Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
B E KKJARMY N D I N
Ráku verslun í
minn og amma áttu heima, var mitt
svæði og minn leikvöllur.
Þetta var e.t.v. upphafið, en um
framhaldið má segja, að snemma
hafí krókurinn beygst til þess sem
verða vildi. Þegar við vorum að
velta fyrir okkur þessari bekkjar-
mynd, rakst þú á grein eftir mig í
Verzlunarskólablaðinu frá 1958,
sem heitir: „Upphaf flugferða á Is-
landi“. Þar er upphafssaga flugsins
á íslandi rakin. Síðan gerist það
meðan ég er í Háskólanum árið
1960, að stúdentar ákváðu að taka
yfir reksturinn á Hótel Garði, sem
áður hafði verið í öðrum höndum.
Þar var ég hótelstjóri í þrjú sumur.
Hótel Garður var þá rekinn bæði á
Gamla Garði og Nýja Garði, og
það
Veturinn 1957-58 var Hörður Sigurgests-
son í 6. bekk í Verzlunarskólanum í
Reykjavík og lauk stúdentsprófí vorið
1958. Með gömlu bekkjarmyndinni rifjar
hann upp minningar frá Verzlunarskólaár-
unum og segir Olafi Ormssyni frá við-
burðaríkum og skemmtilegum árum.
s
EG KOM fyrst í Verzlunar-
skólann í Reykjavík
haustið 1952 og var í skól-
anum allt til ársins 1958.
Verzlunarskólinn var þá á vissum
tímamótum. Haustið 1952, þegar
við hófum nám, kom nýr skólastjóri
til starfa, dr. Jón Gíslason, sem þá
hafði lengi kennt við skólann. Dr.
Jón var mjög vel menntaður í
Þýskalandi í klassískum fræðum.
Kennslugreinar Jóns voru aðallega
tungumál, en lfka goðafræði. Hann
tók við af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni,
sem þá varð útvarpsstjóri, en hafði
verið skólastjóri Verzlunarskóla Is-
lands í rúma tvo áratugi. Það var
vegna forystu Vilhjálms og víðsýni,
að skólinn fékk leyfi til að útskrifa
stúdenta, en um það urðu á þeim
tíma miklar deilur. Náminu
var skipt í verslunardeild, sem
var upp í 4. bekk, og þar lukum
við skólasystkinin verslunar-
skólaprófi vorið 1956. Svo var
aftur hluti nemanda, sem fékk
að halda áfram og fara í lær-
dómsdeild. Það voru 18-24
manna hópar í 5. og 6. bekk.
Lærdómsdeildin var þá uppi á
efstu hæð í Verzlunarskólahúsinu
við Grundarstíginn og stærðin á
bekkjunum réðst af því, hvað
stofurnar voru stórar,“ segir
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
hf. Eimskipafélags íslands og
stjómarformaður Flugleiða hf.,
þegar hann virðir fyrir sér bekkj-
armyndina af 6. bekk Verzlunar-
skóla íslands veturinn 1957-58 og
rifjar upp löngu liðna daga. Það eru
um það bil 40 ár síðan Hörður og
skólasystkini hans luku
stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Is-
lands.
Æskuár í Skeijafirði - áhugi á
samgöngum og flugi kviknar
Hörður er fæddur 2. júní 1938 í
Reykjavík, sonur Sigurgests
Guðjónssonar bifvélavirkja og
Vigdísar Hansdóttur húsmóður.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á flugi og flugmálum. Það skýrist
væntanlega af því, að ég er fæddur
og uppalinn í Skerjafirði, í næsta
nágrenni við Reykjavíkurflugvöll.
Mínar fyrstu minningar tengjast
m.a. því, að ég var að sniglast um á
flugvallarsvæðinu, innan um flug-
vélar, jarðýtur og önnur tæki um
það leyti sem verið var að byggja
flugvöllinn. Það kom fyrir að ég
týndist þarna á svæðinu og leitað
var að mér. Það var ys og þys allt í
kringum okkur, og þótt manni hafi
að sjálfsögðu að einhverju leyti
verið haldið frá þessu, þá fer ekki
hjá því, að ýmis atvik hafa setið
eftir í minni manns. Mér er t.d. í
barnsminni, þegar tveggja hreyfla
flugvél langt komin af hafi endaði á
húsi handan við okkur við Þjór-
sárgötu eftir að hafa áður skemmt
þök á tveimur öðrum byggingum.
