Morgunblaðið - 23.05.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 23.05.1998, Síða 26
The Economist 26 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ ERLENT Mælt með framselj- anlegum kvótum BRESKA tímaritið The Economist birtir viðamikla út- tekt á hafinu og sjávarútvegs- málum í nýjasta hefti sínu og mælir meðal annars með því að framseljanlegir kvótar verði teknir upp til að stuðla að betri fiskveiðistjórnun og koma í veg fyrir ofveiði. Tímaritið segir að koma þurfi auðlindunum í hendur einka- aðila og bendir á að framseljan- legir kvótar hafi verið reyndir í ýmsum löndum, m.a. Nýja- Sjálandi, Ástralíu, Chile, Is- landi og Hollandi. Önnur lönd, svo sem Argentína, séu að íhuga framseljanlega kvóta. „Þar sem þeir eru í gildi hafa sjómennimir byrjað að nota orð eins og „vara“ og „neytendur". Þeir kvarta yfir því gleðin hafi horfið - en þeir græða pen- inga.“ The Economist hvetur einnig til þess að þjóðir heims tak- marki aðganginn að auðlindun- um og hætti að niðurgreiða eyðileggingu þeirra. „Sjómenn- irnir eru nú þegar orðnir of margir, þannig að það er engin skynsemi í því að nota opinbert fé til að fjölga þeim. Sjómenn- irnir ættu að lokum að greiða leigu fyrir fískinn sem þeir veiða.“ Mannskæð árás í Alsír AÐ MINNSTA kosti 14 manns biðu bana og 33 særðust þegar sprengja sprakk á útimarkaði í einu úthverfa Algeirsborgar í gær. Talið er að íslamskir upp- reisnarmenn, sem hafa reynt að steypa stjórn Alsírs, hafi verið að verki. Rúmlega 65.000 manns hafa látið lífið í tilræð- um uppreisnarmannanna frá árinu 1992. Hungursneyð í Nepal AÐ MINNSTA kosti 133 hafa látið lífið vegna hungursneyðar í afskekktu héraði í Nepal síð- ustu sex vikur. Margir þeirra sultu í hel en aðrir dóu eftir að hafa neytt eitraðra plantna. Minni and- staða við NATO 48% FINNA eru andvíg aðild Finna að Atlantshafsbandalag- inu, NATO, en 29% hlynnt henni. Frá því fyrsta könnunin var gerð árið 1995 hefur and- stæðingum aðildarinnar fækkað um 15 prósentustig og stuðningsmönnunum fjölgað um fjögur prósentustig. Nýr forseti Indónesíu ekki talinn líklegur til að stíga út úr skugga Suhartos Spj ótin standa á arftaka Suhartos Jakarta. Reuters. JUSUF Habibie, sem tók við for- setaembættinu í Indónesíu eftir af- sögn Suhartos í fyrradag, þykir ekki líklegur til að stíga út úr skugga læriföður síns og fyrirrenn- ara. Nákvæmlega sólarhring eftir að Habibie, sem var varaforseti Suhartos, tók við völdum með lát- lausum hætti á fimmtudag, skipaði hann nýja 36 manna ríkisstjóm, en sú er mjög lítið breytt frá fyrri stjórn. Langflestir lykilmenn Suharto- stjórnarinnar héldu ráðherrastólum sínum, en Siti Hardiyanti Rukmana, dóttir Suhartos, og Bob Hasan, náinn fjölskylduvinur sem Suharto spilar golf með, misstu ráðherra- embætti sín, auk þess sem fjármál- aráðherrann Fuad Bawazier fékk að taka pokann sinn. Tveir fulltrúar minnihlutaflokka á þingi fengu sæti í nýju stjóminni, en herinn jók áhrif sín enn með því að fulltrúar hans tóku við upplýs- ingamála- og innanríkisráðuneytun- um. En Habibie gerði líka banka- stjórn seðlabankans sjálfstæða, sem var mikilvægt skref í þá átt að indó- nesísk stjórnvöld uppfylli skilyrðin sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) setti fyrir 41 milljarða doll- ara efnahagsaðstoð sinni. Stjómmálaskýrendur telja þess- ar breytingar ekki sýna annað en að Suharto haldi áhrifum sínum eftir sem áður. „Habibie hafði tækifæri til að sýna að hann væri sjálfs sín herra, en hann gerði ekkert úr því,“ sagði einn sérfræðingur í Jakarta sem Reuters-fréttastofan innti álits. „Breytingarnar voru þær sömu og Suharto hefði sjálfur gert ef honum hefði verið stætt á því að sitja áfram.“ Amien Rais, hinn áhrifamikli leið- togi fjölmennustu samtaka múshma í Indónesíu, sem hvað mest hefur gagnrýnt Suharto að undanfómu, sagði að svo virtist sem sum nafn- anna á ráðherralista Habibies hefðu verið „pöntuð af Cendana-[stræti],“ en þar býr Suharto og hans nán- ustu. En stjórnmálaskýrendur sögðu að spjótin stæðu nú á Habibie úr öllum áttum. Þeir segja nýja forset- ann telja sig ævarandi skuldbund- inn Suharto, en hann tók Habibie undir sinn vemdarvæng þegar hann var unglingur. Jafnframt þarf hann að verjast gagnrýnendum stjómar- innar sem hann leysir af og sýna stuðningsmönnum sínum fram á að hann sé þessu vandasama hlutverki vaxinn. En það sem miklu skiptir er að hann er ekki viss um hvar hann hefur herinn, segja fréttaskýrend- umir. Wiranto hershöfðingi, æðsti