Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 31 LISTIR Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir. HÖFUNDARNIR Hafþór Óskarsson, Magnús Guðmundsson, Ólafur Tryggvason og Þórdís Haraldsdóttir. Drangsnesskólinn gefur út ljóðabók Drangsnes. Morgunblaðið. NYLEGA kom út á Drangsnesi ljóðabókin Fyrstu skrefin. Það eru nemendur grunnskólans sem gefa bókina út og í henni eru 69 ljóð eftir alla nemendur skólans, 26 höfunda á aldrinum sex til sextán ára. Drangsnes er lítið þorp á Drangsnesi búa fáir, út af því að þar búa fáir. Þetta litla einlæga ljóð heitir Drangsnes og er eftir yngsta nem- anda skólans, Halldóru Guðjóns- dóttur, sem er sex ára. Kannski á eitt af stórskáldum framtíðarinnar í þessari bók sín fyrstu spor í ljóða- gerð, um það getum við ekki sagt í dag. Bókin er mjög vönduð, fallega innbundin í rauðu bandi með gyllt- um stöfum. Fyrstu skrefin er unnin í Félagsbókbandinu Bókfelli í Reykjavík og hafði Einar Egilson veg og vanda af þeirri vinnu. Trúnaðarmál MYNPLIST T e h ú s i ð , Vcsturgötu 3 b BLÖNDUÐ TÆKNI Haraldur Jónsson. Opið öll kvöld sem aðrar uppákomur eru í Kaffileikhús- inu til 14. mai 1997. TEHÚSIÐ er tíu fermetra sýn- ingarrými sem staðsett er í porti Hlaðvarpans og hefur nýlega verið tekið undir myndlistarhald. Sýning Haraldar er sú þriðja sem þar er sett upp og nefnist verkið sem hann sýnir „Trúnaðarmál". Listamaður- inn hefur tekið viðtal við unga konu upp á myndband. Andlit konunnar er myrkvað, þannig að hún þekkist ekki, og er viðtalið sýnt á gömlum sjónvarpsskjá sem stendur á miðju gólfi. Aðgangur inn í sýningarrým- ið er ekki leyfður og sést því mynd- bandið aðeins gegnum glugga húss- ins. Um leið er verkið einangrað, þótt heyra megi ógreinilegt tal ef lagt er við hlustir. Staðsetning verksins hefur með þessu móti verið færð út fyrir sjálft sýningarrýmið og sett í nýtt sam- hengi. Áhorfandinn þarf að nálgast sýninguna út frá nýjum forsendum og skoða verkið í samhengi við þá staðsetningu sem það er sett í. Verk Haraldar lætur lítið yfir sér þrátt fyrir að framsetning þess sé vel ígrunduð. Það hefur sterka vísun til sjónvarpsviðtala þar sem viðkom- andi má ekki þekkjast, og vísar um leið til starfsemi sem er í Hlaðvarp- anum. Sýningin nær því að gera áhorf- andan sér meðvitandi um nánasta umhverfi rýmisins á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Hulda Ágústsdóttir Helfgott á tónleikum í London Ahorfendur fagna en gagn- rýnendur fullir hryllings London. Reuter. HIN umdeilda tónleikaferð píanó- leikarans David Helfgott heldur áfram, áhorfendum flestum til ánægju en gagnrýnendum til hryll- ings. Vinsældir Helfgotts má fyrst og fremst rekja til kvikmyndarinnar „Shine“, sem fjallar um ævi Helf- gotts, baráttu hans við geðræn vandamál og hvernig honum tókst að hefja tónlistarferil sinn að nýju. Óhætt er hins vegar að segja að hann fer ekki troðnar slóðir í flutn- ingi sínum á mörgum helstu perlum tónbókmenntanna, og það fer fýrir brjóstið á ýmsum eins og glöggt kom í ljós á tónleikum í London í vikunni. Þrátt fyrir að áhorfendur hefðu einhverja hugmynd um á hveiju væri von, trúðu þeir vart sínum eig- in eyrum er Helfgott hóf flutning- inn, tautandi og raulandi fyrir munni sér. Áttu margir erfítt með að ein- beita sér að tónlistinni vegna hinna ýmsu hljóða sem Helfgott gaf frá sér. Er hann lék Tunglskinssónötu Beetovens sló hann taktinn hátt og skýrt með fætinum til að fara ekki út af laginu og sagði við sjálfan sig „og nú kemur erfiði hlutinn" í miðri La Campanella eftir Liszt. í nokkur skipti fór Helfgott út af laginu, svo rækilega að það fór um salinn. Eftir erfíðan hluta í einu verkanna tók Helfgott sér nokkurra sekúndna hlé til að hrista hægri höndina áður en hann hélt áfram. En þegar tónleikunum, sem stóðu í hálfan annan tíma, lauk var hon- um ákaflega vel tekið, þótt von- brigða gætti vissulega hjá einstaka áhorfanda, og var hann klappaður upp í þrígang. Gagnrýnendur sýndu hins vegar enga vægð. „Að kalla hann píanó- leikara er að teygja hugtakið út fyrir öll venjuleg mörk,“ sagði í The Guardian. The Daily Express sagði tónleikana hafa verið „að jafnaði sorglega, oft vandræðalega og stundum ósmekklega". Grænn lífseðill Fjördagar í lauginni verða haldnir á Suðumesjum á ejtirtöldum stöðum: Sundlaugin Garði 8. maí, kl. 9.00. til 12.00. Sundlaugin Grindavík 8. maí, kl. 12.00. til 15.00. Sundlaugin Vogutn 11. maí, kl. 10.00. til 12.00. Sundlaugin Sandgerði 25. maí, kl. 10.00. til 15.00. Sundlaugin Reykjanesbœ 25. maí, kl. 10.00. til 15.00. Boðið verður upp á blóðþrýstingsmælingar og leið- beiningar um sundlag og sundþjálfun. Grænn lífseðill — gagnast þér allt lífið — Framkvæmdaaðilar Græna lífseðilsins eni íþróttir fyrir alla og Heilsuefling. H*torigö«*og SPARISJÓÐURINN -fyrirþigogþím Breyttu um lífsstíl - þín vegna !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.