Morgunblaðið - 15.12.1988, Síða 50

Morgunblaðið - 15.12.1988, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 í ársbyrjun 1931 minntist stjórn Glímufélags- ins Ármanns 25 ára afmælis félagsins í fjölsóttu samsæti í Hótel Borg. Veislustjóri var Hallgrím- ur Benediktsson, sem annast hafði formennsku félagsins frá 1907 til 1919. Fjöldi eldri félaga sat hófið. Meðal þeirra Sigurjón Pétursson á Alafossi, sem undir borðum kvað einna fyrstur upp úr með það, að félagið væri 17 árum eldra. Hann hefði hafið æfingar 1905, hjá Pétri Jóns- syni og teldi sig frá þeim tíma Armenning. Fleiri virtust vakna upp við ræðu Siguijóns. Formaður félagsins frá 1927, Jens Guðbjörns- son, hét að beita sér fyrir nákvæmari athugun á söguiegum atriðum um upphaf félagsins. Það dregsttil ársins 1938, að nefnd sú skil- aði áliti, sem tók að sér athugun á upphafi Glimufél. Armanns. Hún náði tali af sex, sem höfðu æft glímu, sem Ármenningar 1888—1906 og þar á meðal séra Helga P. Hjálmarssyni, sem í nóvember 1888 hitti Pétur blikksmið Jónsson á fúndi í stúkunni Einingin í Reykjavík. Þeir verða þess áskynja að báðir hafa áhuga á glímu. Þeir koma sér saman um að stofha glímudeild innan stúkunnar. Fáum dögum síðar eru þeir komnir út á gólf Templarahússins með nokkra menn, sem þeir hafa fengið með sér til þess að glíma. Líkast til hefur verið erfitt að fá inni fyrir glímuæfingar, því að 15. desember safn- ast 20—30 manna hópur saman á túnbletti inn undir Rauðará. Sá nefiiist Skellur og var þar sem Stjörnubíó er nú við Laugaveg. Þegar hlé var á viðureignum, ávarpaði Pétur blikksmiður hópinn og stakk upp á að þeir bindust í félags- skap og kölluðu hann Ármann. Tillögurnar voru samþykktar með fagnaðarhrópum. Engin stjórn var kosin en samin var nafiiaskrá. Að lokinni fyrstu Skjaldarglímu Ármanns 1908. Standandi fyrir aftan þá sem sitja, þeir 5órir,.sem lengi voru fremstir glímumanna Ármanns, taldir frá vinstri: Jónatan Þorsteinsson, Hallgrímur Benediktsson, Siguijón Pétursson og Guð- mundur Stefánsson. Sitjandi lengst til hægri er Guðmundur Guðmundsson frá Eyrarbakka. Glímufélagið Armann 100 ára DRÖG AÐSÖGU FYRSTU ÁRANNA eftir Þorstein Einarsson Glímustjórar eða kenn- arar voru þeir Pétur, Helgi og Guðlaugur Guðmundsson, mála- færslumaður, síðar bæjarfógeti á Akureyri. Hann var skólasveinn I Lærða skólanum um 1870, er þar var mikill glímuáhugi. Á æfíngar hjá Ármanni kom Páll Melsteð sagnfræðingur og dómari var hann við tvær fyrstu kapp- glímumar (1889 og 1890). Helgi P. Hjálmarsson, sem verður sóknar- prestur að Helgastöðum í Reyk- dælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu 1893 og síðar að Grenjaðarstað (1911-30) í sömu sýslu, gat þess við nefndina, sem kannaði sögu Ármanns, að: „Glímureglur voru sniðnar eftir glímureglum frá Bessastaðaskóla enda var Páll Mel- steð sögukennari oft á æfingum og dómari við fyrstu kappglímurnar." Undir þetta tók Sveinn Ámáson, yfirfískmatsmaður, sem kom í fé- lagið 1897 og samdi með teimur öðmm