mað- ur heraflans, sem hélt vamarmál- aráðuneyti sínu, hvatti til þess að allir landsmenn gæfu stjóm Habibies tækifæri til að lækna þau mein sem landið þjáðist undan. Að minnsta kosti 500 manns létu lífið í óeirðum sem blossuðu upp í Jakarta í síðustu viku, þeim verstu í yfir 30 ár, þegar mótmæli gegn Suharto-stjóminni fóm úr böndun- um. Jákvæðar og neikvæðar hliðar á ferli Suhartos Virðingin sem margir Indónesar bám til þjóðarleiðtoga síns til þriggja áratuga breyttist í andúð eftir að efnahagur þjóðarinnar steyptist í djúpa kreppu síðastliðið haust, sem enn sér ekki fyrir end- ann á. En sérfræðingar í málefnum Indónesíu sjá bæði jákvæðar og Merkel í vanda vegna kjarnorkuúr- gangs Bonn. Reuters. ÞINGMENN þýska Jafnaðar- mannaflokksins (SPD), kröfðust þess í gær að Angela Merkel um- hverfisráðherra Þýskalands, yrði kölluð fyrir þingnefnd og krafin svara um hversu mikið hún vissi um flutning á þýskum kjamorkuúrgangi til Bretlands og Frakklands á síð- ustu mánuðum. í ljós kom við mælingar franskra sérfræðinga að kjarnorkuúrgangur, sem fluttur var milli landa nýlega, reyndist þrjú þúsund sinnum geisla- virkari en viðunandi er talið, sam- kvæmt opinberum stöðlum. Nýlegar sendingar til vinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi reyndust einnig innihalda mun meiri geislavirkni en staðlar gera ráð fyrir en þó mun lægri en sendingin til Frakklands. Klaus Lennartz, talsmaður jafnað- armanna í umhverfismálum, sagði í viðtali við blaðið Express, sem gefið er út í Köln, að hann hefði farið fram á aukafund í þinginu vegna málsins í næstu viku. Verður Merkel spurð að þvi hvort hún vissi að geislavirknin væri þetta mikil. „Það er erfitt að trúa því að umhverfisráðuneytið hafi ekki heyrt af því fyrr en 24. aprfl að of mikil geislavirkni hefur mælst í mörgum sendingum af kjarnorkuúr- gangi allt frá síðasta áratug," sagði Lennartz. Bætti hann við að ef í Ijós kæmi að Merkel hefði haft vitneskju um málið yrði krafist afsagnar hennar. Er talið að þetta mál geti komið stjórn Helmuts Kohls kanslara mjög illa en einungis fjórir mánuðir eru í næstu þingkosningar. Reuters INDÓNESÍSKIR námsmenn syngja og klappa saman hönd- um á mótmælafundi við þing- húsið í Jakarta í gær. neikvæðar hliðar á löngum valda- ferli Suhartos. Til afreka hans er talið að hafa komið á stöðugleika í þessu fjölmenna landi, þar sem nú búa yfir 200 milljónir manna, og hafa með skynsamlegri efnahags- stjóm framan af ferlinum komið landinu á braut sívaxandi velmeg- unar, þótt enn sé fátækt útbreidd og misskipting auðs að verða æ meira áberandi. Hann stóð fyrir áætlunum til takmörkunar fólks- fjölgunar, sem hafa skilað betri árangri en flestar aðrar slíkar. Og undir hans stjóm varð Indónesía sjálfri sér nóg í hrísgrjónafram- leiðslu og mikilvægt olíu- og gas- framleiðsluland. Meðaltalshagvöxt- ur á valdatíma hans var um 7% á ári. Eftir að hafa steypt Sukamo, fyrsta forseta sjálfstæðrar Indó- nesíu sem lagði lag sitt við kommúnista, gerði Suharto Indó- nesíu að vígi andkommúnista, sem aflaði honum vináttu Bandaríkja- manna og vestrænna stofnana. Meginstoðir stjómarstefnu hans vom andkommúnismi og efnahags- leg uppbygging. Með lokum kalda stríðsins missti fyrri stoðin gildi sitt og með auðsöfnun forsetafjölskyld- unnar og tilheyrandi spillingu fór seinni stoðin sömu leið. Suharto tók við völdum í kjölfar meintrar valdaránstilraunar kommúnista haustið 1965. Hann var þá æðsti yfirmaður hersins. Hund- mð þúsunda manna létu lífð í kjölfarið, þegar gengið var milli bols og höfuðs á öllum sem taldir vom kommúnistar eða hliðhollir þeim. Reyndar er margt enn óljóst um aðstæður valdatöku Suhartos. Vitað JUSUF Habibie er að hann hitti leiðtoga kommúnista, Abu Latief, kvöldið áður en hermenn hans létu til skar- ar skríða. Latief situr enn í fangelsi og er þögull sem gröfin. Þjóðarmartröð Að sögn Sidney Jones, fram- kvæmdastjóra Asíudeildar mann- réttindastamtakanna Human Rights Watch, komast nýir valdhaf- ar í Indónesíu, sem vilja senýa frið við fortíðina, ekki hjá því að rann- saka þátt Suhartos í valdaráninu og þess sem fylgdi í kjölfarið, en þeir atburðir em að hans sögn „stærsta þjóðarmartröð" Indónesa. Og ef ný stjórn í Indónesíu vill í raun koma á lýðræðisumbótum og bæta samskiptin við umheiminn þá þarf hún líka að hlíta ályktunum Sameinuðu þjóðanna um Austur- Tímor, sem var portúgölsk nýlenda til 1975 og Indónesíuher hefur hald- ið hernuminni síðan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.