni Frostlög, þó hann sé aldrei
spilaður. Af þeirri plötu og okkar
samstarfi við Steinar er reyndar
mikil harmsaga sem ekki borgar
sig að rekja hér. Þess má þó
geta aö ekki gátu þeir einu sinni
haft nafnið á laginu rétt á plöt-
unni. Lagið heitir Betra en í gær
að einhvern veginn tókst þeim
að klúðra því í Veturinn í gær!
Hvað hafið þið verið að gera
undanfarið?
Við erum búnir að vera að
spila blús síðan Blúsdjamm kom
út í pöbbum og á böllum. Það
er þó rólegt núna, en þetta fer
aftur af stað eftir áramót.
Hvað með frumsamin lög?
Við erum komnir með töluvert
af frumsömdum lögum. Þau lög
eru nokkuð öðruvísi en lagið sem
er á Frostlögum, þó í þeim sé
mikill blús. Það má segja að þetta
sé bara einfalt rokk.
Stefnan hjá okkur er að þetta
verði síðustu blústónleikarnir að
sinni, því það fer svo mikill tími
í þetta ef maður er að spila
kannski tvisvar eða þrisvar í viku.
Við verðum að hafa tíma til að
sinna okkar eigin hugarfóstrum.
Við förum í hljóðver i janúar/fe-
brúar og koma plötunni út í apríl,
áður en sumarpoppið fer að
streyma á markaðinn.
Við viljum láta reyna á það
hvort hægt sé að gefa út al-
mennilega tónlist á íslandi, eða
hvort allt þurfi að vera sálarlaust
blöðrupopp. Það er illt í efni ef
ísland á bara að vera blöðrupop-
pland.
Verðið þið ekki að hafa á plöt-
unni svo sem eitt poppiag til
að selja hana og til að fá STEF-
gjöld?
Nei, þetta hlýtur að ganga upp
án einhvers vændis. Hvað varðar
STEF-gjöldin, þá eru útgáfu-
samningar orðnir þannig í dag
að það er allt tekið af þér. Útgef-
andinn fær höfundarréttinn og
helminginn af STEF-gjöldunum
og hann á síðan lagið í tvö ár
og má gera við það hvað sem
honum þóknast. Þetta komast
menn upp með vegna þess að
nýjar hljómsveitir samþykkja
svona svínarí til þess að komast
á framfæri.
Ljósmynd/BS
Fáið þið einhvern útgefanda
að plötunni? Menn virðast vera
tregir til að gefa út plötu nema
um sé að ræða eitthvað popp-
þótt sölupopp.
Við eru starfandi hljómsveit
sem myndi fygja plötu vel eftir
og því má ekki gleyma að við
höfum unnið okkur markað með
því að spila þetta mikið upp á
síðkastið. Við neitum svo aö trúa
því að íslendingar vilji ekki kaupa
annað en gleðipopp og ef við
spilum nógu mikið um land allt
þá hljótum við að ná eyrum fólks.
Við erum stærsta neðanjarða-
hljómsveit landsins og það er
kominn tími til að hætta að starfa
neðanjarðar og koma upp á yfir-
borðið. Við erum búnir að vera
að spila svo mikið saman að
sveitin er orðin feikna þétt, en
menn verða leiðir á því að hanga
inni í bílskúr og æfa.
—.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Hverfafélagið
í Smáíbúða-, Bústaða- og
Fossvogshverfi
Félagar, vinsamlega greiðið heimsenda gíróseðla fyrir árgjaldið 1988
sem fyrst. Ef gíróseðillinn hefur glatast, þá hafið samband við skrif-
stofuna í Valhöll i sfma 82900 (Þórdis).
Stjómin.
Hverfafélagið í Bakka-
og Stekkjahverfi
Félagar, vinsamlega greiðiö heimsenda gíróseöla fyrir árgjaldiö 1988
sem fyrst.
Stjórnin.
IIFIMDALI.UK
Jóladansleikur
Jólaknall félaga ungra sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæöinu verð-
ur haldið laugardagskvöldið 17. desember.
