Morgunblaðið - 24.12.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 43
FRÉTTIR
ERLEND HLUTABRÉF
Reuter, 23. desember.
NEW YORK
NAFN LV LG
DowJones Ind 6503,63 (6382,91)
Allied Signal Co 68,25 (67,5)
AluminCoof Amer.. 63 (62)
AmerExpress Co.... 56,375 (53,625)
AmerTel &Tel 39,625 (39,125)
Betlehem Steel 8,875 (9,126)
Boeing Co 103,375 (101,375)
Caterpillar 76,125 (75,125)
Chevron Corp 66,25 (64,375)
Coca Cola Co 52,5 (48,125)
Walt Disney Co 72 (71.5)
Du Pont Co 96,75 (94,375)
Eastman Kodak 81,375 (79,875)
ExxonCP 100,625 (98,625)
General Electric 102,75 (101,25)
General Motors 55,5 (53,625)
GoodyearTire 51 (50,25)
Intl Bus Machine 155,25 (157,375)
Intl PaperCo 40,125 (38.75)
McDonaldsCorp .... 45,75 (45,75)
Merck&Co 83,125 (79,25)
Minnesota Mining... 84,125 (81)
JP Morgan &Co 98,5 (97.5)
Phillip Morris 112,25 (112,625)
Procter&Gamble.... 109,375 (105,25)
Sears Roebuck 45,375 (45,5)
Texaco Inc 97,75 (97,375)
Union Carbide 41 (40)
United Tch 67,375 (65,375)
Westingouse Elec... 18,375 (17,875)
Woolworth Corp 22 (22,375)
S & P 500 Index 749,69 (735,53)
AppleComp Inc 24 (23)
Compaq Computer. 75,375 (77,625)
Chase Manhattan ... 92 (89,125)
ChryslerCorp 33,125 (32,875)
Citicorp 105 (102,25)
Digital EquipCP 39 (39,25)
Ford Motor Co 31,75 (31,75)
Hewlett-Packard 51,375 (52.5)
LONDON
FT-SE 100 Index 4085,7 (4045,8)
Barclays PLC 1004 (1007,5)
British Airways 601,5 (608)
BR Petroleum Co 691 (685)
British Telecom 396 (398)
Glaxo Holdings 939 (934)
Granda Met PLC 454 (446)
ICI PLC 772 (764)
Marks & Spencer.... 480 (485)
Pearson PLC 712 (703)
Reuters Hlds 739 (713)
Royal&Sun All 445 (447)
ShellTrnpt(REG) .... 993 (982)
ThornEMIPLC 1348 (1319)
Unilever 1407 (1363,5)
FRANKFURT
Commerzbk Index... 2845,57 (2807,75)
ADIDASAG 133 (131)
Allianz AG hldg 2777 (2737)
BASFAG 58,7 (58,36)
Bay Mot Werke 1055 (1014)
Commerzbank AG... 38,8 (38,75)
Daimler Benz AG 102,6 (100,7)
Deutsche Bank AG.. 71,35 (70,93)
Dresdner Bank AG... 45,35 (43,6)
Feldmuehle Nobel... 308,5 (306,5)
Hoechst AG 70,48 (70,64)
Karstadt 515 (518)
Kloeckner HB DT 6.9 (6,85)
DT LufthansaAG 20,7 (20,8)
ManAG STAKT 366 (363,5)
Mannesmann AG... 655 (634)
Siemens Nixdorf 1,75 (1.86)
Preussag AG 341 (341)
Schering AG 130,1 (127,5)
Siemens 71,42 (71,13)
Thyssen AG 268,8 (263,7)
Veba AG 88,37 (87,25)
Viag 598,1 (603,5)
Volkswagen AG TÓKÝÓ 633 (619,5)
Nikkei 225 Index 19690,46 (19570,67)
Asahi Glass 1090 (1080)
Tky-Mitsub. banki.... 2130 (2110)
Canon Inc 2410 (2370)
Daichi Kangyo BK.... 1710 (1720)
Hitachi 1060 (1040)
Jal 629 (630)
MatsushitaEIND.,.. 1850 (1850)
Mitsubishi HVY 914 (910)
MitsuiCoLTD 933 (923)
Nec Corporation 1350 (1310)
Nikon Corp 1390 (1370)
Pioneer Electron 2320 (2370)
Sanyo Elec Co 491 (491)
Sharp Corp 1640 (1640)
SonyCorp 7420 (7320)
Sumitomo Bank 1740 (1740)
Toyota MotorCo 3230 (3130)
KAUPMANNAHOFN
Bourse Index 466,23 (461,28)
Novo-Nordisk AS 1040 (1042)
Baltica FHolding 122 (121)
Danske Bank 468 (452)
Sophus Berend B.... 757 (742)
ISS Int. Serv. Syst.... 151 (157)
Danisco 354 (341)
Unidanmark A......... 304 (297)
D/S Svenborg A 215500 (213000)
Carlsberg A 385 (380)
D/S 1912 B 149500 (147000)
Jyske Bank ÓSLÓ 440 (432)
OsloTotallND 943,3 (930,02)
Norsk Hydro 331 (325)
Bergesen B 149 (148)
Hafslund AFr 44 (43)
Kvaerner A 298 (286)
Saga Pet Fr 96 (96)
Orkla-Borreg. B 391 (392,5)
Elkem A Fr 103,5 (100,5)
Den Nor. Olies 15,3 (15,8)
STOKKHÓLMUR
Stockholm Fond 2326,78 (2313,27)
Astra A 323,5 (325)
Electrolux 410 (405)
EricssonTel 211 (209)
ASEA 770 (783)
Sandvik 180,5 (179)
Volvo 147 (145)
S-E Banken 66,5 (66)
SCA 139 (138,5)
Sv. Handelsb 197 (195,6)
Stora 93 (90,5)
Verð á hlut er í gjaldmiðli viðkomandi lands.
