Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 58

Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DFSEMBER 1988 Hugleiðingar á jólaföstu eftir Friðfínn Finnsson Þegar jólin og áramótin færast nær, þá fer maður að hugsa: Hvern- ig var árið sem nú er að líða? Því er eðlilegt að staldra við og líta yfir liðið ár og spyrja: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ Ekki verður því neitað að miklar framfarir hafa verið unnar á hinu verklega sviði á líðandi ári og vel- megun fólks með besta móti. Allir hafa getað fengið nægilega vinnu. Óþarfi er að telja upp þessar fram- farir svo augljósar eru þær og ágæt- ar. Þær ætti síst að vanþakka. Þær eru Guðs gjöf til þessarar afskekktu og fámennu þjóðar. Hér á fleira við. Hefir þjóðinni miðað fram and- lega á útlíðandi ári? Eða hefir orðið þar misbrestur þar á? Svar við þeirri spumingu skiptir meira máli en allt annað. Um þetta er erfitt að fella réttlátan dóm. Nauðsyniegt er að líta á andlegu ávextina sem árið hefir skilað þjóðinni. Er íslenska þjóðin skylduræknari en hún áður var, samviskusamari og sannleikselskandi og bindindis- samari? Geti þjóðin svarað þessum spurningum játandi, þá er hún á réttri leið. Spurninga getum við spurt okkur sjálf, hver og einn. Hvemig hefir mér famast lífsgang- an á þessu ári? Hefi ég færst nær Honum er sagði: „Með mér getið þér allt, en án mín ekkert." Þetta segir höfundur trúarinnar. Allt -er Hann hefir sagt er óhagganlegt og sígilt. Hvernig er búið að fötluðum, lömuðum og sjónskertum? Eg las blaðagrein í sumar eftir Gísla Helgason, kunnan tónlistar- mann og hljóðfæraleikara, for- stöðu- og deildarstjóra Blindra- bókasafns íslands. Hann hefir verið sjónskertur allt frá fæðingu, með afbrigðum duglegur að bjarga sér. Hann skrifar í grein sinni um niður- fellingar á tolli og söluskatti á tækj- um til nauðlíðandi og blindra. Orð- rétt skrifar Gísli: „Mig langar að taka dæmi um gamlan mann sem hafði misst mikið af sjón sinni. Hann gat þó lesið í gegnum sterkt sjónvarpstæki. Hann ákvað að kaupa sér slíkt tæki á eigin spýtur. Ákvæði sem þáverandi fjármálaráð- herra lét nema úr gildi um tolla og skattaívilnanir hækkaði tæki við- komandi manns úr 130 þúsundum í tæpar tvö hundruð þúsundir." Ég segi: Er þetta hægt? Ég skrifa aftur nei, þetta er ekki hægt. Kristin þjóð getur ekki komið svona fram við sína minnstu bræður. Við sem fæddumst heilbrigð og höfum notið þess getum aldrei þakkað Guði svo sem ber. Þess vegna hlýt- ur kristið þjóðfélag að hjálpa þeim fötluðu, sjónskertu og blindu og láta þeim öll hjálpartæki sem mega að gagni koma, í té án skatta og tolla. Það er svo sjálfsagt sem verða má. Einnig væri athugandi hvort ekki væri aukið öryggi í því að hafa merki á ökutækjum er fatlaðir stjórna, þeim til öryggis svo aðrir í umferðinni gætu tekið eftir að þar er fatlaður á ferð. Þá er að benda á tekjur til að því sem þessir'tollar sem afnumdir yrðu, hvort ríkis- stjómin gæti ekki, eins og önnur fyrirtæki, hagrætt í spamaðarátt. Hvernig væri t.d. að fækka þing- mönnum um 13, hafa þá 50 en ekki 63? Yrði þá síst minna unnið á Alþingi en nú er. Allir ráðherra- bílar væm lagðir niður. Ráðherrar ættu bíla sína sjálfir og keyrðu þá. Við sjáum að við hver stjómar- skipti aka þeir sjálfir á þingstað á eiginn bíl. Fleira mætti til taka sem til spamaðar mætti verða, til dæm- is ferðakostnað á vegum ríkisins og risnu. Fyrmm vom ráðherrarnir þrír. Núna 10 ogjafnmargir aðstoð- arráðherrar að auki. Við sem fylgj- um öldinni að ámm höfum lifað að segja má tvær kynslóðir. Við lifum