Morgunblaðið - 23.05.1998, Qupperneq 45
f-
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 45
AÐSENDAR GREINAR
Samkomulag
um greiðslu
sektar í ÞÞ-máli
SÝSLUMAÐURINN/lögreglu-
stjórinn á Akranesi gerði 21. jan.
1998 samkomulag við Helga V.
Jónsson hrl. v/Þórðar Þórðarsonar
um greiðslu á eftirstöðvum 50 millj.
kr. dæmdrar sektar.
Ráðuneytisstjóri
dómsmálaráðuneytis,
Þorsteinn Geirsson,
lýsti nokkrum dögum
síðar opinberlega yfir,
að samkomulagið væri
„skýlaust brot á 2. mgr.
52. gr. almennra hegn-
ingarlaga nr. 19/1940“,
þar eð samkomulagið
væri gert til eins árs en
helmingur lögheimilaðs
ársfrests hefði verið
liðinn, þegar það var
gert. Tilvitnað ákvæði
hegningarlaganna er
svohljóðandi: „Lög-
reglustjórar annast inn-
heimtu sekta. Heimilt er þeim að
leyfa, að sekt sé greidd með afborg-
unum. Eigi skal þó veita lengi’i
greiðslufrest en eitt ár frá því að
sekt kemur til innheimtu." Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra
beygði sig síðan undir álit ráðuneyt-
isstjóra síns og veitti mér af þeim
sökum áminningu 2. marz sl.
Hver hefur vald til að segja,
hvaða lög gilda um innheimtu
sektar í ÞÞ-máli?
því er innheimta sektar fólgin í
kröfu á hendur dómþola um
greiðslu, sem má - ef dómþoli greið-
ir ekki sjálfviijugur - framfylgja
með fjárnámsgerð, sbr. 3. mgr. 52.
gr. laganna, eða með
því að láta dómþola af-
plána vararefsingu með
varðhalds- eða fangels-
isvist, sbr. 53. gr. lag-
anna. Ekki skal fram-
fylgja sektarkröfu með
fjárnámsgerð, ef það
„mundi hafa í för með
sér tilfinnanlega röskun
á högum sökunauts eða
manna, sem hann fram-
færir“, sbr. nefnda 3.
mgr. 52. gr. Dómþolinn,
ÞÞ, var úrskurðaður
gjaldþrota, og er því
ekki með fjárnámsgerð
unnt að knýja hann til
að greiða sektina. Ekki
eru heldur rök til þess að vararefs-
ingu sé beitt, af því að ÞÞ er ófær
um að greiða. Vararefsing - þ.e.
frelsissvipting í stað sektargreiðslu
- er sálrænt þvingunartæki til að
knýja gjaldfæran dómþola, sem
ekki hefur greitt, til að efna þá
skyldu sína. ÞÞ er ekki gjaldfær.
Heiðursmannasamkomulag,
sem ekki er unnt að knýja
fram efnd á með lagalegum
nauðungarúrræðum
Sigurður
Gizurarson
Hvorki yfirlýsing Þorsteins
Geirssonar ráðuneytisstjóra né
áminning Þorsteins Pálssonar
Samkomulagið frá 21.
janúar 1998 snýst ekki
um innheimtu sektar í
merkingu laganna, seg-
ir Sigurður Gizurar-
son, það er heiðurs-
mannasamkomulag
sem hefur eingöngu
siðferðilegt gildi.
ráðherra hafa stoð í lögum. Lög-
reglustjóri hefur samkvæmt nefndri
2. mgr. 52. gr. almennra hegningar-
laga einn vald til að innheimta sekt-
ir og jafnframt einn vald til að segja
í hverju einstöku máli, hvaða lög
gilda þar um. í ÞÞ-málinu hafði lög-
reglustjórinn á Akranesi þetta vald,
en hvorki Þorsteinn Geirsson ráðu-
neytisstjóri né Þorsteinn Pálsson
dómsmálaráðherra. Með sama
hætti og Hæstiréttur hefur ekki
vald til að lýsa úrskurð héraðsdóms
í tilteknu máli ólöglegan, ef úr-
skurðinum hefur ekki verið áfrýjað,
hefur dómsmálaráðherra ekki vald
til að ógilda samkomulagið frá 21.
jan. 1998, af því að það hefur ekki
verið kært til hans, sbr. VII. kafla
stjómsýslulaga nr. 37/1993. Sam-
komulagið er í fullu gildi.
