Morgunblaðið - 08.05.1997, Side 26

Morgunblaðið - 08.05.1997, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VILTU V§Rí)A SKOKKARI? og ná þér upp úr vetrardvaIanu m Sumardagskrá Hlaupahóps Máttar hefst meö kynningarfundi og skokki mánudaginn 12. maí, kl. 18.00. Gamiir félagar og þeir sem lagst hafa í vetrardvala eru hvattir til aö mæta. Ath. Sérstakur byrjendahópur, þar sem lögö veröur áhersla á gætilega þjálfun, fræöslu og síöan útskrift í Hlaupahópinn Sumarkort sem gildir til 10. September. Verö kr. 9.900,* (þ.e. ca. 2.475,- á mán.) Sumarkort fyrir skólafólk Verö kr. 7.500,- (kr. 1.875,- á mán.) Kortin eru aögangskort í leikfimi og tækjasali. Tilboöið gildir til 20. maí. Grafarvogsbúar! /AATUR OG HRiJFING hefst 15. maí Hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. 6 vikna námskeiö 3x í viku Frjáls mæting aö auki. Þolfimi, pallar, styrktaræfingar, fitubrennsla, útivist - kraftganga. Fræöslufyrirlestrar um mataræöi og hreyfingu. Uppskriftir - Ráöleggingar í einkaviötölum. Allt þetta og góöur félagsskapur fyrir aöeins kr. 7.900,- LISTIR Skál í (lyftu)botn Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson GUÐBRANDUR Guðbrandsson t.h. og Páll Friðriksson. LEIKLIST Bifröst GRÆNA LYFTAN LEIKFÉLAG SAUÐÁR- KRÓKS Á SÆLUVIKU Gamanleikrit eftir Avery Hopwood í nýrri þýðingu Þórunnar Magneu. Leikstjóri: Þórunn Magnea. Leik- mynd: Þórunn Magnea. Ljós og hljóð: Einar Þorbergsson og Óðinn Arnar- son. Leikendur: Guðbrandur Guð- brandsson, PáU Friðriksson, Svan- hildur Guðmundsdóttir, Hrönn Pálmadóttir, Ingvar Páll Ingvarsson, Júliana Ingimarsdóttir, Ingibjöm Reynisson, Baldur Smárason. Bif- röst, Sauðárkróki 1. maí. Á SÆLUVIKU í fyrra sýndi Leik- félagið á Sauðárkróki ágætt frum- samið verk eftir höfund í héraði, Jón Ormar Ormsson, þar sem róið var á heimamið og skerpt á sögulegri vit- und Skagfirðinga með leik og söng í fjölmennri uppsetningu. Sú sýning, fyrir utan að vera vel uppsett og skemmtileg, hentaði anda Sæluvi- kunnar mjög vel því samfélagsleg skírskotun hennar var fjölþætt og sterk. Á Sæluviku í ár kveður við allt annan tón enda gamalreyndur breskur farsi í boði. Hér er stefnt að því einu að kitla hláturtaugarnar svo um munar og eftir viðbrögðum áhorfenda að dæma tókst það mæta- vel um kvöldið 1. maí. Formúlan fyrir þessu er kunnugleg: Misskiln- ingur á misskilning ofan. Konur misskilja karla og karlar konur í gríð og erg og ekki batnar það þeg- ar brennivíni er hellt ótæpilega ofan á allt saman. Það næst skelfilegasta sem hent getur nokkurn mann er að reyna að vera fyndinn á sviði og enginn hlær að. Það skelfilegasta er að lenda í því fyrir framan sveitunga sína. í upphafi gætti í fari leikenda aðeins óttans við þessi skelfilegu örlög og skal engan undra, en þótt Svanhild- ur Guðmundsdóttir og Ingvar Páll Ingvarsson hafi verið örlítið hikandi í fyrstu (Ingvar mætti brosa minna en vera þess í stað ástríðufyllri) leið ekki á löngu þar til þeim bættist liðs- auki og þá fór allt á fullt skrið og leikhópurinn náði geðslagi áhorf- enda kyrfílega á sitt vald. Þar er ekki síst fyrir að þakka framlagi Guðbrands Guðbrandsson- ar í hlutverki Billys Bartletts sem á að vera svo litlaus karakter og leiðin- legur að liggur við hjartastoppi. Að minnsta kosti þykist Svanhildur Guðmundsdóttir sem eiginkona hans sjá sér þann kost vænstan að puðra sér burt úr sambúðinni við hann áður en hún verður dauðastirðnun að bráð. Guðbrandur brá sér í fjögur gervi á Sæluvikusýningunni í fyrra, en hér lætur hann sér nægja eitt og skilar því með sóma. Hann er með afbrigðum kvikur á sviði og snar og kemur þeirri kennd vel til skila að kunna ekki sitt rjúkandi ráð. Það væri gaman að sjá hann túlka tilvistarlega einsemd trúðsins. Þau Hrönn Pálmadóttir, sem Blenny Wheeler, ná vel saman í leik sínum þegar þau „detta í það“, enda hlógu áhorfendur hvað hæst þá og, af skiljanlegum ástæðum, öllu hærra þeir reyndari en ungir. Leikfélag Sauðárkróks hefur starfað af krafti í vetur, sett upp þrjár leiksýningar, leiklestur og haldið skemmtidagskrár. Með Grænu lyftunni býður félagið áhorf- endum ágæta afþreyingu. En leik- félagið sett líka á svið Pétur Gaut og sýndi hann á Sæluviku. Guðbrandur Gíslason Töfrar plastsins „VERKUNUM er ætlað að yfirpoppa og afhjúpa óþol gerandans gagnvart gjaldþroti miðilsins. Þau framkalla plestnar klisjur sem hver um sig uppfyllir þó eitt af frumskilyrðum myndverksins; að lifa sjálfstæðu lífi,“ segir Helgi Sigurðsson hug- verkasmiður um plastsýningar sem hann opnar á Mokka föstudaginn 9. maí. Helgi hefur starfað sjálf- stætt sem teiknari og grafíkhönn- uður þar sem tölvur hafa skipað stór- an sess. Helgi segist vilja seilast úr stafrænu umhverfí sínu til að kanna þá mótsögn er felst í sköpun mynd- verka nú þegar uppjausn allra for- sendna vofir yfír. „Á sama tíma og ég veiti þessari sköpunarþörf útrás stunda ég eins konar fjölbragða- glímu við mótsagnarkennd viðhorf," segir Helgi. „Myndlist sem boðberi nýrra strauma virðist hæpin nú þeg- ar mögulegt er að flytja þrívíðan veruleikann yfír upplýsinganetið og ofgnótt myndefnis á öllum sviðum heijar á og situr um skilningarvitin." Um plast segir Helgi: „Það er kynlaust, lyktarlaust og karakter- laust en býr samt yfir miklum töfr- um.“ Sýning Helga á Mokka stendur til 6. júní. Mokka er opið frá kl. 9.30-23.30 alla daga nema sunnu- daga frá kl. 14-23.30. VERK Helga á Mokka. Hvaö heitir þú? - hverra manna ertu? Er ættarmót í UPPSIGLINGU? Á stóru ættarmóti er tilvaliö að næla nöfn þátttakenda í barm þeirra. ( Múlalundi færð þú bamnmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnustofa S(BS Símar 562 8501 og 562 8502

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.