i London er veröið í pensum. LV: verð viö
j lokun markaða. LG: lokunarverð daginn áöur. j
> *
FIS og Kaupmannasamtök Islands
Styðja áform ráðherra
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Fé-
lagi íslenskra stórkaupmanna og
Kaupmannasamtökum íslands:
„Vegna óvæginnar árásar for-
stjóra Afengis- og tóbaksverslunar
ríkisins, nú síðast í Morgunblaðinu
18. desember, á þá stefnu fjár-
málaráðherra, að einkavæða skuli
smásöluverslun með áfengi, vilja
ofangreind samtök leyfa sér að
lýsa sérstaklega stuðningi sínum
við áform ráðherra. Telja félögin
í ljósi yfirlýsinga forstjórans, sem
birst hafa í fjöimiðlum nú að und-
anförnu, að full ástæða sé til að
hraða þessari meðferð mála.
Hvetja félögin ráðherra að hug-
leiða alvarlega sölu og afsetningu
fjárfestinga og að losa þannig um
þá fjármuni upp á ca. 1,5 milljarða
króna sem liggja bundnir í eignum
ÁTVR til þess að lækka skuldir
og vaxtabyrði. Þá hvetja samtökin
kaupmenn að sækja til ráðherra
heimild til þess að styrkja verslan-
ir í sinni heimabyggð með því að
knýja á um leyfi til smásölu áfeng-
is með þeim skilyrðum sem ráð-
herra metur nauðsynleg.
Samtökin harma þann vísvit-
andi blekkingaráróður sem for-
stjóri ÁTVR hefur uppi, málfluttn-
ingi sínum til stuðnings og leyfa
sér að benda á, að hin umrædda
áfengistegund, sem vísað er til í
máli forstjórans var skv. gjaldskrá
ÁTVR fyrir breytingu laganna
seld á kr. 1.620. í dag, er sama
áfengistegund seld á kr. 1.670,
þar af vsk. kr. 328,50, sem sam-
svarar 3% hækkun á verði vörunn-
ar. Sama vara er í dag seld ÁTVR
á kr. 1.173,50 en með álagningu
ÁTVR nemur verðið fyrir utan
vsk. kr. 1.341, eða sem samsvara
14,3% álagningu ÁTVR. Miðað við
álagningu ÁTVR fýrir breytingu
iaganna upp á 10,5% er greinilegt
að það er ekki innflytjandinn sem
tekur til sín fleiri krónur í kjölfar
breytinga á áfengislögum, eins og
haldið er fram.“
Mætti að ósekju setja hljóðkút
á fleiri.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
23. desember 1996
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heíldar-
verð verð verð (kíló) verð (kr.)