Samkoniulagið frá 21. jan. 1998
fellur ekki undir 2. mgr. 52. gr.
almennra hegningarlaga.
Röng er sú staðhæfing ráðherra
og ráðuneytisstjóra hans, að sam-
komulagið frá 21. jan. 1998 falli
undir 2. mgr. 52. gr. almennra
hegningarlaga. Hvort samkomulag-
ið fellur undir ákvæði þetta, ræðst
af því, hvað er „innheimta sektar“ í
merkingu ákváeðisins. Samkvæmt
Ekki má innheimta dæmda sekt hjá
skyldmenni dómþola, sbr. 4. mgr.
52. hr. almennra hegningarlaga.
Ekki er þó bannað, að skyldmenni
dómþola gi-eiði sekt fyrir hann.
Samkomulagið frá 21. jan. 1998 hef-
ur að markmiði, að skyldmenni ÞÞ
greiði eftirstöðvar dæmdrar 50
millj. kr. sektar fýrir hann. En efnd
á samkomulaginu verður ekki knúin
fram með lagalegum þvingun-
arúiTæðum, svo sem annars vegar
fjárnámsgerð hjá dómþola eða með
því að beita vararefsingu, þ.e. frels-
issviptingu hans, eða hins vegar
með fjárnámsgerð hjá skyldmenn-
um hans. Samkomulagið frá 21. jan.
1998 snýst ekki um innheimtu sekt-
ar í merkingu 2. mgr. 52. gr. lag-
anna. Það er heiðursmannasam-
komulag, sem hefur eingöngu sið-
ferðilegt gildi.
Áminning sú er Þorsteinn Páls-
son dómsmálaráðherra veitti mér er
samkvæmt framansögðu veitt
vegna samkomulags, sem lögreglu-
stjórinn á Akranesi gerði á grund-
velli fullgildrar ákvörðunar sinnar.
Áminningin miðar að því að hnekkja
samkomulaginu með óleyfilegu
úrræði, þ.e. með því að refsa þeim
einstaklingi, sem í stöðu lögreglu-
stjóra stóð að hinu fullgilda sam-
komulagi 21. jan. 1998. Aminningin
er misbeiting valds - valdníðsla -
þ.e. ólögleg árás á sjálfstæði og
embættishelgi þess manns, sem
gegnir stöðu sýslumanns á Akra-
nesi. Hún miðar að því að svipta for-
setaskipaðan embættismann því
sjálfstæði og öryggi, sem honum er
svo nauðsynlegt til að geta rækt
starf sitt af óhlutdrægni og einurð
og tekið ákvarðanir sínar löglega á
grundvelli gildandi réttarheimilda.
Yfirlýsing ráðuneytisstjórans og
áminning ráðherrans varða við 148.
gr. almennra hegningarlaga, sem
leggur refsingu við röngum sakar-
giftum, og 235.-236. gr. hegningar-
laganna, sem leggja refsingu við
ærumeiðingum og aðdróttunum,
sem eru virðingu manns til hnekkis.
Höfundur er sýslumaður.
www.mbl.is
Það getur verið sárt
að heyra sannleikann
EINHVERNTÍMA
sagði einhver einhvers-
staðar, að það væri sár-
ast að heyra sannleik-
ann, ekki síst þegar
hann snertir einhvem
sem er manni sérlega
kær. Mér kom þessi
speki í hug, þegar ég las
„opið bréf“ Hannesar
Baldvinssonar í Morg-
unblaðinu fimmtudag-
inn 21. maí. Þar skrifaði
hann um umfjöllun
mína í Sjónvarpinu um
Siglufjörð í tengslum
við bæjarstjómarkosn-
ingamar og segir m.a.
um verk mitt:
„Innslag hans og myndasyrpa af
ryðbrenndum, yfirgefnum og nið-
urníddum húsum, ásamt runulestri
af tölum yfir stöðugan fólksflótta úr
bænum, var sú mynd af Siglufirði,
sem hann kaus að bera á borð fyrir
sjónvarpsáhorfendur."
