Morgunblaðið - 15.12.1988, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 15.12.1988, Qupperneq 82
82 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD Hvað sögðu Valsmenn? Valdimar Grímsson: Ýmsir töldu það hafa verið vendi- punktur í leiknum er Valdimar Grímsson náði frákasti í vöminni í • fyrri hálfleik þegar staðan var 8-7 fyrir Val og KR-ingar höfðu gert þijú mörk í röð. Framhaldið var 4 Valsmörk í röð og tveir KR-ingar reknir af leikvelli. Hvað segir Valdi- mar „Á þessu augnabliki horfði ég ekki niður fyrir mig og get ekki sagt af eða á hvort það var lína á mig eða ekki, ég sá Jón Kristjáns- son frían frammi og hugsaði um það eitt að ná boltanum og koma honum fram á völlinn til Jóns. Ann- ars held ég að KR-ingar hafi ein- faldlega ekki þolað pressuna, því við reyndumst mun heilsteyptari. Geir Sveinsson: „Við erum búnir að leika níu leiki og erum með fullt hús stiga. Eg get ekki annað en verið ánægður með þann árangur og það var sterk- ari liðsheild, sigurvilji og ódrepandi barátta sem færði okkur þennan sigur í kvöld. En það eru níu leikir énn eftir og við ætlum að halda okkur á toppnum. Þótt staða okkar sé góð á þessu stigi er langt til mótsloka og það er erfiður tími fram undan þar sem er Evrópukeppnin og sérstaklega landsliðið, en gera má ráð fyrir því að 5 til 7 leikmanna Vals verði kallaðir í það dæmi. Því fylgir gífur- legt álag og það mun reyna á Vals- liðið þegar baráttan byrjar upp á nýtt. Við eigum eftir að leika gegn FH í Firðinum og KA fyrir norðan og svo er Stjaman á stöðugri upp- leið." Sigurður Sveinsson: „Ég er mjög ánægður með sigurinn og óttast ekki síðari umferðina en reikna þó með því að leikimir þá gegn FH og KR verði erfiðustu leik- imir. Gegn KR í kvöld má segja að þetta hafi verið öruggt nær allan tímann. Þeir náðu að vísu smákipp og minnkuðu muninn úr 8-4 í 8-7 eftir sterka byijun hjá okkur, en við sigum fram úr aftur fyrir leik- hlé og náðum svo upp góðum vam- arleik í seinni hálfleik, héldum þeim þannig vel frá okkur." Mrður Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar Vals: „Ég er auðvitað afar ánægður með úrslitin í kvöld og leik minna manna. Ég var aldrei í vafa hvem- ig þetta færi því það er mín skoðun að undir öllum venjulegum kring- umstæðum eigum við að vinna KR eins og staðan er. Mér fannst vendi- punktur leiksins vera þegar KR- ingar misstu tvo leikmenn út af með stuttu millibili í fyrri hálfleik og við breyttum stöðunni úr 8-7 í 13-7. Nú tekur við erfiður tími, því það er langt í að síðari umferðin byiji aftur og þá verður hún sundur- slitin. Ég barðist fyrir því bæði hjá landsliðs- og mótanefnd HSÍ að fresta þremur fyrstu umferðum síðari umferðarinnar sem eru á dagsskrá fyrir B-keppnina, auk þess sem landsleikjaprógrammið reynir mjög á marga leikmenn Vals á sama tíma, en í þessu máli urðum við Valsmenn að beýgja okkur fyrir meirihlutavilja, þannig að það er ekki gott að segja hvernig Vals- menn koma út úr síðari umferðinni þótt auðvitað voni maður og trúi því besta.