Morgunblaðið - 07.12.1991, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.12.1991, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 Af fundi kaþólskra blaðamanna eftir Torfa Ólafsson Umræðufundur Evrópudeildar Alþjóðasambands kaþólskra blaða- manna var haldinn í Fribourg í Sviss 25.-29. september sl. Sátu fundinn um það bil 180 fulltrúar frá flestöll- um Evrópulöndum, þ.á m. Austur- Evrópulöndunum, sem nú gátu rætt málin eins og þeim fundust þau liggja fyrir án þess að eiga á hættu kárínur heima fyrir ef þeir fetuðu ekki flokkslinuna. Þó sagði einn þeirra í ræðu: „Við erum ekki ennþá lausir við óttann.” Undimtaður sat fund þennan af hálfu ísiands. Verulegur hluti umræðnanna var helgaður vandamálum þeirra landa sem nú eru laus undan oki kommún- ismans og eru smám saman að beij- ast til þess frelsis sem Vestur-Evr- ópuþjóðir njóta og fóru fundarmenn fram á aðstoð til þess að byggja upp kirkjulega starfsemi. „Við eig- um ekki einu sinni til leturbönd í ritvélarnar okkar,” sagði rúmenski fulltrúinn. Vesturlandamenn gætu hjálpað þeim til að þjálfa fólkið sögðu þeir og tileinka sér þá tækni sem nú er almenn á Vesturlöndum. „Eigum við von á nýju „barni” eða verður fósturlát úr „þessu”? sagði séra Laszio Lukas frá Ungverja- landi.” Sala kaþólskra blaða og bóka er líka erfiðleikum bundin'í löndum þar sem fólk á ekki einu sinni pen- inga fyrir mat,” sagði sá rúmenski. Austanmenn sögðu líka kunn- áttuleysi og skipulagsleysi meðal trúaðra í löndum þeirra vera slíkt að þótt þeim væri gefín heil prent- smiðja kynnu þeir hvorki að hag- nýta sér hana né vinna efni til að prenta. Ástandið hjá þeim væri sam- bærilegt við ástandið í þriðja heimin- um. Rætt var um breytingarnar sem eru að verða í Evrópu. Um það mál ræddi m.a. Paul Poupard, formaður Menningarráðs páfagarðs. Sagði hann m.a. að Evrópa, sem hefði borið sár kommúnismans, væri nú að bíða tjón vegna neysluhyggjunn- ar. Eina leiðin fyrir Evrópu til að finna sál sína að nýju væri að upp- götva á ný hinar kristnu rætur sínar. Anton Fellner, formaður kaþólska blaðamannasambandsins í Austur- ríki, hvatti menn til að leita sann- leikans án afláts í hveiju máli og láta ekki stjórnast af tilfmningum eða öðrum annarlegum hvötum. „Hlaupið ekki á fund presta, biskupa eða páfa til þess að spyija, hvað þið megið segja, heldur leitið sann- leikans eftir bestu getu og segið hann eins og hann er en hafið í öllu hliðsjón af kristinni trú. Ef við erum aðeins málpípur biskupanna okkar trúir okkur enginn.’’ Fyrrnefndur Laszlo Lukas sagði að tími væri til kominn að gagnrýna samfélagsmál í Evrópu frá kristi- legu sjónarmiði. Kaþólskir menn væru ekki alltaf á eitt sáttir um, að hve miklu leyti þeir mættu gagn- rýna kirkjuna. Einn tékknesku full- trúanna líkti kirkjunni í landi sínu við glerhús og bað menn að fara gætilega með steina í námunda við hana. Aðalritstjóri kaþólska dag- blaðsins í Fribourg, la Liberté, sem á 120 ára afmæli á þessu ári, sagði það vera höfuðatriði að kaþólskir blaðamenn væru ekki „rödd hús- bóndans”. Hann vitnaði til orða Danneels kardínála í Malines-Bruss- el, sem sagði í ræðu sem hann flutti í júní sl., að blaðamenn væru boð- berar frelsis. Þegar þeir hagnýttu sér frelsið gæti það stundum vaidið kirkjunni vanda en kirkjan væri nógu sterk til þess að þola sannleik- ann. Tilkynnt var að á næsta hausti yrði þing alþjóðasambandsins haldið í smáborg skammt frá Sao Paulo í Brasilíu. Síðasta daginn var ekið með Torfi Ölafsson „Austanmenn sögðu líka kunnáttuleysi og skipu- lagsleysi meðal trúaðra í löndum þeirra vera slíkt að þótt þeim væri gefin heil prentsmiðja kynnu þeir hvorki að hagnýta sér hana né vinna efni til að prenta.” fundargesti um Fribourg-kantónu og þeim kynnt þetta undurfagra land. Höfundur er formnður félags kaþólskra leikmanna. ótrúlega 4X4 hagstæðu verði Búnaöur Vél 2600CC. 115HÖ bensín. Samlæsing á hurðum. ÍÚtvarp m/segulbandi.Tregðulæsing ' Rafstýrðar rúðuvindur. ' Háþrýstiþvottur á aðalljósum. 