sjálfstæðisbaráttuna, lýðveldis- stofnun, heimskreppu og hemám íslands og heimsstyrjaldir. Þetta hefir gerst á einni mannsævi, alda- mótakynslóðarinnar, sem nú sér fram á sitt sólarlag. En samt er gaman að hafa lifað svo langan dag, eins og skáldið kvað. Þegar við hittum jafnaldra okkar þá er okkur gjarnt á að bera saman gamla og nýja tímann. Þá ekki síst ríki- skerfið fyrr og nú. Við munum þeg- ar Tryggvi Þórhallsson myndaði ríkisstjórn 1927. Þá vom aðeins 3 ráðherrar. Við munum einnig Her- mann Jónasson, Stefán Jóhann Stefánsson, Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson. Allir vom þeir for- sætisráðherrar og allir mætir heið- ursmenn. Þeir höfðu engan vara- ráðherra, enga sérstaka fulltrúa nema starfsmenn ráðuneytanna og að sjálfsögðu, sína flokksmenn, sér til trausts og halds. Þetta em vin- samlegar ábendingar í spamaðar- átt. I lok þessarar hugleiðingar leyfi ég mér að óska þess að hið háa Alþingi er nú situr, setji óafturkall- anleg lög sem kveði svo á um að frá næstu áramótum verði öll hjálp- artæki til lamaðra og fatlaðra, sjón- skertra og blindra og annarra sem á slíkum hjálpartækjum þurfa að halda af heilsufarsástæðum, toll- frjáls og skattfrjáls að öllu leyti. Það væri okkar minnstu bræðmm kærkomin jólagjöf. Bílaumferðin í Reykjavík er hrikaleg Mikið er talað og skrifað um umferðina á götum borgarinnar. Er það eðlilegt þar sem 20 um- ferðaróhöpp verða daglega og stundum miklu fleiri. Sorgleg em slysin sem valda örkumlum og litlar vonir um bata. Farartækin stór- skemmast. Spurt er þá hvað sé til ráða? Ég held að alltof lítill agi sé í umferðinni. Menn myndu ekki leyfa sér hraðakstur yfir 100 km hraða á götum borgarinnar og jafn- vel vera í kappakstri ef þeir vissu um svo þung viðurlög svo þau gleymdust seint. Oft verður fram- úrakstur til stórslysa sem veldur stórslysum á saklausu fólki, sem oft bíður þess aldrei bætur. Bifreið- in er dásamlegt farartæki öllum þeim sem kunna með að fara. Þeir em sem betur fer fleiri en hinir. Fyrir ári síðan átti ég tal við háaldraðan mann. Töluðum við um daginn og veginn eins og gengur. Ég vissi að hann hafði átt bíl um margra ára skeið en var nú hættur öllum akstri. Ég spurði hann hvern- ig hann hafi farið út úr umferðinni yfirleitt. Hann tók bílpróf fertugur. Hætti keyrslu áttræður. Aldrei kom fyrir óhapp eða slys öll þessi ár svo orð væri á gerandi. Hverju þakkar þú þessa heppni þína í umferðinni? Fyrst og fremst Guði! Ég byija hvem morgun með bæn og signingu og geri krossmark fyrir mér í upp- hafí ferðar. Reyni að fara eftir sett- um reglum og aldrei framúrakstur innanbæjar. Bílar mínir vom aðeins heimilistæki. Ég setti mér þá reglu að vera alltaf undir settum reglum sem hraðamörk leyfa. Ég skildi sáttur við Guð og menn þegar ég hætti rekstri bifreiðar eftir 40 ár. Ég bið ykkur ökumenn sem ekki virðið hámarkshraða sem sést greinilega þegar ekið er á meira en 100 km hraða. Hafið þetta í huga. Hlut sem tekinn er ófijálsri hendi er hægt að skila aftur en mannslífí verður aldrei skilað aftur. Þótt heiðnir menn meti það til fjár verðum heiðnum ekki skilað aftur. Þeirri sorg og þeim trega sem ást- vinir verða fyrir þegar þeir missa Friðfinnur Finnsson „Látum hver jól g-era okkur að betri ljóssins börnum. Betra hlut- skipti getur okkur mönnunum ekki hlotn- ast.