Morgunblaðið - 15.12.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 15.12.1988, Qupperneq 64
64r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15.. DESEMBER 1988 Tekju- og eignaskattur: Skattar fískvinnslukvenna hækka í naftii félagshyggjunnar - segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið/Ámi Sæberg Skábraut sett við Arnarh vol Trðppur Arnarhvols hafa nýlega verið lagfærðar, en þær voru orðnar mjög illa farnar vegna steypuskemmda. Þá hafa tröppum- ar verið breikkaðar, og steypt hefur verið sérstök skábraut til að auðvelda fötluðum innkomu í húsið. Afhám verkfallabanns: Gildi þess er ekki neitt - segir framkvæmdastjóri VSÍ „GILDI þess er í sjálfú sér ekki neitt vegna þess að þetta ákvæði er sett inn í lögin á sinum tíma, trúi ég, til þess að árétta það sem almennt er í lögum,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson um þýðingu þess að af- nema það ákvæði bráðabirgðalaganna um samningsrétt, sem bannar verkföll og verkbönn. „Það er alveg klárt mál að það era í gildi lögleg- ir kjarasamningar og samkvæmt vinnulöggjöSnni er óheimilt að fara með verkföllum eða verkbönnum gegn gildum kjarasamningum. Þarna er í rauninni verið að tvitaka atriði sem í sjálfú sér var óþarft að tvitaka. Efnisleg breyting er engin.“ Fjármálaráðherra mælti fyr- ir frumvarpi tii laga um tekju- og eignaskatt á fúndi neðri deildar Alþingis í gær. Sagði hann að í frumvarpinu væri miðað við, að skattbyrði hinna tekjulægstu hækkaði ekki, heldur ættu hátekju- og eigna- menn að bera byrðaraar. Einn- ig miðaði frumvarpið að því að gera skattlagningu fyrirtækja réttlátari. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar væri röng og myndi lama atvinnulífið i landinu. Hann sagði að skatt- heimta stjórnarinnar kæmi nið- ur á almenningi, bæði með bein- um og óbeinum hætti. Vöru- gjald og skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði hækkaði vöruverð og auk þess væri stefiit að þvi að hækka tekju- skatt alls almennings. Olafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði í upphafi máls síns, að í fjárlagafrumvarp- inu væri gert ráð fyrir hækkun tekju- og eignaskatta og væri það liður í að ná jafnvægi í ríkisflár- málunum. í þessu frumvarpi væri gert ráð fyrir að skattbyrði hinna tekjulægstu hækkaði ekki, heldur ættu hátekju- og eignamenn að bera byrðamar. Einnig væri stefnt að því að gera skattlagn- ingu fyrirtækja réttlátari. Fjármálaráðherra sagði, að hægt væri að breyta skattbyrði einstakra hópa innan núverandi kerfis og fæli það í sér möguleika á nokkurri tekjujöftiun. Þó væri vart mögulegt að hækka skatt- byrði hinna tekjuháu án þess að það hefði áhrif á skatta annarra hópa um leið. í því efni gæti ann- að skattþrep hjálpað, þótt bent hefði verið á ýmsa annmarka á því. Hann sagði að verið væri að vinna að hugmyndum um hátekju- skattþrep, en það væri á engan hátt einfalt verk og 4—6 mánuði gæti tekið að undirbúa slíka breytingu á skattakerfinu. Einnig sagði ráðherra, að frumvarp um skatt á raunvexti yrði ekki lagt fram fyrr en sfðar, þar sem vanda ætti vel til þess verks. í máli fjármálaráðherra kom fram, að í þessu frumvarpi væri miðað við að hlutfall tekjuskatts einstaklinga hækkaði úr 28,5% í 30,5%, en nokkrum hluta hækk- unarinnar yrði varið til hækkunar á persónuafslætti og bamabótum. Hann sagði að Alþýðubandalagið hefði viljað hækka skatthlutfallið meira en að sama skapi hækka persónuafsláttinn og bamabæ- tumar. Ráðherra sagði, að stórir hópar greiddu engan eða óvém- legan tekjuskatt og nefndi einnig, að skattar hjóna með tvö böm, sem hefðu 150 þúsund krónur í tekjur á mánuði, myndu eingöngu hækka um 300 krónur. Tekjur þeirra þyrftu að fara yfir 200 þúsund á mánuði til þess að skattahækkunin yrði meiri en 1.000 kr. Sagði hann að flestir gætu verið sammála um, að hér væri á ferðinni óveruleg hækkun. Fjármálaráðherra sagði að breytingar á reglum um tekju- skatt fyrirtækja væm athyglis- verðar. Meðal annars ætti hlutfall tekna, sem heimilt er að leggja í sérstaka fjárfestingarsjóði að lækka úr 30% í 15%, skattaafslátt- ur hlutafélaga vegna lána til framkvæmdastjóra, hluthafa og stjómarmanna