Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 59

Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 59 Verð.. oggæði \oro saman hjáokkur Laugavegi 47 Sími 29122. - Gömlu sjómanna- lögin í nýjum bíiningi Á frívaktinni nefnist 10 laga safo þekktra sjómannasöngva sem komnir eru út á hljómplötu, kassettu og geisladiski. Allt eru þetta lög sem hljómað hafa á öldum ljósvakans í fjölmörg ár, einkum þó í hinum vinsælu óska- lagaþáttum „Á frívaktinni". Lögin eru öll útsett að nýju af Gunnari Þórðarsyni en flytjendurnir eru í hópi okkar þekktustu söngv- ara. Eru það Egill Ólafsson, Björg- vin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Jóhann Helgason og Ragnar Bjamason, auk þess sem Ríó tríó flytur tvö lög og söngdúettinn Þú og ég flytur eitt lag. Hugmyndina að plötunni á Sjó- mannadagsráð, en 5. júní síðastlið- inn var þess minnst að á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að sjómanna- dagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Gunnari Þórðarsyni var falið að annast undirbúning og vinnslu þessa verkefnis og á sjómannadag- inn 5. júní í sumar fengu gestir á hátíðasamkomu sjómannadagsráðs á Hótel íslandi að heyra afrakstur- inn af starfi Gunnars er áðumefnd- ir söngvarar fluttu lögin við mikinn fögnuð viðstaddra. Sjómannalögin hafa fylgt okkur frá upphafsdögum dtegurtónlistar- innar og orðið einhver langlífustu alþýðulög seinni ára, sem eðlilegt er hjá þjóð sem byggir lífsafkomu sína á sjósókn og fiskverkun. Hlutur Vestmanneyinga er stór á plötunni „Á frívaktinni". Oddgeir Kristjánsson á þrjú lög „Sigling" (Blítt og létt), „Ég veit þú kemur“ við ljóð Áma úr Eyjum og „Ship-o- hoj“ við texta Lofts Guðmundsson- ar. Þá er lag og texti Ása i Bæ „Vertu sæl mey“ og fímmta lagið tengist Vestmannaeyjum en það er „Einsi kaldi úr Eyjunum" eftir Jón Sigurðsson. Og enn er það höfund- ur sem tengist Eyjunum, en það er Gylfí Ægisson. Af öðmm perlum á plötunni má nefna „Sjómannavals" eftir Svavar Benediktsson við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk og „Þórður sjóari", ljóðið eftir Kristján frá Djúpalæk en lagið eftir Þórð Pétursson. Að auki em tvö lög eftir höfunda sem tilheyra poppkynslóðinni, ann- að þeirra er „Gvendur á Eyrinni" eftir Rúnar Gunnarsson við texta Þorsteins Eggertssonar og hitt er eftir Gunnar Þórðarson og er það lagið „Hafið" við ljóð Ólafs Hauks Símonarsonar, en það var samið sérstaklega fyrir þessa plötu. Þeir sem annast hljóðfæraleik á plötunni em: Gunnar Þórðarson, Gunnlaugur Briem, Kristinn Svav- arsson og Eyþór Gunnarsson. Upp- tökur fóm fram á eftirtöldum stöð- um: Stúdíó Súla, Stúdíó Stemma, Hljóðriti og M.F. stúdíó. Fjöldi upp- tökumanna kom við sögu en um hljóðblöndun sáu Sigurður Bjóla Garðarsson og Baldur Már Amgr- ímsson. Emst Bachman hjá auglýsinga- stofunni Nýr dagur hannaði um- slagið, en pressun og prentun fóm fram hjá Mayking Records. Steinar hf. gefa „Á frívaktinni" út og annast dreifíngu. (Fréttatilkynning) Pétur Kristjánsson afhendir Þóru Marteinsdóttur, umsjónarmanni þáttarins „Á frívaktinni" plötu með sama nafoi, en á henni eru mörg af vinsælustu lögum þáttarins í gegnum tíðina. Hér cr á ferðinni ótrúiega nytsöm bók fyrir þá sem langar (eða verða!) að standa á eigin fótum. í fimm köflum scm nefnast: Land- neminn, Völundurinn, Græðarinn, Kokkurinn og Þrifillinn er að finna lausnir við vandamálum eins og; Hvernig á að stytta buxur? Hvað fer í suðuþvott? Hvaða múrboltar passa fyrir sex milli- metra bor? Hvenær á að senda vín til baka? Pottþétt bók fyrir allt ungt fólk. MAMMA! HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? eftir Jón Karl Helgason. GEFIÐ NYTSAMA JÓLAGJÖFI Tölvuborö og stóll saman. Stgr. verö aðeins kr. 9.950,- lfVWIID hugbunadur W iillWII SKRIFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.