Morgunblaðið - 15.12.1988, Qupperneq 79
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988
79
Búum betur að mæðrum og bömum
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
r —i td. Vrw' ' U If
KVENLEGU DOMUBINDIN
Velvakandi góður.
Hér er bréf til alþingismanna og
landlæknis frá einstæðri móður.
Mig langar að spytja þessa menn
hvort þeir hugleiði einhvern tíma
hvernig kjör einstæðra mæðra í
Verndar-
englar
Kæri Velvakandi.
Þegar ég var lítill drengur heyrði
ég oft talað um verndarengla og
trúði á þá. Það geri ég enn í dag
og veit að svo er um fleiri. Þegar
ég fór á Borgarbókasafnið um dag-
inn til að fá lánaða bókina „Þjón-
usta englanna", þá var sú ágæta
bók í útláni. Ég varð að viðurkenna
að ég gladdist yfir þessum fréttum,
að einhver gefi sér tíma til að lesa
slíka bók í okkar öfgafulla fram-
leiðslu- og neysluþjóðfélagi.
Englarnir eru til, þúsUndir þús-
unda, himneskar hersveitir og
margir þeirra eru okkur mönnunum
til hjálpar og verndar. Um það vitn-
ar Heilög ritning, Biblían. Engla-
vemd er ein af stórfenglegu fyrir-
bærunum í sköpunarverki Guðs.
Það er sérstaklega uppörvandi að
Hættulegt
að fækka
lögreglu-
mönnum
þess að sú stóra kynslóð sem nú er
í blóma lífsins geti fengið sín elli-
laun með skilum og notið bestu
aðhlynningar í ellinni. Hvað vilja
íslenskir ráðamenn gera fyrir böm
og mæður á íslandi?
Hvernig væri að bera saman að-
stæður íslenskra barna og mæðra
og hinna sem á hinum Norðurlönd-
unum búa. Þar er langt bil á milli
og aðstæður íslenskra bama og
mæðra mun erfiðari en hinna. Að
sumu leyti er það sofandaháttur
yfirvalda hér sem veldur. Ráða-
menn ættu að gera sér ljóst að á
meðan uppeldi íslensku þjóðarinnar
er svo lítilst metið, sem raun ber
vitni, geta þeir ekki búist við að
bameignum fjölgi því að enginn lif-
ir á loftinu og það er dýrt að eiga
börn.
Ég held að öllum konum sé eðli-
legt að fæða af sér böm. Allar taka
það nærri sér, sem ekki geta eign-
ast barn. Við eigum að búa svo vel
að íslenskri nútímafjölskyldu að það
verði eftirsóknarvert að eignast
barnahóp. Verðbólgan verður að
hverfa, launin að verða jafnari,
auðvelda þarf ungu fólki að eignast
húsnæði og allar mæður, jafnt gift-
ar sem ógiftar og einstæðar, eiga
að vera metnar að verðleikum fyrir
sitt uppeldishlutverk.
Börnin eru framtíðin, rétt er það,
og þeir sem vilja búa vel í haginn
fyrir ellilífeyrsþega næstu áratuga
minnist þess að það verða börnin
sem fæðast á næstu áratugum sem
verða skattgreiðendur þess ríkis-
sjóðs sem ellistyrkinn veitir. Hvað
ætla ráðamenn nútímans að gera
til að áhugavert verði fyrir ungt
fólk að eignast börn?
Ein sem á fjögur
Kæri Velvakandi.
Hver getur verið svo ábyrgðarlaus
að ætla að fækka lögreglumönnum
í Reykjavík og nágrenni. Það hefur
verið gagnrýnt hve lögreglan sé fá-
menn í Reykjavík, enda kemur það
fram í auknum afbrotum, líkamsár-
ásum og skemmdarverkum á eignum
borgarbúa. Umferðarstjórn, sem var
fastur liður í starfí lögreglunnar, er
úr sögunni.
Mér er tjáð að vegna mannfæðar
verði lögreglumenn að leggja á sig
ómælda aukavinnu, sem flestir vilja
vegna staðgreiðslu skatta. Ég spyr,
er það hæstvirtur dómsmálaráðherra
eða hæstvirtur fjármálaráðherra sem
kemur með þessa heimskulegu
sparnaðartillögu? Ef svo er þá lýsi
ég þá ábyrga fyrir líkamsárásum á
fólk og öðrum ódæðum sem munu
fylgja í kjölfarið á lakari löggæslu í
Reykjavík. Það á að fjölga í lögregl-
unni en ekki fækka. Munið, ábyrgðin
er ykkar.
Kristinn Signrðsson
láglaunastarfi geti verið ef þær
þurfa að borga dýra húsaleigu og
barnagæslu. Hvað er landlæknir að
meina með því að segja að búa
þurfi svo í haginn að konum finnist
áhugavert að eignast böm, m.a. til
Þegar þú kaupir blúm handa þeim, sem þér eru
kærir, velurðu auðvítaö falleg blúm við hæfi, -
borgarblúm.
Borgarblúm eru blúmin sem þú velur með aðstoð
blúmasérfræðinga okkar, sem síðan gera úr þeim
vendi eða skreytingar - allt eftir tilefninu.
Borgarblúm - blúmin sem segja hug þinn allan.
Þú mátt greiða okkur með peningum, ávísun,
Euro eða Vísa. Við sendum blúmin fyrír þig.
BORGARBLÓMIÐ
SKlPHOLTl 35 SlML 3ZZI3
lesa í 10. kafla Daníelsbókar: „Ott-
astu eigi, elsku maður, friður sé
með þér, vertu ömggur og ókví-
ðinn.“ „Ottast þú ekki Daníel, því
að frá því er þú fyrst hneigðir hug
þinn til að öðlast skilning, og þú
lítillættir þig fyrir Guði þínum, em
orð þín heyrð, og ég er vegna orða
þinna hingað kominn."
Það er hughreystandi að vita af
þessum sendiboðum Guðs sér við
hlið, sérhveija stund, dag og nótt,
í gleði og sorg, þeir vilja okkur allt
það besta.
Einar Ingvi Magnússon
Bakpokar
KARRTMDR
Góður bakpoki er þarfaþing og kærkomin
jólagjöf. Karrimor-bakpokar hafa allt er
prýðir góðan bakpoka. Við leiðbeinum um
val á réttum bakpoka. Mundu að okkar
ráðleggingar eru byggðar á áratuga reynslu.
-3WFAK FRAMtíK
SNORRABRALTT 60 SÍM112045
Borgarblóm
ern tölnvert meira en
afskorin blöm í vasa