Morgunblaðið - 23.05.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 23.05.1998, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján TRYGGVI Marinósson, formaður Hamranefndar, Jakob Björnsson bæjarstjóri, Þorsteinn Pétursson félagsfor- ing^i og Sigríður María Magnúsdóttir ritari. Að baki þeim standa Ásgeir Hreiðarsson í Hamranefnd og starfs- menn skátafélagsins Klakks, Eydís Guðmundsdóttir, Helga Þórey Eyþórsdóttir og Jóhann Björn Skúlason. Skátafélagið Klakkur og Akureyrarbær 130 ár liðin frá fæðingu sr. Friðriks Friðrikssonar Söguskilti af- hjúpað á Hálsi SÖGUSKILTI um sr. Friðrik Friðriksson stofnanda KFUM og KFUK á Islandi verður afhjúpað á fæðingarstað hans að Hálsi í Svarfaðardal á morgun, sunnudag 24. maí, kl. 15, en 130 ár eru liðin frá fæðingu hans 25. maí næstkomandi. Minnisvarði um sr. Friðrik var reistur að Hálsi árið 1995 þegar Vegagerðin útbjó áningarstað þar. Vel hefur tekist að gera staðinn smekklega úr garði, bílastæði eru malbikuð og skógarplöntur hafa verið gróðursettar. Kirkjukór Dalvíkur syngur við at- höfnina að Hálsi sálma eftir sr. Friðrik og sr. Magnús G. Gunnars- son sóknarprestur á Dalvík annast ritningarlestur og bæn. Friðrik Magnússon bóndi að Hálsi afhjúpar söguskiltið. Boðið verður upp á kaffi í Safnaðarheimili Dalvíkur á eftir þar sem flutt verða stutt ávörp, Bjarna Guðleifssonar og Ástráðs Sigursteindórssonar. Rósa Kristín Baldursdóttir og Óskar Pétursson syngja sálma eftir sr. Friðrik. Skátarnir sjá um tjaldsvæðið SKÁTAFÉLAGIÐ Klakkur hefur tekið við rekstri tjaldsvæða Ak- ureyrarbæjar en forsvarsmenn félagsins og Jakob Björnsson bæjarstjóri undirrituðu samning þess efnis í vikunni. Tilgangurinn er að gefa skát- unum færi á nýta sér þá mögu- leika sem í rekstri tjaldstæðanna felast til að efla starf sitt á sviði uppeldis- og útilffsmála. Jakob sagði samninginn fyrsta skrefið að uppbyggingu nýrra tjaldsvæða á Hömrum við Akur- eyri. Fyrirhugað er að í tengslum við þau verði byggð upp útilífsmiðstöð skáta á Hömrum. Tryggvi Marinósson, formaður Hamranefndar, sagði að skátarn- ir settu markið ekki lægra en SUMARLISTASKOLINN A AKUREYRI -----EiNLÆGUR OG EKTA---- -----FERLEGA FJÖRUGUR----- FYRIR 10 TIL 15 ARA 21. JUNI TIL 5. JULI NÁMSGREINAR: MYNDLIST (blönduð tækni, veggmálverk i Hrísey og listasögudæmi). LEIKLIST (götuleikhús — spuni — framsögn og kvikmyndaleikur). DANS (öguð líkamsbeiting — skapandi dansform). KVIKMYNDAGERÐ (stuttmynd o.fl.). ÚTVARPSSTÖÐ?....fyrir Akureyri og nágr. (seinni vika). REYNDIR OG LÍFSGLAÐIR LEIÐBEINENDUR. FYRIR FULLORÐNA (14 ára og eldri) 18. TIL 23. ÁGÚST NÁMSGREIN: MYNDLIST (blönduð tækni — útivinna og listasaga). UPPLYSINGAR OG SKRÁNING: ÖRN INGI I SIMA 462 2644. Málþing heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri föstudaginn 29. maí kl. 13.00-16.00 háæIkSljnn 1 Oddfellowhúsinu v/Sjafnarstíg, áakureyri Akureyri Dagskrá: kl. 13.00 Málþingið sett. Fundarstjóri Sía Jónsdóttir, lektor. kl. 13.05 „Frelsi í formi ófrjósemisaðgerðar.“ Upplifun kvenna af ófrjósemisaðgerð. Lokaverkefni til B.Sc. gráðu. kl. 13.25 „Breytt hlutverk, breytt viðhorf.“ Upplifun hjúkrunar- fræðinga af eigin langvinnum sjúkdómi. Lokaverkefni til B.Sc. gráðu. kl. 13.45 Fjölskyldur ungra barna með astma (0-6 ára); Áhrif seigluþátta á vellíðan mæðra og feðra. Fyrirlestur. Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir Kaffiveitingar og Ijúf tónlist. kl. 15.00 „Hann var ógnvaldurinn í líFi mínu.“ Upplifun kvenna af því að búa við heimiiisofbeldi. Lokaverkefni til B.Sc. gráðu. kl. 15.20 Kirkjan og fjölskyldan. Fyrirlestur. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar. kl. 15.50 Lokaorð. Elsa Friðfinnsdóttir, settur forstöðumaður Heilbrigðisdeildar. Málþingið er öilum opið og er aðgangur ókeypis það að útbúa stærsta og full- komnasta tjaldsvæði landsins á Hömrum. Gistinóttum á tjaldsvæðum hefði fækkað á liðn- um árum, kannski af því sum væru ekki sérstaklega aðlaðandi, bara tún. Skátarnir ætla í fram- tiðinni að bjóða gestum á Hömr- um upp á dagskrá og laða þannig fleiri að. Skólastjórar í grunn- skólum á Akureyri Þungar áhyggjur af stöðunni SKÓLASTJÓRAR við grunnskóla á Akureyri lýsa yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í ráðningarmálum kennara í bænum. I ályktun frá fundi skólastjór- anna segir að kennarar hafi gripið til uppsagna í þeim tilgangi að leggja áherslu á launakjör sín og starfsskilyrði. Ef bæjaryfirvöld bregðist ekki strax við blasi ófremdarástand við í öllu skóla- starfi. Skora skólastjórar á bæjar- yfirvöld að boða kennara til fundar þegar í stað til að leysa vandann. Starf grunnskóla á Akureyri er í hættu segir í ályktuninni og hefur þegar beðið skaða og álitshnekki. Skólastjórar styðja baráttu kenn- ara fyrir bættum kjörum og starfsaðstöðu en hún stefni að sam- eiginlegu markmiði allra, að bæta skólastarf. Síðustu ár hefði leiðbeinendum fjölgað verulega, en oft hefði þörf fyrir að halda kenn- urum við störf verið brýn en nú væri nauðsyn að laða fleiri kennara til grunnskólanna á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján ÚTSKRIFTARNEMARNIR, Magne Kvam, Rannveig Helgadóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Elsa María Guðmundsdóttir, Hildur Gylfa- dóttir og Bryndís Óskarsdóttir. Myndlistarskólinn á Akureyri Vorsýning um helgina ÁRLEG vorsýning Myndlistar- skólans á Akureyri var opnuð á í húsakynnum skólans að Kaup- vangsstræti 16. Að þessu sinni er lögð áhersla á að kynna hið yfírgripsmikla starf sem unnið er í skólanum, í dagdeildunum þremur og á margvíslegum námskeiðum fyrir börn og fullorðna. Að þessu sinni útskrifast 6 nemar frá Myndlistarskólanum á Akureyri, tveir úr málunardeild, þau Sigurveig Sigurðardóttir og Elsa María Guðmundsdóttir og íjórir grafískir hönnuðir, þau Magne Kvam, Rannveig Helga- dóttir, Hijdur Gylfadóttir og Bryndís Óskarsdóttir. Verk þeirra prýða að venju sýninguna. Vorsýningin stendur í fjóra daga, verður opin til sunnudags- ins 24. maí og er opin alla sýn- ingardagana frá kl. 14 til 18. Pepsi break „PEPSI break“ verður haldið á Ráðhústorgi á Akureyri í dag, laug- ardaginn 23. maí og hefst það kl. 14. „Shakers“ sem er hópur úr Reykjavík kemur fram og helstu hjólabrettasnillingar á Akureyri leika listir sínar og þá verður tísku- sýning frá Holunni. Boðið verður AKUREYRARBÆR ÚTBOÐ Tilboð óskast í uppbyggingu 8. áfanga VMA (tréiðn.). Verkið felst í að steypa upp húsið frá plötu og fullklára það að mestu þ.e.: Burðarvirki, lagnir, raforkuvirki, frágangur innanhúss og frágangur utanhúss. Áfanginn er um 1080 m2 að grunnfleti + kjallari 188 m2. Útboðsgögn verða seld hjá Verkfræðistofu Norðurlands, Hofsbót 4, 600 Akureyri, 22.-28. maí nk. Verð á útboðsgögnum er kr. 7.500. Tilboð verða opnuð á VN, 8.06.1998, kl. 11.00. Bygginganefnd VMA. upp á Pepsi og sælgæti frá Nóa- Síríus. Námskeið í breakdönskum verð- ur í sal Brekkuskóla kl. 17 til 18 í dag, laugardag og á morgun sunnu- dag frá kl. 14 til 15. Fyrri tíminn er ætlaður 14 ára og yngri en seinni tíminn er fyrir 15 ára og eldri. aksjón Laugardagur 23. maí 17.00ÞHelgarpotturinn - helgarþátt- ur bæjarsjónvarpsins í samvinnu við Dag. Sunnudagur 23. maí 17.00^Helgarpotturinn Endurtek- inn þáttur. Mánudagur 25. maí 21 .OO^Helgarpotturinn Endurtek- inn þáttur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.