Morgunblaðið - 08.05.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 08.05.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 49 MINNINGAR HELGA STELLA JÓHANNESDÓTTIR + Helga Stella Jóhannesdótt- ir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1918. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. apríl slðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 6. maí. Mig langar í örfáum orðum að minnast Helgu Stellu Jóhannes- dóttur, en henni kynntist ég fyrst um miðjan sjötta áratuginn, er hún og eiginmaður hennar Jón Arnórsson tóku við rekstri umboðs Happdrættis Háskóla íslands, sem frú Maren Pétursdóttir hafði rekið á Laugavegi 66 hér í borg. Ráku þau umboðið í hálfan annan ára- tug í Bankastræti 11. Fram að þeim tíma hafði Stella eingöngu varið kröftum sínum innan veggja heimilis í þágu eiginmanns og barna. Sú sem þetta ritar hafði vegna starfa sinna á skrifstofu happ- drættisins á þeim árum nærri dag- legt samband við Jón og Stellu og kynntist því vel þeirra vönduðu vinnubrögðum, nákvæmni og snyrtilegum frágangi á öllu, sem þau sendu til aðalskrifstofunnar. Stella var fremur hlédræg kona, afar fáguð í framkomu og vann verk sín af alúð og mikilli vand- virkni. Hún var jafnlynd, traust, skapgóð og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðina á tilverunni. Á fallegu og gamalgrónu menningar- heimili þeirra hjóna í Barmahlíð 7 hér í borg, þar sem hvarvetna mátti líta fínlegan smekk húsmóð- urinnar, naut hún sín best. Stella hafði yndi af lestri góðra bóka. Einkum hafði hún áhuga á þjóðlegum fróðleik. Hún var marg- fróð í þeim efnum, mundi vel það sem hún las og sagði vel frá. Eftir lát Jóns Arnórssonar árið 1967 hætti rekstur happdrætt- isumboðsins í Bankastræti. Réðst Stella þá til starfa við umboðið í Tjarnargötu 4 og síðar á aðalskrif- stofuna. Þar vann hún til ársins 1986. Stúdentamyndir Passamyndir PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍO LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 MikícS úrval af finllegum rúmfatnaái SlióUvörðmtijf 21 Siml 551 4050 Reykiavik. Þau ár sem í hönd fóru voru henni um margt ánægjuleg. Hún var heilsuhraust og nýtti tímann vel, m.a. til ferðalaga, lesturs og hannyrða, svo eitthvað sé nefnt. Stella átti góðar minningar. Hún hafði eignast góðan eiginmann og þau átt yndislegt heimili saman. Þau höfðu einnig átt barnaláni að fagna. Ást og umhyggja fyrir eiginmanni, börnum og síðar barnabörnum var hennar markmið, sem hún sinnti framar öðru. Fyrir þær stundir, sem við áttum saman, er ég þakklát. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar síðan Stella kenndi lasleika. í ljós kom sjúkdómur, sem gert hafði vart við sig nokkrum árum áður. Fljótt varð séð að við hann yrði ekki ráðið. Hún kvaddi þetta jarð- neska líf að kveldi hins 28. apríl sl. Sú einstaka umhyggja, sem börn hennar, tengdabörn og barnabörn sýndu henni ávallt, ekki síst nú í veikindunum, er verð aðdáunar. Ég vil votta aðstandendum hennar innilega samúð mína. Megi hún vera á Guðs vegum. Guðfinna Guðmundsdóttir. werzalitrgiugga SÓLBEKKIR Þola fyrirliggjandi vatn SENDUM I PÓSTKRÖFU Þ. ÞORGRÍMSSON SCO Ármúla 29 • Reykjavík • Slmi 553 8640 pp &CO ÞAK-0G VEGGKLÆÐNINGAR Gaíl flísar ;=í: ifi ÍH JÉ: !!Í Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ISVr\L-öOftGA Ei-lr. > HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 YDDA F45.32/SIA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.