Morgunblaðið - 23.05.1998, Page 12

Morgunblaðið - 23.05.1998, Page 12
12 LAUGAKDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR D- og R-listi svara gagnrýni kennara við Seljaskóla Vísa á bug að hafa viðhaft blekkingar SIGRÚN Magnúsdóttir, sem situr í öðru sæti Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningunum í dag, svaraði í gær gagnrýni kennara í Seljaskóla með því að nú þegar væri meðaltal nemenda í grunnskólum í Reykjavík 20,3 og þegar miðað væri við að 20 nemendur ættu að vera í bekk að meðaltali, en hins vegar gætu verið allt að 28 nemendur í bekk og allt niður í 18. Fjöldinn segði hins vegar ekki til um það hvort bekkur væri erfiður eða ekki. Ami Sigfússon, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn, undraðist viðbrögð kennaranna í Seljaskóla að halda því fram að Sjálfstæðisflokk- urinn stundi blekkingar þegar verið er að fjalla um þá þjónustu sem skólar veita í dag. í yfirlýsingu kennara í Selja- skóla, sem birtist í Morgunblaðinu 23. MAI sl. miðvikudag, kemur fram að þeir telji að blekkingar hafi verið hafðar í frammi af borgarstjórnarflokkun- um á fundi Kennarafélags Reykja- víkur og Samfoks með fram- bjóðendum til borgarstjómar. Þar hafi verið reynt að telja kjósendum trú um að í skólum borgarinnar Morgunblaðið/Ásdís TÓNLISTIN freistaði á Ingólfstorgi og margir stöldruðu við og lögðu við hlustir, jafnvel þó að sumir hefðu gleymt regngallanum heima. Morgunblaðið/Golli í NAUTHÓLSVÍK lét ungt fólk í Reykjavíkurlistanum og Neslistanum vætuna ekki á sig fá og grillaði pylsur af miklum móð. Útisamkomur andstæðra fylkinga í borginni Ungir kjósendur fengu að blotna EKKI er hægt að segja að vel hafi viðrað á útisamkomur þær sem boðað var til fyrir unga kjósendur í borginni í gærkvöldi, á lokaspretti kosningabaráttunnar, og því var þátttaka ekki nærri því eins al- menn og gert hafði verið ráð fyrir. Á Ingólfstorgi vom stórtónleikar á vegum Sjálfstæðisflokksins, þar sem fjöldi hljómsveita kom fram og í Nauthólsvík var sameiginleg strandveisla ungs fólks af Reykja- víkurlistanum og Neslistanum, þar sem m.a. var á boðstólum tónlist, gamanmál og götuleikhús. Þátttakan í útisamkomunum báðum var heldur í dræmara lagi en þeir sem vora forsjálir og höfðu gallað sig vel eða tekið með sér regnhlíf virtust þó una sér hið besta þrátt fyrir að gáttir himins- ins væru örlátar á úrkomuna. yrðu að jafnaði ekki fleiri en 20 nemendur í bekkjardeild. Síðan segir, ,Á sama tíma era í gildi regl- ur sem fela í sér að nemendur geti orðið allt að 30 í bekkjardeild." Sigrún sagði að allar áætlanir Reykjavíkurlistans miðuðust við þá þumalputtareglu að tuttugu nem- endur yrðu að meðaltali í hverri bekkjardeild í Reykjavík. „Við eram vitaskuld í stórfelldum byggingaráætlunum og þegar til dæmis er reistur 400 nemenda skóli er miðað við 20 bekkjardeildir," sagði hún. „Þetta er viðmið, sem við höfum og um það höfum við verið sammála. Blekkingin er ekki meiri en það að það er á munni hvers ein- asta manns, hvort sem hann er kennari eða íbúi í borginni, að auka þurfi faglegt og fjárhagslegt sjálf- stæði skóla.“ Sigrún sagði að Seljaskóli hefði verið tilraunaskóli á liðnum vetri og haft fjárhagslegt sjálfstæði. Ámi kveðst undrast vinnubrögð „Ég undrast þessi vinnubrögð að lýsa því yfir að við stundum blekk- ingar þegar efnislega er verið að fjalla um hvað skólanum er veitt í dag á ábyrgð núverandi meiri- hluta,“ sagði Árni. „Við höfum kynnt hugmyndir, sem miða að því að skólarnir séu sjálfstæðir og að fjármagn til þeirra sem veitt er af borginni miðist við að ekki séu fleiri en 20 nemendur í hverri bekkjar- deild. Það stendur. Það er ekki blekking. Þetta er okkar tillaga og hún kemur því ekki við sem R-list- inn hefur haldið fram eða er að gera í dag.