Flugmennirnir fórust og húsið
brann til grunna. Skerjafjörðurinn
og Grímsstaðaholtið, þar sem afi
gerð til að ljúka mastersprófi. Rit-
gerð mín hét: Flugumferðin á Norð-
ur-Atlantshafi. Ég gæti því sagt,
þegar horft er til baka, að ég hafi
allar götur frá því í skóla verið
tengdur samgöngum og ferðaþjón-
ustu með einhverjum hætti.“
Fjörutíu ára stúdents-
afmæli í júní
„Það var mikið félagslíf í Verzlun-
arskólanum. Málfundafélag Verzl-
unarskóla íslands starfaði með
ágætum og tóku margir, sem síðar
urðu þekktir menn í athafnalífi og á
öðrum sviðum, þátt í málfundum,
skemmtanahaldi og öðru félagslífi.
Það gerðist á þessum tíma, þegar
innviðir skólahússins voru endur-
gerðir af miklum myndarskap, að í
framhaldi af því þótti skólanefnd-
inni ástæða til þess að níðast ekki
meira á húsinu með dansleikjahaldi
og öðru slíku, þannig að það var
bannað. Vegna þeirrar ákvörðunar
varð mikil rimma nemenda við
skólayfirvöld. Hápunkturinn á þeim
átökum var, að nemandamótsdagur-
inn, - helsti hátíðisdagur nemanda,
sem haldinn er ár hvert, var felldur
niður. Þann dag, sem nem-
andamótsdagurinn hafði verið hald-
Morgunblaðið/Kristinn
HÖRÐUR Sigurgestsson.
„Hér í fremri röð til vinstri er
Eiður Einarsson, sem var lengi í
Seðlabankanum, en hefur látið þar
af störfum og snúið sér að því að
vinna fyrir sinn trúarhóp. Við
hliðina á honum er Helga Sigríður
Bachmann, sem hefur lengi verið
kennari og við hlið hennar er Bem-
hard Petersen, sem vinnur fyrir
fyrirtæki fjölskyldu sinnar. Þá er
hér Anna Þráinsdóttir, kennari,
sem flutti tiltölulega snemma til
Noregs og er þar bóndakona í
Stóradal ekki alllangt frá Álasundi.
Steinunn K. Gunnsteinsdóttir er
hér hægra megin við hlið skóla-
stjórans. Hún er kennari, giftist til
Danmerkur og kennir dönsku þar í
landi. Síðan kemur Gunnar Þór
Ólafsson, sem vann lengi að útgerð
og var eigandi að útgerð og er enn.
Við hlið Gunnars er Guðrún Lýðs-
dóttir, sem var bankastarfsmaður,
ekki veit ég við hvað hún starfar
núna. Þá er hér Garðar Sigurgeirs-
son, sem var bæjarstjóri í Garðabæ
en rekur nú ferðaskrifstofu í Stokk-
hólmi, sem selur íslandsferðir. Hér
lengst til hægri er Rafn Johnson,
sem veitir forstöðu fyrirtæki fjöl-
skyldu sinnar, Heimilistækjum.
í efri röð frá vinstri er Margeir
Sigurbjömsson úr Keflavík. Mar-
geir misstum við því miður mjög
snemma. Við hlið Margeirs er Einar
Ólafsson, hann er einnig látinn fyrir
nokkrum ámm. Þá er hér Örn H.
Bjarnason, sem ég hef ekki haft
spurnir af nýlega og sama gildir um
Þórð Guðjohnsen, sem kemur þar
næstur í röðinni. Þá er hér Sigurður
Jónsson læknir í Reykjavík og við
hlið Sigurðar er Sveinn R. Eyjólfs-
son, blaðaútgefandi með meiru.
Næstur Sveini á myndinni er Hró-
bjartur Hróbjartsson, arkitekt, þá
Steinar Hallgrímsson, sem ég ekki
hef hitt lengi. Þó er hér Gústaf Þór
Tiyggvason lögfræðingur í Reykja-
vík og við hlið Gústafs er Jón Hjart-
arson, sem lengi hefur rekið Hús-
gagnahöllina meðal annars. Þriðji
frá hægri í efri röð er Óli H. Þórðar-
son, sem er arkitekt í Hafnarfirði.
Þá er hér við hlið Óla Bragi Krist-
jónsson, kunnur lífskúnstner og
fornbókasali, og svo er ég sjólfur
hér lengst til hægri.“
SJÁ BLS 32
og bætt við latínu og frönsku,
einnig efnafræði og gerðar vom
mun meiri kröfur til okkar.
Þessi lærdómsdeildarhópur var
e.t.v. svolítið sundurieitur, og
kom sitt úr hverri áttinni. Hann
hélt þó allvel saman og það var
22 manna hópur, sem lauk
stúdentsprófi vorið 1958, þar af
einn utanskóla. Þessi hópur á
því 40 ára stúdentsafmæli
núna í júní, og við stefnum að
þvi að hittast 19.júní nk.