Svo mörg voru þau orð. Síðar í
grein sinni gerir Hannes að því
skóna, að þessi „aðför" mín hafi ver-
ið gerð af tómri „illkvittni og tillits-
leysi“. Það hefur þá væntanlega
verið af sömu hvötum, sem ég
notaði fallegar myndir frá Siglu-
fjarðarhöfn, af siglfirskum börnum
við leik og nám og af Siglfirðingum
við dagleg störf. Þó viðurkennir
Hannes, að gömul, vanhirt og yfir-
gefin hús em vandamál á Siglufirði,
en „hreinn óþai-fi af fréttamannin-
um að velta okkur upp úr þessum
vanda“, eins og hann orðar það.
Við skulum líta á þann texta úr
þættinum sem fór fyrir brjóstið á
Hannesi:
„Óvíða hefur orðið jafn mikil
fólksfækkun á undanförnum árum
og á Siglufirði. Á blómatíma bæjar-
ins í lok síldarævintýrisins vora íbú-
arnir yfir þrjú þúsund og fóra jafn-
vel í tíu til tólf þúsund yfir háannatí-
mann um sumarið. Nú hefur þeim
fækkað um helming, í sextánhund-
rað þrjátíu og tvo. Það er því ekki
að undra, að í bænum finnist mörg
hús, auð og yfirgefin,
jafnvel illa hirt. Eða
eins og einn Siglfirðing-
urinn sagði: „Bærinn er
of stór fyrir okkur sem
eftir eram, þetta er eins
og að vera í of stórum
fötum eftir stórtækan
megranarkúr". En sem
betur fer er þetta að
breytast, stöðugt fleiri
og fleiri hús era klædd í
sparifötin og eru Sigl-
firðingum til sóma. En
hreysin stinga í augu.“
Þetta kalla ég ekki
„aðför“ að Siglfirðing-
um, skilji ég íslensku
rétt. í mínum huga var
þetta „hvatning“ til Siglfirðinga, en
ekki „aðför“. Þess er getið sem vel
hefur verið gert, en hvatt til enn
stærri afreka. Það skal hins vegar
viðurkennt, að með þessum texta
vantaði myndir til að styðja þau orð,
„að gömul hús hafi verið færð í
sparifötin". Sh'kar myndir hafa hins
vegar margsinnis verið birtar í
Eg skil sárindi
Hannesar, en hann
gerir Siglufirði lítið
gagn með því, segir
Gísli Sigurgeirsson, að
láta angur sitt bitna á
fréttastofu Sjónvarps.
fjölmörgum fréttum um Siglufjörð á
undanfórnum árum, ekki síst í
tengslum við uppbyggingu Síld-
arminjasafnsins. Ekki heyrðist í
Hannesi þá.
Við Síldarminjasafnið hafa hug-
sjónamenn unnið þrekvirki með Ör-
lyg Kristfinnsson í broddi fylkingar.
Örlygur er einnig að gera upp elsta
hús bæjarins, sem er þegar orðið
staðarprýði. Vonandi smitast fleiri
af elju hans og áræði.
Gísli
Sigurgeirsson
Það era ár og dagar síðan ég
spurði í fréttaumfjöllun um Siglu-
fjörð, hvort ekki væri hægt að nýta
vanrækt mannvirki til að koma upp
vísi að því sem var á Siglufirði þeg-
ar síldarævintýrið stóð sem hæst.
Það var fátt um svör þá, en Örlygur
og hans menn eru í raun að svara
þessari spumingu með uppbygg-
ingu Síldarminjasafnsins. Þangað
liggur stöðugur straumur ferða-
manna. Þeir reka hins vegar einnig
augun í illa hirt hús í hjarta bæjar-
ins. Fram hjá því verður ekki vikist.
Stjórnendur bæjarins hafa staðið í
stöðugri baráttu við eigendur þeirra
um endurbætur, en hægt miðar,
ekki síst vegna þess að eigendur
margra þessara húsa eru löngu
fluttir frá Siglufirði - og sumir fóra
með síldargróðann. Bæjarsjóður
hefur þurft að verja miklum
fjármunum til að hreinsa til eftir
marga „síldarkóngana".
