Morgunblaðið - 24.12.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.12.1996, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Sjaposníkov marskálkur vill að ánægja viðskiptavinanna sé markmiðið Aeroflot réttir úr kútnum FLUGFÉLAGI Sovétríkjanna gömlu, Aeroflot, var skipt upp eftir hrun sambandsríkisins og hefur rekstur nýju félaganna gengið misjafnlega. Erlendir far- þegar Aeroflot kvörtuðu löngum yfír þjónustunni, fýldum flug- freyjum og skorpnuðum brauð- sneiðum, en nýr stjórnandi rúss- neska félagsins, Jevgení Sjapo- sníkov marskálkur, þykir hafa unnið kraftaverk síðan hann tók við fyrir rúmu ári, að sögn The Economist. Sjaposníkov var síðasti varnar- málaráðherra Sovétríkjanna og síðar ráðgjafí Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta í öryggismálum. Hann braut blað í sögu rúss- neskra þjónustufyrirtækja er hann lýsti því yfir að ánægja við- skiptavinanna ætti að vera helsta keppikeflið og fylgdi yfírlýsing- unni eftir. Einnig hefur hann sett á laggimar kvörtunar- þjónustu. Útlending- arnir kvarta enn mikið en innlendir viðskiptavinir eru harðánægðir. Reyndar hefur félag- ið ávallt notið mikils álits í Rússlandi vegna þeirra miklu framfara í sam- göngumálum sem tengjast sögu þess. Flugslys hafa ver- ið tíð í fyrrverandi sovétríkjum undanf- arin ár, einkum vegna lélegs viðhalds og agaleys- is flugmanna. Aeroflot hefur á hinn bóginn ekki orðið fyrir neinu slysi í tvö ár. Farþegafjöldinn hefur vaxið úr þrem milljónum 1994 í 3,8 milljónir á þessu ári og 1995 varð veru- legur hagnaður af rekstrinum. í júní sl. samdi Aeroflot við helsta innlenda keppinautinn, Transaero, um að síðarnefnda félagið helgaði sig innan- landsflugi en Aero- flot flygi til áfanga- staða erlendis. Sérfræðingar telja að rússneskar flug- vélaverksmiðjur smíði ágætar flugvél- ar en hreyflarnir séu afleitir og ekki samkeppnisfærir. Sjapo- snikov hefur keypt mikið af er- lendum flugvélum, m.a. tíu Bo- eing 737 þotur og uppskorið reiði- öskur innlendra verksmiðja en hvergi hvikað. Hann hefur sagt að áfram verði keyptar rússnesk- ar flugvélar - að því tilskildu að þær séu búnar erlendum hreyfl- um. Þannig hefur hann rekið fleyg á milli tveggja hópa verk- smiðjustjóra en segist reiðubúinn að kaupa rússnesku hreyflana ef framleiðslan batni. Annar vandi sem Sjaposníkov þarf að fást við er torleystur. Helsti heimaflugvöllur Aeroflot, Sheremetévo-2 í Moskvu, er í fádæma lélegu ástandi, brautim- ar holóttar og hann þykir full- langt frá borginni. Glæpaflokkar vaða uppi og eiga sinn þátt í að öll afgreiðsla og önnur þjónusta er silaleg eða henni einfaldlega ekki sinnt. Jevgení Sjaposníkov. Varnarmálaráðherra Rússlands í viðtali Kalda stríðinu ekki lokið enn Moskvu. Reuter. ÍGOR Rodíonov, vamarmálaráð- herra Rússlands, sagði í sjónvarps- viðtali sl. laugardag, að kalda stríðinu milli Rússlands og Banda- ríkjanna væri ekki lokið að sumu leyti; „Ég tel, að kalda stríðið standi enn að nokkm leyti,“ sagði Rodí- onov í viðtali við rússneska ríkis- sjónvarpið en það var tekið upp þegar hann kom heim af fundi í aðalstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, á miðvikudag í síðustu viku. „Þessi tvö ríki, Rússland og Bandaríkin, ráða yfir kjarnorku- vopnum og geta eyðilagt hvort annað og alla heimsbyggðina og því vaknar sú spuming hvort ör- uggt sé, að ekki geti komið til átaka,“ sagði Rodíonov. Rodíonov sagði Rússa ekki geta fallist á áætlanir um stækkun NATO og hafnaði hugmyndum um, að þeir og bandalagið skiptust