Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 81

Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 81
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 81 KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ ísland vann San Marinó - í fyrsta leik sínum í smáþjóðamótinu á Möltu ÍSLENSKA landsliðið í körfu- knattleik sigraði San Marinó, 83:75, í fyrsta leik sínum í smá- þjóðamótinu sem hófst á Möltu í gær. ísienska liðið var lengst af undir í leiknum. San Marinó hafði forystu í leikn- um þar til undir lokin. Staðan í hálfleik var 37:41 fyrir San Mar- inó og er þtjár mínútur voru til leiksloka leiddi San Marinó með fjórum stigum, 67:71. Laszlo Ne- meth, landsliðsþjálfari íslands, tók það þá til bragðs að leika pressu vöm allan völlinn og það bar árang- ur. íslenska liðið skoraði 16 stig á móti fjórum síðustu mínútumar og sigraði. Valur Ingimundarson var dijúg- ur á lokakaflanum og skoraði þá nokkrar þriggja stiga körfur. Hann var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig, Jón Kr. Gísiason kom næstur með 16, Guðjón Skúlason gerði 15 stig í sínum fyrsta lands- ieik, Guðmundur Bragson gerði 14, Magnús Guðfmnsson 8 í sínum fyrsta landsleik, Matthías Matthías- son 6 og Tómas Holton 2. Frammistaða San Marinó kom nokkuð á óvart. í liðinu er tveir mjög góðir leikmenn sem leika í ítölsku 1. deildinni og bera uppi leik liðsins. Onnur úrslti í gær vom þau að írland vann Gíbraltar, 114:59, en þessi lið em í sama riðli og ísland. I hinum riðlinum sigraði Luxem- borg lið Wales, 105:78 og Kýpur sigraði Möltu, 86:58. ísland mætir ímm í dag og má reikna með að sá leikur verði úrslitaleikur riðilsins. Birgir Mikaelsson úr KR snéri sig á æfingu í gær og er meiddur. Óvíst er hvort hann geti leikið nokk- uð með liðinu á Möltu. SKIÐAGANGA / HEIMSBIKARINN Svan sigraði í 21. sinn Gunde Svan frá Svíþjóð sigraði í 30 km skíðagöngu karia í heims- bikarkeppninni sem fram fór í Bohinj í Júgóslavíu í gær. Þetta var 21. sigur hans í heimsbikarmóti. Svan, sem unnið hefur heimsbikarinn fjórum sinnum og er ólympíu- meistari í 50 km göngu, sigraði nokkuð ömgglega í göngunni sem var með fijálsri aðferð. Hann hafði náð 30 sek. forskoti eftir 15 km og hafði sigurinn í hendi sér eftir það. Torgny Mogren, sem vann fyrsta heimsbikarmótið, varð annar og var 34.7 sek á eftir Svan. Norðmaðurinn Paal Gunnar Mikkelsplass varð þriðji. Svíar komu mjög sterkir út úr göngunni og áttu sjö af 15 fyrstu. GuAjón Skúlason skoraði 15 stig í sfnum fyrsta landsleik. Magnús Guóflnnsson lék sinn fyrsta landsleik gegn San Marinó í gær. KNATTSPYRNA / ENGLAND Everton úr leik - tapaði fyrir Bradford City sem leikur í 2. deild Mark Falco skoraði sigurmark QPR. EVERTON, sem haf Ai ekki tap- að níu leikjum í röA, varA að lúta í lægra haldi fyrir 2. deild- arliöinu Bradford City í 4. um- ferð enska deildarbikarsins í gærkvöldi og er þar með úr leik. Bradford, sem er í botnbarát- tunni í 2. deild, yfirspilaði Everton og komst í 2:0 eftir aðeins 25 mínútur með mörkum Mark Leonard og Ian Banks. Bradford bætti síðan þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks er Leigh Palin skoraði með skalla. Vamar- maðurinn Dave Watson minnkaði muninn fyrir Everton seint í síðari hálfleik. Bradford mætir Bristol City á heimavelli í undanúrslitum. Notthingham Forest sigraði Leic- ester með tveimur mörkum gegn einu og leikur í undanúrslitum gegn Nigel Clough KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Auxerre á loppinn Mark Hateley skoraði markfyrir Mónakó PARÍS Saint-Germain, sem hefur verið f efsta sæti f rönsku 1. deildarinnar sfðan f fyrstu umferð, fóll úrtoppsætinu er liðið tapaði fyrir Mónakó, 0:2, f 23. umferð á heimavelli sínum f gærkvöldi. Á sama tíma sigr- aði Auxerre lið Nantes, 1:0. Ensku landsliðsmennimir Mark Hateley og Glenn Hoddle voru lykilmenn í liði Mónakó í gær eins og svo oft áður. Hateley skoraði fyrra markið og Fofana það síðara. Mónakó komst með sigrinum upp í 3. sæti. Patrick Vahirua skoraði sigur- mark Auxerre gegn Nantes á heimavelli og skaust þar með í efsta sætið og hefur nú 48 stig, en PSG