ALLIR MARKAÐIR
Djúpkarfi 60 60 60 100 6.000
Karfi 22 15 17 104 1.763
Keila 50 38 42 360 15.170
Langa 50 47 49 65 3.163
Langlúra 50 50 50 61 3.050
Sandkoli 65 49 60 990 59.310
Skarkoli 130 130 130 213 27.690
Skötuselur 250 250 250 564 141.000
Tindaskata 10 10 10 136 1.360
Ufsi 52 32 47 3.387 157.867
Undirmálsfiskur 60 50 55 3.261 178.630
Ýsa 79 50 74 133 9.801
Þorskur 120 75 97 14.470 1.408.624
Samtals 84 23.844 2.013.428
FISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR
Sandkoli 49 49 49 315 15.435
Skarkoli 130 130 130 213 27.690
Tindaskata 10 10 10 136 1.360
Ufsi 43 43 43 124 5.332
Undirmálsfiskur 50 50 50 1.703 85.150
Þorskur 120 75 99 7.418 734.308
Samtals 88 9.909 869.275
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA
Djúpkarfi 60 60 60 100 6.000
Keila 50 38 43 275 11.770
Langlúra 50 50 50 61 3.050
Skötuselur 250 250 250 564 141.000
Ufsi 52 43 47 3.133 148.160
Þorskur 76 76 76 482 36.632
Samtals 75 4.615 346.612
FISKMARKAÐURiNN HF. HAFNARFIRÐI
Karfi 22 15 17 104 1.763
Keila 40 40 40 85 3.400
Langa 50 47 49 65 3.163
Sandkoli 65 65 65 675 43.875
Ufsi 35 32 34 130 4.376
Undirmálsfiskur 60 60 60 1.558 93.480
Ýsa 79 50 74 133 9.801
Þorskur 110 90 97 6.570 637.684
Samtals 86 9.320 797.541
Olíuverð á Rotterdam-markaði, 11. okt. til 20. des.
ÞOTUELDSNEYTI, dollarar/tonn
242,5/
241,5
180-(---1---1---1—•H-----1-—t....t....I---1—-t
11.018. 25. 1.N 8. 15. 23. 29. 6.D 13. 20.
SVARTOLÍA, dollarar/tonn
118,0/
\A
11.0 18. 25. 1.N 8. 15. 23. 29. 6.D 13. 0.
Athugasemd við forystugrein
Duldar tekjur
í fjárlögum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Kristni
H. Gunnarssyni, alþingismanni:
„í leiðara Morgunblaðsins síðasta
sunnudag, 22. desember, er fjallað
um afgreiðslu á fjárlögum íslenska
ríkisins fyrir næsta ár. Er þar að
vonum vakin athygli á því að lítils-
háttar afgangur er á fjárlögunum,
en um margra ára skeið hefur verið
samfelldur hallarekstur á ríkissjóði.
Um það hef ég ekki deilt við stjórn-
arliða að snúa verði við blaðinu í
rekstri ríkisins, hef reyndar hvatt
til þess á undanfömum ámm að sú
meginregla verði í heiðri höfð að
aðeins því sé eytt sem aflað er,
ekki meir. Undanfarinn áratugur
hefur verið skelfilegur í fjármálum
ríkisins, hallinn numið árlega gífur-
legum fjárhæðum og skuldir hlaðist
upp með ógnarhraða. Það vanda-
sama er nefnilega eftir, að jafna
þessum skuldum niður á skattgreið-
endur og þegar að því kemur mun
það sannast að auðvelt er að safna
skuldum en erfitt að greiða þær.
Hætt er við að þá muni almennt
launafólk bera þyngstu byrðarnar.
Ég er þeirrar skoðunar að það sé
mest í þágu láglaunafólksins að
eyða ekki um efni fram.
Vissulega má finna málsbætur
fyrir skuldasöfnuninni að einhveiju
leyti, einkum þá að um nokkurra
ára skeið var lægð í efnahagslífmu
og þau ár varla gerlegt að hafa
jöfnuð á ríkisrekstrinum.
Nú við lokaafgreiðslu fjárlaga
fyrir næsta ár, hafði ég þann starfa
að mæla fyrir áliti stjómarand-
stæðinga í fjárlaganefnd Alþingis
og lagði mikla áherslu á það í mínu'
máli að tekjuafgangur yrði hjá rík-
issjóði, en fáeinar athugasemdir vil
ég gera við leiðarann að öðru leyti.
Þar kemur fram að stjómarand-
stæðingar haldi fram að tekjur rík-
isins séu vanáætlaðar í fjárlögum
um allt að 1,2 milljörðum kr. Vegna
þess að ekki sé tekið mið af líkleg-
um stóriðjuframkvæmdum.
Þar skriplaði á skötu, eins og
segir á einum stað, og á reyndar
vel við þar sem ég sit við eldhús-
borðið og pára þessar línur við
skötuilminn.
Hið rétta er að við stjórnarand-
stæðingar teljum að tekjur séu
vantaldar um allt að 1,2 miíljörðum
króna miðað við forsendur fjárlag-
anna. En ekki er gert ráð fyrir stór-
iðjuframkvæmdum í fjárlögunum.
