Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 22

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 22
22 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Farsímamarkaðurinn teygir sig til Bandaríkjanna Símafyrirtækin með GSM-þjónustu vestra Samið um verðmat á Lands- bankanum LANDSBANKI íslands hf. er að semja við erlent fjármálafyrirtæki um verðmat á bankanum og eignum hans. Verðmatið er til undirbúnings 10-15% hlutafjáraukningar í sumar. Þetta kom fram á kynningarfundi Viðskiptastofu Landsbankans í gær. Að sögn Halldórs J. Kiistjánsson- ar aðalbankastjóra Landsbankans, voru fjórir af 15 til 20 stærstu fjár- festingarbönkum heims beðnir um að gera tilboð í að meta verðmæti Landsbankans. Verið er að ræða við eitt fyrirtækjanna og segir Halldór að farið verði yfir málið um helgina og gengið frá samningum strax eftir helgi. Vinna við verðmatið hefjist þegar í næstu viku. Halldór segir að hlutafjáraukning til starfsmanna og almennings þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi í júlí vegna aukinna skuldbindinga bankans en í ágúst mánuði þarf hann að standa skil á hluta kaupverðs vegna hlutabréf- anna í Vátryggingafélagi Islands. Ávöxtunarkrafa húsbréfa mun halda áfram að lækka Á fundinum var einnig greint frá því að ávöxtunarkrafa húsbréfa hafi lækkað um 8 punkta á fyrsta árs- fjórðungi en bréfin mynda ásamt spariskírteinum og húsnæðisbréfum, grunn fyrir ávöxtunarkröfu á lang- tímamarkaði. Viðskiptastofa Lands- bankans spáir, miðað við núverandi forsendur, að húsbréfin muni lækka um 12 punkta til viðbótar á öðrum ársfjórðungi eða samanlagt um 0,20%, --------------- Athugasemd frá Bónus VEGNA fréttar í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag um kaup Bónusfeðga á Flugleiðabréfum af Burðarási í gegnum Kaupþing hefur Jón Ásgeir Jóhannesson í Bón- us sent blaðinu eftirfarandi athuga- semd: „í framhaldi af þessari frétt viljum við ítreka það sama og sagt var blaðamanni Mbl. að Bónus eða tengd félög eru á engan hátt að kaupa þessi bréf af Kaupþingi. Það vekur undrun að birta þetta þrátt fyrir að í samtali við okkur hafi honum verið tjáð að spumingar hans um kaup okkar á þessum bréfum séu ekki réttar." Aths. ritstj. Samkvæmt traustum heimildum Morgunblaðsins er frétt blaðsins efn- islega rétt. Hvort gengið hefur verið frá öllum formsatriðum varðandi þessi viðskipti er annað mál. STJÓRN Evrópusambandsins hef- ur lagt blessun sína yfir enn eina björgun franska bankans Crédit Lyonnais og verður hún einhver mesti björgunaraðgerð í íyrirtækja- sögunni. Með ákvörðuninni er bundinn endi á margra ára harða baráttu evrópskra eftirlitsyfirvalda og ýmissa ríkisstjóma í Frakklandi, en um leið er þess krafizt að bankinn einkavæðist og losi sig við geysi- miklar eignir. Heildaraðstoð franska ríkisins við Cr Lyonnais er á bilinu 102-147 milljarðar frankar (24,7 milljarðar dollara). Svo mikil aðstoð við eitt ÍSLENSKIR GSM-símnotendur geta nú nýtt áskriftarkort sín í Bandaríkjunum, því samkeppn- isaðilamir hér á landi hafa báðir undirritað samstarfssamninga við þarlend farsímafyrirtæki. Lands- síminn hefur gengið til samstarfs við fyrirtækið Omnipoint og Tal hf. við Samtök bandarískra farsíma- félaga. Samstarfssamningur Lands- símans og bandaríska símafyrir- tækisins Omnipoint hófst í byrjun mánaðarins. Þar með geta GSM- viðskiptavinir Landssímans notað símkort sín á þjónustusvæði Omnipoint þar vestra sem er að stærstum hluta á austurströnd Bandaríkjanna. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Landssímans, felst samstarfið í því að GSM-not- endur hér á landi geta notað áskriftarkort sín í kerfi Omnipoint VIÐSKIPTASTOFA Lands- banka íslands hefur tekið að sér að fjármagna framkvæmdir við skrifstofubyggingu sem Álftárós hf. byggir við Borgar- tún 30. Heildarfjármögnun á byggingartímanum er 300 millj- ónir kr. Húsið verður samtals sjö hæðir og er fyrsta til sjötta hæð um 850 fermetrar hver, sjöunda hæð um 300 fermetrar og í kjallara eru um 170 fermetrar. I húsinu verða þrjár lyftur og því fylgja 150 bflastæði. Útboð um fjölmyntalán Álftárós gekk til samninga við Landsbankann að undan- gengnu útboði um fjölmyntalán miðað við myntkörfu bankans en hún líkir eftir gengisvísitölu íslensku krónunnar sem er sam- sett úr 16 myntum. Gengis- vísitala krónunnar mælir hvemig gengi krónunnar breyt- ist í takt við bæði innlendar og erlendar gengisbreytingar. Gengisáhætta Álftáróss lágmörkuð Af þessu leiðir að erlend Ián sem era samsett í Ifldngu við ís- lensku gengisvogina verða fyrir fyrirtæki er einsdæmi í annálum Evópusambandsins að sögn fram- kvæmdastjómar þess. Meðal annars er hér um að ræða tvær fyrri björgunaraðgerðir samþykktar á árunum 1994 og 1995. Einkavæðast fyrir næsta haust í staðinn verður Lyonnais að selja mestallar bankaeignir sínar í Evrópu utan Frakklands, fækka innlendum útibúum í 1850 úr 2.100 nú og einkavæðast án þess að mis- muna erlendum fjárfestum. Allt verður þetta að gerast fyrir október 1999. vestanhafs, annaðhvort með því að kaupa farsíma sem nýtast í báðum kerfum og Landssíminn mun hefja sölu og leigu á síðar í þessum mán- uði, ellegar verða sér úti um síma í Bandaríkjunum sem gengur að bandaríska farsímakerfinu. Hrefna telur þessa þjónustu henta vel þeim einstaklingum sem þurfa oft að ferðast til Bandaríkj- anna þar sem fólk sleppur við að stofna símreikninga erlendis en greiðir þess í stað öll sín GSM- símtöl, hvort sem hringt er hér eða vestra, af einum reikningi. Þjónustusvæði Tals mun ná stranda á miili Forsvarsmenn Tals hf. hafa einnig gengið frá hliðstæðum samn- ingi vestanhafs fyrir milligöngu hluthafanna í Western Wireless. Samningurinn er umfangsmeiri en sá sem Landssíminn undirritaði, því svipuðum gengisbreytingum og krónan, það er að þau hækka eða lækka í takt við breytingar á gengisvísitölunni. Með því að nýta myntkörfu bankans er gengisáhætta Álftáróss því lág- mörkuð, segir í fréttatilkynn- Bankanum verður leyft að halda sumri starfsemi sinni áfram í fjár- málamiðstöðvunum London, Zúrich, Frankfurt og Luxemborg, en í staðinn verður bankinn að selja jafnmikið af eignum í Asíu og Norð- ur-Ameríku. Framkvæmdastjórnin tiltók ekki hvaða eignir yrði að selja til að hindra ekki söluna. Samkeppnisstjóri Evrópu, Karel van Miert, sagði þó á blaðamanna- fundi að selja yrði arðsama deild Crédit Lyonnais í Belgíu á þessu ári og þýzka dótturfyrirtækið BfG, en það tæki lengri tíma. Sé miðað við 1994 mun Lyonnais um er að ræða átta farsímafélög, þar með talið Omnipoint, sem sam- an mynda hið svonefnda „US GSM alliance", eða Samtök bandarískra farsímafélaga. Þjónustusvæði sam- takanna nær yfir öll helstu þétt- býlissvæði Bandaríkjanna, frá aust- urströndinni vestur að Kyrrahafi. Að sögn Amþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Tals, standa nú yfir nauðsynlegar prófanir á notkun símkortanna í ólíkum kerfum auk þess sem verið er að skipuleggja út- færslu á uppgjörsfyrirkomulaginu, sem er talsvert flókið í framkvæmd. Hann segist þó eiga von á því að áskrifendur Tals hf. geti farið