Morgunblaðið - 23.05.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 23.05.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 27 ERLENT Bresku hjúkrunarkonunum í Saudi- Arabíu sleppt Segja lögregluna hafa þvingað fram játningu Dagblöð gagnrýnd fyrir að kaupa frásagnir kvennanna London. Reuters, The Daily Telegraph. Reuters BRESKA hjúkrunarkonan Deborah Barry í viðtali við BBC-sjónvarpið eftir að henni var sleppt úr fangelsi í Saudi-Arabíu. TVÆR breskar hjúkrunarkonur, sem höfðu verið dæmdar fyrir morð í Saudi-Arabíu, voru látnar lausar og fluttar til Bretlands á fímmtudag eftir að konungur Saudi-Arabíu mildaði fangelsisdóminn yfír þeim. Konurnar sögðust saklausar og sökuðu saudi-arabísku lögregluna um að hafa þvingað þær til að játa á sig morðið. Tvö bresk æsifréttablöð, The Mirror og The Express, hafa sætt gagnrýni fyrir að greiða konunun- um fyrir frásagnir þeirra en rit- stjórar blaðanna vörðu þá ákvörðun sína og sögðust sannfærðir um að konumar væm saklausar. Sendiherra Saudi-Arabíu í London sagði að ekkert væri hæft í staðhæfingunum hjúkmnarkvenn- anna um að lögreglan hefði pyntað þær og þvingað til að játa að þær hefðu myrt ástralska starfssystur sína, Yvonne Gilford, í desember 1996 þegar hún starfaði með þeim á hersjúkrahúsi í Saudi-Arabíu. Breskt ráð, sem hefur eftirlit með starfi breskra hjúkrunarfræðinga, kvaðst ætla að rannsaka mál kvenn- anna og svipta þær starfsleyfi ef í ljós kæmi að þær væra sekar um al- varlega glæpi. Samkvæmt saudi-arabískum lög- um áttu konumar yfir höfði sér dauðadóm en bróðir Yvonne Gilford féllst á að lýsa því yfir að hann krefðist hans ekki. Onnur kvenn- anna, Lucille McLauchlan, var þá dæmd í átta ára fangelsi og til að vera hýdd 500 sinnum. Ekki var búið að kveða upp dóm yfir hinni konunni, Deborah Parry, þegar Fahd kon- ungur ákvað að sleppa þeim eftir að þeim hafði verið haldið í fangelsi í 17 mánuði. „Eg vai- barin, hálfnakin og soltin. Peir hótuðu að nauðga mér,“ sagði McLauchlan, sem er 32 ára, í viðtali við The Miiror. „Eg myndi ekki drepa lítinn fugl, hvað þá mann,“ sagði Deborah Parry, 39 ára, við The Express og kvaðst staðráðin í að sanna sakleysi sitt. Konumar sögðust hafa verið sakaðar um að vera lesbíur og sögðu að játningamar hefðu verið einu gögnin sem lögð hefðu verið fram í réttarhöldunum í Saudi-Arabíu. Sendiherra landsins í London, Ghazi Algosaibi, neitaði þessu, sagði að fleiri „sannanir" hefðu verið lagðar fram og konumar hefðu ekki verið þvingaðar til að játa morðið á sig. Sendiherrann gagnrýndi einnig heimildarmynd um mái hjúkranar- kvennanna, sem sýnd var í BBC- sjónvarpinu, og sagði að höfundur hennar ætti að framleiða hrollvekjur í Hollywood. Pai-ry kvaðst hafa íhugað að svipta sig lífi og sagði að þurft hefði að flytja hana á sjúkrahús til að gefa henni róandi lyf þegar henni var skýrt frá þvi að hún yrði hálshöggvin opinberiega fyrir morðið. McLauchlan fullyrti að saudi- arabíska lögreglan hefði neytt þær til að setja morðið á svið fyrir mynd- bandsupptöku, sem hefði tekið tvo tíma. „Lögreglumennimir nutu þess að hafa mig á valdi sínu ... A endan- um hefði ég játað hvað sem er - jafn- vel að hafa myrt drottninguna." McLauchlan verður leidd fyrir rétt í Skotlandi í næsta mánuði þar sem hún hefur verið ákærð fyrir fjársvik og þjófnað frá því fyrir dvöl hennar í Saudi-Arabíu. Henni er gef- ið að sök að hafa stolið 1.700 pund- um, tæpum 200.000 krónum, af öldraðum sjúklingi með því að nota greiðslukort hans þegar hann lá íyr- ir dauðanum. Ritstjórar veija greiðslumar Hermt er að The Express og The Mirror hafi greitt konunum alls 160.000 pund, tæpar 19 milljónir króna, fyrir frásagnir þeirra og önnur dagblöð og nokkrir breskir þingmenn hafa gagnrýnt greiðsl- urnar harðlega. Rosie Boycott, ritstjóri The Ex- press, kvaðst hafa ákveðið að kaupa frásögn Parry þar sem mál hennar hefði ekki fengið sanngjarna dóms- meðferð. „Menn gera auðvitað ýmislegt til að selja blöð,“ sagði Boycott. „En við gerðum þetta einnig vegna þess að við teljum að líf þessarar vesalings konu hafi ver- ið eyðilagt vegna einhvers sem hún hefur ekki gert, og það er frétt sem vert er að lesa.“ The Mirror sagði að gagnrýni annarra æsifréttablaða bæri keim af „hræsni" því mörg þeirra hefðu sjálf reynt að kaupa frásagnir kvennanna. Lykketoft óvænt til Færeyja MOGENS Lykketoft, fjármál- aráðherra Danmerkur, kom í gær ásamt fvlgdarliði til Færeyja, til að hefja samningaviðræður við færeysku landsstjórnina, að því er heimildir Jyllands-Posten hermdu. Að þeirra sögn er ætlun ráðherr- ans að fá færeyska þingmanninn Joannes Eidesgaard til að fallast á að styðja dönsku stjórnina í nokkram mikilvægum atkvæða- greiðslum í danska þinginu. Þess í stað verði Færeyingum gerð tilboð um skynsamlega lausn Færeyja- bankamálsins, greiðslu milljarða- skuldar Færeyinga við Dani og hafnar viðræður um ríkjasam- bandið. Ætlunin er að gera Eidesgaard kleift að verja það ef hann ákveður að greiða atkvæði um dönsk innan- ríkismál. Er Eidesgaard tók sæti á þingi fyrir nokkrum vikum neitaði hann að greiða atkvæði um annað en það sem varðaði Færeyjar beint. Hann gaf fyrir skömmu til kynna að fengist hagkvæm niðurstaða úr bankamálinu, væri hann til viðræðna um stuðning við stjóm- ina. I gær ítrekaði hann hins vegar fyrri andstöðu sína. Jakob Buksti, talsmaður danskra jafnaðarmanna, segir nauðsynlegt fyrir stjómina að vita hvar hún standi, m.a. hvað varði lagasetningu um innflytjendur og aðgerðir til að bæta stöðu barna- fjölskyldna. Til að tryggja að þessi mál nái í gegn vanti eitt atkvæði upp á, atkvæði Eidesgaards.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.