lög fyrir félagið og glímu- reglur. Vegna þess að fyrstu Ár- menningamir voru svo hugsunars- amir að fá öldunginn Pál Melsteð á æfíngar til sín og í dómnefndir, þá vinna þeir viðhaldi „réttrar" glímu ómetanlegt gagn. Páll var skólasveinn í Bessa- staðaskóla 1828—1834 og tók virk- an þátt í íþróttavenjum skólapilta, enda að eðlisfari leikfús. Hann hélt þeirri hneigð til dauðadags 1910. í endurminningum, sem hann skrif- aði 1887 og 1892 gefur margt að lésa um glímu, aðrar íþróttir og leiki. Stórum kafla og merkum fyr- ir sögu glímunnar lét hann Ólafi Davíðssyni í té og er hann í: Islensk- ar gátur, þulur og skemmtanir, en það rit var gefíð út í Kaupmanna- höfn í lok síðustu aldar. Leiðbeiningar Páls Melsteð á glímuæfingum hins unga Ármanns- félags og störf á kappglímum þess, tengir glímuiðkun félagsins við f • f í , í 'ian-arí glímuvenjur á biskupssetraskólun- um í Skálholti og á Hólum. Um aldamótin 1800 hurfu skólapiltar frá Skálholti og Hólum, og söfnuð- ust í Reykjavíkurskóla (Hólavalla- skóla). Þeir fluttu með sér skóla- venjur, þar á meðal voru glímuiðk- anir. Páll Melsteð greindi frá, að faðir hans, sem útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1810, hafi getið þess, „að þá voru þar karlmenni og glímumenn nokkuð margir, þangað komnir úr Reykjavíkur- skóla" (Hólavallaskóla). Af þessu má greina þráðinn milli glímuæf- inga Ármenninga undir lok 19. ald- ar og glímuiðkana skólasveina bisk- upssetraskólanna í lok 18. aldar, Hólavallaskóla í Reykjavík og Bessastaðaskóla á fyrri hluta 19. aldar. Affararíkast mun að rekja þráð- inn inn í nútímann með því að stikla á annálabrotum úr elsta kafla Ár- mannssögunnar: 1889: Æft í Templarahúsinu. Fyrsta verðlaunaglíman. 1. verðlaun: Helgi P. Hjálmars- son (Mývetningur) 2. Einar Þórðarsson (af Fljótsdals- héraði); 3. Friðrik Gíslason (Vestmannaeyingur). 1890: Stjórnendur félagsskapar- ins: Pétur Jónsson og Helgi P. Hjálmarsson. Æft í Templarahúsinu. Önnur kappglíman. 1. verðlaun: Helgi P. Hjálmarsson; 2. Friðrik Gíslason; 3. Frey- steinn Jónsson (sjómaður, hvaðan ókunnugt). Daníel Daníelsson, ljósmyndari tók mynd af þeim þremur vinn- ingshæstu. Páll Melsteð var í dómnefnd keppninnar sem í þeirri fyrstu ásamt Guð- laugi Guðmundssyni og séra Einari Þórðarsyni. 1891 og 1892: Æft í Templarahús- inu tvisvar og þrisvar í viku, bæði að sumri og vetri. Stjórnendur Pétur Jónsson og Helgi P. Hjálmarsson. 1893: Æft í Framfarafélagshúsinu og efnt til funda. Haldnar glímusýningar. Helgi P. Hjálmarsson flutti að Helga- stöðum í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu og gerðist prestur. Stjóm og kennsla hvíldu á Pétri blikksmið. Ásgeir Gunnlaugsson var þá 14 ára (síðar kaupmaður í Reykjavík) og í félaginu. Hann var einn þeirra sex, Pétur Jónsson (1856—1908) fæddur og uppalinn í Þingvalla- sveit. Var blikksmiður í Reykjavík og dó þar. Stofiiandi Glimufélagsins Ármanns og gaf félaginu nafn. Aðalkennari 1906. sem 1938 greindi frá félags- störfum í lok 19. aldar. Fé- lagar þá 40 en urðu fljótlega 60. 