Morgunblaðið - 24.12.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.12.1996, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ H STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BOÐSKAPUR JÓLANNA EKKERT er eðlilegra en að einstaklingarnir, heimilin og samfélagið hugi að efnahagslegri afkomu og veraldlegum þörfum. Staðreynd er samt sem áður að maðurinn lifir ekki á einu saman brauðinu. Og þar sem mannsandinn rís hæst í leit að fegurð og sannleika, þroska og fullkomnun - í bókmenntum, myndverkum og tónlist - verður árangurinn ekki skýrður með líkam- legum þörfum. Kveikjan að fegurstu listaverkum kyn- slóðanna er guðsneistinn í brjóstum mannanna. Hann er og kveikjan að hjálpar- og líknarstarfi víðs vegar um veröldina. Manneskjan er ekki stór, ein og sér, í umgjörð alheims- ins. En í sérhveiju mannsbarni er guðsneisti, tendraður af dýrð Drottins. Miklu varðar að glæða þennan neista og gera að leiðarljósi í lífinu. Ekki sízt á helgum jólum þegar við fögnum komu hans sem sagði: „Ég er ljós heimsins. Hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.“ Jólin eru bæði skilgreind sem hátíð ljóssins-og hátíð barnanna. Hvort tveggja er réttmætt. Guð, sem er kær- leikur og ljós heimsins, kom í mannheim sem lítið barn. Guðspjallamaðurinn Lúkas segir svo frá hinum fyrstu jólum að engill Drottins hafi birzt hirðum og haft dýr- mætan boðskap að flytja mannkyni: „Yður er í dag frels- ari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Hafið þetta til marks. Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.“ Kristur sagði og við lærisveina sína, þegar þeir vildu vernda hann fyrir ásókn barna: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem ekki tekur við Guðs ríki eins og barn, mun ekki inn í það koma.“ Á helgum jólum eigum við að opna hugi okkar fyrir Jesúbarninu, leyfa því að fæðast inn í líf okkar og sálir - og varna því eigi. Yið eigum að leyfa því að glæða guðsneistann í brjóstum okkar, móta breytni okkar og viðhorf. Við eigum að upplýsa börn okkar um kærleiks- boðskap Krists; leyfa þeim að koma til hans í jólasiðum heimilisins og guðsþjónustum kirkjunnar - og varna þeim eigi. Á helgum jólum eigum við ekki hvað sízt að minnast þeirra orða Krists að hvaðeina, sem við gjörum hans minnsta bróður í daglegri breytni okkar, orðum og at- höfnum, það gerum við og honum. Við eigum að tengja þessi orð, sem boða hjálp og líkn, þeim veruleika, er við okkur blasir heims um ból í dag: Tugmilljónir barna sem þjást af hörgulsjúkdómum og milljónir fólks sem deyja ár hvert af næringarskorti og læknanlegum sjúkdómum. Áminning borgarskáldsins, Tómasar heitins Guð- mundssonar, á ríkulegt erindi við okkur í dag eins og þegar hún fram sett: „Því meðan til er böl, sem bætt þú gazt, og barizt var á meðan hjá þú sazt, er ólán heimsins einnig þér að kenna.“ Við þurfum raunar ekki að leita langt yfir skammt að einmana, sjúkum eða þurfandi, sem við getum lagt lið, ef vilji stendur til. Slíkir finnast hið næsta okkur - í íslenzku velferðarsamfélagi líðandi stundar. En við höfum samt sem áður, velflest, burði til að rétta hjálp- andi hendur einhveijum bágstöddum. Það er hægt að gera með milligöngu Hjálparstofnunar kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar eða annarra sambærilegra hjálpar- og líknarstofnana. Hjálp við aðra er dýrmætasta jólagjöf- in sem hver og einn getur gefið sjálfum sér. Síðast en ekki sízt eru jólin fjölskylduhátíð. Þau knýta mikilvæg fjölskyldu-, vensla- og vinabönd, sem stundum vill slakna á í erli og önnum hvunndagsins. Heimili og fjölskyldur, sem eru hornsteinar samfélagsins, styrkja samstöðu sína á helgum jólum. Það er vel. Við megum á hinn bóginn ekki ofgera í veraldlegum þáttum jóla- haldsins. Þeir mega ekki skyggja á kjarna málsins: Þá jólagjöf sem mannkyninu, mér og þér og okkur öllum, var gefin fyrir nær tvö þúsund árum. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, kærleika og friðar. Morgunblaðið/Rax FRÁ Hólum í Hjaltadal. Hinfyrstujól Nóttin er björt, því loftin öll stjörnurnar lýsa leitandi mönnum hin skærasta þeirra er að vísa á Betlehemsþorpið og gestunum gert er að læðast í gripahús inn, þar sem mannkynsins von er að fæðast. Hví hófu þeir langferð, hví gengu þeir Betlehemsgötu? Guð hefur beint þeim að veikburða ungviði í jötu. Þeir leituðu tilgangs, í skapandi skilninginn þyrsti og skjól fyrir hættum og sorgum þeir fundu í Kristi. Þótt Kristur sé fundinn er göngunni löngu ekki lokið. Leitin er eilíf, þó hann hafi létt mönnum okið. Eitt svarið er fengið, en glíman og lífsgátan krefjast að gangan að jötu sé ætíð og sífellt að hefjast. Davíð Oddsson ORT 19. DESEMBER 1996.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.