Ég skil sárindi Hannesar, en
hann gerir Siglufirði lítið gagn með
því að láta angur sitt bitna á frétta-
stofu Sjónvarpsins. Ég hefði
kunnað því betur, að hann hefði lát-
ið reiðina bitna beint á mér, í stað
þess að leggja stein í götu þeirra
sem eru í önnum við að undirbúa
kosningasjónvarp. Það er enginn
sómi í því fyi-ir Hannes að nýta odd-
vitastöðu í kjörnefnd til refsingar
með því að miðla ekki kosningatöl-
um til Sjónvarpsins. Hannesi hefði
verið nær að virkja umræðuna um
„niðurníddu“ húsin á Siglufirði til
úrbóta, til að vekja þá sem húsin
eiga til aðgerða. Það hefði gagnast
Siglfirðingum betur.
Það er eina leiðin til að stöðva
„hjartablæðingu" Siglfirðinga
vegna þessa. Takist það er ekki
lengur hægt að „snúa kutanum í
sárinu".
Ég óska Hannesi velfarnaðar og
óska honum og öðram Siglfirðing-
um gleðilegs sumars, um leið og ég
sendi þeim hamingjuóskir á stóraf-
mæli staðarins. Ég veit að heima-
menn keppast við að klæða afmælis-
barnið í spariförin fyrir afmælis-
hátíð og forsetaheimsókn síðar í
sumar. Eg hef trú á að vel takist til
og vonandi verða Sjónvarpsmenn
þá velkomnir til Siglufjarðar.
Höfundur er fréttamaður
á Akureyri.
Hlífum börnunum!
ÖLL stöndum við
einhvemtíma á ólíkum
en mikilsverðum
tímamótum í lífinu.
Tímamótin geta m.a.
stuðlað að heilbrigðari
lifnaðarháttum, aukinni
sjálfsvirðingu og
jákvæðni. Tímamót í
lífi fullorðinna geta
einnig skipt sköpum
fyrir bömin okkar.
Mikilsverð tímamót
geta verið í uppsiglingu
hjá einhverjum þeirra
sem nota tóbak því
Reyklausi dagurinn
verður 30. maí og degi
síðar er Alþjóðlegi
reyklausi dagurinn.
Fjöldi íslendinga hefur hætt að
reykja á Reyklausa daginn og er
áætlað að um 50.000 núlifandi ís-
lendingum hafi tekist að hætta að
reykja. Vilji er allt sem þarf. Lið-
lega 220.000 íslendingar reykja
ekki sem sýnir að þjóðin er á góðri
leið með losna úr snöra tóbaks-
framleiðenda. Þó dregur tóbaks-
fíknin ennþá einn íslending til
dauða á degi hverjum þótt lítið sé
fjallað um það í fréttum.
Böm, sem og aðrir, eiga skilyrð-
islausan rétt á reyklausu umhverfi
og því geta reykingar aldrei verið
einkamál nema þær séu viðhafðar í
einrúmi. Upp á síðkastið hafa sum-
ir haft orð á því í fjölmiðlum að
kæra aðra fyrir meiðyrði og ljótt
orðbragð. Skyldi engum hafa dott-
ið í hug að kæra þann sem eitrar
andrúmsloftið fyrir viðkomandi?
Orð ein og sér drepa engan - en
tóbaksreykur gerir
það. Það er skaðlaus-
ara að pissa utan í
buxnaskálm einhvers
en að reykja í návist
hans - jafnvel þótt hið
fyrrnefnda þætti arg-
asti dónaskapur.
I tilefni Reyklausa
dagsins ættum við að
hafa það að leiðarljósi,
hvort sem við reykjum
eður ei, að stuðla að því
að hlífa börnum við
tóbaksreyk. Við eigum
ekki að horfa upp á það
að reykt sé í návist
barna - ekkert frekar
en að við myndum láta
það afskiptalaust ef einhver væri
að hella blásýra eða arseniki í
mjólkurglas bams en þau eiturefni
era tvö af þeim 40 krabbameins-
valdandi efnum sem eru í tóbaks-
reyk.
Börn, sem og aðrir,
eiga skilyrðislausan
rétt á reyklausu
umhverfi, segir
Þorgrímur Þráinsson,
og því geta reykingar
aldrei verið einkamál
nema þær séu við-
hafðar í einrúmi.
Hlífum börnum við tóbaksreyk -
jafnt á Reyklausa daginn sem og
endranær. Stuðlum að heilbrigðu
andrúmslofti og betri líðan allra.
Höfundur er tveggja bama faðir.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
www.mbl.is/fasteignir
Þorgrímur
Þráinsson
L