Morgunblaðið - 15.12.1988, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 15.12.1988, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 2Y 73 Yerkalýðssinni feer 25 ára dóm eftir ÓlafGrétar Krisijánsson Mark Curtis er 29 ára gamall kjötpökkunarmaður í Des Moines í Iowa-fylki í Bandaríkjunum. Hann situr í Oakdale-fangelsinu í Iowa, dæmdur fyrir falskar sakir. Lög- regla gefur upp að hann hafi reynt að nauðga fimmtán ára gamalli blökkustúlku þrátt fyrir að sannan- ir skorti er geti staðfest verknaðinn eða tengt Mark Curtis honum, hafi hann átt sér stað. Aðdragandi málsins er eftirfar- andi: 1. mars sl. gerir alríkislögregl- an (FBI) árás á vinnustað Mark Curtis og handtekur 16 Mexíkana og einn mann frá E1 Saldvador og ásakar þá um að vera ólöglega í landinu. Verkamenn á staðnum bregðast ókvæða við og skipuleggja fundi til þess að mótmæla þessari árás en lögreglan hafði fengið að- gang að starfsmannaskrám fyrir- tækisins til þess að velja þá úr sem skyldu handteknir. í skrám þessum hefur FBI að öllum líkindum numið staðar við nafnið Mark Curtis, sem er á skrá hjá FBI fyrir pólitíska starfsemi, m.a. samstöðustarf með E1 Salvador. 4. mars var haldinn fundur til þess að mótmæla árásinni. Þar mættu verkamenn kjötpökkunar- stöðvarinnar ásamt yfírmönnum sínum. Mark Curtis tók til máls og talaði á spænsku vegna þess að flestir viðstaddra voru frá Róm- önsku Ameríku. Sagði hann mál þetta snerta alla starfsmenn á vinnustaðnum og að verkalýðsfé- laginu bæri að taka það upp og veija málstað hinna handteknu. Um kvöldið fer Mark Curtis á bíl sínum að versla í stórmarkaði. A leiðinni stöðvar hann bifreiðina við umferðarljós. Kona nokkur kem- ur aðvífandi og biður hann um að taka sig upp í vegna þess að ókunn- ur maður veiti sér eftirför. Mark bregður skjótt við, hleypir henni inn í bílinn og ekur að heimili hennar. Hún biður hann um að koma upp á veröndina og bíða þar meðan hún fari inn í húsið og ftillvissi sig um að allt sé í lagi þar. Mark bíður á veröndinni um stund en veit ekki fyrr til en á hann ráðast tveir lög- reglumenn, færa hann inn í svefn- herbergi hússins og gyrða þar niður um hann. Hann er handjámaður og færður niður á lögreglustöð. Þar er honum misþyrmt á hinn hrottalegasta hátt, meðal annars kjálkabrotinn og varð að sauma hann 15 sporum. Honum verður þar fyrst ljóst hvers vegna hann hefur verið handtekinn þegar einn lög- reglumannanna segir: „Þú ert einn af þeim sem er vel við Mexíkana, er það ekki? Alveg eins og þér er vel við svertingja." Eftir barsmíð- amar er farið með Curtis á sjúkra- hús þar sem honum er veitt nauð- synleg aðhlynning meðan hann liggur hlekkjaður við rúm. Þá er farið með hann í fangelsið á ný þar sem hann fær að dúsa þar til félag- ar hans ná honum út næsta dag. Mark Curtis fær nú að vita að hann er ákærður fyrir að hafa ráð- ist á og reynt að nauðga ungri blökkustúlku. Blöð í Des Moines fara að básúna út sögu lögreglunn- ar um að Mark hafí verið hand- tekinn á vettvangi með buxumar niður um sig. Af „sönnunum" er þó ljóst að málið er byggt á tilbún- ingi og Mark vélaður inn í aðstæð- ur sem hægt var að túlka honum í óhag. Við réttarhöldin sem fóru fram í september kom fram að stúlkan sem setti fram nauðgunarkæruna er ekki sú sama og stöðvaði Mark Curtis á rauðu ljósi