1894: Æft í Framfarafélagshúsinu og þar fundir, en einnig æft í pakkhúsi austur í bæ, fisk- húsi niður við sjó og vestur í Hlíðarhúsasandi. Sýningar. Pétur Jónsson aðalstjórn- andi. Helgi P. Hjálmarsson kom að norðan til að taka prestsvígslu. Hann spurði þá uppi félagið og komst að því að það var vel starfandi. 1895: Æfingar í pakkhúsi, fisk- húsi, fjörusandi og á grasflöt Sverris steinsmiðs Runólfs- sonar á Melunum. Dauft yfir félaginu. 1896: Æft aftur í Framfarafélags- húsinu. Glímusýning. 1897: Æft þrisvar í viku að vetrar- lagi en tvisvar að sumrinu og þá á grasflötinni á Melun- um. Um haustið fékkst inni í Breiðfjörðshúsi (Fjalakett- inum) en þar var upphitað. Á sunnudögum var æft í tvær til þtjár klukkustundir. Sveinn, síðar yfirfiskmats- maður, einn sexmenning- Guðmundur Þorbjörnsson (1878—1955) fæddur á Akranesi. Byggingameistari á Akranesi, í Reykjavík og á Seyðisfirði. Aðal- kennari Ármenninga 1905—1907, þó einkum þeirra yngri, t.d. Sig- uijón Pétursson, Hallgrím Bene- diktsson og Guðmund Stefáns- son. anna sem nefndin átti viðtöl við, lét hafa það eftir sér: „ .. .fjöldi manns sem æfði.“ Glímusýningar við og við. Þorgrímur Jónsson frá Skip- holti í Hrunamannahreppi, síðar veggfóðrari og bóndi í Lauganesi, gerist félagi og mjög virkur glímumaður. Einn sexmenninganna, sem greindi frá sögu Ármanns um aldamót. Kappglíma: 1. Þorgrímur Jónsson; 2. Guð- mundur Guðmundsson, Eyr- bekkingur; 3. Sigfús Einars- son (?); 4. Einar Þorgilsson, Hafnfirðingur. Efnt til bændaglímu. í fyrsta sinni kosin stjórn. Formaður: Pét- ur Jónsson; Valgarður 0. Breiðfjörð, Þorgrímur Jóns- son. Samþykkt árgjald (kr. 2.00). Áður kostnaði jafnaði á félaga. Ráðinn ritari og gjaldkeri. (Sá hinn sami fluttist 1899 til Ameríku og þá glötuðust bækur félags- ins.) 1898: Æft í Breiðfjörðshúsi tvisvar í viku (þar upphitað) og þar fundir. Stjóm sú sama og 1897. Erlendur Erlendsson Guðmundur Guðmundsson (1876—1967). Var kosinn formað- ur Glímufélagsins Ármanns 1906. Kaupmaður á Eyrarbakka og Selfossi, þar sem hann lést. frá Miklaholti (hvaða hreppi?), góður glímumaður, verður 1938 til þess að greina frá starfi Ármanns fyrir sl. aldamót. í félaginu 70—80. Kappglíma á þjóð- minningardegi 2. ágúst: 1. Þorgrímur Jónsson; 2. Chr. Ziemsen (Reyvíkingur); 3. Jón Gíslason (hvaðan?). „Medalíur" fengu: Magnús Hannesson (hvaðan?) og Er- lendur Erlendsson. 1899: Æft í Breiðfjörðshúsinu að vetri tvisvar í viku en um sumarið oftar og þá úti við. í stjórn: Bjamhéðinn Jóns- son, Jónatan Þorsteinsson og Sveinn Árnason. Þorgrímur Jónsson fer aust- ur til sinna heimkynna um sinn. Pétur Jónsson heldur enn um stjórnvölinn og er glímustjóri. Glímusýning. Kappglíma 2. ágúst: 1. Guð- mundur Guðmundsson frá Eyrarbakka; 2. Valdimar Sigurðsson, sjómaður og 3 Erlendur Erlendsson. Félag- inu samin lög og settar glímureglur, sem voru í sam- ræmi við þær sem Helgi P.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.