Morgunblaðið - 07.12.1991, Page 46

Morgunblaðið - 07.12.1991, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 Af fundi kaþólskra blaðamanna eftir Torfa Ólafsson Umræðufundur Evrópudeildar Alþjóðasambands kaþólskra blaða- manna var haldinn í Fribourg í Sviss 25.-29. september sl. Sátu fundinn um það bil 180 fulltrúar frá flestöll- um Evrópulöndum, þ.á m. Austur- Evrópulöndunum, sem nú gátu rætt málin eins og þeim fundust þau liggja fyrir án þess að eiga á hættu kárínur heima fyrir ef þeir fetuðu ekki flokkslinuna. Þó sagði einn þeirra í ræðu: „Við erum ekki ennþá lausir við óttann.” Undimtaður sat fund þennan af hálfu ísiands. Verulegur hluti umræðnanna var helgaður vandamálum þeirra landa sem nú eru laus undan oki kommún- ismans og eru smám saman að beij- ast til þess frelsis sem Vestur-Evr- ópuþjóðir njóta og fóru fundarmenn fram á aðstoð til þess að byggja upp kirkjulega starfsemi. „Við eig- um ekki einu sinni til leturbönd í ritvélarnar okkar,” sagði rúmenski fulltrúinn. Vesturlandamenn gætu hjálpað þeim til að þjálfa fólkið sögðu þeir og tileinka sér þá tækni sem nú er almenn á Vesturlöndum. „Eigum við von á nýju „barni” eða verður fósturlát úr „þessu”? sagði séra Laszio Lukas frá Ungverja- landi.” Sala kaþólskra blaða og bóka er líka erfiðleikum bundin'í löndum þar sem fólk á ekki einu sinni pen- inga fyrir mat,” sagði sá rúmenski. Austanmenn sögðu líka kunn- áttuleysi og skipulagsleysi meðal trúaðra í löndum þeirra vera slíkt að þótt þeim væri gefín heil prent- smiðja kynnu þeir hvorki að hag- nýta sér hana né vinna efni til að prenta. Ástandið hjá þeim væri sam- bærilegt við ástandið í þriðja heimin- um. Rætt var um breytingarnar sem eru að verða í Evrópu. Um það mál ræddi m.a. Paul Poupard, formaður Menningarráðs páfagarðs. Sagði hann m.a. að Evrópa, sem hefði borið sár kommúnismans, væri nú að bíða tjón vegna neysluhyggjunn- ar. Eina leiðin fyrir Evrópu til að finna sál sína að nýju væri að upp- götva á ný hinar kristnu rætur sínar. Anton Fellner, formaður kaþólska blaðamannasambandsins í Austur- ríki, hvatti menn til að leita sann- leikans án afláts í hveiju máli og láta ekki stjórnast af tilfmningum eða öðrum annarlegum hvötum. „Hlaupið ekki á fund presta, biskupa eða páfa til þess að spyija, hvað þið megið segja, heldur leitið sann- leikans eftir bestu getu og segið hann eins og hann er en hafið í öllu hliðsjón af kristinni trú. Ef við erum aðeins málpípur biskupanna okkar trúir okkur enginn.’’ Fyrrnefndur Laszlo Lukas sagði að tími væri til kominn að gagnrýna samfélagsmál í Evrópu frá kristi- legu sjónarmiði. Kaþólskir menn væru ekki alltaf á eitt sáttir um, að hve miklu leyti þeir mættu gagn- rýna kirkjuna. Einn tékknesku full- trúanna líkti kirkjunni í landi sínu við glerhús og bað menn að fara gætilega með steina í námunda við hana. Aðalritstjóri kaþólska dag- blaðsins í Fribourg, la Liberté, sem á 120 ára afmæli á þessu ári, sagði það vera höfuðatriði að kaþólskir blaðamenn væru ekki „rödd hús- bóndans”. Hann vitnaði til orða Danneels kardínála í Malines-Bruss- el, sem sagði í ræðu sem hann flutti í júní sl., að blaðamenn væru boð- berar frelsis. Þegar þeir hagnýttu sér frelsið gæti það stundum vaidið kirkjunni vanda en kirkjan væri nógu sterk til þess að þola sannleik- ann. Tilkynnt var að á næsta hausti yrði þing alþjóðasambandsins haldið í smáborg skammt frá Sao Paulo í Brasilíu. Síðasta daginn var ekið með Torfi Ölafsson „Austanmenn sögðu líka kunnáttuleysi og skipu- lagsleysi meðal trúaðra í löndum þeirra vera slíkt að þótt þeim væri gefin heil prentsmiðja kynnu þeir hvorki að hagnýta sér hana né vinna efni til að prenta.” fundargesti um Fribourg-kantónu og þeim kynnt þetta undurfagra land. Höfundur er formnður félags kaþólskra leikmanna. ótrúlega 4X4 hagstæðu verði Búnaöur Vél 2600CC. 115HÖ bensín. Samlæsing á hurðum. ÍÚtvarp m/segulbandi.Tregðulæsing ' Rafstýrðar rúðuvindur. ' Háþrýstiþvottur á aðalljósum. 