á herforingjum eða fulltrúum í því skyni að bæta samskiptin. Varað við nýju, köldu stríði „Við eigum erfitt með að skilja hvers vegna verið er að taka inn ný ríki en Rússland skilið eftir,“ sagði Rodíonov og varaði við aftur- hvarfí til „hinna slæmu daga kalda stríðsins". Rodíonov sagði, að NATO hygð- ist stækka bandalagið til að halda Rússum í skefjum enda tækifærið gott nú þegar Rússland stæði höll- um fæti, jafnt efnahagslega sem hernaðarlega. Á Vesturlöndum væri óvissa um framtíðarþróunina í Rússlandi og því væri talið rétt að taka við fyrrverandi bandalags- ríkjum Rússlands og færa NATO nær rússnesku landamærunum. LOFTAFLFRÆÐI NATTURUNNAR Sérfræðingur í loftafifræði segist hafa leyst leyndardóminn um það hvernig búkmiklar og veikvængja j flugur fljúga ' ) * Uc c Lofthvirflar flæða í sveig að vængendunum og stækkar skrúflína hvirflanna jafnt og þétt sem eykur stöðugleika og lyftikraft Charles Ellington kortlagði loftfiæði í kringum vængi mölflugu i vind- göngum og byggði síðan flugulikan tilþess að rannsaka nánar flókna hvirfla og mynsturmyndanir þeirra yíir vængjunum Með breytilegu áfalls- homi vængs framkallar flugan ofristöf þegar aukalegur lyftikraftur á sér stað rétt fyrir ofris. LOFTAFLFRÆÐI HEFÐBUNDIN Kamblögun vængs eykur loftflæði yfir honum sem veldur loftþrýstingsmun og þar með lýftikrafti. Hraðara lofttlæöi/ lágþrýstingur Hægara flæði/ háþrýstingur Heimild: Tímaritið Nature LÍFFRÆÐILEG LYFTIKRAFTUR Sveig- hvirflar valda þrýstingsmun er veldur auknum lyftikrafti. Hraðara loftflæði/ lágþrýstingur Hægara flæð'i/ háþrýstingur LYFTIKRAFTUR REUTERS Verkföll- um lokið í Grikklandi Aþenu. Reuter. GRÍSKIR bændur fjarlægðu á sunnudag vega- og járnbrautatálma sem lamað höfðu samgöngur um nokkurra vikna skeið í landinu og er þetta talinn mikill sigur fyrir Costas Simitis forsætisráðherra sem hefur neitað að fallast á kröfur bænda. Þeir vildu fá auknar niður- greiðslur, skuldbreytingar og lækk- að verð á eldsneyti en Simitis benti á lélega stöðu ríkissjóðs sem gerði ókleift að auka útgjöld og lét ekki undan kröfunum. Nokkrum stundum eftir að sam- tök bænda í Þessalíu höfðu sam- þykkt að binda enda á mótmælin voru vélarnar á brott en dagana á undan höfðu nokkur samtök annars staðar í landinu hætt aðgerðum. Róttækar aðhaldsaðgerðir stjórnar sósíalistans Simitis voru samþykktar með miklum meirihluta á þingi á sunnudag. Sagði ráðherr- ann að það væri hneisa að Grikk- land væri á botninum í efnahags- legu tilliti í Evrópusambandinu en hann stefnir að því að Grikkir geti hafíð þátttöku í efnahags- og mynt- bandalaginu, EMU, fljótlega eftir aldamótin. Jeltsín mætir til vinnu Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti mætti á ný til vinnu í gær í Kreml eftir sjö vikna fjarveru vegna hjarta- aðgerðar. Forsetinn kvaðst „reiðu- búinn til átaka“ og hét því að bæta kjör þegna sinna á nýju ári. Jeltsín ræddi lítillega við frétta- menn, sem viðstaddir voru er hann steig út úr glæsivagni sínum innan Kremlarmúra. Bar hann sig vel og sagðist við góða heilsu. Sagði hann það myndu njóta forgangs hjá sér, að takast á við og leysa launa- og eftirlaunaskuldir almennings og stuðla að umbótum í hernum. Er fréttamenn spurðu forsetann hvort rússnesku þjóðinni myndi farn- ast betur á næsta ári svaraði hann ákveðið: „Vissulega, tvímælalaust". Opinberar hagtölur, sem birtar voru í gær, sýna, að verg landframleiðsla (GDP) hefur enn dregist saman milli ára, nú um 6% frá í fyrra. Stuðningur Dana við EMU eykst