“ Sigurður Sveinsson, Einar Þorvarð- arson, Val. Alfreð Gíslason, KR. Valdimar Grfmsson, Geir Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Val. Leifur Dagf- innsson, Sigurður Sveinsson, KR. Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari KR: „Madur gerði sér kannski grillur" „M AÐUR gerði sér kannski einhverjar grillur, en í kvöld sá maður hvernig þetta er. Valur er einfaldlega með besta liðið eins og er. Þeir eru leikreyndastir og jafn- bestir og til þess að eiga möguleika f þá, þurfa allir leikmenn liðsins að leika vel. Því var ekki að heilsa hjá okk- ur í kvöld og því verra er það þegar lykilmenn eru ekki svip- ur hjá sjón eins og Páll Ólafs- son, sem hefur átt við veik- indí að strfða að undanförnu og var langt frá sfnu besta. Alfreð getur þetta ekki einn og yngri mennirnir voru full taugaóstyrkir," sagði Jóhann Ingí Gunnarsson þjálfari KR eftir leikinn í gœrkvöldi. Jóhann sagði enn fremur „Hvað leikinn varðar, þá vor- um við óheppnir í byijun, en náð- um okkur á strik og náðum góðri forystu Vals niður í 8-7. Þá misst- um við leikmenn út af og Vals- menn refsuðu okkur fyrir það. Þar með má segja að úrslitin hafi verið ráðin.“ En hvað segir Jóhann Ingi um atvik það sem ýmsir töldu hafa gert gæfumun er KR-ingar voru búnir að ieika vel og minnka muninn í eitt mark, er Mörgum virtist að dæma ætti línu á Valdi- mar Grímsson er hann náði knett- inum eftir sókn KR? „Ég segi það bara, að í heild séð höfðu dómar- amir góð tök á ieiknum. En hvað framhaldið í vetur varðar, þá ger- um við áfram okkar besta og því má ekki gleyma, að í fyrra var KR botnlið og margir leikmenn liðsins eru alls ekki vanir að vera í toppbaráttu. Ég gæti líka vel ímyndað mér, að fleiri lið blandi sér í toppbaráttuna, t.d. FH. Ég hef líka mikla trú á Stjömunni sem hefur verið að koma upp síðari hluta umferðarinnar." Lelfur Dagfinnsson sést hér veija skot frá Valdimar Grímssyni. Morgunblaöið/Júlíus Hvað sögðu KR-ingar? , ^lólagjöfin í ár frá KR til Vals!“ Leifur Dagfinnsson: „Við getum sjálfum okkur um kennt. Þetta var jólagjöfin í ár — frá KR til Vals. Við áttum vissulega möguleika í þessum leik en vorum ekki nógu ákveðnir. Við byijuðum illa en náðum svo að minnka muninn í eitt mark. Þá kom vendipunkturinn, tvær brott- vísanir. Ég sætti mig við þá fyrri [Alfreð Gíslason] en sú síðari [Sig- urður Sveinsson] var mjög vafasöm. Annars var sökin fyrst og fremst hjá okkur og ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var í mörgum boltum sem ég missti inn, sem ég hefði átt að veija. Það sem var ánægjulegast við þennan leik var hve margir áhorf- endur voru í Höllinni. Það var gam- an að sjá svo marga á deildarleik." Alfroð Gíslason: „Það sást best í þessum leik að okkur vantar reynslu. Við vorum búnir að ná þeim í 7:8 og þá fóru tveir menn útaf og þeir náðu fimm mörkum í röð. Það sem gerði þó líklega útslagið var að við nýttum illa færin þegar við vorum einir gegn markverði. Uppúr því fengum við á okkur mörk úr hraðaupphlaupum. Þá hafði það mikið að segja að Páll [eldri] hefur verið veikur og verið rúmliggjandi síðan á laugardag. Annars var þetta verðskuldaður sigfur hjá