“ kæran vin í bílslysi og ekki verður aftur skilað til bamsins foreldri sínu er ferst í bílslysi. Hafið aldrei vín um hönd í bíl. Það á enga samleið. Munið að vínið er einn mesti böl- valdur þjóðar okkar. Byijið daginn í Jesú nafni og hafið í huga næst efsta boðorðið. Við eigum að elska náungann eins og okkur sjálf. Þá mun okkur vel farnast og bílslysum fækka verulega. Þá er vel. Hátíð ljósanna Alltaf hlakka ég til jólanna. Mér heyrist að allir séu sama sinnis. Fyrsti jólaboðskapurinn, „sjá ég boða yður frið“ og „mikinn fögnuð“ og enn eru jólin fagnaðarhátíð allra kristinna manna. „Kveikt er ljós við ljós,“ segir skáldið. Ég er ljós heims- ins, segir Kristur. Hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu. Heldur hafa ljós lífsins. Jóh. 1. 8—9. Fagurt himnaljós lýsti vitmm mönnum til jólabarnsins í Betlehem í jötunni. Þar hafði ljósið uppmnn- ið, ljós heimsins á öllum öldum. Því eiga þeir sem ganga Kristi á hönd að skína sem himinljós í heiminum. Guð. gefi okkur hæfileika til þess. Látum hver jól gera okkur að betri ljóssins börnum. Betra hlutskipti getur okkur mönnunum ekki hlotn- ast. Að endingu þá óskum við hjónin öllum ástvinum okkar og skylduliði ásamt Vestmanneyingum, heima og heiman, og íslensku þjóðinni gleðilegrar jólahátíðar og allrar Guðs blessunar á komandi ári. Höfiindur er frá Oddgeirshólum, Vestmannaeyjum. Byggingin eftir Jóhamar Smekkleysa hefur sent frá sér skáldsöguna Bygginguna eftir Jóhamar. Þetta er fjórða bók höfundar, 140 blaðsíður að stærð, innbundin og prentuð í Prentsmiðju Árna Valde- marssonar. Áríðandi tilkynning til fyrirtækja innan Landssambands iðnaðarmanna vegna villandi dreif ibréfs tollstjórans í Reykjavík Með dreifibréfi embættis tollstjórans í Reykjavík dags. 30. nóvember sl., er móttakendum gert viðvart um að frá og með 1. janúar 1989 verði gengið ríkt eftir því að atvinnuinnflytjendur hafi gilt verslunarleyfi. Jafn- framt er því bætt við að sama gildi um framleiðendur iðnvarnings og þess krafist að þeir leysi til sín iðjuleyfi (kallast reyndar iðnaðarleyfi allt frá 1978). Meistarabréf er aftur á móti ekki nefnt í bréfinu. Dreifibréfið mun hafa verið sent öllum fyrirtækjum, sem átt hafa við- skipti við embættið á undanförnum árum. Meðal þeirra eru fjölmörg fyrir- tæki, sem eru aðilar að Landssambandi iðnaðarmanna. Samkvæmt ákvæðum iðnaðarlaga skulu löggiltar iðngreinar ávallt reknar undir forstöðu meistara. Því er Ijóst, að til þess að mega standa fyrir atvinnurekstri á sviði löggiltra iðngreina, þurfa menn einungis að leysa til sín meistarabréf. Meistarabréfið er því nægjanleg heimild til allrar venjulegrar atvinnustarfsemi á sviði viðkomandi iðngreinar, þ.m.t. til inn- flutnings á efni, sem beinlínis er notað við atvinnureksturinn og ekki er keypt til beinnar endursölu. Fyrirtæki á sviði löggiltra iðngreina þurfa því ekki að leysa til sín verslunarleyfi þótt þau flytji inn vörur til nota við rekst- urinn, svo framarlega sem þau stunda ekki beina endur- sölu á vörunum. Meistarabréfið er fullnægjandi atvinnu- rekstrarleyfi og nægir til að svara kröfum tollstjóraembættis- ins í þessu sambandi. Iðnaðarleyfi þurfa þau fyrirtæki ein að hafa, sem stunda verksmiðjurekstur að einhverju leyti, en samkvæmt lögum er enginn munur á iðnaðarleyfi og meist- arabréfi að því er verslun varðar. Dreifibréf Tollstjórans í Reykjavík er til þess fallið að villa um fyrir mönn- um. Hefur Landssamband iðnaðarmanna þegar lýst undrun sinni á þess- um vinnubrögðum, og bent embættinu á ofangreindan rétt fyrirtækja sinna. Landssamband iðnaðarmanna hvetur aðildarfyrirtæki sín til að gæta rétt- ar síns í þessu sambandi. Eru þeir sem telja sig þess þurfa, hvattir til að snúa sér til skrifstofunnar á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Síminn er 91-621590. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.