og bað um far. Stúlkan tímasetti nauðgunartil- raunina um kl. 20 en þá var Mark Curtis sannanlega staddur á veit- ingahúsi ásamt nokkmm vinnufé- lögum sínum. Hann'var ekki hand- tekinn fyrr en um níuleytið. Nauðg- unarmaðurinn var samkvaejnt lýs- ingu fómarlambsins lægri vexti en Ólaftir Grétar Kristjánsson „Má af framansögðu vera ljóst að Mark Curt- is hefiur verið borinn röngum sökum og fang- elsaður fyrir baráttu sína og fyrir það sem hann er, en ekki fyrir neinn glæp sem hann hefur drýgt.“ Mark Curtis og var reykingalykt af honum. Mark reykir ekki. Engin óhreinindi fundust á undirfatnaði Curtis en samkvæmt vitnisburði fómarlambsins á hann að hafa velt sér upp úr óhreinni veröndinni með buxumar niður um sig. Engin dýra- hár né hár 'af blökkumanni fundust á fatnaði Curtis en dýr mun hafa haft vistarverur á veröndinni. Læknaskýrslur sýna einnig að Curt- is hafði ekki samfarir við stúlkuna sem kveður sér hafa verið nauðgað. Þrátt fyrir sannanaskort var Mark Curtis fundinn sekur um nauðgunartilraun hinn 14. septem- ber sl. og 18. nóv. var hann dæmd- ur til 25 ára fangelsisvistar. Sækj- andinn viðurkenndi mótsagnimar í málflutningi sínum en sagði að „fegurð dómkerfís okkar“ fælist í því að láta kviðdóminn um að jafna allar mótsagnir. Mesta þversögnin kemur fram þegar líf Marks Curtis fram til þessa er skoðað. Hann hefur aldrei áður komist í kast við lögin. Hann er einlægur kommúnisti og hefur verið það í 11 ár. Hann hefur barist gegn stríði Bandaríkjamanna í Mið- Ameríku, gegn hervæðingu, gegn kynþáttahyggju, gegn kúgun kvenna og fyrir réttindum innflytj- enda og blökkumanna. Hann hefur verið málsvari verkafólks en það var einmitt vegna afskipta Marks af verkalýðsmálum sem mál þetta hófst, þ.e. eftir árás alríkislögregl- unnar á verkafólk sem er frá öðmm löndum. Allar persónuleikaskýrslur sem fram komu við réttarhöldin staðfestu að Mark Curtis er heiðar- legur og réttsýnn meðborgari. Má af framansögðu vera ljóst að Mark Curtis hefur verið borinn röngum sökum og fangelsaður fyrir baráttu sína og fyrir það sem hann er, en ekki fyrir neinn glæp sem hann hefur drýgt. Þetta hafa þús- undir manna út um allan heim skil- ið og hafa mótmælabréf og orð- sendingar borist bæði til lögreglu- stjóra og saksóknara Des Moines frá fyrstu stundu. Meðal þeirra sem hafa mótmælt meðferðinni á Mark Curtis eru Ken Douglas, forseti Alþýðusambands Nýja-Sjálands, Arthur Scargill, forseti Landssam- taka námamanna í Bretlandi, Ron Rodd, aðalritari sambands flutn- ingaverkamanna, stærsta verka- lýðsfélags Bretlands með 1,4 millj- ón félaga, Jimmy Knapp, aðalritari Landssambands jámbrautarstarfs- manna í Bretlandi, Ann Scargill og Betty Heathfield frá samtökum kvenna sem berjast gegn lokun kolanáma í Bretlandi. Ennfremur hafa eftirfarandi lýst yfír stuðningi við baráttu Marks Curtis fyrir rétt- læti: Roberto Ortaiz, aðalritari KMU, stærsta verkalýðssambands Filippseyja, Juan Gonzales Rojas, frá Verkalýðssambandi sandinista í Nicaragua, Robert White, forseti verkalýðssambands starfsmanna bifreiðaverksmiðja í Kanada, Neo Mnumzana, aðalfulltrúi Afríska þjóðarráðsins við Sameinuðu þjóð- imar, Leonard Peltier, fangelsaður leiðtogi amerískra indíána og Peter Mahlangu, fulltrúi SACTU, suður- afríska verkalýðssambandsins í N