yrði afnuminn og heimild fyrirtækja til yfirfærslu taps við kaup á öðm fyrirtæki yrði bundin því að um skyldan rekstur væri að ræða. Auk þess hækkaði skatthlutfall fyrirtækja af tekjum úr 48% í 50%. Ráðherra sagði, að á síðasta ári hefði aðeins þriðjungur fyrirtækja í landinu greitt tekjuskatt, þrátt fyrir góð- ærið. Slíkt væri óeðlilegt og rétt væri að fyrirtækin legðu sitt af mörkum til samneyslunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra sagði að með breyt- ingum á eignaskatti myndi lægra skattþrepið verða hið sama og fyrir nokkrum ámm; hækka úr 0,95% í 1,2%. Einnig væri tekið upp nýtt „háeignaþrep", sem yrði 1,5% af 6 milljóna króna skuld- lausri eign einstaklings og 12 milljóna skuldlausri eign hjóna. Allar venjulegar húseignir væm undir þessum mörkum. Fjármálaráðherra sagði að lok- um, að til þess að tryggja, að ell- ilífeyrisþegar með lítinn eða eng- an tekjuskatt þyrftu ekki að borga eignaskatt yrði reglum um per- sónuafslátt breytt á þann veg, að nýta megi hann til greiðslu á eignaskatti. Þorsteinn Pálsson (S/Sl) sagði það vekja athygli hversu miklum hluta ræðu sinnar ráð- herra hefði varið til þess að tala um lagafrumvarp, sem ekki yrði flutt á Alþingi og frumvarp, sem ekki væri komið fram enn. Einnig vekti athygli, að með ræðu sinni hefði fj ármálaráðherra staðfest, að allar stóm yfírlýsingamar, um að sækja fjármagn til hinna ríku, væm að engu orðnar. Þess í stað ætti greinilega að hækka skatta alls almennings I landinu. Þorsteinn vitnaði í ummæli Steingríms Hermannssonar frá því á mánudaginn, um að frum- varpið um tekju- og eignaskatt væri enn í meðferð hjá þingflokk- um ríkisstjómarinnar. Einnig minnti hann á þau orð fjármála- ráðherra, að verið gæti að fmm- varpinu yrði breytt í þingdeild- inni. Spurði Þorsteinn hvort hér væri um endanlegt fmmvarp að ræða. „Ber að taka yfirlýsingu forsætisráðherra aívarlega, eða ber að taka ummæli hans eins og venjulega," spurði hann einnig. Þorsteinn sagði að líta yrði á þetta skattafmmvarp sem þátt í heiidarstefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Sú stefna væri röng og hefði lamandi áhrif á at- vinnulífið í landinu. Þar af leið- andi fengist ekki botn í fjárlögin með því einu að hækka skattana. Auknir skattar drægju úr greiðslugetu almennings og fyrir- tækja og tekjur ríkisins minnkuðu í kjölfar þess. Hann sagði athygl- isvert að fjármálaráðherra mótaði efnahagsstefnu stjómarinnar og væri orðinn verkstjóri í þeim málaflokki. Það væri furðulegt að FVamsóknarflokkurinn sætti sig við slíkt, þar sem sá flokkur hefði fengið eftiahagsráðuneytið í sinn hlut. Hann gagnrýndi harðlega skattafrumvörp ríkisstjómarinnar og sagði að vömgjaldið og skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði legðist á neysluvömr heimilanna og lenti þannig á almenningi. Sneri hann sér svo að tekju- og eignaskattsfrumvarpinu og sagði að í því fælist breyting á reglum varðandi endurskoðun á persónu- afslætti. Samkvæmt gildandi lög- um ætti að endurskoða hann í samræmi við lánskjaravísitölu, en breytingin gerði ráð fyrir að af- slátturinn miðaðist við svokallaða skattvísitölu, sem ákveða ætti f fjárlögum. I samræmi við þetta yrði hækkun á persónuafslætti minni samkvæmt frumvarpinu heldur en annars hefði orðið. Hann ætti sjálfkrafa að hækka í 17.840 kr. en miðað við frum- varpið hækkaði hann í 17.675 kr. Þorsteinn Pálsson sagði að út- reikningar fjármálaráðherra á tekjuskatti einstakra hópa, eftir persónuafslátt, væm villandi. Svo virtist sem ekki væri tekið tillit til þess, að persónuafslátturinn ' ætti að skiptast jafnt á tekjuskatt og útsvar, heldur væri miðað við að persónuafslátturinn nýttist all- ur til lækkunar á tekjuskatti. I raun myndi tekjuskattur hjóna með tvö böm og 15 þúsund krón- ur í tekjur verða 3.000 krónum hærri en nú, en ekki hækka um 300 krónur eins og fjármálaráð- herra hefði sagt. Samkvæmt nú- gildandi reglum ætti þessi fjöl- skylda að byija að greiða skatta við 120 þúsunda króna markið en samkvæmt fmmvarpinu væm skattleysismörkin 110 þúsund. Því myndi skattahækkunin, sem ráðherra segði að ætti að leggjast á þá efnameiri — breiðu bökin — leggjast á