er í öðru sæti með 47 stig. Síðan koma Mónakó og Marseille með 40 stig. QPR sem sigraði Wimbledon 1:0. Nigel Ciough skoraði sitt níunda mark fyrir Forest er hann kom liði sínu yfir gegn Leicester á 26. mínútu. Paul Groves jafnaði fyrir Leicester tíu mfnútum síðar. Lee Chapman skoraði sigurmark Forest í upphafi síðari hálfleiks. Mark Falco skoraði eina mark QPR í veið- ureign Lunúnarliðanna, QPR og Wimbledon. Það verða því QPR, Nottingham Forest og 2. deildarliðin Bristol City og Bradford sem leika í undanúrslit- um deildarbikarsins. Fjórir leikir fóru fram í 2. um- ferð enska bikarsins í gærkvöldi. Úrslit voru sem hér segir: Brentford—Peterborough.......3:2 Maidstone—Reading............1:2 Torquay—Yeovil...............1:0 Welling—Stranraer............0:3 HANDBOLTI kvöld Tveir leikir verða í 1. deild karla í kvöld. í Laugardalshöll leika Víkingur og Stjarnan og hefst við- ureignin klukkan 20.15, en leikur Gróttu og KA byijar klukkan 20 í Digranesi. Þá er stefnt að því að leikur UBK og ÍBV fari fram í Di- granesi annað kvöld um sjö leytið, en leik FH og Fram, hefur verið frestað til mánudags vegna þátt- töku FH-inga í Evrópukeppninni. íÞtémR FOLK ■ TREVOR Francis, fyrrum landsliðsmaður Englands í knatt- spymu, var í gær ráðinn fram- kvæmdastjóri Queen’s Park Ran- gers. Francis kom til QPR frá skoska úrvalsdeildarliðinu Glasgow Rangers á síðasta keppnistímabili sem leikmaður. Hann tekur við framkvæmdastjórastöðunni af Pet- er Shreewes, sem var settur framkvædastjóri er Jim Smith tók við Newcastle. I ENSKA knattspymufélagið Derby County hefur fengið til liðs við sig tvo tékkneska flóttamenn, þá Ivo Knoflicek og Lubos Kubik, sem eru framheijar báðir tveir. Fyrir keppnistímabilið laumuðust þeir frá félögum sínum hjá Slavía Prag, sem vom á keppnisferðalagi í Vestur Þýskalandi. Komust þeir með krókaleiðum til Spánar þar sem hafa farið huldu höfði síðan. Enska liðið hafði áður reynt að fá Knoflicek til liðs við sig, en orðið lítið ágengt, sagt að viðra málið aftur eftir þijú ár! Annars verða þessir nýju kappar Derby ekki lög- legir fyrr en í byijun næsta keppn- istímabils. ■ FYRRJ undanúrslitaleikur Asíubikarkeppninnar í knatt- spymu fór fram í gærkvöldi. Þá léku Suður Kórea og Kína í Quat- ar. Suður Kórea sigraði 2:1 og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. . Lee Tae Ho skoraði bæði mörk Suður Kóreu, en Mai Chao svaraði fyrir Kína. ■ FRANCISCO Buyo, mark- vörður Real Madrid, var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir stuttan leikþátt í leik Real gegn Atletico Madrid fyrir skömmu. í þessum leik, sem lauk með sigri Real Madrid, 2:1, lentu þeir saman Buyo og Antonio Orejuela, leik- maður Atletico. Skyndilega lá Buyo kylliflatur og hélt um höfuð sér. Dómarinn gaf Orejuela rautt spjald, þar sem hann hélt að hann hefði slegið markvörðinn. Á mynd- bandi kom hinsvegar f ljós að Orejuela kom ekki við Buyo. Þess má geta að Jesus Gil, forseti At- ietico Madrid, fór fram á að At- letico yrði dæmdur sigur í leiknum og Buýo dæmdur í ævilangt bann. ■ FRANCK Piccard frá Frakklandi, sem er ólympíumeist- ari í risastórsvigi, þarf að gangast undir smáaðgerð á hnéi og verður frá keppni í tvær vikur. Piccard hefur átt við hnémeiðsli að stríða síðustu mánuði. Hann reiknar með að geta verið með f fyrsta heims- bikarmótinu á nýja árinu sem fram fer f Garmisch-Partenkirchen í Vestur-Þýskalandi 8. janúar. NBA-úrslit L. A. Lakers—Cleveland ..111:102 Indiana—Charlotte Homets.. ..115:104 Milwaukee— Philadelphia ..109: 91 Washington—Boston Celtics. .115:105 New York Knicks—New Jerseyl21:100 Atlanta Hawks—Chicago ..106: 88 Dallas—Golden State Warriors 117:111 Denver Nuggets—Houston... ..126:101 Seattle—Phoenix Suns ..126:116 ÍSLANDSMÓTIÐ 2.DEILD HAUKAR - NJARÐVÍK .26:30 Fj. leikja u J r Mörk Stig ÍR 9 7 1 1 238: 178 16 HAUKAR 10 7 1 2 256: 201 15 HK 9 7 1 1 233: 181 15 ÁRMANN 9 6 0 3 214: 214 12 NJARÐVÍK 9 4 1 4 225: 214 9 SELFOSS 9 4 0 5 228: 226 8 iBK 9 3 0 6 207: 215 6 UMFA 9 2 0 7 197: 233 4 ÞÓR 10 2 0 8 194: 260 4 IH 9 2 0 7 166: 235 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.