Valsmönnum og þeir líklega með besta liðið." Sigurður Sveinsson: „Við töpuðum þessum leik í síðari hluta fyrri hálfleiks. Þá fengum við á okkur fjögur mörk eftir mistök í sókninni og leikurinn í raun búinn. Það var of mikið um einstaklings- framtak hjá okkur og menn voru ekki að leika fyrir liðið. Það var ekki fyrr en í lokin að við fórum að spila en þá var það of seint. Valsmenn eru með sterkasta liðið í dag og áttu sigurinn skilið miðað við hvemig við lékum. Ég vil ekki kenna dómurunum um tapið — þeir dæmdu vel.“ Valsmenn tóku létta skotæfingu að var ekki að sjá á leikmönnum Vals að þeir hefðu leikið erfiðan wÞ Evrópuleik í Sviss um sl. helgi og síðan leikið bikarleik gegn B-liði Vals kvöldið fyrir leikinn gegn KR. Eftir leikinn gegn B-liðinu fóm ieikmenn Valsliðsins ekki beint í sturtu, heldur tóku þeir létta skotæfingu í Valsheimilinu - sú skotæfing stóð í klukkustund. Valsmenn náðu 69.4% nýtingu ífyrri hálfleik Valsmenn náðu 68.4% nýtingu í fyrri hálfleik gegn KR, sem er mjög gott. Þeir skomðu þrettán mörk úr nítján sóknum. Nýtingin var ekki eins góð í seinni hálfleik - 38.4%. Þeir skomðu þá tíu mörk úr 26 sóknum, en alls skor- uðu þeir 23 mörk úr 45 mörkum, sem er 51.1% nýting. KR-ingar náðu 45.6% nýtingu í leiknum. Þeir skoruðu 21 mark úr 46 sóknarlotum. í fyrri hálfleik var nýtingin aðeins 36.8% - þeir skomðu þá sjö mörk úr nítján sóknum. I seinni hálfleik skomðu þeir fjórtán mörk úr 27 sóknum, sem er 51.8% nýting. Sigurður Sveinsson hjá Val náði 58.5% nýtingu. Hann skoraði 7/2 mörk úr tíu skotum, en missti knöttinn tvisvar. Valdimar Grímsson náði 62.5% nýtingu. Skoraði 5 mörk úr sjö skotum, en missti knöttinn neinu sinni. Sigurður Sveinsson náði bestri nýtingu hjá KR. Hann skoraði fimm mörk úr sjö skotum, sem er 71.4%. Alfreð Gíslason náði 61.5% nýtingu - skoraði 8/2 mörk úr ellefu skotum, en missti knöttinn tvisvar. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 9 9 0 0 243: 179 18 KR 9 8 0 1 233: 201 16 STJARNAN 8 5 0 3 179: 164 10 FH 8 4 0 4 209: 197 8 KA 8 4 0 4 183: 180 8 VÍKINGUR 8 3 1 4 212: 226 7 GRÓTTA 8 2 1 5 165: 183 5 FRAM 8 1 3 4 171: 199 5 ÍBV 8 1 1 6 160: 190 3 UBK 8 1 0 7 168: 204 2 Markahæstir Alfreð Gíslason, KR..........62/13 Valdimar Grímsson, Val........55/8 Hans Guðmundsson, UBK........55/10 Sigurður Sveinsson, Val.......52/8 Ámi Friðleifsson, Víkingi....49/11 Sigurður Gunnarsson, ÍBV......46/5 Birgir Sigurðsson, Fram.........45 Halldór Ingólfsson, Gróttu...45/25 Héðinn Gilsson, FH..............42 Páll Ólafsson, KR...............42 Bjarki Sigurðsson, Víkingi....41/2 Guðjón Amason, FH._...........41/2 Óskar Ármannsson, FH.........41/24 Stefán Kristjánsson, KR.......40/5 Júlíus Jónasson, Val..........39/7 Erlingur Kristjánsson, KA....39/14 Jón Kristjánsson, Val.........38/2 Gylfí Birgisson, Stjömunni...38/8 Varin skot: Einar Þorvarðarson, Val.....120/13 Leifur Dagfinnsson, KR.......117/4 Axel Stefánsson, KA...........99/9 Brynjar Kvaran, Stjömunni ...83/10 - í i í \ c i')!. r t c i e v i d t > i; : i H
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.