“ í TILLÖGU að deiliskipulagi í Norður-Mjódd er m.a. gert ráð fyrir gróðrarstöð, verslunum, skrifstofum og vörugeymslu. Frestur rennur út 29. maí og þá verður farið yfir allar athugasemdir, sem fram hafa komið ásamt rökum og tillögum fólks, sem sent hefur inn mótmæli. Ekki verður hins vegar brugðist við athugasemdum fyrr en frestur er útrunninn. Fundir hafa verið haldnir í tvígang síðan um áramót, má búast við að tekin verði afstaða þegar athugasemdafrestur rennur. Ekki hægt að bregðast við hugmyndum fyrr en allt hefur verið skoðað í samhengi. Þessar undirskriftir verða lagðar fyrir borgarráð á næsta fundi og fær eðlilega skoðun og meðferð. Árni Sigfússon um mótmæli vegna framkvæmda í Norður-Mjódd Full ástæða til að skoða gömul loforð stöðina. Hugmyndin er að reisa gróðrarstöð að erlendri íyrirmynd, þar sem blandað er saman lágreist- um byggingum og opnu útivistar- svæði með gróðri, göngustígum og uppsettum hugmyndum að heimilis- görðum þar sem almenningur getur notið útiveru. Árni sagði að íbúar vitnuðu 1 gömul loforð um útivistarsvæði á lóðinni. „Hafi verið gefin skýr loforð um að þarna yrði ekki byggt þá ber okkur að taka tillit til þeirra," sagði hann. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra vegna þessa máls í gær. TÆPLEGA 300 manns hafa mót- mælt tillögu að deiliskipulagi í Norð- ur-Mjódd og segja að gangi það eftir hafi „forráðamenn Borgarskipulags [náð] því markmiði að svíkja allt það sem lofað var um þetta svæði í upp- hafi Breiðholtsbyggðar“. Árni Sig- fússon, oddviti Sjálfstæðisflokks, sagði að full ástæða væri til að fara yfir gömul loforð. í greinargerð með deiliskipulags- tillögunni kemur fram að í lok árs 1995 hafi verið sótt um 5 ha lóð und- ir gróðrarstöð og verslun í Norður- Mjódd og var borgarskipulagi falið að vinna tillögu að breyttri land- notkun á reitnum norðan við bensín- oru r i nopa lÉ(Íf|k Aya fivonASfNtmm&% 3 KG milMUSU'- lONUS besta íáanlegu ven Yngsti verslunarstjóri landsins Kýs Keiko-listann á afmælisdaginn sinn ANDRI Þór Sigurjónsson kýs í dag í fyrsta skipti, á 18 ára af- mælisdaginn sinn. Hann á heima í Hafnarfirði og segist alveg vita hvað hann ætli að kjósa. „Keiko- listann. Ég kýs strákana, sem ætla að fá Keiko til Iaiulsins," segir Andri. Andri er verslunarstjóri í verslun Bónuss í Iðufelli í Breiðholti og er búinn að vera það í 13 daga. Hann er yngsti verslunarstjóri landsins, varð það aðeins 17 ára gamall. En hvenær byrjaði hann hjá Bónus og hvemig tókst honum að vinna sig svona upp? „Ég byrjaði fyrir einu og hálfu ári með skólanum. Þá var ég á kassa, í grænmetinu og bara öllu sem tilheyrir svona verslun. Svo var ég fastráðinn frá 1. desember og var aðstoðar- verslunarstjóri þar til fyrir 13 dögum.“ Andri Þór segir ekki algengt að svona ungt fólk með jafn stutta starfsreynslu nái svo skjótum frama innan fyrirtækis- ins. „Jú, ég held að þetta sé svolítið sérstakt," segir hann. Hann Iítur svo á að hann sé í pásu frá námi á tölvubraut við Iðnskóiann í Reykjavík. „Annars verður það bara að koma í ljós.“ Andri hefur alltaf verið dug- legur að vinna fyrir sér. Hann byrjaði 8 ára gamall að bera út Morgunblaðið með bróður sín- um, sem er 4 árum eldri, í Börðunum í Hafnarfírði. „Við bámm Moggann út saman en það kom oft fyrir að ég færi einn. Svo fór ég að bera út DV 9 eða 10 ára og var þá einn. Svo bar ég um tíma líka út Tímann, Þjóðviljann og Pressuna.“ Andri Þór var í blaðaútburði þar til hann var 12 ára. Sumarið eftir 7. bekk vann hann í unglingavinnunni og sumrin eftir 8. og 9. bekk með unglingum í félagsmiðstöðinni Vitanum. Þar vann hann svo með skóla þegar hann var kom- inn í Iðnskólann og sá um tvo klúbba. Aðspurður um stjórnmálaum- ræðu í Bónus þá segir hann hana ekki mikla. Hann ræði aðallega bæjarpólitíkina í Hafn- arfírði við hafnfírska sölumenn sem komi í Bónus. En úr því hann er Hafn- firðingur, hvernig stendur þá á því að hann fór að vinna uppi í Breiðholti? „Það var bara laus staða þar og ég fór með strætó eða mamma og pabbi keyrðu mig á milli.“ En ertu kominn á eigin bíl núna? „Já, það er al- gjört „möst“,“ sagði Andri Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.