Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 80

Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 80
80 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 ÍÞRffmR FOLX ■ SPÁNVERJAR hafa hafnað boði um þátttöku í Rous-bikar- keppninni í Englandi í maí. Á þessu móti keppa Englendingar og Skot- ar, en þriðja þjóðin hefur enn ekki fundist. Argentínumenn hafa einnig hafnað tilboði um þátttöku á þessu móti. ■ JEAN—MARIE Pfaff, mark- vörður Lierse í Belgiu gefur fyrr- um félögum sínum hjá Bayern Munchen ekki háa einkunn. Um þjálfarann, Jupp Heynckes segir Pfaff: Hann veit ekki hvernig á að koma fram við leikmcnn." Og um eftirmann sinn hjá Bayern, Raimond Aumann segir hann: „Þeir sem halda því fram að hann sé betri en ég hafa ekki hundsvit á fótbolta." ■ SKOSKA félagið St. Mirren hefur mikinn áhuga á ungum sænskum leikmanni, Pontus Ka- mark frá Vasteras í 2. deild. Tony Fitzpatrick, framkvæmdastjóri Hearts fór til Svíþjóðar fyrir skömmu og fylgdist með U-21 árs landsleik Svía og Dana. Líklegt er að Kamark kosti Hearts um 120.000 pund ef af kaupunum verð- ur. ■ ROMARO, Brasilíumaðurinn í liði PSV Eindhoven, gifti sig fyrir skömmu 17 ára stúlku frá Ríó de Janeiro. Athöfnin fór fram á frekar óvenjulegum stað — á vítapunkti á knattspymuvelli í Ríó! ■ STEVE Perryman, fram- kvæmdastjóri Brentford, keypti fyrir skömmu knattspyrnumann ársins frá Möltu. Sá heitir John Buttigieg og hefur leikið með SIi- ema Wanderers. Hann er 24 ára og hefur leikið 26 landsleiki fyrir Möltu. ■ DUNDEE United og Mother- well hafa mikinn áhuga á mark- verði frá Suður-Afríku, Wadu du Plessis. Hann æfði með Hibernian fyrir skömmu en liðið hafi ekki áhuga á að kaupa hann. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Sjö Vals- menn í ■ ■ ■■ ■ ■ lands- lioshop Bogdans? landsliðshóp, þannig að hann. bæti við sex leikmönnum sem léku ekki með í Seoul. Valsmennimir Valdimar Grímsson, Jón Kristj- ánsson og Júlíus Jónasson verða ömgglega valdir, þannig að sjö leikmenn Valsmanna - bytjunar- lið þeirra, verði í landsliðinu. Það er ósköp eðlilegt að landsliðið verði byggt í kringum Valsliðið, en það hefur sýnt þó nokkra yfir- burði í vetur. Þá er nokkuð víst að línumaður- inn sterki úr Fram, Birgir Sig- urðsson, verður valinn í hópinn, en hann hefur leikið vel með í vetur. FH-ingurinn Héðinn Giis- son verður örugglega kallaður til og einnig hinn ungi markvörður KR-liðsins, Leifur Dagfinnsson, sem hefur leikið mjög vel í vetur. Landsliðshópurinn verður því líklega þannig: Markverðir: Einar Þorvarðar- son, Val, Brynjar Kvaran, Stjörn- BOGDAN Kowalczyk, lands- liðsþjálfari íslands, var á meðal áhorfenda í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi, þeg- ar KR-ingar og Valsmenn átt- ust við. Bogdan mun hefja undirbúning fyrir B-keppnina í Frakklandi í næstu viku, en framundan eru tveir lands- leikir gegn Svfum og tveir gegn Dönum. Bogdan mun velja landsliðshóp sinn nú næstu daga og er nær öruggt að hann velji alla þá leikmenn sem léku á Ólympíuleik- unum í Seoul í landsliðshóp sinn - nema Atla Hilm- arsson, sem er meiddur og verður ekki orðinn góður fyrir Frakk- landsferðina. Það er líklegt að Bogdan byrji á því að velja tuttugu manna SigmundurÓ. Steinarsson skrífar Blrgir Slgurðsson hefur leikið vel á línunni með Fram. unni og Leifur Dagfmnsson, KR. Hornamenn: Guðmundur Guð- mundsson, Víkingi, Jakob Sig- urðsson, Val, (vinstri hom) og Valdimar Grímsson, Val, Bjarki Sigurðsson, Víkingi og Karl Þrá- insson, Víkingi (hægri hom). Linumenn: Geir Sveinsson, Val, Þorgils Óttar Mathiesen, FH og Birgir Sigurðsson, Fram. Útispilarar: Alfreð Gíslason, KR, Júlíus Jónasson, Val og Héð- inn Gilsson, FH (vinstri), Páll Ólafsson, KR, Sigurður Gunnars- son, ÍBV og Jón Kristjánsson (á miðjunni), Kristján Arason, Teka, Sigurður Sveinsson, Val og Stefán Kristjánsson, KR (hægri). Óneitanlega er þetta sterkur landsliðshópur. Allir þessir leik- menn hafa leikið undir stjóm Bogdans, nema Leifur, þannig að Bogdan þekkir þá út og inn. -ekk1 bara heppf' Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum 50. LEIKVIKA - 17. DES. 1988 1 X 2 leikur 1. Arsenal - Manch.Utd. leikur 2. Coventry - Derby leikur 3. Liverpool - Norwich leikur 4. Luton - Aston Villa leikur 5. Middlesbro - Charlton leikur 6. Millwall - Sheff.Wed leikur 7. Newcastle - South.ton leikur 8. Q.P.R. - Everton leikur 9. West Ham - Tottenham leikur 10. Barnsley - Leicester leikur 11. Blackburn - Watford leikur 12. Cr. Palace - Leeds Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. NÚ ER POTTURINN FJÓRFALDUR HJA GETRAUNUM KNATTSPYRNA / ITALIA Þjálfari Tórínó rekinn GIGI Radice, þjálfara Tórínó, hefur verið sagt upp störfum og í staðinn kemur Claudio Sala, þekktur knattspymumaður sem lék með Tórínó um Brynja nokkurra ára skeið. Tomer Framundan hjá skrífar frá Tórínó eru erfiðir leikir; gegn Napólí, Juventus og AC Mílanó og kemur það nú í hlut Salas að undirbúa lið- ið fyrir þá leiki. Það er afar sjald- gæft að skipt sé um þjálfara á miðju leiktímabili á Italíu, en yfirmenn Tórínó áttu ekki annarra kosta völ, þar sem Radice var heldur ekki sáttur við kaup á nokkrum nýjum leikmönnum. Samstarf hans við suma leikmenn hefur verið afar stirt í gegnum árin, meðan það hefur gengið að óskum við aðra. Hann yfirgaf íbúð sína á íbúðarhótelinu snemma í gærmorgun, þar sem hann hefur búið undanfarin ár og hefur ekki viljað tala við blaða- menn. Claudio Sala þjálfaði liðið í fyrsta sinn í gær, en menn eru ekki á einu máli um hvaða áhrif koma hans muni hafa á liðið, þar sem sumir leikmenn voru mjög ánægðir með Radice. Það er því annað hvort „kúkur eða kleina“ í húsum Tórínó, eins og fyrir brottför hins umdeilda Gigi Radice. Þém FOLK ■ PAL Csernai, þjálfari Frank- furt hefur verið rekinn. Hann var aðeins hjá liðinu í 89 daga en hann tók við af Kalle Feldkamp sem ■■■■■■I einnig var rekinn. FráJóni Búist er við að H. Garðarssyni Hannes Lö-hr, í V-Þýskalandi fyrrum þjá,farj Kölnar og núver- andi þjálfari v-þýska ÓL-landsliðs- ins taki við liðinu. Hann á þó eftir að fá samþykki frá v-þýska knatt- spyrnusambandinu. ■ WILLIE Lemke, forseti Werder Bremen, segir að Uli Höness, framkvæmdastjóri Bay- ern Munchen sé að eyðileggja v-þýsku úrvalsdeildina. Hann kaupi nánast allt sem hreyfist. Er Bayern keypti Jiirgen Kohler frá Köln varð Lemke æfareiður. „Hann hættir ekki fyrr en hann hefur keypt allt landsliðið og meira til,“ sagði Lemke. „Það nennir enginn að fara á leiki í deildinni ef eitt lið hefur svo mikla yfirburði. Maður gæti haldið að hann ætlaði að láta Bay- ern verða fyrsta liðið til að leika í ítölsku deildinni!" H HEINER Brand, þjálfari Gummersbach, segist ætla að hætta cftir þetta keppnistímabil. Hann segist vera að fara á taugum og treystir sér ekki til að halda áfram með liðið. Brand vinnur einnig hjá tryggingafélagi og dag- inn eftir að Gummersbach sigraði Barcelona í Evrópukeppninni, mætti Brand ekki til vinnu. Hann var ekki enn búinn að ná sér niður eftir leikinn. FRJALSAR IÞROTTIR Kúluvarparar í Reiðhöllina FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN hafa tekið Reiðhöllina á leigu í vet- ur - til að kúluvarparar fái tækifæri til að æfa inni. Allar aðstæður til að æfa kúlu- varp í Reiðhöllinni eru mjög góðar, en malargólf er í höllinni. Það eru Reykjavíkurfélögin KR, ÍR og Ármann ásamt FH, HSK og UMSK sem hafa tekið Reið- höllina á leigu í vetur - tvo daga í viku, mánudaga og fimmtudaga. Æfingar hefjast kl. 19.00. Að sögn Ágústs Ásgeirssonar, formanns Ftjálsíþróttasambands íslands, er þessi aðstaða mikil lyftistöng fyrir kúluvarpara sem hafa átt erfitt um vik með æfing- ar innanhúss á vetuma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.