1 Hæðarstilling og upphitað bilstjórasæti. TROOPER I CREW CAB Bunaöur . Vél 2300CC. 110HO. 5 glra. /Aflstýri. Tregðulæsing. /Vönduð innrétting. 5" upphækkun. I Gúmmibrettakantar. ' Gangbretti úr áli. B.F. Goodrich 32* dekk. Álfelgur. Svört grínd á framstuðara og Ijóskastarar. Wam M6000 spil. ■ ' Frá 1.782.000 stgr. á götuna ekki innifalið í veröi. /ISUZU bílarnirerumjög þægilegir íakstri.mjúkir og rúmgóðir.j ' Láttu ekki vetrarfærðina hafa áhrif á ferðaáætlanir þínar. / Tryggðu þér og fjölskyldunni traustan ISUZU bíl. Takmarkað magn bíla Ókeypis skoðun árlega lUUÍsvrffuj HÖFÐABAKKA 9 SÍMAR 670000 / 674300 Mannréttinda- brot á öryrkjum? eftir Sigurð Þór Guðjónsson Tveir af ágætustu baráttumönn- um fyrri rétti öryrkja hafa látið til sín taka undanfarið. Jóhann Pétur Sveinsson formaður Sjálfsbjargar hefur mótmælt auknum lyfjakostn- aði þeirra. Og Arnór Helgason for- maður Oryrkjabandalags Islands tel- ur þá ákvörðun Borgarstjórnar Reykjavíkur, að sambýli geðsjúkra við Þverársel verði að fá leyfi bygg- inganefndar borgarinnar fyrir starf- semi sinni, vera skerðingu á mann- réttindum fatlaðra. Ég vil vekja athygli á mannrétt- indabroti, sem sérstaklega bitnar á öryrkjum, en virðist því miður hafa skotist framhjá þessum valinkunnu mönnum, sem og öllum almenningi. Vorið 1989 samþykkti alþingi ein- róma viðbótarákvæði við læknalög frá 1988, og afnam þar með vissan rétt sjúklinga til aðgangs að sjúkra- skrám. Var sú lagasetning andstæð túlkun umboðsmanns alþingis. Landlæknir hefur oft lýst því yfir opinberlega að þetta sé mann- réttindabrot á sjúklingum. Og á ráð- stefnu sem Rauð krossinn efndi til í Reykjavík 4. maí síðastliðinn um mannréttindi, sagði Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður, að „ekki verði séð að þingmenn hafi gert sér neina grein fyrir því, að með breytingunni var lögfest ákvæði, sem brýtur gegn Mannrétt- indasáttmála Evrópu eins og hann hefur verið túlkaður af Mannrétt- indadómstól Evrópu”. En ekki vakti þetta neinar umræð- ur né önnur viðbrögð í þjóðfélaginu. Engar ályktanir gerðar af þeim er helst láta málefni öryrkja og ann- arra sjúklinga til sín taka. Hvers vegna lætur sig enginn neinu varða, þó fram komi á ráð- stefnu virtustu alþjóðasamtaka heims um líknarmál og mannrétt- indi, að alþingi hafi sett lög, er stangist ekki aðeins á við anda Mannréttindasáttinála Evrópu, held- ur eins og hann hefur beinlínis verið túlkaður af Mannréttindadómstóln- um? Hér véla ekki um málin „nöldrar- ar” eða menn með „þráhyggju”. Þetta snertir auðvitað enga meira Sigurður Þór Guðjónsson „Fór mannréttindaráð- stefna Rauða krossins framhjá öllum? Eða eru sum mannréttindi óæðri öðrum? Þetta eru áríðandi spurningar sem knýja á um svör.” en öryrkja því mannréttindi eru þar með brotin á þeim flestum hér á landi. Hvernig í ósköpunum stendur þá á því að Óryrkjabandalagið, Sjálfs- björg og öll önnur samtök og félög sjúklinga á íslandi, láta eins og þau viti ekki af þessu? Sömuleiðis læknar sem eru þó sífellt að veija rétt sjúkl- inga í blöðunum. Þó mót.mælir Ör- yrkjabandalagið harðlega mann- réttindaskerðingu á sjúklingum varðandi sambýli í Þverárseli. Og fleiri samtök sjúklinga eru að sigla í kjölfarið. Fór mannréttindaráðstefna Rauða krossins framhjá öllum? Eða eru sum mannréttindi óæðri öðrum? Þetta eru áríðandi spurningar sem knýja á um svör. Höfundur er riihöfundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.