að nýta sér þessa þjónustu innan þriggja mánaða. Farsímafélagið mun einnig þjónusta viðskiptavini sína með leigu og sölu á GSM-símum sem ganga að báðum kerfunum. ingu frá Landsbankanum. Þau fyrirtæki sem velja þessa samsetningu erlendra lána geta jafnframt gert svonefndan val- réttarsamning sem tekur mið af gengisvísitölunni og tryggt ákveðið gengi á henni. selja eignir fyrir rúmlega 620 millj- arða franka (104 milljarða dollara), og munu eignir fyrirtækisins minnka um þriðjung. Franska ríkið, sem á beint eða óbeint rúm 80% í bankanum, verður að minnka hlut sinn í innan við 10%. Van Miert var vongóður um að framkvæmdastjórnin þyrfti ekki að hafa meiri áhyggjur af bankanum. Það er þó háð því að góðir sam- starfsaðilar finnist, að því er van Miert sagði. Hann forðaðist að ræða einkavæðinguna, sem er viðkvæmt mál og hefur eitrað viðræður við stjórnvöld í París í marga mánuði. Hlutafjárútboð í bréfum Delta hf. Sölu- verðmæti um 40 milljónir HLUTAFJÁRÚTBOÐ í Delta hf. hófst þann 20. maí síðast- liðinn. Seld verða hlutabréf fyr- ir kr. 2.662.959 að nafnverði á genginu 15. Söluverðmæti bréf- anna liggur því nálægt 40 millj- ónum króna. Um er að ræða þegar útgefin bréf í eigu félagsins en sam- kvæmt samþykkt stjórnar munu hluthafar hafa forkaups- rétt á bréfunum samkvæmt hlutafjáreign sinni til 4. júní en óseld bréf eftir þann tíma verða seld á Opna tilboðsmarkaðnum dagana 11.-12. júní. Að sögn Halldórs Halldórs- sonar hjá Viðskiptastofu ís- landsbanka sem annast mun söluútboð óseldra bréfa á Opna tilboðsmarkaðnum, þá mun gengi þeirra ráðast af markaðsaðstæðum en verður þó ekki lægra en 15. Forsvarsmenn Delta hf. hafa ákveðið að óska eftir skráningu fyrirtækisins á vaxtalista verðbréfaþings í haust. Rússneskt álver tapar 30 millj. dala á dag Moskvu. Reuters. ANNAÐ stærsta álver Rúss- lands tapar tæpum 30 milljón- um rúblna eða 5 milljónum dollara á dag vegna þess að námamenn í verkfalli hafa lokað rússneskum járnbrautum að sögn fyrirtækisins. Júríj Usjenin, framkvæmda- stjóri Krasnojarsk álversins (KRAZ), kvað tapið stafa af því að KRAZ bærist ekki hráefni og gæti ekki sent frá sér unnið ál meðan á verkfalli stæði. Samið um gangstíga- gerð BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu Innkaupastofnun- ar Reykjavíkur um að taka til- boði Garðars Þorbjömssonar í gerð gangstíga í borginni á þessu ári. Tilboð Garðars hljóðaði upp á tæpar 43 milljón- ir kr. Átta verktakar buðu í verkið. Tilboð Garðars er 88,1% af kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á 48,7 milljónir kr. Ákveðið var að semja við hann eftir að lægstbjóðandi, Jón og Tryggvi ehf. á Hvolsvelli, dró tilboð sitt til baka vegna skekkju. Nýr í stjórn Steinullar- verksmiðju STJÓRN Steinullarverksmiðj- unnar hf. á Sauðárkróki var endurkosin á nýafstöðnum aðalfundi félagsins nema hvað Jón Snorrason var kjörinn í stað Jóns H. Guðmundssonar sem tók sæti í varastjóm. I stjóminni em auk Jóns, Jón Ingimarsson formaður, Lára M. Ragnarsdóttir, Stefán Guð- mundsson, Árni Guðmundsson, Leif Koorp og Kaj Westerén. Evrópusamband leyfír enn eina björgun Cr Lyonnais Brussel. Reuters. 300 milljóna króna skrifstofubygging HELGI Ófeigsson, sérfræðingur á viðskiptastofu Landsbankans, og Öm Kjærnested, framkvæmdastjóri Álftáróss, takast í hendur að lokinni undirritun samninga. Lengst til vinstri er Davíð Björnsson, forstöðumaður á viðskiptastofunni, og til hægri er Bergsveinn Ólafs- son, fjármálastjóri Álftáróss.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.