1 Hæðarstilling og upphitað bilstjórasæti. TROOPER I CREW CAB Bunaöur . Vél 2300CC. 110HO. 5 glra. /Aflstýri. Tregðulæsing. /Vönduð innrétting. 5" upphækkun. I Gúmmibrettakantar. ' Gangbretti úr áli. B.F. Goodrich 32* dekk. Álfelgur. Svört grínd á framstuðara og Ijóskastarar. Wam M6000 spil. ■ ' Frá 1.782.000 stgr. á götuna ekki innifalið í veröi. /ISUZU bílarnirerumjög þægilegir íakstri.mjúkir og rúmgóðir.j ' Láttu ekki vetrarfærðina hafa áhrif á ferðaáætlanir þínar. / Tryggðu þér og fjölskyldunni traustan ISUZU bíl. Takmarkað magn bíla Ókeypis skoðun árlega lUUÍsvrffuj HÖFÐABAKKA 9 SÍMAR 670000 / 674300 Mannréttinda- brot á öryrkjum? eftir Sigurð Þór Guðjónsson Tveir af ágætustu baráttumönn- um fyrri rétti öryrkja hafa látið til sín taka undanfarið. Jóhann Pétur Sveinsson formaður Sjálfsbjargar hefur mótmælt auknum lyfjakostn- aði þeirra. Og Arnór Helgason for- maður Oryrkjabandalags Islands tel- ur þá ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur, að sambýli geðsjúkra við Þverársel verði að fá leyfi bygg- inganefndar borgarinnar fyrir starf- semi sinni, vera skerðingu á mann- réttindum fatlaðra. Ég vil vekja athygli á mannrétt- indabroti, sem sérstaklega bitnar á öryrkjum, en virðist því miður hafa skotist framhjá þessum valinkunnu mönnum, sem og öllum almenningi. Vorið 1989 samþykkti alþingi ein- róma viðbótarákvæði við læknalög frá 1988, og afnam þar með vissan rétt sjúklinga til aðgangs að sjúkra- skrám. Var sú lagasetning andstæð túlkun umboðsmanns alþingis. Landlæknir hefur oft lýst því yfir opinberlega að þetta sé mann- réttindabrot á sjúklingum. Og á ráð- stefnu sem Rauð krossinn efndi til í Reykjavík 4. maí síðastliðinn um mannréttindi, sagði Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður, að „ekki verði séð að þingmenn hafi gert sér neina grein fyrir því, að með breytingunni var lögfest ákvæði, sem brýtur gegn Mannrétt- indasáttmála Evrópu eins og hann hefur verið túlkaður af Mannrétt- indadómstól Evrópu”. En ekki vakti þetta neinar umræð- ur né önnur viðbrögð í þjóðfélaginu. Engar ályktanir gerðar af þeim er helst láta málefni öryrkja og ann- arra sjúklinga til sín taka. Hvers vegna lætur sig enginn neinu varða, þó fram komi á ráð- stefnu virtustu alþjóðasamtaka heims um líknarmál og mannrétt- indi, að alþingi hafi sett lög, er stangist ekki aðeins á við anda Mannréttindasáttinála Evrópu, held- ur eins og hann hefur beinlínis verið túlkaður af Mannréttindadómstóln- um? Hér véla ekki um málin „nöldrar- ar” eða menn með „þráhyggju”. Þetta snertir auðvitað enga meira Sigurður Þór Guðjónsson „Fór mannréttindaráð- stefna Rauða krossins framhjá öllum? Eða eru sum mannréttindi óæðri öðrum? Þetta eru áríðandi spurningar sem knýja á um svör.” en öryrkja því mannréttindi eru þar með brotin á þeim flestum hér á landi. Hvernig í ósköpunum stendur þá á því að Óryrkjabandalagið, Sjálfs- björg og öll önnur samtök og félög sjúklinga á íslandi, láta eins og þau viti ekki af þessu? Sömuleiðis læknar sem eru þó sífellt að veija rétt sjúkl- inga í blöðunum. Þó mót.mælir Ör- yrkjabandalagið harðlega mann- réttindaskerðingu á sjúklingum varðandi sambýli í Þverárseli. Og fleiri samtök sjúklinga eru að sigla í kjölfarið. Fór mannréttindaráðstefna Rauða krossins framhjá öllum? Eða eru sum mannréttindi óæðri öðrum? Þetta eru áríðandi spurningar sem knýja á um svör. Höfundur er riihöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.