Staður: Vetrarbrautin 3. hæð í Þórscafó. Húsið opnað kl. 22.00.
Skemmtiatriði og léttar veitingar.
Dansað fram eftir nóttu. Leynigestur og undarlegar uppákomur.
Ætlunin er að þetta verði eftirminnilegasta ball ársins. Mætum öll.
Stjóminar
Borgarmálaráðstefna:
Starfshópurinn um atvinnumál
og nýsköpun atvinnulífs
heldur opinn fund í dag, fimmtudaginn 15.
desember kl. 17.30, í Valhöll, Háaleitis-
braut 1.
Fundurinn er opinn öllu sjálfstæðisfólkl.
Starf hópsins er liöur I undirbúningi fyrir
borgarmálaráðstefnu og kynningu sem
haldin verður 28. janúar nk.
Hópstjórl er Ragnar Guðmundsson.
Fulltrvaróð sjálfstæðisfólaganna i Reykjavik.
Borgarmálaráðstefna:
Starfshópurinn um skipulags-
og umhverfismál
heldur opinn fund i dag, fimmtudaginn 15.
desember kl. 17.30, í Valhöll, Háaleitis-
braut 1.
Fundurínn er opinn öllu sjálfstæðlsfólki.
Starf hópsins er liöur i undirbuningi fyrir
borgarmálaráðstefnu og kynningu sem
haldin veröur 28. janúar nk.
Hópstjórí er Þórhallur Jósepsson.
Fulltrúaróð sjálfstæðisfélagnna i Reykjavik.
| smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
félagslíf
U-JU
Nýkomnar jólaplötur
m.a. mjög fjölbreytt unglinga-
plata frá Sparrow. Steve Taylor,
Deniece, Winans o.,fl. flytja. Auk
þess nýjar plötur með Rez Band,
Stryper, Petra o.fl. Kassettan
„Jata kynnir“ á 100 krl Gott úr-
val bóka og gjafavöru. Næg bflá-
stæöi, heitt á könnunni.
H?rslunir]Jþ^j
Hátúni 2.
I.O.O.F. 5 = 17012158’As 9.0.
ffl
FREEPORTKLÚBBURDSN
Jólafundurinn verður haldinn
fimmtudaginn 15. desember kl.
20.30 f félagsheimili Bústaöa-
kirkju.
Jólahugvekja.
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
AD-KFUM
Fundur i kvöld kl. 20.30 á Amt-
mannsstig 2b. Jólin nálgast.
Fundur i umsjá Ástráðs Sigur-
steindórssonar. Kaffi eftir fund.
Allir karlar volkomnir._
Hjálpræóis-
herínn
Kírkjustræti 2
I kvöld kl. 20.30 Ijósvaka meö
veitingum og happdrætti. Börn
sýna helgileik og syngja.
Allir velkomnir.
támhjólp
í kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma í Þribúðum, Hverfisgötu
42. Mikill almennur söngur.
Samhjálparkórinn tekur lagiö.
Nýju skírnþegarnir gefa vitnis-
burði. Orð hefur Kristinn Ólason.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Almennur biblíulestur í kvöld kl.
20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Skipholti 50b, 2. hæð.
Samkoma i kvöld kL 20.30.
Bækur, kassettur og „videó“.
Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferð sunnudaginn
18. des.:
Kl. 10.30 Esja - Kerhóla-
kambur
Ekið að Esjubergi og gengið
þaðan. Fólk á eigin blium er vel-
komið með í gönguna. Verð kr.
500.00.
Næsta dagsferð varður sunnu-
daginn 8. jan., kl. 13.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bll.
Ferðafélag fslands óskar far-
þegum fólagslns gleðilegra jóla
og góðs ferðaárs 1989.
Ferðafélag Islands.
Góðtemplarahúsið
Hafnarfirði
Fólagsvistin f kvöld fimmtud.
15. desember. Verið öll velkomin.
Fjölmennið.