laun venjulegs launa- fólks, til dæmis fískvinnslu- kvenna. Allt væri þetta gert í nafni félagshyggjunnar. Varðandi breytingar á sköttum fyrirtækja sagði Þorsteinn, að vel kæmi til greina að breyta upp- byggingu þess kerfís. Hins vegar væri fráleitt, að taka hveija éin- ustu krónu frá þeim fyrirtækjum sem skiluðu einhveijum hagnaði, einkum í ljósi þess hvemig ástand- ið í atvinnulífinu væri. Einnig væri fráleitt að minnka möguleika fyrirtækja til að byggja upp eig- infjárstöðu sína, með því að draga úr heimildum þeirra til að leggja fé í fjárfestingarsjóði. Þorsteinn gagnrýndi að lokum áform um hækkun á eignaskatti og sagði þá skattheimtu vera óréttláta á margan hátt. í raun væri verið að tvískatta tekjur manna og hvetti þetta fyrirkomu- lag frekar til eyðslu en eigna- myndunar. Slíkt væri varasamt við núverandi aðstæður í efna- hagsmálum. Fleiri tóku til máls í umræðum um þetta frumvarp og stóðu um- ræður fram á nótt. Þórarinn sagði rétt að árétta það að bráðabirgðalögin hafa áhrif á samninga örfárra félaga „ ... sem ekki höfðu verið gerðir þann 20. maí“. Einnig samninga opinberra starfsmanna, bankamanna og sjó- manna sem áttu að gilda til ára- móta. Þessir samningar hafi verið framlengdir til 15. febrúar. Aðrir samningar eru í gildi til 10. apríl og til ágústloka. „Og það er ekkert í lögunum sem breytir því. Lögin kveða á um að eftir 15. febrúar sé heimilt að segja upp kjara- samningum samkvæmt uppsagnará- kvæðum þeirra sjálfra. í okkar samn- ingum eru engin bein uppsagnará- kvæði, heldur segir að þeir verði laus- í ályktun fundarins segin „Ef ákvæði um að samningar séu bundnirtil 15. febrúar standa áfram er þann tíma óheimilt að grípa til aðgerða samkvæmt almennum ákvæðum vinnuréttar um verkföll á gildistíma kjarasamnings. Sé það ætlun ríkisstjómarinnar að verka- lýðssamtökin endurheimti samn- ingsréttinn þarf að gera víðtækari breytingar á lögunum." Miðstjómarfundurinn minnir á Ögmundur sagði að enn væri ýmsum álitamálum ósvarað, hins vegar væri ljóst að stjómvöld væm farin að átta sig á villu síns vegar og þetta væri viðleitni í rétta átt. „Við lítum svo á að með þessu sé opnuð leið fyrir viðræður, en slíkum viðræðum hefðum við áður ir á ákveðnum tíma án uppsagnar. Þannig að það er einhver misskiln- ingur sem hefur verið á flökti í dag um að allir samningar verði opnaðir 15. febrúar.“ Þórarinn segir það vera rétt í þessu máli að allir samningar gildi að minnsta kosti til 15. febrúar. ekk- ert sé þó því til fyrirstöðu að samn- ingar séu gerðir fyrir þann tíma, „ ... það er hins vegar alveg skýrt samkvæmt lögunum eins og þau liggja fyrir, samkvæmt 12. grein þeirra, að samningar, sem kveða á um hækkun kaupgjalds umfram það sem lögin ákveða, geta ekki tekið gildi fyrr en 15. febrúar." samþykkt nýliðins Alþýðusam- bandsþings um samningsréttarmál þar sem áréttað er að samningsrétt- urinn sé þau grundvallarmannrétt- indi sem verkalýðshreyfíngin muni aldrei afsala sér né samþykkja neina skerðingu á. Þar var einnig fordæmd „aðför ríkisvaldsins að launafólki" með afnámi samnings- réttar og krafíst endurheimtar hans. hafnað," sagði hann. Ögmundur segir að með þessum breytingum viðurkenni ríkisstjómin að opinberir starfsmenn geti samið, en aðeins félagslegir þættir slikra samninga geti komið til fram- kvæmda fyrir 15. febrúar. Miðstjórn ASÍ: Efiii bráðabirgðalag- anna stendur óhaggað MIÐSTJÓRN Alþýðusambands íslands álítur að efiii bráðabirgðalag- anna um afhám samningsréttar standi óhaggað þrátt fyrir að fellt verði á brott „storkandi orðalag". Frá þessu segir í frétt frá fundi stjórnarinnar, sem haldinn var i gær. Afhám verkfallabanns: Viljum fullan samn- ings og verkfallsrétt - segir Ögmundur Jónasson formaður BSRB „OKKAR afstaða er sú að við erum andvíg bráðabirgðalögunum og öllum öðrum lögum sem skerða réttindi launamanna. Það gera þessi bráðabirgðalög. Við viljum fa samningsréttinn og verkfallsréttinn við- urkenndan að fullu," sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB um tillögu um að fella á brott ákvæði bráðabirgðalaganna um bann við verkföllum og verkbönnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.