Beinist grunur okkar aðallega að
því að tekjur af virðisaukaskatti
séu vanáætlaðar, einkum vegna
ofáætlaðs innskatts. Auk þess telj-
um við að líklegasta framvinda
efnahagsmála sé sú að af stóriðju-
framkvæmdunum verði og því
óeðlilegt að fjárlögin miðist við
aðra framvindu sem talin er ólík-
legri. En hvað um það, verði af
þeim framkvæmdum hleypur al-
deilis á snærið hjá ríkissjóði. Hag-
vöxtur eykst mikið, svo og fjárfest-
ing og einkaneysla og af þessu
hefur ríkissjóður miklar tekjur. Þær
gætu numið allt að 5 milljörðum
króna samkvæmt mati okkar sér-
fræðinga. Samtals gætu því vaná-
ætlaðar tekjur ríkissjóðs numið ríf-
lega 6 milljörðum króna. Þeim, sem
vantrúaðir eru, má benda á að á
þessu ári, 1996, er talið að tekjur
ríkissjóðs verði tæplega 13 milljörð-
um kr. hærri en í fyrra 1995, eða
hækki um 11% milli ára.
Það er mikið veikleikamerki hjá
ríkisstjórn þegar hún telur nauð-
synlegt að fela tekjur ríkissjóðs,
spurningin er hverja óttast hún?
Þá er ég ósammála því sem fram
kemur í leiðaranum að markvisst
hafí verið unnið að því að draga
úr útgjöldum og að það hafí tekist
í stórum dráttum.
Þvert á móti hefur niðurskurður
verið ómarkviss og handahófs-
kenndur fyrst og fremst fyrir skort
á skýrri stefnu í rekstri ríkisins og
hlutverki þess, enda hefur afleið-
ingin orðið sú, að rekstur ríkisins
hefur vaxið ár frá ári og er enn
að vaxa. Þar hefur mönnum fyrst
og fremst mistekist og brugðist við
með því að skera niður bætur al-
mannatrygginga og stofnfram-
kvæmdir, einkum vegafram-
kvæmdir. En það er meira mál en
svo að rúmist í lítilli grein að fjalla
almennt um ríkisreksturinn og ég
geymi mér það til betri tíma bak
jólum.“
Jógaæfmgar gefnar út
á geisladiski
JOGAIÐKENDUR geta nú iðkað
jóga undir leiðsögn Kristbjargar
Kristmundsdóttur jógakennara, á
heimili sínu eða annars staðar þar
sem aðstæður leyfa, en hún gaf
nýlega út geisladisk sem hentar
bæði byijendum og lengra komn-
um.
Kristbjörg kynntist jóga sem
unglingur og hefur starfað sem
jógakennari frá árinu 1989. Hún
útskrifaðist sem jógakennari frá
Kripalu Center í Bandaríkjunum
árið 1992 og hefur síðan leitað sér
framhaldsmenntunar á Indlandi.
Auk þess að vera með regluleg
námskeið á Egilsstöðum og í ná-
grannabyggðum hefur hún haldið
fjölda námskeiða víða um land.
Geisladisknum fylgir lítil bók þar
sem æfingamar á diskinum eru
útskýrðar í máli og myndum, til
hagræðis fyrir notendur.
Flutningur tónlistar er í höndum
Guðna Franssonar. Utgefandi er
Móðir Jörð í Vallamesi.
BRIDS
U m s j ó n
Arnór G. Ragnarsson
Spron-mótið — minningarmót
um Hörð Þórðarson
BRIDSFÉLAG Reykjavíkur hefur
ákveðið í samvinnu við Sparisjóð
Reykjavíkur og nágrennis að heiðra
minningu Harðar Þórðarsonar (1909-
1975) með því að halda veglegt tví-
menningsmót þann 29. desember
næstkomandi.
Hörður var fyrsti formaður Bridsfé-
lags Reykjavíkur (1942) auk þess að
vera í hópi bestu spilara landsins.
Hann var fyrirliði bridslandsliðsins um
tíma. Eins og kunnugt er var hann
sparisjóðsstjóri SPRON.
Mótið hefst kl. 12.00 sunnudaginn
29. des. og verður spilaður tvímenn-
ingur með Monrad-sniði, alls 42 spil.
Spilað verður um silfurstig auk rausn-
arlegra verðlauna:
1. verðlaun 60.000 kr., 2. verðlaun
40.000 kr., 3. verðlaun 30.000 kr.,
4. verðlaun 20.000. kr., 5. verðlaun
15.000 kr., og 6. verðlaun 10.000 kr.
Einnig verða veitt 10.000 kr. auka-
verðlaun fyrir efsta kvennapar, efsta
par yngri spilara, efsta par í flokki
(h)eldri spilara og efsta blandaða par
(konu og karl). Keppnisgjaldi er mjög
í hóf stillt eða aðeins kr. 1.000 fyrir
hvern spilara. Eru allir spilarar hvatt-
ir til að minnast frumkvöðlanna og
mæta til leiks í skemmtilegu og von-
andi öflugu móti. Vinsamlegst skráið
þátttöku til skrifstofu BSI í síma
578-9360 eða mætið tímanlega á
spilastað.