orður-Ameríku. Flokkur Marks Curtis, Sósíalíski verkamannaflokkurinn, hefur ný- verið unnið sögulegan sigur yfír ríkisstjóm Bandaríkjanna. Fékk hann ríkisstjómina dæmda seka um ■njósnir og eyðileggingarstarfsemi gagnvart flokknum um fjörutíu ára skeið og vom athafnir stjómarinnar skoðaðar sem brot á stjómar- skránni, þar eð hún tryggir rétt einstaklinga til pólitísks starfs og pólitískrar hugsunar án íhlutunar eða afskipta yfírvalda. Ríkisstjómin var dæmd til að greiða flokknum skaðabætur og allan lögfræðikostn- að vegna málsins, sem staðið hafði í 15 ár. Mál Marks Curtis er bæði tengt þessum sigri Sósíalíska verka- mannaflokksins og verðbréfahrun- inu 19. október 1987. í kjölfar þeirr- ar kreppu sem ríður yfir um þessar mundir munu árásir á kjör og rétt- indi verkafólks fara vaxandi hvar- vetna í heiminum, ekki af ill- mennsku heldur af nauðsyn. Lýð- ræði verður munaðarvara sem við horfum á með eftirsjá. En því harð- ari sem árásimar verða því fleiri einstaklingar gæddir eiginleikum og harðfylgni manna eins og Mark Curtis munu stíga fram á sjónar- sviðið og atburðir af þessu tagi hafa þann tilgang að koma í veg fyrir að hans líkar hefji afskipti af stjórnmálum. Ef árásinni á Mark Curtis verður ekki hmndið veitist valdastéttinni auðveldara að halda l^ik sínum áfram. Þetta mál er í hæsta máta hagsmunamál fyrir íslenska verkalýðsstétt og íslenska verkalýðshreyfíngu. Ken Norland, kjötpökkunarmað- ur á eftirlaunum, er einn fjölmargra sem sent hafa mótmæli vegna Mark Curtis-málsins. Hann segir: „Falsk- ar nauðgunarkæmr hafa verið not- aðar gegn yerkalýðshreyfíngunni í fortíðinni. Ég man persónulega eft- ir að það gerðist hér í Minnesota á fjórða áratugnum þegar Frank Ell- is, einn af upphafsmönnum sam- taka pakkhússmanna í Miðvest- urríkjunum, sætti fölskum nauðg- unarkæmm. Ég hef unnið í Horm- el-pökkunarhúsinu í Austin, Minne- sota, -í 40 ár og er nú á eftirlaun- um. Frank Ellis hjálpaði til við að skipuleggja verkafólk í Hormel- verksmiðjunni í Austin á fjórða ára- tugnum, og þegar þeir reyndu að bera hann fölskum sökum, komu fjölmargir fram og vörðu hann. Það varð ljóst að ákæran var hneykslan- leg tilraun til þess að koma honum bak við lás og slá fyrir þá ástæðu eina að hann stóð alltaf með verka- mönnum.“ Þeir sem vilja mótmæla aðförinni að Mark Curtis og því óréttllæti sem hann er beittur geta skrifað til sak- sóknara Des Moines. Heimilisfang hans er: James Smith, Polk County City Attomey, 408 Polk County Court- house, 5th and Mulberry, Des Moi- nes, Iowa 50309, USA. Éinnig má hafa samband við undirritaðan í bóksölu Pathfinder og Framlags að Klapparstíg 26, 2. hæð á mánudögum kl. 17.30—19 eða miðvikudögum kl. 19—20. Höfúndur erjámiðnadarmaður í Reykjavik. Féiagsfundur Almennurfélagsfundurverður haldinn í félagsheimilinu Víðidal fimmtudaginn 15. desember og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Félagsstarfið. Ævifélagaskírteini kynnt. Önnur mál. Félagar mætið allir. Stjórnin. •11 STEINAR HE STÁLHÚSGAGNAGERÐ SMIÐJUVEGI2 • KÓPAVOGI • SÍMI46600 STÓLGÓÐ JÓLAGJÖF! - ótrúlega fjölbreyttir stillimöguleikar - hægt að velja um mjúk eða hörð hjól -alullaráklæði í mörgum litum - 5 ára ábyrgð ARMENÍUSÖFNUNIN - GÍRÓREIKN. 90000-1 w Rauði kross Islands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.