Frá því við lukum
stúdentsprófi fómm við
auðvitað í ýmsar áttir. Margir
byrjuðu á háskólanámi, en
kannski ekki af alvöru og
snera sér að tímabundnum
verkefnum, sem í mörgum
tilvikum urðu varanlegri en
ætlað var í upphafi. Allmarg-
ir innrituðu sig í Háskóla Is-
lands. Af þeim 22 manna
hópi, sem útskrifaðist sumarið 1958,
era 13 sem hafa útskrifast með
háskólapróf eða kennarapróf hér
heima og erlendis og af þessum hópi
era nú tveir látnir. Þetta voru góð ár
í Verslunarskólanum, agi var tölu-
verður og skólinn mótaði okkur
verulega. Auðvitað er þetta líka
þannig, að maður man betur eftir því
skemmtilega.
Það vora ótrúlegar framfarir á
þessum 40 árum. Flest svið þessa
samfélags hafa breyst, og ekki í
skrefum heldur stökkum. Það hefur
verið mjög ánægjulegt að vera þátt-
takandi í og fylgjast með þessum
stórstígu breytingum.
Þjóðfélagsþróunin hefur að mínu
áliti í öllum aðalatriðum verið mjög
jákvæð og skilað okkur margí'alt
jákvæðara og öflugra samfélagi.
Það væri örugglega gaman að verá
ungur aftur - að byrja aftur og eiga
þetta allt saman eftir! Þegar ég hitti
ungt fólk sem er að byrja
háskólanám eða að fara utan i fram-
haldsnám, þá tekur hjartað oft kipp
og ég öfunda það af þeim möguleik-
um sem það á. Þessi kynslóð á
auðvitað eftir að fást við margskon-
ar vandamál og viðfangsefni, en er
enn betur í stakk búin til að fást við
krefjandi verkefni en við vorum.“
Hörður virðir fyi'ir sér bekkjar-
myndina og brosir þegar hann horf-
ir yfir hópinn.
var ekki um auðugan garð að gresja
af hótelum í Reykjavík. Þá var
Hótel Borg aðalhótelið í Reykjavík.
Þessi rekstur gekk upp, þótt ekki
hafi verið spáð vel fyrir honum í
upphafi. Mér er það t.d. minnis-
stætt, að það sem réði úrslitum um
að jákvæð afkoma varð fyrsta sum-
arið var, að um það leyti sem við
vorum að loka hótelinu þá bilaði
Loftleiðaflugvél á Reykjavíkurflug-
velli, sem var á leiðinni yfir Atlants-
hafið, fullhlaðin farþegum. Við feng-
um það verkefni að hýsa og fæða
farþegana og það reið baggamuninn
það árið. A þessum árum gátu
smæstu ákvarðanir orðið mikilvæg-.
ar. Mér er sérstaklega minnisstæð-
ur fundur í stjórn hótelsins, sem var
haldinn til þess að taka ákvörðun
um, hvort of mikil áhætta væri fólg-
in í því að kaupa eitt straujám eða
ekki. Ákveðið var að kaupa
straujárnið.
Eftir að hafa lokið lokið prófi í
viðskiptafræði við Háskólann hér
fór ég í framhaldsnám í rekstrar-
hagfræði í Bandaríkjunum. Mín
sérhæfing í framhaldsnáminu var
samgöngur eða flutningastarfsemi.
Þá var skylt, að menn skiluðu rit-
inn, létu nemendur sig hverfa í
síðasta tíma. Þetta var einskonar
verkfall. Mér er minnisstætt, að
morguninn eftir kom skólastjórinn,
dr. Jón Gíslason, og hélt mikla ræðu
yfir okkur og skammaði okkur fyrir
að hafa farið af vettvangi. Hann bað
okkur sérstaklega að gæta okkur á
úlfunum undir sauðagæranum.
Úlfarnir vora þá verkfallsleiðtog-
arnir, foringjar í skólalífinu, sem
síðan urðu margir mikilvirkir leið-
togar og þátttakendur í þessu sam-
félagi. Deilan var svo síðar um vet-
urinn sett niður með samkomulagi
nemenda og skólanefndar."
. Var þessi ágreiningur við skólayf-
irvöld þarna um veturinn 1957-58?
„Nei, reyndar var þetta veturinn
1954-55, Sem sagt árið, sem við vor-
um í 3. bekk. I hverjum árgangi í
verslunardeild var um það bil 70
manna hópur. Þessi hópur kom víðs
vegar að úr ýmsum skólum. í 3.
bekk bættist okkur góður liðsauki,
sjö eða átta nemendur frá Siglu-
firði, sem með tímanum settu mjög
svip á þennan hóp og lauk með okk-
ur prófi í 4. bekk, og sum þeirra
héldu áfram með okkur til
stúdentsprófs. Erfiðasti kaflinn í
þessu sex ára námi var örugglega 5.
bekkur. Þá var mjög hert að okkur
fj áröflunar skyni