Kaupmannahöfn. Reuter. NIÐURSTOÐUR nýrrar skoðana- könnunar á meðal Dana sýna að stuðningsmönnum aðildar Dan- merkur að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU) hefur fjölgað verulega. Nú segjast 46% hlynntir því að Danir nýti sér ekki undanþágu sína frá EMU-aðild, en fyrir tveimur árum voru 33% þess- arar sömu skoðunar. Gallup framkvæmdi könnunina og voru niðurstöður hennar birtar í Berlingske Tidende á sunnudag. Nú segjast 44% vilja halda í undan- þágu Dana, en er Gallup spurði fyrir tveimur árum voru þeir 59%. Í nóvember birti skoðanakönnun- arfyrirtækið Greens niðurstöður könnunar, þar sem 53,4% sögðust andvígir EMU-aðild en 30,4% hlynntir. „Jólagjöf", segir Jelved Marianne Jelved efnahagsmála- ráðherra segir að niðurstöður Gall- up-könnunarinnar nú séu ,jólagjöf“ og bætir við að skilningur á mark- ****** EVROPA^ miðum EMU hafi greinilega aukizt á meðal almennings. „Ég er undrandi og ánægð með að breytingin skuli vera svona mik- il,“ segir Jelved. „Þetta sýnir að fólk er byijað að skipta um af- stöðu.“ Danir fengu undanþágu frá EMU-aðild með Edinborgarsam- komulaginu svokallaða, eftir að þjóðin hafði naumlega fellt Maas- tricht-samninginn í atkvæða- greiðslu. Meirihluti samþykkti síðan Edinborgar-samkomulagið í ann- arri þjóðaratkvæðagreiðslu. Eigi Danmörk að geta gengið í EMU þarf sennilega þriðju þjóðarat- kvæðagreiðsluna. Bonino valin „Evrópumaður ársins“ París. Reuter. FRANSKA tímaritið La Vie hefur valið Emmu Bonino, fram- kvæmdastjórnarmann Evrópu- sambandsins, „Evrópumann árs- ins“. Dómnefnd, skipuð 48 Evr- ópubúum undir forystu Jacques Delors, fyrrverandi forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, sá um valið. í umsögn dómnefndarinnar seg- ir að Bonino hafi sýnt „hugrekki, ákveðni og mikinn persónulegan styrk" í störfum sínum í fram- kvæmdastjórninni, en þar fer hún með málefni mannúðarhjálpar, sjávarútvegs og neytenda. Bonino er fyrrverandi leiðtogi róttækra á Evrópuþinginu og tók á árum áður gjarnan þátt í kröfu- göngum og mótmælaaðgerðum. Dómnefndin segir að frá þessum árum hafi hún varðveitt fram- kvæmdagleði og tæpitungulausan talsmáta, en þessum hæfileikum hafi hún beitt í núverandi emb- ætti sinu til að auka samstöðu þjóða Evrópusambandsins. Bonino er sérstaklega hrósað fyrir framgöngu hennar í mann- EMMA Bonino í ræðustól á Hótel Sögu á ráðstefnu um Evrópusambandið og íslenzk- an sjávarútveg síðastliðið haust. úðarmálum, en hún hefur átt stór- an þátt i mótun stefnu ESB um aðstoð við Bosníu og Zaire, svo dæmi séu nefnd. Framkvæmda- stjórinn, sem er 48 ára, kann ann- ars bezt við sig í fremstu víglínu. Hún Iét sig síga úr þyrlu niður í spænskan togara í fiskveiðideilu ESB og Kanada, heimsækir stríðs- hrjáð svæði — lenti í kúlnaregni í Sómalíu fyrr á árinu — og rök- ræðir við reiða sjómenn augliti til auglitis. Hún kom til íslands á liðnu hausti til að ræða milliliða- laust við íslendinga um sjávarút- vegsstefnu Evrópusambandsins. Bonino hefur gengið nærri eig- in starfsþreki og hún hneig niður síðastliðinn föstudag að loknum 21 klukkustundar löngum samn- ingafundi um fiskveiðikvóta ESB á næsta ári. „Hún barðist til enda, flutti lokaávarp og hneig í yfirl- ið,“ sagði Filippo di Robilant, tals- maður hennar. Kaþólska tímaritið La Vie hefur útnefnt „Evrópumann ársins“ frá árinu 1987. Dómnefndin velur ár- lega frambærilegan fulltrúa Evr- ópuhugsjónarinnar og varð Helm- ut Kohl, kanzlari Þýzkalands, fyr- ir valinu í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.